Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 13
Slmt 4198* Fransmaður i London. (Allez France). Sprenghlægilegr og snilldar vel fferð, ný, frönsk-ensk gaman- mynd í litum. Robert Dhéry Diana Dors. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Venjulegur fasismi Afburðagóð heimildarmynd um þýzka nazismann. Enskt tal. Sýnd kl. 9. 8j@rn Sveiréjörnssím hæstaréttarlögmaður Lögfræðiskrifstofa Sambandslmsinu 3. hæð. Símar: 12343 og 23338. Allt til raflagna Rafmagnsvörur Heimilistæki. Útvarps- og sjónvarps- tæki. RAFMAGNSVÖRU- BÚÐIN S.F. Suðurlandsbraut 12 Sími 81670 BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíia- og Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. BÍLAMÁLUN - RÉTTINGAR BREMSUVEÐGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Sími 35740. Framhaldssaga effir Nicholas Johns FANGI ÓTTANS átt að vita að Christopher Mann- ing kæmi til sögunnar og eyði- legði allt fyrir honum. Ned langaði mest að fara út' á Dalebúgarðinn strax. En hann vissi að það var til einskis. Hann myndi aldrei fá' Herveyjar núna, þegar brúðkaupsdagurinn hafði verið ákveðinn. í stað þess að fara á ölstof- una eins og "hann var vanur að gera eftir vinnu, fór hann heim til sín. Konan, sem hann bjó hjá, heyrði til hans og kom fram. — Ég átti ekki von á þér svo fljótt, Ned, sagði hún. — Mat- urinn er ekki til. Hann ýtti henni til hliðar. — Ég vil engan mat. Lengi sat hann á rúmstokkn- um og starði fram fyrir sig og hann óskaði þess aftur, að hann hefði ekki talað af sér og sagt hverjum sem heyra vildi, að Hervey yrði konan hans. Hann var velþekktur í borginni sem hnefaleikari. Allir þekktu Ned Stokes og hann hafði haft yndi af þeirri athygli sem fólk sýndi honum. En nú — nú var hann maður, sem hafði talað af sér, maður, sem stúlkan vildi ekki líta við. Hann var að setja niður í tösk- urnar, þegar dyrnar opnuðust. Hann hélt að þetta væri hús- ' móðir hans og sagði henni að snauta út. En svo kom Maisie Barlow til hans. — Hvað viltu? urraði hann. — Frú Wilkins kom ekki þeg- ar ég bankaði, en ég sá ljós- ið inni hjá þér. Hvað ertu að gera, Ned? — Hvað heldurðu? — Glað- ur yfir að hafa einhvem til að láta geðvonzku sína bitna á. — Sérðu ekkj að ég er að pakka niður? — Hvert ferðu? — Kemur þér ekki við. Hún rétti fram höndina til að snerta hann, en hann hristi hana af sér. — í>ú ætlar þó ekki að fara fyrir fullt og allt' — Ned? Hann hló. — Jú, einmitt. Nú var rödd hans þrungin biturð. — Ég er búin með þessa borg. — Ég fer héðan — sem fyrst. Hún varð mjög óhamingju- söm. — Þú mátt ekki fara, Ned. Mér finnst' þú stórkostlegur. Má ég ekki koma með þér? Hann starði á hana. — Þú! Með mér? — Því ekki það? bað hún. Mér hundleiðist lika hérna. Pabbi og mamma eru vond við mig og ég þoli ekki að vinna í sveitinni. Taktu mig með þér, Ned! Hann tók svo fast um hand- legg hennar að hún stundi af sársauka. —■ Láttu mig ekki hlæja að þér, sagði hann hvasst. — Elti Manning þig ekki á röndum? — Kannski þú hafir beöið hans og hann svikið þig. Hann ætlar að giftast Hervey. Maisie þrýsti sér að honum. — Ég laug að þér, Ned Chris Manning vill ekki sjá' mig — svo leiðis. Það er satt. Ég laug til að gera þig afbrýðisaman. Skil- urðu það ekki. Ég hef aldrei viljað neinn nema þig. Hann henti henni frá sér og tók töskuna. 15 — Þú hefur eytt tímanum til einskis, sagði hann reiður. — Manning vill þig ekki og ég ekki heldur. Hann gat ekki annað en sært hána enn meira. — Það vill þig enginn. Skilurðu það ekki. Hún elti hann. — Ned, kallaði hún. Komdu til min! Hann ekki svo mikið sem leit við. Það leið smástund þangað til Maissie snéri aftur heimleiðis og við hvert skref sem hún tók hugleiddi hún orðin, sem Ned hafði sagt við hana. FJÓRTÁNDI KAFLI. Næsta dag á' búgarðinum vann hún vélrænt og illa. Hún hafði misst Ned að ei- lífu. Það var eina hugsunín, semjj komst að í heila hennar. Og þeg-® ar hún sá Hervey og Chris kyss- ast í kveðjuskyni eftir hádegið nagaði öfundin hjarta hennar. — Ég kem með jeppann og sæki þig, kallaði Chris og sendi Hervey fingurkoss. Þannig hefði það átt að vera milli þeirra Ned, hugsaði Mai- sie. Það hlaut að vera dásamlegt að eiga mann, sem elskaði mann. En Ned haföi sagt, að enginn vildi hana. Hún rétti úr sér. Leit hún ekki vel út? Karl- menn störðu á eftir henni á götunum. Margir flautuðu á eftir henni. Jú, hún gat náð sér í mann. Þegar