Alþýðublaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 13
Huui LeyniiBinrásin (The Secret Invaison) Hörkuspennandi og vel gerð ný, amerísk mynd í litum og Panavision. Stewart Granger Mickey Rooney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Allra síðasta sinn. JUDSTH Frábær ný amerísk litmynd. Sophia Loren ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Allt til raílagna Rafmagnsvörur Heimilistæki. Útvarps- og sjónvarps- tæki. RAFMAGNSVÖRU- BÚÐIN S.F. Suðurlandsbraut 12 Sími 81670 BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvéiasalan v/Miklatorg, sími 23136. BÍLAMÁLUN - RÉTTINGAR BREMSUVIÐGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Siml 35740. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. D. Framhaldssaga eftir Nicholas Johns FANGI ÓTTANS svefnlyf. Mér kæmi það ekki á óvart þótt þetta reyndist lán í óláni. Það lítur helzt út fyrir að Chris hafi læknazt algjör- lega af minnisleysinu. Jæja, ég þarf að koma mér. Hervey tók skyndilega ákvörð un. — Má ég sitja í, læknir? — Svona seint, sagði Galton. — Ég þarf að gera dálítið, sagði Hervey. — Ég tek leigu- bíl heim. Það var fátt fólk á götum Tors moor þegar hún steig úr bíl læk'nisins. Hún bauð honum góða nótt og gekk meðfram fljót inu. Þegar hún kom heim til frú Wilkins hikaði hún. Augna- blik iðraðist hún ákvörðunar sinnar. Samt barði hún að dyr- um og konan, sem Ned Stokes hafði leigt hjá, frú Wilkins, kom til dyra. Hún leit fýlulega á Hervey. — Ég hélt það væri, Ned, tautaði hún. — Hann gleym ir alltaf lyklinum.. Hvað viljið þér? Hervey dró andann djúpt. —. Er Ned ekki heima? — Auðvitað ekki. Ég var að enda við að segja það. Hún virti Hervey fyrir sér. — Mér finnst ég kannast við yður? Eruð þér ekki dóttirin á Dale búgarðin- um, sem Ned var einu sinni svo hrifinn af? Ef þér eruð að koma til að. . . — Mig langar að tala við yð- ur, sagði Hervey. — Um Ned. — Hvað? — Urðuð þér ekki undrandi, þegar hann fór til London? Viss uð þér. að hann ætlaði þangað? Konan vék til hliðar og bauð Hervey inn í forstofuna, svo læsti hún útihurðinni. — Hann minntist ekki á það einu orði, sagði hún. — Hann hlýtur að hafa ákveðið sig mjög snögglega. Ég kom heim og sá að hann hafði tekið föggur sín- ar og farið. Ég segi það satt, að ég varð öskureið. Hann skuld- aði mér húsaleigu. Það var heppilegt fyrir hann, að hann skyldi borga mér daginn eftir. — Daginn eftir? Sendi hann peningana frá London? Það hefði hann ekki getað, það er dagsferð þangað. — Nei, bréfið kom ekki frá London. Það kom frá Dales- ford. — En Dalesford er rétt hér hjá. — Ég veit ekki, hvað hann var að gera þar. Dyrnar opn- uðust og Ned Stokes kom inn. — Þarna er hann, spyrjið hann sjálfar. — Ég þarf að leggja fáeinar spurningar fyrir YÐUR, sagði Ned. — Ég fann ekki nýja jakk- ann minn í morgun og þér vor- uð ekki á fótum svo ég gat ekki spurt yður. Hann leit á Hervey. — Þetta er óvænt. Hvað ert þú að gera hér? — Leita að yður — og spyrja um • allt mögulegt. sagði frú Wilkins. — Þér getið farið með hana inn í dagstofuna en ekki lengra. Það er framorðið og þetta er virðulegt hús þó svo að lögreglan sé hér snuðrandi allan daginn. Ned fylgdi Hervey inn í teppalagða dagstofuna og lokaði. Svo liallaði hann sér brosandi að dyrakarminum. — Hvað vild- irðu spyrja mig um? Þegar Her vey svaraði engu, hélt hann á- fram: — Kannski þú komir til að segja mér að þú ætlir að fara frá Dale búgarðinum? — Hjarta hennar barðist ótt og títt. 20 — Ned mig langar til að spyrja þig um það, sem lögregl- an hefði átt að spyrja þig að fyrir löngu. Hvar varst þú þeg- ar ráðizt var á Maisie Barlow? Hann leit undrandi á hana. — Lögreglan spurði mig, sagði hann. — Ég var hjá frænda mín um í London. Þeir sóttu mig þangað. — Já — daginn eftir, sagði Hervey rólega. — En hvert fórstu héðan? Hann