Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 3
 Frá Heimssýningunni: íslenzka deildin fær mikið lof Eggert G. Þorsteinsson ráðherra, kveður Ishkov sjávarútvegsmálaráðherra Sovétríkjanna. JÖÐASAMSTA RF LFIDIN TIL VERNDAR FISKISTOFNUM ISHKOV, sjávarútvegsmálaráðherra Sovétríkjanna, hélt lieimleiðis í gærmorgun eftir tíu tlaga dvöl hér á landi. Á blaðamannafundi í fyrradag lagöi liann á það megináherzlu, að Sovétríkin mundu lialda áfram aö ltaupa fiskafurðir af íslendingum, enda þótt þau auki veru lega sínar eigin fiskveiðar. Hann kvað ekki markmið þeirra að hefja útflutning á sjávarafurðum, heldur aðeins að fullnægja vaxandi eft- irspurn heima fyrir. Ráðherrann kvað marga íslend inga hafa verið áhyggjufulla vegna greinar, sem hann hefði skrifað, þar sem hann gerði að umræðuefni áætlanir Sovézkra stjórnarvalöa um aukningu fisk- veiða til að fullnægja eigin þöi-f um á því sviði. Hann kvað þess ar áhyggjur ástæðulausar, því þessi áform þýddu ekki, að Sov étríkin mundu hætta að kaupa ís- lenzkan fisk. Viðskiptin gætu hald ið áfram og ættu eins og hingað til að grundvallast á því að vera báðum í hag. Ishkov kvað Sovétríkin raunar vera reiðubúin til að kaupa í dag meira magn af fiskflökum en þau hefðu getað fengið frá íslending- um og einnig hefði afgreidd salt- síld verið minni en gert var ráð- fyrir í samningum. Ráðherrann ræddi um verndun fiskistofna, sem hann kvað sam- eiginlegt vandamál beggja Iþjóða. Var ráðherrann spurður, hvernig hann teldi að unnt væri að varð veita fiskistofna í framtíðinni, hvort það yrði með víðari land- lielgi, takmörkun fiskveiða eða á annan hátt. Ishkov svaraði, að þetta yrði að gerast með margs konar ráðstöf unum. Kæmi til greina samkomu lag um takmörkun veiða eða lok un á einstökum svæðum fyrir fiskveiðum. Yrði þetta allt að ger ast með samvinnu ríkja, en aðgerð ir án samkomulags mundu bera lítinn árangur. Útfærsla fiskveiðj marka gæti leitt af sér deilur og erfiðleika, og einhliða ráðstafan- Framhald á 14. ísðu. Norðurlandaskálinn á heims- sýningunni í Montreal var opnað- ur á miðvikudag fyrir blaðamenn og voru þar sjónvarpsmenn, út- varpsmenn og blaðamenn frá Kan ada og Bandaríkjunum. íslenzka deildin vakti mikla athygli og sjónvarpið í New York, sem dreif ir sjónvarpsefni til 130 borga, tók langa þætti, þar sem íslenzka starfsfólkið sýndi Flatartungu- fjölina, Skálholtskortið, Surtseyj- arhraun og myndir frá lífi og sögu íslendinga auk íslenzkra skartgripa eftir Gerði og Jóhann- es. Blaðamaður í Montreal hafði orð á því, að Norðurlandaskál- inn væri einn sá fallegasti, sem hingað til hefur verið sýndur á | svæði heimssýningarinnar og rektor listiðnaðarskólans í Stokk- tólmi hrósaði mjög íslenzku deild- inni. Norðmenn hafa komið fyrir fossi í sinni deild til að sýna á- hri'f vatnsins á líf norsku þjóð- arinnar, Svíar sýna kvikmyndir og fleira úr velferðarríkinu Sví- þjóð. Danir sýna húsgögn og fleira til að sýna listiðnaðarland- ið Danmörku og Finnar stóra skildi gerða af listamönnum til að kynna helztu hráefni sín. Gefnir voru út kynningarbækl- ingar og myndir frá öllum þjóð- tinum og íslerídingar útbjuggu kynningarefni, sem dreift var til blaðamanna í yfir 200 eintökum, þar sem sagt var frá innanlands- ferðum, íslenzkum listamönnum, eldgosum og íslenzku efni í heild. Skarphéðinn Jóhannsson, arki- tekt, hefur fengið mikið hrós fyr- ir • listræna útfærslu á að sýna notkun jarðhitans. Við opnun sýningarinnar voru þessir íslenzk- Framhald á bl. 14. Apalögin á undanhaldi NASHVILLE, 21. apríl (NTB- Reuter) — Kennarar í Tenness’- ee í suðurríkium Bandaríkjanna mega nú Lílka þrúunarkenningu Darwins ú þann veg að menn séu, skyídi öpum. Samkvæmt 42 ára gömulum lögum í Tcnnessee sem kallast ,,apalögin“ er lagt bann við því að kennarar í skólum er njóta stjTks frá fylkisstjórninni kenni nemendum sínum um þróunar- kenninguna. Nú hefur fylkisþing- ið samþykkt að kennurum verði gert kleift að segja frá kenning- unni, en þeir mega ekki segja frá henni sem staðreynd. Apalögin voru því 'ekki afnum- in að fullu og öllu, en samkvæmt þeim verður að fara í einu og öllu eftir því sem biblían segir. Lárus Pálsson heiðraður t Eftir frumsýningu á Jeppa á Fjalli á fimmtudagskvöld af- henti Guðlaugur Rósinkrans þjóðleikhússtjóri Lárusi Páls syni verðlaun úr Menningar- sjóði Þjóðleikliússins að upp hæð 30 þúsund krónur, en venja er að afhenda þau verð laun á þessum degi, sem er afmælisdagur leikhússins. Ilafa átta leikarar og einn leikmyndateiknari áður hlot ið verðlaun úr sjóðnum, en um þessar mundir eru liðin 30 ár síðan Lárus Pálsson lék sitt fyrsta lilutverk að lcknu námi við Konunglega Ieiikskólann í Kaupmanna- höfn. Myndin er af Þjóð- leikhússtjóra og Lárusi við þessa athöfn. Páll Sigurðsson Guðríður Þorst.d. Kjartan Guðnason STJÓRNMÁLA- KYNNING I DAG Stjórnmálakynning Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykja- vík verður laugardaginn 18. apríl kl. 3 í Ingólfskaffi Fulltrúaráðið skipaði nefnd til undirbúnings fundarins og fjallaði nefndin urn sjúkrahúsmál, heilbrigðismál og trygginga mál Páll Sigurðsson tryggingalæknir er framsögumaöur nefndar- innar. Fundarstjóri verður Kjartan Guðnason deildarstjóri og fundarstjóri GuÖríður Þorsteinsdóttir stud. jur. Flokksfólk er hvatt til aö sækja fundinn, og taka virkan þátt í umræðum og bcra fram fyrirspurnir. 22. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.