Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 10
 SIGHVATUR BJÖRGVINSSON Útgefandi: Sam- band ungra Jaftiað- armanna Á kappræöufundi Heimdallar og FUJ í Reykjavík sem haldinn var í Sjálfstæðishúsinu nú í vetur, komu fram í dagsljósið ýmis at- hyglisverð atriði í • málflutningi h'inna ungu íhjaldsmarina, sem þar töluðu af hálfu Heimdallar. Fundarefnið var: Þjóðnýting, opinber rekstur og verðgæzla og auðfundið var strax í upphafi, að þeir Heimdellingar bjuggust aðal- lega við því, að þeim yrði auð- unninn sigurinn í kappræðum við unga jafnaðarmenn um þetta efni. Enda skyldi nú vanda val hinna víígreifu málsvara ungíhaldsins, itil þess að tryggja það sem bezt, að kné fylgdi kviði. í aftökusveitina var því valino bíóminn úr röðum helztu áhrifa- manna þar í sveit', sem getið hefur sér hið mesta frægðarorð á fram- boðslistum Sjáifstæðisflokksins á síðustu árum, eins og alkunnugt er. Því miður forfaílaðist á síð- ustu stundu sá' framfarasinnaði ffjálshyggjumaður, sem skipaði baráttusæti flokks síns til síðustu borgarstjórnarkosninga við mik- inn orðstýr eins og flokksbræðr- um hans er sjálfsagt enn í fersku minni. En ekki skyldi það atvik hamla sigurgöngunni og var þegar i stað haft upp á öðrum til þess að hlaupa í skarðið.. Stóð sá sízt þeim fyrri að baki hvað vegsemd og virðingu snerti, enda úrvalið í þessum herbúðum mikið og gæð- in eftir því. Var svo haldi með pompi og prakt á fundarstað ásamt þeirri deild ungíhaldsins, sem tileinkað hefur sér hvað bezt toina verklegu kennslu úr stjórnmálanámskeið- um Heimdallar. Valdir hávaða- meistarar voru því liði til full- tingis og höfðu með höndum yfir- umsjón klappdeildar, en það þyk- ir virðingarstaða hin mesta meðal Heimdellinga. Mun það orðtak í heiðri haft meðal ungra íhalds- manna, að enginn nái kjöri sem ekki kunni að klappa og allir vilja íhaldsmenn í framboð eins og al- þjóð veit. Þóttust nú íhaldsmenn vera bún ir að koma öllum sínum árum heldur vel fyrir borð og biðu gunn reifir eftir auðunnum sigri. Mátti sjá eftirvæntingarsvip á andlitum klappiðjara og auðséð var að ekki ætlaði sú sveitin að láta sitt eftir liggja til stuðnings m'álstaðnum. Rökfastur málflutningur En kálið varð ekki svo auðveld- lega úr ausunni sopið. Rökfastur og lifandi málflutningur ungra jafnaðarmanna kom augsýnilega „aftökusveit" þeirra Heimdellinga mjög á óvart'. Kreddufesta aftur- haldssjónarmiðanna var runnin þessum ungu íhaldsmönnum svo mjög í merg og bein, að málflutn- ingur í anda þróaðrar og lifandi stefnu þjóðmála var þeim fram- andi. Um rökræn og málefnaleg Sighvatur Björgvinsson. skoðanaskipti var í raun réttri ekki að ræða af hálfu frummæl- enda Heimdallar. Ræðumenn ungra" jafnaðar- manna bentu hins vegar á þá stað- reynd, að jafnaðarstefnan er lif- andi þjóðmálastefna, og lifandi þjóðmálastefna aðlagar sig ætíð þeim þjóðfélagslegu umbótum er stefnan sjálf fær áorkað. Trú á takmarkaðar, óbrigðular leiðir til lausnar öllum þjóðfélagsvandamál- um hvenær sem er og hvar sem er væri því jafnaðarmönnum fjarri. „Rauð borg“! Ungir jafnaðarmenn bentu á með Ijósum rökum, að vegna þeirra áhrifa jafnaðarstefnunnar sem gætt hefur á meðferð mála í tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu stjórnarvöld landsins beitt sér fyr- ir eflingu voldugra og mikilvirkra hagstjórnartækja í anda sósíal- ismans sem ná mætti með sömu markmiðum á hagkvæmari og auð veldari hátt heldur en með þjóð- nýtingu atvinnutækja og afnámi ráðstöfunarréttar einstaklinga á eignum sínum. Ræðumenn ungra jafnaðarmanna bentu jafnframt á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði, a.m.k. á síðari árum, stuðlað mjög að þessari sókn til sósíalisma og nefndu mörg dæmi því til staðfestingar. Varðandi opinberan rekstur fyrirtækja bentu ungir jafnaðar- menn á það, að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn væri í meg- inatriðum sammála vinstri mönn- um í því efni. Þessu til stuðnings tilgreindu ungir jafnaðarmenn