rökkrið féll á fylgdist hún með Chris, sem var að lag- færa eitt og annað og er hann gekk að húsinu, elti hún hann. Hún varð að sanna fyrir sjálfri sér, að hún væri aðlaðandi fyrir karlmenn. Chris gekk í tunglsljósinu yf- ir plógförin að traktornum og plógnum og breiddi yfir þá. — Hann snéri baki við ljóshærðu stúlkunni, sem elti hann. Hún hrasaði. viljandi og veinaði af sársauka. Chris leit við. Meiddirðu þig, Maisie? Hún svaraði engu, en lá kyrr og beið þess, að hann kæmi til hennar. Augu hennar voru lokuð þegar hann lyfti henni upp. — Maisie! Hendur hennar lögðust um háls honum og hann bar hana yfir alcurinn. Þar reyndi hann að leggja hana frá sér, en hún þrýsti sér áðeins að honum og néri kinn sinni við hans. — Haltu mér fast! hvíslaði hún. Þá fyrst skildi hann, að hún hafði ekki meiðst heldur var að leika á hann. — Slepptu, sagði hann reið- ur. — Heyrirðu það, Masie? — Enga flónsku! En hún þrýsti sér mun fastar að honum. — Þetta er ekki flónska, Chris. Þú veizt hvaða tilfinning- ar ég ber til þín. Hvers vegna þykir þér ekkert vænt um mig? Hann sleit sig lausan með valdi. Ilann var fölur og augu hans leiftruðu af reiði. — Heim með þig! sagði hann kuldalega. — Og láttu ekki sjá þig hér meira. En hún vildi ekki viðurkenna ósigur sinn og reyndi aftur að taka utan um hann, en hann ýtti henni frá sér. — Chris, ó, Chris. Hann reyndi að hafa hemil á reiði sinni. — Nú er nóg komið, heimska stelpa. Ég segi þér í síðasta skipti að snauta heim. Eg vil ekki sjá þig. Skilur þú ekki að ég vil ekki sjá þig á minni Iand- areign framar? Maisie lokaði augunum. Þetta var í armað skipti sem karlmað- ur neitaði blíðu hennar og hún afbar ekki meira. Hún hrópaði hvellt: — Hvað er eiginlega að mér? Er ég ekki eins góð dg þú eða hvað? Ég er betri en þú, Christopher Mann- ing. Hvernig leyfirðu þér að koma fram við mig sem hverja aðra druslu? Rödd hennar líktist veini því hún varð að grípa and- ann á lofti. Hún varð að segja eitthvað til að hefna sín. — Hvað ert þú eiginlega? Chris starði á hana og áður en honum tókst að segja orð, hrækti hún út úr sér: — Morðingi! Hann gekk til hennar. — Áfram með þig! hrópaði hún. — Dreptu mig eins og þú drapst hina stúlkuna! Þú varst sýknaður af því morði, kannskl þeir sýkni þig af þessu! Hún starði brjálæðiskenndum aulgum í tekið andlit hans. — Leiztu svona út síðast þegar þú myrtir? Chris fékk skyndfilega óstjórn legan höfuðverk. Hann sá ekki greinilega og honum fannst Mai- sie Barlow svífa fyrir augum'sér. Hann heyrði rödd hennar lfkt og gegnum vegg. — Morðingi! Það ertu Chris Manning! Ömerkilegur morð- ingi! •— Kallaðu miig ekki þetta! — Morðingi! Morðingi! Röddin þagnaði og Chris sá Maisie betur. Skelfing skein úr svip hennar. Hann rétti fram hendurnar og hún snérist á hæli og tók til fótanna. Hún ihljóp eins og geðveik eft- ir heiðinni án þess að vita í hvaða 'átt hún hljóp. Jafnvel þótt sársaukinn í höfði Chris væri að fara með hann vissi hann að. það var hættulegt fyrir hana að hlaupa svona. Hún gæti dottið í gilið eða einhverja gjána. — Maisie! hrópaði hann — Bíddu! og svo hljóp hann á eftir henni. FIMMTÁNDI KAFLI Það biðu margir á biðstofu Berrings læknis þennan daig og Hervey hafði nóg að gera. Nú var biðstofan að verða tóm og þá gat hún farið heim til Chris. Margsinnis leit 'hún á klukkuna og óskaði þess að tíminn liði hraðar. Loksins var síðasti sjúk- lingurinn farinn inn og Hervey fór að taka vikublöðin saman og leggja þau á sinn stað á borðið. — Góða nótt, ungfrú Galton. Þessu var lokið. Hervey læsti biðstofunni og fór í kápuna, sem hékk þar, síðan barði hún að dyrum á lækningastofunni. Eng- inn svaraði en hún heyrði rödd læknisins. Hann var að tala í símann. Hann benti henni að þegja, þegar hún opnaði dymar og hun iheyrði hann segja: — Akið henni á sjúkrahúsið, ég kem þangað. Sælir. — Verðið þér að fara strax 1 vitjun, læknir? sagði Hervey. — Og þér, sem ætluðuð að bjóða frú Berring í mat. Læknirinn, sem var bæði vin- ur hennar og vinnuveitandi, and varpaði. — Þetta virðist leiðinda mál. Það var yfirlögregluþjónn- inn, sem hringdi. — Við vitum það ekki enn. Ung stúlka fannst meðvitundar- laus og £ roti á lieiðinni. Hann leit á Hervey. — Vinnur Maisie Barlow ekki á Dale-búgarðin- um? — Jú. Hún — læknir, það er þó ekki Maisie, sem fannst á heið inni? 24. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.