Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994 15 Fólk en ekki f lokk í komandi borgarstjómarkosn- ingum býöst Reykvíkingum í fyrsta sinn að velja á milli tveggja kosta, tveggja fylkinga, tveggja borgar- stjóraefna. Milli Sjálfstæðisflokks- ins og Reykjavíkurlistans, milli Áma Sigfússonar og mín, milli gamla valdakjamans í borginni og nýrrar hreyfmgar sem fólkið í borginni hefur hrundið af stað. Valið er því mjög skýrt. Ósýnileg vinna Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið nær óskorað viö völd í borginni í 60 ár og hefur í raun slegið eign sinni á borgina og allt sem henni tilheyrir. í viðjum þessa valds halda frambjóðendur flokksins því fram við alþjóð að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi byggt upp þessa borg einn og óstuddur. Takið eftir því - einn og óstuddur. KjaUariim Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans „í þessum kosningum kemur Reykja- víkurlistinn fram sem ein heild undir forystu sameiginlegs pólitísks borgar- stjóra. Hjá okkur gildir reglan einn fyr- ir alla og allir fyrir einn.“ Þeir eru hættir að sjá umbjóðend- ur sína, fólkið í borginni sem alla þessa öld hefur starfað hér og strit- að til að geta búið sér og afkomend- um sínum sæmileg lífsskilyröi. Fólkið sem hefur numið land æ austar í borginni og byggt þar upp hús, gróður og garða oft löngu áður en borgin hefur séð því fyrir nokk- urri þjónustu. Fólkið sem byggði upp vesturbæ og austurbæ, Breið- holt, Árbæ og Grafarvog. Vinna þessa fólks er ósýnileg meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Nýgildi Það var einmitt sá hroki valdsins sem endurspeglast í þessu viðhorfi sem knúði á um stofnun Reykjavík- urlistans. Reykvíkingar báðu um sterkt sameinað framboð gegn flokksvaldinu í Reykjavík og þeir fengu það. í borgarstjórn Reykjavíkur hafa línurnar lengi verið mjög skýrar. Þar hefur hin pólitíska markalína legið á milh Sjálfstæðisflokksins og allra hinna. Þar hefur verið sam- hljómur með þeim póhtísku sam- tökum sem hafa verið í minnihluta um langt árabil. Það var því orðið tímabært að þau stilltu saman strengi sína í þeim tilgangi að freista þess að koma nýjum hug- myndum og gildum til vegs og virð- ingar í þessari borg. Reykjavíkur- hstinn er hreyfing ahra þeirra sem vilja setja fólk en ekki flokk í önd- vegi í borginni. Einn fyrir alla. „Vinna þessa fólks er ósýnileg meirihluta sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavikur," segir m.a. í greininni. Reykjavíkurlistinn mun starfa sem einn flokkur - einn borgarstjórnar- flokkur. Þar munu eiga sæti ahir aðal- og varaborgarfulltrúar Reykjavíkurhstans og þar verður stefnan mörkuð i borgarmálum og ákvarðanir teknar. í þessum kosn- ingum kemur Reykjavíkurhstinn fram sem ein hehd undir forystu sameiginlegs pólitísks borgar- stjóra. Hjá okkur gildir reglan einn fyrir alla og alhr fyrir einn. Sjálfstæðisflokkurinn kemur aft- ur á móti fram með óuppgerðar dehur sem urðu út af borgarstjóra- stólnum á þessu kjörtímabhi. Þeim dehum hefur þó verið slegið á frest með þeim sérkennhega hætti aö opinhera það kvótakerfi - það smá- kóngaveldi - sem hefur kannski, þegar grannt er skoðað, alltaf verið við lýði þjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Kerfi sem ein- stakir borgarfuhtrúar hafa notað th að slá eign sinni á ákveðna mála- flokka og byggja upp völd og frama innan hagsmunahópa og borgar- stjórnarflokksins. Það þarf að breyta Fólk ætlast th þess af stjórnmála- mönnum og stjórnmálaöflum