Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 6
DAGSTUND Árnað heilla Síöastlióinn laugardag: voru gef iu saman í hjónaband Anna K. Brynjólfsdóttir, blaðamaður á Al- bjðublaðinu, og Elías Snæland Jónsson, blaffamaður viff Tímann, SKIPAFRÉTTIR Skipadeild S. í. S. M.s. Arnarfell er í Rotterdam. M.s. Jökulfell fór 25. þ.m. frá Keflavík til Camden. M.s. Dísarfell er í Rott- erdam. M.s. Litlafell fór í gær frá Homafirði iil Rendsburg. M.s. Helga fell er í Leningrad fer þaðan vænt- anlega 29. þ.m. til Ventspils. M.s. Stapafell er í olíuflutningum á Faxa flóa. M.s. Mælifell er í Reykjavík. Ilf. Eiii^skipafélag íslands. Bakkafoss fer frá Valkom 29. 6. til Kotka og Reykjavíkur. Brúarfoss kora til Reykjavíkur 24. 6. frá New York. Dett; oss fór frá Seyðisfirði í gær til Iforðfjarðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar, Akureyrar og Siglu- fjarðar. FjaRfoss fór frá Reykjavík 17. 6. til Norfolk og New York. Goða foss fór frá Akureyri í gær til Seyðis fjarðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarð- ar. Gullfoss fór frá Leith í gær til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Reykjavík kl. 22.00 í gærkvöldi til Vestmannaeyja, Keflavíkur, Akra- ness, Vestfjarða- og Norðurlands- hafna. Mánafoss fór frá Leith í gær til Reykjavíkur. Reykjafoss er vænt- anlegur á ytri höfnina í Reykjavík kl. 20.00 í kvöld frá Hamborg. Sel- foss er í Glasgow, fer þaðan til Nor- folk og New York. Skógafoss fer frá Rotterdam í dag til Hamborgar og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Gautaborg í gær til Reykjavíkur. Askja fer frá Gautaborg á morgun til Reykjavíkur. Rannö fór frá Reykja vík 23. 6. íil Bremerhaven, Cuxhav- en, Fredriksstad og Frederikshavn. Marietje Böhmer fór frá London í gær til Hull og Reykjavíkur. Seead- ler fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Akureyrar, Raufarhafnar, Antwerp- en, London og Hull. Utan skrifstofutíma eru skipafréttir lesnar í sjálfvirkum símsvara 2-1466. Hafskip hf. Langá fór frá Norð- firði 27. 6. til Rvíkur. Laxá lestar á Norðurlandshöfnum. Rangá fór frá Hamborg í gær til Antwerpen og Rotterdam. Selá fór frá Hamborg 23. 6. til Rvíkur. Marco er í Rvík. Carsten Sif fór frá Halmstad 22. 6. til Rvíkur. Jovenda fór frá Þorláks höfn í gær til Akureyrar. Martin Sif lestar í Hamborg 1. 7. til Rvíkur. Jr Ríkisskip. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Rvíkur. Herðubreið er í Rvík. Blik- ur er á Norðurlandi á austurleiö. FLUG A' Flugfélag íslands hf. Miliilandaflug. Skýfaxi fer til London kl. 10.00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kL 21.30 í kvöld. Sól- faxi fer til Kaupmannahafnar kl. 09.00 í dag. Vélin er væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 21.00 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08.00 í fyrramálið. Snarfaxi fer til Vagar, Bergen og Kaupmannahafnar kl. 11.00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Reykja- víkur kí. 21.00 annað kvöld. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyja (3 ferðir), Akureyrar (3 ferðir), Patreksfjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar og Egilsstaöa. