Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 Fréttir Erlingur Sigurðsson, fyrrum sýslumaður á Siglufirði, eför dómsuppkvaðningu í gær: Ég er sundurtættur en þetta er mikill léttir - það var verið að rannsaka kjaftasögur í þessu máli frá upphafi „Eg er auðvitað sundurtættur eftir þetta mál. Niðurstaöan er þó mikill léttir að vissu leyti. Það er þó sárt að sitja undir þessum dómi á meðan aðrir fá áminningu fyrir það sama og ég var dæmdur fyrir. Ég hefði aldrei verið dæmdur fyrir þá ákæru- liði sem ég var sakfelldur fyrir ef þetta uppþot út af hestakerrunum heíði ekki komið upp. Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir að eitthvað varð að dæma mig fyrir þar sem á annað borð var farið af stað með máhö,“ sagði Erlingur Óskarsson, fyrrum sýslumaöur á Siglufirði, í samtah við blaðamann DV stuttu eft- ir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máh ákæruvaldsins gegn honum og þremur öðrum mönnum, þar á meðal fyrrverandi yfirlögregluþjóni á Siglufirði. „Það var verið að rannsaka kjafta- sögur í þessu máh frá upphafi og ákveðnir aðilar fóðruðu rannsóknar- lögregluna á upplýsingum. Þegar fuhtrúi frá ráðuneytinu kom norður á sínum tíma lýsti hann því yfir að ég og yfirlögregluþjónninn myndum aldrei koma aftur th starfa þama. Ég tel því að ráöuneytið hafi verið leiðandi aðih í þessu máh frá upp- hafi. Ráðuneytið sendi okkur síðan bréf þar sem við vorum nánast ákærðir. Þegar ákæruskjal ríkissak- sóknara var gefið út í máíinu var það eins og endurrit af því bréfi,“ sagði Erhngur. Erlingur sagðist ekki vera búinn að gera sér grein fyrir því nákvæm- lega hvað dómurinn fæh í sér og því óráðið ennþá hvort hann leitaði rétt- ar síns að einhverju leyti þegar þaö Erlingur Oskarsson, fyrrum sýslu- maður á Siglufiröi, sagði að dómur- inn í gær væri að vissu leyti mikill léttir fyrir sig eftir eins árs andlega vanliðan vegna málsins. væri haft 1 huga að „honum var gef- inn kostur" að segja upp sýslu- mannsstarfi sínu á Siglufirði. „Ég sá fljótlega eför að hafa ekki látið segja mér upp í stað þess að gera það sjálfur." Varðandi Gunnar Guðmundsson, fyrrum yfirlögreglu- þjón, sagði Erlingur að hann teldi Gunnar eiga rétt á skaðabótum frá ríkissjóði miðað við það að hann var sýknaður af öhu sem honum var gefið að sök í ákæru. Erlingur sagði að nú lægi fyrir hjá sér að ná sér upp andlega eftir erfið- an tíma á meðan á málarekstrinum hefur staðið. Eitt ár er hðið frá því aö yfirvöld hófu afskipti af embættis- færslum hans. „Ég verð að reyna að taka mig sam- an núna en fjölskyldan hefur staðið vel á bak við mig,“ sagöi Erhngur. Sýknun aö verulegu leyti í sýslumannsmálinu: Einn sýknaður en þrír f á sektir - veijendurteljaákærunafallnaímeginatriðum Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði í gær sakbomingana í svo- köhuðu sýslumannsmáh af langflest- um stærstu ákæruhðunum sem þeim var gefið að sök. Gunnar Guðmunds- son, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, var alfarið sýknaður en Erlingur Sig- urðsson, fyrrum sýslumaður, var sakfehdur fyrir ýmis brot sem flest vörðuðu ekki hinn sögulega inn- flutning á hestakerrum th Siglufjarð- ar. Hann var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkis- sjóðs en helming af350 þúsund króna málsvamarlaunum verjanda síns. Ríkissjóður greiðir