að þau vísi til framtíðar. Að þau veki vonir og drauma sem geta leyst úr læðingi þá bjartsýni, hugvit og starfsorku sem er forsenda ahra raunverulegra framfara. Að þau stjórni ekki fólki heldur stjórni með fólki, að þau hafi ekki vald yfir heldur vald th. Þannig vh ég vinna í stjórnmál- um og þannig vh ég að borginni minni sé stjómað. En th þess að það geti orðið þarf að breyta hér ýmsu. Við í Reykjavíkurlistanum þurfum stuðning ykkar til að það geti orðið. Þið eruð bakhjarlinn, til ykkar sækjum við stuðninginn. Það er undir okkur öllum komið hvort við vinnum kosningarnar í Reykjavík í vor og verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að breyta stjórn- arháttum í borginni. Ég get lofað því að gera það sem í mínu valdi stendur til að það takist og ég heiti á ykkur að leggja okkur lið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Strætisvagnar í Ösló Um daginn birtist frétt sem at- hygh vakti: Stætisvagnar Ósló- borgar greiða farþegum fyrir leigu- bh ef seinkun verður á áætlun. Líta þarf á málið tengslum við annað. Ég notaði vagnana um dag- inn. Þeir eru í endurnýjun, hinir nýju þæghegir, hægt að ganga inn og aka inn hjólastólum og bama- vögnum af gangstétt nánast sem á jafnsléttu. Bæklingur í vögnunum tjallar um 12 þætti tryggðrar lágmarks- þjónustu. Strætisvagnar Óslóar eru hlutafélag. Noregur er braut- ryðjandi í samkeppni og hlutafé- lagavæðingu. Styðja þarf notendur svo hagur þeirra verði ekki fyrir borð borinn. Stefna helstu stjórn- málaflokka er samkeppni sem er jafnframt th hagsbóta notendum. Þekki ég nokkuð til hlutafélaga- og samkeppnismála í Noregi sem að mörgu leyti hafa vel tekist. Snúum okkur að skhmálunum tólf: Skilmálarnir tólf 1. Við ökum á réttum tíma allar leiðir í samræmi við áætlun nema annað sé tilkynnt. 2. Enginn vagn fer fyrr frá biðstöð en getið er í áætlun. 3. Þú færö ávaht tilkynningu í há- talara um næstu stoppistöö. 4. Á öhum vögnum skal vera rétt leiðarnúmer og ákvörðunar- staður. 5. Á öhum stoppistöðvum skal vera skhti með: Nafni staðar, leiðar- númeri, ákvörðunarstað og rétt- KjaHaiinn Eggert Ásgeirsson skrifstofustjóri um brottfarartíma. 6. í vögnum er tímaáætlun og upp- lýsingar um fargjöld. 7. í vögnum skulu gefm ráð um hvar best er að fara úr vagninum til að komast á áfangastað ásamt upplýsingum um aðra almenn- ingsvagna. 8. Tilkynnt er ef ekki er allt í lagi, bhun eða annað. Sama skal gert á skiptistöðvum. 9. Alhr vagnar skulu hreinir og snyrthegir og ekki hætta á að fólk meiðist eða óhreinkist. 10. Ef skrifað er bréf th fyrirtækis- ins verðiu- svar póstlagt innan tveggja vikna. 11. Við hlustum. Upplýsingar þínar ásamt markaðskönnunum eiga að bæta þjónustu. 12. Efhætta er á að þér seinki meira en 20 mínútur frá að komast í áfangastað greiðum við allt að 2 þús. kr. fyrir leigubh með því skilyrði að þú sannir tíma, stað og leið. Skhmálar fjalla um rétt farþega, ekki strætisvagnanna sjálfra. Með bæklingnum er eyöublað þar sem hvatt er th ábendinga og óska um bætur ásamt leiöbeiningum um hvernig með skuli fara. Trygging þjónustu Punktarnir 12 eru athyglisverðir - sumir kannski sjálfsagðir. Af- staða fyrirtækisins th notendanna og skhgreiningin á þjónustu vekur traust og bætir stöðu þess á mark- aði með því að tryggja að fólk geti nýtt strætisvagna sér th gagns og ánægju. Við notum ekki sam- göngukerf til að drepa tíma! Máhð snertir ekki strætisvagna eina heldur þjónustu almennt. Aö tryggja stundvísi er ekki létt. Við þekkjum það frá Flugleiðum