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Fagurhólsmýr- ar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Vest- mannaeyja (2 ferðir), Egilsstaða og Sauðárkróks. Bókasafn Sálarrannsóknarfélagsins Eókasafn Sálarrannsóknarfélags ís- landsf Garðastræti 8 (sími 18130), er opið á miðvikudögum kl. 5.30-7 e.h. Úrval erlendra og innlendra bóka, sem fjalla um vísindalegar sannan- ir fyrir framlífinu og rannsóknir á sami.andinu við annan heim gengum miðla. Skrifstofa S.R.F.Í. er opin á sama tíma. Nauðungaruppboð a’nnað og í íðasta fer fram á fasteigninni Hólms götu 4, hér í borg, þingl. eign Fiskmiðstöðv- arinnar h.f. á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 29. júní 1967, kl. 10V2 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. \ PADI®NETTE taekin henta sveitum landsins. Með einu handtaki má kiþpa veíkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kássann — auðveldara í viðhaldi. ÁRSÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 16995 Aðalumhoð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 6 27. júní 1967 ~ Heklubuxur Heklupeysur Heklusokkar í SVEITINA Mctmæli Framhald af bls. S. hins opinbera voru reknir af jþví aff þeir fóru í verkfall. — Lögreglan beitir táragasi til þess aff dreifa röðum mótmæl- enda, sem reyna að vinna skemmdarverk til þess að sýna andúð sína á torezku stjóminni. Kosygin Framhald af bls. S. aff ef forsetinn hafi rétt fyrir sér, mætti búast við árangursrík- um viðræðum á milli Moskvu og Wasiiingon á komandi mánuðum. Sérstakiega toefur vaknað von um, að komizt verði að eintoverju sam- komulagi um stöðvun útbreiðslu kjarnorkuvopna og fái þá afvopn- unarráðstefnan í Genf eitthvað að gera. Hvað Víetnam og Austurlönd nær varðar, hefur tovorugur aðil- inn skipt um skoðun. Kosygin, for sætisráðherra, hélt fast við fyrri kröfur um, að ísraelsher skyldi burt af öllu landsvæði Araba og að sprengjuárásir Bandaríkjanna á Norður Víetnam yrði að stöðva og bandarískur her ætti að fara toið bráðasta burt úr Suður-Víet- ■ nam. Jotonson segist vona, að toann þekki Kosygin betur en áður, — og geðjist betur að toonum en áður, — en jafnframt kveðst toann vona, að Kosygin viti nú hvers konar menn séu ábyrgir fyrir stefnu Bandaríkjanna. Blaðið Waslhington Post segir í dag, að fundur þeirra Kosygins og Johnsons hafi verið gagnleg- ur, þótt ekki væri annað en að þeir hifctust og gerðu grein fyrir stefnu stjórna sihna. Sovézka fréttastofan Tass sagði í dag, að fundir þeirra Kosygins og Johnsons hefðu verið mjög gagnlegir, — en jafnframt er lögð átoerzla á, að skoðun þeirra !á stríðinu í Víetnam og fjölmörg um öðrum vandamálum heimsins séu mjög ólikar. Tass sagði, að Johnson og Kosy • gin hefðu gert grein fyrir skoðun- um sínum á deilu ísraelsmanna og Araba, — en þeir hefðu verið sammála um, að það væri nauð- synlegt að komast ihið fyrsta að samkomulagi um bann við kjam orkuvopnatilraunum og útbreiðslu kjarnorkuvopna. N Fréttatilkynning Tass um við- ræðurnar kom um leið og sagt var frá síðari fundi þeirra Kosy- gins og Jöhnsons. Pravda, mál- gagn sovézku stjórnarinnar minnt- ist á fundinn í dag, án þess að láta nokkva skoðun í ljós. — Minnzt var á fundinn í sovézka sjónvarpinu í gær, — en ekkert frekar sagt frá viðræðunum. Frétt Tass hljómaði sem opin- ber yfirlýsing, þar sem lögð var rik átoerzla á, að Kosygin, for- sætisráðherra, toefði undirstrikað það við Jolmson, að ekki gæti verið um neina lausn að