hinn helminginn. Herbert Ólason frá Þýskalandi var dæmdur tU að greiða 200 þúsund krónur 1 sekt vegna innflutnings á vamingi í hestakerrum en sonur hans var dæmdur tíl að greiða 75 þúsund krónur í sekt vegna sjón- varps, áfengis og annars vamings sem taldist ólöglega innfluttur í hestakerru. Ríkissjóður greiðir 2/3 af málsvamarlaunum veijenda þeirra en ahan málskostnað vegna Gunnars. Verjendur sakbominganna sögðu í samtali við DV í gær að ákæran hefði falhð í meginatriðum miðað við þá rannsókn og málatilbúning sem farið var af stað með í upphafi. Jón Magn- ússon, veijandi Érhngs, sagði að þetta væri svipað og ef maður væri ákærður fyrir morð og hann væri síðan dæmdur fyrir að taka sælgæti. Getgátur ákæruvaldsins Erlingur var sýknaður af ákæm um að hafa ætlað að koma hesta- kerm Herberts, fullri af reiðtygjum og öðrum vamingi, undan tohskoð- un eða hafa vitaö hvað í henni var aö kvöldi 14. mai 1993 þegar máhð kom fyrst upp á yfirborðið. Ekkert hefði komið fram í málinu sem styddi slíkt. „Verður að telja fuhyrðingar í þessum hð ákæmnnar af hálfu ákæmvaldsins hvað ákærði hafi haft í hyggju byggöar á getgátum," sagði í dómnum. Varðandi sakargiftir um hesta- kerrn sem kom tU Siglufjarðar árið 1992 og var flutt úr vörslu farmflytj- anda í skemmu á vegum Erhngs án þess að til væm skjöl um það var Erhngur sýknaður. Aðgerðin var þó tahn óeðhleg og óvenjuleg. Hann var hins vegar dæmdur fyrir að hafa af- hent syni Herberts aðra kerrnna síð- ar án þess að innflutningsskýrslur hefðu verið gerðar. Erlingur var dæmdur fyrir aö hafa látið hella nið- ur 4 kössum af bjór með útranninni dagsetingu en sýknaður af ákæm um að hafa látið hella niður 250 lítrum af áfengi vegna fymingar. Hann var jafnframt dæmdur fyrir að hafa tekið við greiðslum frá lögmönnum fyrir að annast mætingar hjá sýslumanni um nokkurra missera skeiö og fyrir að hafa látið geyma eigin tékka fyrir sig hjá sýslumannsembættinu og þannig bakað ríkissjóði vaxtatjón. Smyglásetningur feöganna ósannaður Herbert var dæmdur fyrir að hafa smyglað reiðtygjum í annarri af hestakemmum sem komu til lands- ins árið 1992. Sonur hans var sýknað- ur af sakargiftum vegna þess máls. Feðgamir vom síðan báðir sýknaöir af ákæru um að hafa ætlað að smygla hestabúnaði í kerrunni sem kom 14. maí 1993. Innflutningsskýrsla hefði legið fyrir um vaminginn þremur dögum síðar og því ósannað að hugur feðganna hefði staðið til smygls. Son- urinn var hins vegar dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til að smygla áfengi, sjónvarpi og fleim með kerr- unni. Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson voru samferða undir regn- hlif forseta íslands á rikisstjórnarfund siðdegis í gær. Það fór vel á með þeim þrátt fyrir ágreining um þyrlukaup i rikisstjórninni. Afburða náms- árangur í bandarískum háskóla Gígja Birgisdóttir, fegurðar- drottning íslands 1986, var kosin „Outstanding Student of the Year“ í markaðsfræði í Ríkishá- skólanum í San Diego í Kalifom- íu. Um 30 þúsund nemar sækja þennan háskóla sem leggur mesta áherslu á viðskiptafræði. Gígja útskrifast 29. maí eftir fjög- urra ára nám í viöskiptafræði með áherslu á markaðsfræði. Einnig sigraði hennar hópur á móti sem heitir „Intemational Buisness Game" og var haldið í Las Vegas fyrir skemmstu. Rúm- lega 200 nemendur tóku þátt í mótinu sem gengur þannig fyrir sig að gervifyrirtæki er stofnað og sfðan eiga keppendur að sjá um rekstur, markaðssetningu og þess háttar. 