varð varkár á svipinn. — Ég sagði þér það. Hvað viltu vita? , Þú fórst ekki beint til Lon- don, Ned, sagði Hervey. — Þú fórst ekki lengra en til Dales- ford. Þaðan sendirðu peninga til konunnar, sem þú leigir hjá. Þú gazt vel komið aftur kvöld- ið, sem ráðizt var á Maisie. Hann vætti varirnar með tungubroddinum. Svo rauk hann upp. — Ertu að gefa í skyn, að ég hafi ráðizt á Maisie? Hversvegna skyldi ég gera svo heimskuleg- an. . . Hervey var orðin viss. — Til að koma Chris í erf- iðleika, sagði hún. — Þú vissir að grunurinn félli á hann og vildir losa þig við hann áður en hann giftist mér. Ned hallaði sér. áfram. — Ég snertí ekki Maisie, urraði hann. — Ég sá Manning. — Ég veit, að þú sást hann, greip Hervey fram í. — Hann sá þig lika. Eg veit, að þú gerð- ir það, Ned. Hýn þagnaði, þegar dyrnar opnuðust. Frú Wilkins leit skelk uð inn. — Þarna frammi eru tveir lögregluþjónar, sem vilja tala við þig. Ned, sagði hún. — Ég bjóst líka við, að eitthvað væri að. þegar þeir komu í gær- kveldi og vildu fá að sjá fötin þín. Hvað hefur þú nú gert? Frú Wilkins var ýtt til hliðar og lögregluþjónarnir komu inn. Annar þeirra ihélt á sportjakka Neds. Hann rétti honum hann. — Eigið þér þennan jakka, Stokes? — Já, ég á hann. — Maisie Barlow greip í jakka mannsins, sem réðst á hana. Við fundum ullarkorn undir nöglum hennar. Ullar- korn, sem svara til efnisins í þessum jakka. Komið þér með ég þarf að leggja fáeinar spurn- ingar fyrir yður. Smástund virtist Ned Stokes ætla að berja frá sér, en svo féll hann saman. Hann leit á Hervey og fór svo með lögreglu þjónunum. Hervey heyrði lögreglubílinn starta og leggja af stað og eins og úr fjarlægð heyrði hún frú Wilkies segja: — Nú hita ég te. Mér veitir ekki af tebolla sjlfri. 19. KAFLI Hervey og Chris frestuðu brúðkaupinu unz réttarhöldin yf ir Ned Stokes voru á enda, hann játaði og fékk átta mánaða fangelsi fyrir árás. Kvöld nokkurt, þegar Hervey var að koma heim úr vinnu kom Chris til móts við hana. Hann liómaði af hrifningu og gleði, þegar hann faðmaði hana að sér. — Ég hef dálítið handa þér. Gettu hvað, sagði hann hrifinn. Hervey reyndi að lesa leynd- armálið úr brosi hans. — Ný ibrúðargjöf frá einhverjum, sem við reiknuðum ekki með? Nú, þegar brúðkaupsdagurinn var að renna upp gerðist eftt- hvað skemmtilegt daglega. — Segðu mér það, bað hún. En Chris hristi höfuðið. — Komdu með og sjáðu sjálf. Það er bezta brúðagjöf sem hægt er að hugsa sér. Þau gengu saman inn í húsið, en í stað þess að fara inn í eldhús tók Chris Hervey með sér inn í dagstofuna. Ung stúlka stóð við gluggann. Hún leit við, þegar þau komu inn. — Helen — Helen Tolsworth, hrópaði Hervey. — Já, ég er komin aftur. en nú hef ég góðar fréttir. Hún faðmaði Hervey að sér. — Það gleður mig, að sjá þig aftur. — En gaman, sagði Hervey og faðmaði Helen að sér -- Síðast gaztu ekkert stoppað. En nú verður þú við brúðkaupið. Við ætlum að gifta okkur eftir fimm daga og þú getur búið hér. — Mig langar að vera við brúðkaupið, sagði Helen hlæj- andi. Chris var enn hrifinn, þegar hann sagði: — Hún hafði samt aðra á- stæðu fyrir komu sinni, He'ivey. Hann tók utan um hana. — Segðu henni það Helen. Bros- ið hvarf af vörum hans. — Það er um Anítu. Manstu hvað ég sagði við þig, Hervey, rétt áður en lestin ók síðast, þegar ég kom? spurði Hel- en og settist í hægindastól. Látið stilla í tíma, áður en skoðun hefst. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. .BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. ÚRVALSRÉTTIR á virfcum dögum oghátiöum Á matseðli vikunnar: STEIKT LIFUR BSJáRáBJÚGU KIRBAKJOT RAUTASMÁSTEIK LIFRAREÆFA Á hverri dós er tillaga um framretítslu . KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ/ allttil sauma 1. jiinf 1967 - ALÞÝBUBLAЮ 1J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.