Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.04.1967, Blaðsíða 7
Á morgrun, þartn 27. apríl verður 15. sýning á leíkritinu Marat/Sade í Þjóðleikhúsinu. Fullyrða má að fáar sýningar, er hér hafa verið sýndar á síðari árum, hafi vakið jafn óskipta athygli. Sýningin hlaut mjög lofsamlega dóma hjá öllum gagnrýnendum dag blaðanna og þá sérstaklega, leikstjórinn, Kelvin Palmer, fyrir á- gæta leikstjórn. Eins og kunnugt er koma nær 40 leikarar fram í þessari sýningu og eru þeir á leiksviðinu frá byrjun leiks til loka. Nú eru aðeins eftir örfáar sýningar á leiknum og verður næsta sýn- ing eins og fyrr segir á fimmtudagskvöld. Myndin er úr einu hóp- atriðinu í leiknum. Beinar ferðir til Mallorca frá Akureyri og Egilsstöðum Sumarferðir Sunnu til Mall- orca, sem verða hálfsmánaðar- lega beint til Mallorca frá 25. maí til 28. september virðast ætla að njóta fádæma vinsælda og er nú þegar upppantað í margar ferðir og lítið pláss eftir í mörg- um hinna. Skrifstofan hefir gert langan samning við góð hótel í þremur beztu verðflokkunum, auk þess sem fólk getur fengið lúxus- íbúðir til afnota meðan dvalið er á Mallorca. Mest ítök hefir ferða- skrifstofan í nýju 320 manna hót- eli á stærstu baðströndinni á Mall orca, sem er fimm mínútna akst- ur frá höfuðborginni Palma. Á þessu hóteli einu hefir skrifstof- an allan ársins hring milli 40 og 50 pláss fyrir gesti sína. EGILSSTAÐIR - PALMA AKUREYRI - PALMA í vor ætlar Sunna að taka upp þá nýbreytni að láta fljúga beint til Spánar frá stöðum úti á landi. Þannig verður flogið beint til Mall orca frá Egilsstöðum 25. maí og beint til Mallorca frá Akureyri 8. júní. Er þetta gert vegna fjöl- margra óska fólks, sem óskar að taka þátt í þessum vinsælu ferð- um. Er ferðin frá Egilsstöðum eink- um ætluð fólki af Austfjörðum og Austurlandi en ferðin frá Akur- eyri ætluð Akureyringum og öðr- ÞIN6IBANKAMANNA LOKIÐ Dagana 7., 8. og 10. apríl 'hélt Samband ísl. bankamanna þing sitt hér í Reykjavík. Þingið sóttu 59 fulltrúar frá níu starfsmannafélögum banka og sparisjóða. Forsetar þingsins voru kjörnir þeir Svavar Jóhannsson, Búnaðarbanka og Vilhelm Stein sen, Landsbanka, Ritarar voru kjörin Sigurborg Hjaltadóttir, Búnaðarbanka, Guðjón Halldórs son Útvegsbanka og Símon Þór Ragharsson Samvinnubanka. Formaður sambandsins Sigurð ur Örn Einarsson flutti skýrslu stjórnar yfir síðasta kjörtímabil, sem er tvö ár. Þingið stóð í þrjá daiga eins og að framan greinir og voru rædd ýmis mál er stéttina varða og gerðar ályktanir um nokkur þeirra. Ber einkum að nefna kjara mál og í því sambandi lokun bankanna á laugardögum um sum/ artímann. Ályktun var gerð um skóla og fræðslumál stéttarinnar. Lýsti þingið ánægju sinni yfir þeim áfanga sem bankamannaskól inn hefur náð og hvatti til aukinn ar starfsemi skólans. Þingið fagn aði því einnig að norræna banka mannasambandið hefur tekið fræðslumúl stéttarinnar upp á sína arma og skipað samnorræna nefnd Sinfóníutónleikar í dag verða 14. áskriftartónleik ar Sinfóníuhljómsveitar íslands haldnir í Háskólabíói. Lengi höfðu forráðamertn hljómsveitarinnar vonað að hægt yrði að ráðast í það stórvirki að flytja hátíðar messu Beefhovens, Missa Solemn is. Af óviðráðanlegum ástæðum reyndist það ókleift í þetta sinn. kvöld Tónleikarnir verða samt sem áður helgaðir vhrkum eftir Beethoven Þar verður flutt hýrleg önnur sinfónían og mikilúðleigur og tign arlegur fimmti pianókonsertinn, ,,Keisar^konse|rtinn“ isvc<kallaði. Einleikari í konsertinum er aust urríski píanóleikarinn Eriderich Frh. 10. siðu. til athugunar og samræmingar á þeim málum. Þá var gerð ályktun um samræmingu á kjörum þeirra eftirlaunasjóða er starfsmenn banka og sparisjóða eru aðlar að, og talið mjög áríðandi að allir banka og sparisjóða eru aðilar eftirlaunakjör. Gestir fundarins voru: Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri sem flutti erindi er hann nefndi Efnahagsmálin og bankarn ir. Kom hann víða við og talaði meðal annars um það mál sem nú er mjög á da'gskrá hjá bankamönn um þ.e. menntun bankamanna og bankamannaskólann. C. A. Weisser-Svendsen, varafor maður norska sambandsins, sem flutti