40 hópar víðsvegar að, m.a. frá Frakklandi, Kanada og Astralíu, vora þama saman komnir. Stuttar fréttir Menntamálaráðuneytið hefur úthiutað framlögum til atvinnu- leikhópa 1994. Hæstu fraralög hlutu Möguleikhúsið, Pé-leikhóp- urinn og Leik-hendur. Aiddðverðmæti Verðmæti innflutts fisks til is- lands nam um 1.400 milljónum á síðasta ári. Um er aö ræða marg- foldun á milb ára og sem svarar aflaverömæti hjá ll meðaltogur- um. Eintak greindi frá. Sorpíðáhreint Fyrsta skóflustunga að sorp- urðunarsvæði fyrir Homafjörö var tekin í gær. Staður í landi Fjarðar í Lóni varð fyrir valinu. Áralangar rannsóknir hafa fariö fram vegna staðarvalsins. Ríkisstjómin ákveöur að kaupa notaða Puma þyrlu: Viðræðum haldið áfram við Bandaríkjamenn - menn voru búnir að hengja sig 1 yfirlýsingar, segir Jón Baldvin Tígrapenninn: Hátt i 1500 sögur bárust í smá- sagnasamkeppninni Tígrapennan- um þar sem skrifa áttl sögu um íslandsævintýri Tígra, lukkudýrs Krakkaklúbbs DV. Dómnefnd er nú að iesa sögurnar en úrslit verða kynnt í Bama-DV 21. maí. Fimmtíu bestu sögurnar verða gefnar út á bók en dregiö verður um sérstök verðlaun úr hópi höfundanna 50. „Menn vora búnir að hengja sig í yfirlýsingar um tímasetningu óg komast ekki út úr þvi. Dómsmálaráð- herra hefur nú fengið heimild til að kaupa sér þessa Pumu sína,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra eftir ríkisstjómarfund í gær. Ríkisstjómin ákvað á fimdinum aö ganga þegar í stað til samninga um kaup á Super Puma björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Fyrir ligg- ur kauptilboð frá Eurocopter Inter- national sem barst ráðgjafamefnd ríkisstjómarinnar í þyrlumálum í byijun mars. Samkvæmt því yröi kaupverðið rúmar 600 milljónir. Að sögn Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra mun þessi ákvörðun eng- in áhrif hafa á áhuga ríkisstjómar- innar á viðræðum við bandarísk stjómvöld um þann möguleika að íslendingar taki að sér þyrlubjörgun- arþjónustu fyrir Varnarhðið. Verði af slíku samstarfi munu íslendingar laga þyrlurekstur sinn að því. Form- legt erindi þessa efnis verður á næst- unni sent tíl Bandaríkjanna. Jón Baldvin óskaði eftir því á ríkis- stjómarfundinum að ákvörðun um þyrlukaup yrði frestað til þriðjudags. Að hans mati kann ákvörðun um þyrlukaup nú að verða túlkuð á þann veg í Bandaríkjunum að íslendingar hafi ekki áhuga á því að taka yfir verkefni þyrlusveitarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Á þetta var ekki fail- ist, einkum vegna andstöðu Þor- steins Pálssonar dómsmálaráðherra. Ekki er gert ráð fyrir að nýja Super Puma þyrlan komi til landsins fyrr en eftir rúmt ár. Komi til þess að samningar náist við Bandaríkja- menn verður nýja þyrlan að öllum líkindum seld. Miðað við það sam- komulag sem núverandi vamar- malaraðherra Bandaríkjanna og ís- lensk stjómvöld gerðu nýveriö um framtíö vamarsamnings ríkjanna ættu niöurstöður að Uggja fyrir í lok næsta árs. Svo kann því að fara að nýja þyrlan verði einungis starfrækt hér á landi nokkra mánuði. „Það verður alltaf hægt að selja þessa vél,“ sagði Þorsteinn Pálsson eftir ríkisstjómarfundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.