ræða í Austurlöndum nær fyrr en ísraels menn drægju toeri sína til baka og enga lausn yrði að finna á Víetnam vandamálinu fyrr en Bandaríkjamenn hættu að varpa sprengjum á Norður-Víetnam og færu burt með her sinn frá Suð ur-Víetnam. Aibanar Frh. af 3. síðu. ar verst stóð á og samið við Breta og Bandaríkjamenn bæði innan og utan veggja Sameinuðu þjóð- anna. Hann sagði, að tillaga Sovétríkj anna um fordæmingu ísraels og kröfur um, að ísraelski herinn færi burt til fyrri stöðva, væri blekking ein og lagði sjálfur fram ályktunartiliögu þess efnis, að Bandaríkin og Bretland skyldu fordæmd fyrir að hafa skipulagt og hvatt ísrael til árásar, sem þessi lönd tóku líka þátt í. Otsvör Frh. af 2. síðu. Hólmsteinn Egilsson, forstjóri, 120.500. Magnús Lórenzson, vélstjóri, 120.300. Baldvin Þorsteinsson, skipstjóri, 119.800. Friðjón Skarphéðinsson, bæjar- fógeti, 118.400. Jón Óskarsson, vélstj.,111.000. Jóhann Þorkelsson, héraðslækn ir, 108.000. Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir, 106.400. Alfreð Finnbogason, 101.900. FÉLÖG: Möl og Sandur h.f., 464.600. Ljósgjafinn h.f., 223.800. Byggingavöruverzlun Tómasar Bjarnasonar, 185.100. Aðstöðugjöld voru lögð á 581 gjaldanda, samtals kr. 16.560.000. Hæstu aðstöðugjöld ber, af ein- staklingum, Valtýr Þorsteinsson, útgm., kr. 186.800, en af félögum: K.E.A. 4.049.800, S.Í.S. 1671.900, og Útgerðarfél. Akureyrar, h.f., 666.700. Vietgiampefnd Frh. af 3. síðu. um og stérstökum mannvíga- sprengjum (anti-personnel-bombs) sem ekki ynnu mannvirkjum grand en veittu hins vegar ör- kuml sem afar torvelt væri að græða, og sýndu þau fréttamönn um eina slíka sprengju ásamt myndum af fómarlömbum stríðs ins. Frú Ngu kvaðst sjálf hafa verið viðstödd þar sem bandarísk ar flugvélar gerðu napalmárás á barnaskóla á Mekong-svæðinu, en í þeirri einu árás fórust og særð ust 63 börn. ..Bandaríkjamenn leggja allt kapp á að dylja þetta fyrir heiminum. En við erum hingað komin til að segja frá staðreyndum um stríðið eins og við vitum að það er háð í landi okkar,“ sögðu þau. í kvöld munu nefndarmenn gera grein fyrir sínum málstað á op inberum fundi í Austurbæjarbíói Fundurinn verðm- með hringborðs sniði eg nokkrir blaðamenn fengn ir til að leggja spurningar fyrir gestina að lokinnj framsögu þeirra, en einnrg verða sýndar kvikmyndir frá styrjöldinni. Öll um er heimill aðgangur, og allt sem fram fer verður túlkað fyrir áheyrendum. Gyllfaxi Framhald af 2. síðu. Nú sté í ræðustólinn flugmála- ráðherra, Ingólfur Jónsson, og flutti ítarlega ræðu um flugmál- in og starfsemi flugfélaganna beggja. Að lokum flutti Öm Ó. John- son, forstjóri Flugfélags íslands ræðu Gat hann hess m. a., að með tilkomu hinnar nýju þotu færðist ísland enn nær umheim inum, þar sem hún væri helm- ingi fljótarí í ferðum en eldri vél ar Flugfélagsins. Þá lýsti hann eig inleikum þotunnar og lagði á- herzlu á þann eiginleika hennar að geta athafnað sig á stuttum flugbrautum, sem værj augljós kostur, ekki hvað sízt hér á landi. kæliskápar Höfum fyrirliggjandi 5 stærðir af hinum heimsþekktu PHILLIPS kæliskápum. 137 L 4,9 cft. 170 L 6,1 cft. 200 L 7,2 cft 275 L 9,8 cft. 305 L 10,9 cft. Afborgunarskilmálar. ■Gjörið svo vel að líta inn. m/r£r.*}lœ VIÐ0ÐINST0RG simi 10322 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.