ýmis dæmi s.s. stefnu ríkisstjórn- arinnar í stóriðjumálum, baráttu landbúnaðarmálaráðherra fyrir því að Áburðarverksmiðjan væri ótvírætt úrskurðað ríkisfyrir- tæki, afstöðu ráðherra Sjálf- stæðisfldkksins til Sements- verksmiðju ríkisins, stórtæka byggingu íbúðarhúsnæðis lá veg- um Framkvæmdanefndar bygg- ingaáætlunar fyrir tiltolutan hins opinbera o. fl. o. fl. Síðast en ekki sízt töldu ræðumenn ungra jafn- aðarmanna upp þau fjölmörgu fyr- irtæki og stofnanir sem rekin eru á vegum Reykjavíkurborgar og létu svo um mælt að undir for- ystu Sjálfstæðismanna væri Rvík orðin sannkölluð „rauð borg“ sam kvæmt þeirri viðmiðun er ungir íhaldsmenn virtust nota. Ungir jafnaðarmenn lögðu jafn framt áherzlu á það, að þær leið- ir sem jafnaðarstefnunni hefðu verið tiltækar fyrr á árum til þess að ná settum markmiðum væru ekki lengur æskilegar eða nauð- synlegar í því velferðarþjóðfélagi sósíalismans er almenningur á ís- landi byggi nú við fyrir atbeina Alþýðuflokksins og annarra vinstri afla, og oft á tíðum dyggan stuðn- ing ábyrgra og frjálslyndra afla í Sjálfstæðisflokknum, „Úr doðranti sprottin»‘“ Skýr málflutningur ungra jafn- aðarmanna virtist koma ræðu- mönnum ungíhaldsins gjörsam- lega úr jafnvægi. Þessir forsprakk ar Heimdellinga, sem jafnan telja 'sér trú um að þeir séu öðrum fremur málsvarar raunsæis og frjálslyndis gegn bókstafstrú og kreddufestu, opinberuðu nú ótví- rætt sitt rétta eðli. Auðfundið var, að þessir ung- ítoaldsmenn höfðu vænzt þess, að málflytjendur ungra jafnaðar- manna myndu halda í einu og öllu fast við allar fyrri kenningar jafn aðarmanna um leiðir að þeim markmiðum sem jafnaðarmenn hafa ætíð keppt að, án tillits til þess, hvenær og við hvaða aðstæð- ur þær kenningar voru fram sett- ar. Gegn þessu ætluðu svo ung- íhaldsmenn að beita toonum stóra- sannleik sínum, þeim stórasann- leik sem hinir eldri og reyndari flokksbræður þeirra toafa ótrauð- ir og feimnislaust sniðgengið á undanförnum árum. Eftir að toafa slegið þessum ályktunum sínum naglföstum sem staðreyndum byggðu þeir upp málflutning sinn, — skipulega og samkvæmt fyrir- fram gerðri framkvæmdaáætlun. Má því nærri geta hvað um þá spilaborg varð þegar undirstaðan brást. Frummælendur ungíhaldsins gripu þá til þess ráðs að koma með tilvitnanir i áratuga gömul rit og bæklinga og lögðu þau orð, sem þeir fundu, í munn ungum jafnaðarmönnum. Þóttust þeir svo eiga í orðræðum fjálglega við andstæðinga sína út frá þeim for- sendum. Jafnframt hvölttu þeir fundarmenn til þess að kynna sér rækilega ályktanir sem samtök ungra jafnaðarmanna hafa sent frá sér undanfarið og tóku fund- armenn þeim ábendingum prýðis- vel, enda er þetta ágætis hug- mynd og allsendis ólöstuð af toálfu ungra jafnaðarmanna. Einn frummælenda ungíhalds- ins leiddi auk þess fundarmenn í þann sannleik að Bismark sálaði, fyrrum Þýzkalandskanzlari væri upphafsmaður hugmyndarinnar um félagslegt öryggi í mynd al- mannatrygginga og toefðu því krat ar af litlu að státa því efni. Þess- um óvæntu upplýsingum var látið ómótmælt enda framfarasinni þessi væntanlega öllum hnútum kunnugur frá tímum þessa æru- verða jámkanzlara, svo mjög sem hann toagaði málflutningi sínum sem væri toann lifandi sprottinn út úr aldarfari þeirra tíma á svip- aðan hátt og toin gríska Aþená stökk fullsköpuð út úr höfði Seifs goðaföðurs einn góðan veðurdag hér fyrr á tímum. Má varla á milli sjá hvort furðuverkið telja ætti markverðara enda þótt áreiðan- lega megi ætla að gyðjan Aþena hefði orðið fundarmönnum meira augnayndi en „Bismarkar“ þeirra Heimdellinga, — þótt þrír væru. Málflutningur ungra ítoalds- manna var í öðrum atriðum allur með þessu sama marki brenndur. Fræg hefur orðið skáldsöguper- sónan Don Quixote sem átti í styrjöld við vindmyllur. Tókst hon Frh. 10. síðu. Fólk, sem alla tíð hefur búið í lélegu leiguhúsnæði lifir ekki á EIGNUM sínum, þegar aldurlnn færist yfir. 10 30. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.