Alþýðublaðið - 20.05.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.05.1967, Blaðsíða 9
JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON: 1 ■' Við lok vetrarvertíðar ÞAÐ er ómaksins vert að hug- leiða efni í ræðum alþingismanna við 6Íðustu eldhúsdagsumræður. Hjá stjórnarandstöðunni gætti að vanda svartsýni og úrræðin voru slagorð án greinarigerðar um 'hvernig bregðast skyldi við ýms- um vandamálum, sem blasa við á líðandi stundu. Það ætti að vera öllum ljóst, sem um efnahagsmál hugsa, að hér !á landi mun gangur hagsæld- ar vera misjafn og hreyfast upp og niður eftir því sem verðlag á útflutningsafurðum okkar breyt- ist. Við höfum mjög litla mögu- leika til þess að ákvarða verð á erlendum markaði og í langflest- um tilfellum er ekkert annað að Igera en að sæta almennu mark- aðsverði. Svo vel hefur tekizt til mörg undanfarin ár, að markaðsverð hefur verið hagstætt og farið hækkandi, sérstaklega á saltfiski skreið og freðfiski, þar til á s.l. hausti. Verðlag á mjöli og lýsi hef ur alla tíð frá stríðslokum verið háð miklum sveiflum og það þarf ekki að koma neinum á óvart þótt mikil lækkun eigi sér stað á mjöli og lýsi á erlendum markaði. Þar, sem sjávarafurðir eru um 92-95% af útfluttum vörum okkar, koma eðlileg áhrif frá verðbreytingum mjög fljótt fram til hækkunar eða lækkunar á efnahagslegri afkomu útflutningsatvinnuveganna. Lönig reynsla er fyrir því, að í velgengni verða menn oft bjart- sýnir um of og gleyma undarlega igfræðikenning fyrirbæri. Formaður Framsókn- = arflokksins, Eysteinn Jónsson, \ hefur verið fjármálaráðherra = lengst allra íslendinga. Er hann \ kannski höfundur þessarar = kenningar, að gjaldeyrisvara- \ sjóðurinn skijM ekki máli af = . því að hægt sé að eyða honum \ eins og öðrum peningum? Er = sagan um „hina leiðina” og = fleiri slíkar hugdettur Eystei-ns i Jónssonar að endurtaka sig? = Framsóknarflokkurinn kunni \ hins vegar ráðið, þegar Ey- = steinn Jónsson var fjármálaráð- \ herra. Þá þurfti ekki að óttast 5 nein vonbrigði vegna gjaldeyr- = isvarasjóðs. Þá var ekki hlutazt | til um að safna neinum slíkum ' = peningum, hvorki til að spara \ né eyða. Og Tíminn vill auðvitað, að \ sú saga endurtaki sig. É fljótt erfiðu árunum. Þetta á við framleiðendur bæði á landi og sjó. Það var löngum talið til dyggðar hér á landi að fara að öllu með gát og fyrirhyggju, en glundroði stríðsáranna virðist hafa eytt þeirri dyggð að mestu. Á árunum eftir stríð var stjórn að hér með meiri og minni höft- um og ýmiss konar ráðum, sem oftast voru skipuð mönnum eftir Jón Ármann Héðinsson „lit“ en ekki getu eða hæfni. Á þessu hafta tímabili hafa allir flokkarnir verið í stjórn um lengri eða skemmri tíma. Þó hef- ur Framsókn og ihald verið lengst af undir höftunum og kunnað vel við sig. Allir muna eftir „helminga- skipta“ árunum hjá þeim frá 1949 -1956. Síðan tók við vinstri stjórn in, sem hélt að mestu óbreyttu viðskiptaformi. Frá árinu 1960 var gerð gerbreyting á öllum verzl unarháttum og aukið frelsi veitt flestum greinum viðskiptalífsins. Eðlilega tóku margir mikinn fjör- kipp og hófust handa af mikilli bjartsýni með ýmisskonar rekstur. Þetta jók eftirspurn eftir vinnu- afli meira en góðu hófi gegndi og vinnutími lengdist um of. Afleiðingarnar sögðu greini- lega til sín. Vinnuafköst urðu of lítil og nætur- og helgidagavinna mjög stór hluti í tekjuöflun laun- þegans. Heildartekjur urðu meiri en mörg undanfarin ár, en árang- ur þeirra varð minni en verið hefði, ef jafnvægi hefði verið í launa- og verðlagsmálunum. Þrátt fyrir aðvaranir margra ábypgra aðila, einkum þeirra er við út- flutningsframleiðslu starfa, náð- ist ekki samstaða um að hefta