Alþýðublaðið - 04.06.1967, Side 10

Alþýðublaðið - 04.06.1967, Side 10
4. júní 1967 --- Sunnudags Alþýðublaðið u m s j A s Sigurður Jón Ólafsson NAGLASÚPA KVÖLD eitt fyrir nokkrum dögum var ég að matbúa nagla- súpu í kofanum mínum, en hann stendur afskekktur uppí sveit'. Þá er allt í einu bankað á dyrn- ar. — Kom inn, svara ég. Vinur minn, Páll, stendur í dyrunum. — Sæll vertu, Pétur! segir hann. — Komdu inn fyrir, segi ég. Hann sogar upp í nefið. — Hvaða angandi súpulykt er þetta? segir hann. — Ég er að útbúa naglasúpu. — Naglasúpu? — Já, naglasúpu. Þögn. — Já, en hvers vegna í ósköp- unum? — Einfaldlega vegna þess, að þær eru svo góðar. — Hvernig útbýrðu þær? spyr vinur minn. — Fyrst helii ég þennan pott sem þú sérð þarna yfir glóðun- um, fullan af vatni og læt það sjóða. Svo set ég örlítið af hafra- mjöli oní. Nú, síðan safna ég saman gömlum, brúkuðum nögl- um, aðallega ryðguðum, þeir eru beztir, og helli þeim í pottinn. Svo er líka ágætt að borða skó- leður með, helzt gamalt. — Ja, nú er ég svoleiðis al- deilis bit! — Þetta er ágætt á bragðið. Viltu smakka, þetta fer bráðum að verða tilbúið. Eftir skamma stund var nagla- súpan tilbúin til átu. Jós ég þá úr pottinum með þartilgerðri sleif í tvo djúpa diska. Síðan settumst við á hækjur okkur á' gólfinu. Vinur minn tók sér skeið í hönd, dýfði henni varlega oní diskinn og smakkaði á súpunni. Ég beið í eftirvæntingu. Páll smjattaði. — Ja, hún er bara asskoti góð, sagði hann svo og sleikti út um. — Vissi ég ekki. Ég sótti nokkra gamla skó- sóla, sem við átum með súpunni. Þetta var alveg fyrirtaks súpa og leið okkur vel á eftir. — Gott væri nú að fá sér í staupinu á' eftir þessu. — Ég á bara ekkert brennivín, segi ég. — Átt ekkert brennivín? — Nei. — Hvað gera frændur við því? — Ég býst við að við getum fengið brennivín hjá henni Jósa- fínu og honum Karli. Glaðnaði þá' ekki yfir vini mínum. — Jaaaaá. Við þangað. Við bönkum upp hjá þeim. Auðvitað komu þau ekki strax til dyra, því kl. var rúmlega 12 á miðnætti og þau karl og kerling vön að fara snemma í bólið. Þrisvar þurftum við að knýja dyra áður Karl kom fram á náttfötunum. — Hvur djöfullinn gengur eiginlega hér á? — Áttu brennivín? segir Páll. — Nei, ég á ekkert brenni- vin, segir hann og skellir á okkur. Aftur hefjum við barsmíðar á' útidyrnar. Eftir nokkra stund opnar Karl aftur og segir byrst- ur: — Jæja, komið þá inn, fíflin ykkar! Við inn. Innifyrir er allt á tjá og tundri. Óuppþvegnir disk- ar og bollar, skítugt gólf og rifin gluggatjöld. Svo háttar til í þessum húsakynnum, að kofan- um er skipt' í tvö gríðarstór her- bergi. Á miðju gólfinu í fremra herberginu, en þó örlítið til vinstri, þegar gengið er inn, stendur hjónarúmið. Jósafína sat upp við dogg í rúminu og geisp- aði stórum. — Hvaða rumsk er þetta um hánótt? — Bara við, svara ég. — Jæja, hvar er brennivínið? segir Páll. — Ég á ekkert brennivín, seg- ir Karl. — Hvað geymirðu þá undir rúminu? ' — Koppinn. — Svona, svona. — Mættum við líta á? skýt ég inní. — Jæja, jæja, ég skal ná í nokkrar flöskur handa ykkur. En þá verðum við hjónin að drekka með ykkur. Við setjum það að skilyrði. — Til þess var leikurinn gerð- ur, svarar Páll. Hann gefur mér olnbogaskot. Við sjálfan mig: Ég skil. — Ég skal búa handa ykkur naglasúpu við hverja kvöldmáltíð í heila viku, ef við fáum þrjár flöskur, sting ég upp á. — Okay. Hjónin klæddu sig í snarheit- um og settumst við fjögur við eldhúsborðið. Glös voru tekin úr skápum og hellt í. - Skál. - Skál. — Skál. — Skál. — Alltaf er