erindi um menntun banka manna. Weisser Svendsen er, for- maður nefndar sem athugar sam ræmingu á menntun bankamanna á Norðurlöndum. Gunnar Svedborg form. sænska sambandsins, sem flutti skýrslu norræna bankamannasambands- ins í fjarveru P. G. Bergström framkvæmdastjóra þess. Kristján Thorlacius, sem flutti kveðjur BSRB. Gunnar Kjær, varaformaður danska sambandsins, sem flutti kveðjur danskra bankamanna. Bankamenn héldu nú þingið í eigin húsnæði í fyrsta sinn, að Laugavegi 103, efstu hæð. Frh. 10. síðu. FRAMREIÐSLU- NÁMSKEIÐ í MAÍ Samband veitinga- og gistihúsa eigenda mun beita sér fyrir því, að haldið verði dagana 8. —20. maí n.k. námskeið í framreiðslu o.fl. fyrir stúlkur, sem .starfa við veit inga- og gistihúsarekstur, eða hafa hug á slíkum störfum. Aðalkenn ari námskeiðsins verður Sigurður B. Gröndal yfirk. í Matsveina- og veitingaþjónaskólanum. Kennsla fer fram bæði í bóklegri og verklegri framreiðslu reikningi ensku o.fl. Aðrir, sem kenna og aðstoða við námskeiðið verða Ragnar Ragnarsson, hótelstjóri á Hótel KEA, og Tryggvi Þorfinns- son, skólastjóri Matsveina- og veit ingaþjónaskólans. Kennsla mun fara fram að hótel KEA Akureyri. Námskeið þetta er hið fyrsta sinnar tegundar, sem SVG gengst fyrir, og hafa stúlkur, sem vinna hjá meðlimum SVG, forgang um þátttöku í því. Námskeið þetta er Fx’h. 10. síðu. ✓ Ohagstæöur vöruskipta jöfnuður Vöruskiptajöfnuðurinn í marz var óhagstæður um 89 milljónir og 115 þús. kr., en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 32 milljónir og 378 þús. kr. í marz voru fluttar út vörur fyr ir 359 millj. og 719 þús. kr. en flutt inn fyrir 448 milljónir og 634 þús. kr. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa verið fluttar út vörur fyrir 965 millj. og 372 þús. kr. en flutt inn fyrir 1293 milljónir og 264 þús. kr. Vöruskiptajöfnuður inn er því óhagstæður um 327 millj. og 892- þús. kr. fyrsta árs fjórðung þessa árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var hins vegar hagstæður þrjá fyrstu mán uði ársins í fyrra um 15 millj. og 214 þús. kr. um Norðlendingum. Með þessn hyggst Sunna koma til móts við óskir fólks úti á landsbyggðinni, en þetta fyrirkomulag er fólki til mikils hagræðisauka, auk þess sem þessi háttur á ferðalögum hef ir mikinn sparnað í för með sér fyrir fólk úr þessum byggðarlög- um. í sumar annast millilandaflug- vél frá Loftleiðum flugferðirnar til Spánar fyrir SUNNU, er flog- ið beint til Mallorca og tekur flug ferðin um 7 klukkustundir. Dvalizt er fullar tvær vikur á Mallorca og notið aðsto'ðar ís- lenzks fararstjóra og skrifstofu SUNNU í Palma. Síðan er stanz- að sólarhring í London á heim- leiðinni. Verð þessara fei’ða er frá 9.800 krónum og er þá allt inni- falið: flugferðir, gisting og allar máltíðir í 16 daga ferð. Á Norðfirði veitir umboðsmað- ur SUNNU, Örn Sheving, upplýs-. ingar um flugið frá Egilsstöðuni til Spánar. Styrkur til náms í Kiel Borgarstjórnin í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til náms dvalar við háskólann þar í borg næsta vetur. Styrkurinn nemur DM 350 á m'án uði í 10 mánuði, til dvalar í Kiel frá 1. okt 1967 til 31 júlí 1968, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt allir stúdentar, sem hafa stundað há- skólanám í a.m.k. þrjú misseri í guðfræði, lögfræði, hagfræði, læknisfi’æði, málvísindum, n'áttúru vísindum, heimspeki, sagnfræði og landbúnaðarvísindum. Ef styrkhafi óskar eftir því, verð ur honum komið fyrir á stúdenta garði, þar sem fæði og húsnæði kostar um DM 200 á mánuði. Styrkhafi skal vera kominn til háskólans eigi síðar en 15., októ- ber 1967 til undii’búnings undir námið, en kennsla hefst 1. nóv ember. x Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu í þýzku. Umsóknir um styrk þenn^n skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 1. maí n.k. Umsókn um skulu fylgja vottorð |a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsái-angur og a.m.k!. eins manns, sem er persónulegá kunn ugur umsækjanda. Umsoknir og vottorð skulu vera á þýzku.[. 27. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐ.IÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.