hf. þar sem mikið hefur áunnist. Það hefur gerst með markvissu starfi þeirra sem að fluginu starfa. Stundvísi almenningsvagna og þjónusta þeirra verður ekki tryggð nema með átaki þar sem hindrunum er hlífðarlaust rutt úr vegi. Tilboð OSLO SPORVEIE AS um leigubha sýnir væntanlega að fyrirtækið getur nú þegar ábyrgst stundvísi. Vagnstjórar í Ósló voru ekki allir góðir - verður kannski bið á að 13. atriðinu þar að lútandi verði bætt við. En þæghegt er ferðalangi að ganga inn í vagna, borga í reiðufé og fá th baka! Það verður hugsan- lega 14. hðurinn í þjónustutrygg- ingu strætisvagna í Ösló. Kannski er haim nú þegar svo sjálfsagður að ekki þurfi fram að taka! Skil- greining þjónustu og trygging hennar á víða við þar sem starfað er í skjóh einkaréttar. Eggert Ásgeirsson „Afstaða fyrirtækisins til notenda og skilgreiningin á þjónustu vekur traust og bætir stöðu þess á markaði með því að tryggja að fólk geti nýtt strætisvagna sór til gagns og ánægju.“ SveinnGuðmunds- soniMiðhúsum. Ekki iHgirni í Vegagerðinni „Vegurinn fyrir Gilsfjöró er ekki mönn- um bjóöandi að vetrarlagi og helst ekki yfir sumartð heldur. Menn geta svo deilt um hvort fjörðurinn er fallegur eða liótur. Ég skipti mér ekki af því. Það eru nokkur ár frá því þegar 30 manna hópur kom hingað til að vera við jaröarfór - hann varð innlyksa í Króksfjarðarnesi. Fólkið varð að vera í félagslieim- inu í viku. Síðan varð þyrla að koma sem flaug með fólkið að Saurbæ þar sem rútan beið. Við vitum hvað veðráttan er slæm í Gilsfiröi. Við sem byggjum okkar læknisþjónustu og aukna sam- vinnu við Dalamenn þurfum aö hafa greiðar samgöngur á milli. Auðvitað mun Gilsfjörðurinn breytast að einhverju leyti þegar brú kemur - en það er ekki út af illgimi Vegagerðarinnar. Lífríkið er sarakvæmt rannsóknran há- skólans míög takmarkað í Gils- firði. Það er vitað mál að þeir sem fylgjast meö rauðbrystingnum vita að hann situr í mesta lagi í klukkutima við fjöruna og flýgur upp þegar fellur að. Það er garður þvert yfir tjöröinn sem seinkar aðfahinu i hárt f tvo tíma. En hvort ætið þarna er nokkuð sem skiþtir mah þarna eru raenn ekki sammála um. Ég er búinn að vera í náttúruvemdamefndinni hér frá byrjun og nefndin var öh hlynnt brúargerð." Guðmundur A. Guðmundsson Lóniðeyði- leggurtíufer- kílómetra fjörusvæði „Við höld- utn því fram að það séu aðrar leiðir sem geta bætt samgöngur þarnaí firðin- um en sú til- laga sem nú liggur fyrir. Aðalatriðið er að • menn skoði hug shm og séu ekki að ein- blína á eina leið. Það er hægt að „minnka styttinguna" um 6 kíló- metra með þvi aö leggja veginn aðeins innar - þar er maður kom- inn fyrír snjóflóðin og þessi höft sem eru innst í firðinum. Það er hægt að leggja þetta yfir miðjan fjörðinn þar sem maður er kom- imt fyrir rauðbrystingssvæðin og iim fyrir örninn og inn fyrir díla- skarfinn. Við höfum fyrst og fremst mótmælt núverandi ákvörðun úl af fyrirséðri röskun á náttúrufari á svæðinu, í’yrst og fremst fugialífi. Þarna stendur til að loka firðmum og mynda stórt lón og hefta sjávarfóll þairaig að allt að tíu ferkhómetra tjöru- svæði eyðheggst. Þossa fiöru nýta þúsundir rauðbrystinga að vor- iagi. Þarna fá rauðhrystingar við- bótarfæðuöflunartíma. Þama verpir liafóm sem veröur fyrir röskun út af nálægð vegar. Auk þess eru hkur á að lagnaöarísar verði meiri á firðmura og fæöu- öflunarmöguleikar hans minnka. Sama gildfi- um dilaskarf. Sá stofn á undir högg aö sækja."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.