nú rommið gott. — Romm? Hvur asskotinn, ég hélt þetta væri ákaviti! — Hahahahaha. Þegar fyrsta flaskan var búin, var tekin fram önnur flaska og þegar hún var búin, var tekin fram sú þriðja, en þá voru líka allir orðnir vel kenndir. — Já, yið Jósafína erum nú ekkert að súta það, þegar svona indælis brennivín er annars veg- ar. Kellingin skrækti. — Ætli maður mætti ekki gera sér dagamun svona einu sinni. — Ég mundi nú heldur vilja ikalla þetta næturmun, sagði Palli af sinni alkunnu hótfyndni. Vinur minn og ég, við vorum að koma úr bíó, vinur minn og ég. Við vorum á heimleið og ræddum spekingslega um mynd- ina, um kvikmyndina, sem við vorum að enda við að horfa á. Já, já, þetta var ósköp interes- sant mynd, já, já, ég er nú hrædd- ur um það. Já, við vorum semsagt á heim- leið. Við höfðum dvalizt á kaffi- húsi eftir að hafa séð þessa um- ræddu mynd. Klukkan var eitt- hvað um miðnætti. Þá, þegar við vorum þarna á heimleið, og vorum komnir að þeim stað, þar sem við vorum vanir að skiljast og halda hvor til síns heima, þá sjáum við hvar situr unglingspiltur upp við hús- vegg og ber ekki á öðru en hann Á þessari stundu voru allir orðnir blindfullir. — Nú ætla ég að yrkja, sagði Karl og stóð upp. Riðandi af brennivínsdrykkju skreiddist hann upp á borð, stóð þar um stund og byrjaði síðan að yrkja: Bakkus er minn bróðir og baráttu hans ég virði. Ég feta skal í hans slóðir sama hvert þær liggja. — Má ég gera eina athuga- semd við þetta? sagði ég. — Nú, hvur er hún? — Önnur og fjórða lína ríma ekki saman. — Hvurn andskotann kemur þér það við? Ef þú ert að setja þig uppá kant hérna, þá skaltu hafi þar hlotið bráðan brenni- vínsdauða. (Aúmingja drengur- inn). Þarna stóðum við semsagt og horfðum á hann. — „Ættum við ekki að banka í hann?” segi ég.. „Nei, nei, það fer vel um hann,” svarar kunningi minn. Nú, síðan héldum við bara á- fram að spjalla um myndina, en gáfum honum, drengnum sem sat „dauður” upp við húsvegginn, hornauga öðru hvoru. „Jæja, ættum við ekki að banka í hann?” segi ég. „Nei, nei, það fer vel um hann.” Bílar óku framhjá, sumir öku- menn stönzuðu til að virða hann drenginn sem sat upp við hús- hypja þig út. Ég vil ekki hafa svona menn í mínum húsum. Allt af finnandi að öllu. — Ég gerði bara smáathuga- semd, sagði ég í afsökunartón. — Það kemur mér ekkert við, ég vil bara ekki hafa svona menn hérna i mínum húsum. Út með þig! — Já, en ég ætlaði ekki að særa þig. — Út! — Ég held við ættum að koma okkur, sagði Palli. Og við þorðum ekki annað en flýja út, töldum okkur heppna að sleppa óskaddaða. En það síð- asta, sem ég sagði um leið og ég fór út, var: — Ég út'bý þá enga naglasúpu fyrir ykkur ! vegginn, fyrir sér, en héldu síðan áfram. „Jæja, það er bezt að koma sér í háttinn. Góðar nætur.” „Já, góðar nætur.” Við héldum sitt í hvora áttina, en sá „dauði”, drengurinn upp við húsvegginn, sat þar ennþá. Þetta gerðist á laugardags- .kvöldi, en á mánudaginn var ég að líta á dagblaðið og rakst á eitirfarandi klausu: „í gærmorgun fannst drengur látinn upp við húsvegg við götu eina hér í borg. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig dauða hans bar að höndum, en læknar segja, að hann hafi lát'izt u.þ.b. tveim stundum áður en komið var að honum kl. 8 á sunnudags- morgun.” INNI- HURÐIR wm Smíði á INIMIHURÐUM hefur verið sérgrein okkar um árabii Kynnið yður VERÐ-GÆÐI- AFGREIÐSLUFRESH SIGURÐUR A A i eliassonh/f 4*-l Auðbrekku 52—54 , Kópavogi sími 41380 og 41381 SAMVIZKA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.