þessa spennu, sem er aðalorsök verðbólgunnar hér á landi. Vegna liækkandi verðlags á .er- lendum markaði á fiskafurðum okkar kom ekki til alvarlegra "rekstrarörðugleika fyrr en á seinni hluta 'ársins 1966, en þá var verðfall á sumum tegundum fiskafurða orðið svo mikið, að ekki var lengur mögulegt að halda óbreyttu verði úr sjó til útgerðar- og sjómanna. Verðlækk un var orðin staðreynd. Og enn stendur þetta verðlækkunartíma- ibil. Samfara verðlækkuninni hefur gætt verulegrar sölutregðu á sum um tegundum fisks og er sala á amerískum markaði mjög erfið hina seinustu mánuði. Útflytjend- ur á freðfiski hafa lent í afar miklum greiðsluerfiðleikum og það aftur bitnað beint á greiðslu hráefnis til bátanna sem svo síðan geta ekki greitt þeim er laun taka af afla og þjónustu hjá þeim. Þegar svo kemur vertíð eins og nú er að ljúka, koma mjög fljótt fram risavaxnir erfiðleikar við bátana og greiðslugeta þeirra verð ur fljótt mjög lítil. Það er ekki aðeins, að afli á þessari vertíð sé mjög lítill víðast hvar, heldur er þessi vertíð með meiri eyðslu á veitt kíló af þorski en dæmi eru til áður í sögu okkar. Það hefur alltaf verið talið sem lágmark að fá 1,7 tonn af þorski í notaða þorskanetaslöngu, en nú er það almennt svo, að aðeins koma 600—800 kíló ,á slöngu hjá vel- flestum bátum. Þetta þýðir því bókstaflega, að gefa verður tugi aura með hverju veiddu kílói á þessari vertíð. Það eru ekki ýkjur, að enginn þorskveiðibátur getur mætt þessu oig mun því bresta getu til þess að gera upp við á- höfn sína, nema til komi sérstakar ráðstafanir umfram það, er áður var gert ráð fyrir. Við þessum vanda verður að bregðast mjög fljótt og vel svo að ekki komi til stöðvunar fyrir vor- og sumarvertíð. Vegna vel- gengni undanfarinna ára hjá þjóð arbúinu, má ekki koma til stöðv- unar í fiskveiðum vegna náttúru- hamfara. Þetta verður þjóðin að skilja. Þessi óhemjulega ótíð í vetur hjá bátaflotanum er alveg hliðstæð og hinar miklu kal skemmdir túna sem herjuðu á bændur fyrir tveimur árum. Þá þótti það, sem rétt var, fullkom- lega eðlilegt, að sérstakar ráðstaf anir væru gerðar til þess að að- stoða þá, sem fyrir óhappinu urðu. Við slíkum óhöppum má alltaf búast hjá framleiðslunni til lands og sjávar og þeir, sem njóta afrakstrar af henni á einn eða annann hátt hljóta að vera því samþykkir, að traustur grund- völlur verði jafnan fyrir hendi, svo að tekjur manna geti verið viðunandi við undirstöðufram- leiðsluna ekki síður en í þjónustu greinunum. Traustur atvinnu- rekstur er hornsteinn hagsældar í íslenzku þjóðlífi. . .....‘ ARÐUR TIL HLUTHAFA Á Aðalfundi Hf. Eimskipafélags ísfands, 12. maí 1967 v'ar samþykkt að greiða 10% — tíu af hundraði — í arð til hluthafa, fyrir árið 1966. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrif stofu félagsins í Reykjavík og hjá afgreiðslu mönnum félagsins um allt land. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. SÖLUSÝNING á ■ handavinnumunum vistfólks að Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, ' verður sunnudaginn 21. maí kl. 3—4,30 síð- degis á 4. hæð, stofu no. 1. Forstjórinn. Þvottapottar r r —> ~T? Kolakyntir, nokkur stykki til sölu ódýrt. SIGHVATUR EINARSSON & CO. H Skipholti 15, sími 24137. GJALDENDUR UTSVARA OG FASTEIGNAGJALDA í KÓPAVOGI Lögtök eru hafin hjá þeim gjaldendum sem eiga ógreidd eftirtalin gjöld til Bæjarsjóðs Kópavogs: 1. Fyrirframgreiðsla útsvara 1967. 2. Fasteignagjöld 1967. Bæjarritarinn í Kópavogi. ERUM FLUTTIR frá Frakkastíg 9 1 að SuSsirEandsbraut 10. Ath.: Sími okkar er nú 35277. Georg Ámundason & Co. Er traustasta merkið í sjónvarpstækjum. 20. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.