Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 7
I Gestur Guðfinnsson: UNDIR BERU LOFTI „Kerling ein á kletti sat // Kex-ling ein á kletti sat, kletta byggði stræti, veginn öllum vísað gat, var þó kyrr í sæti. ÞESSi gamli húsgangur um vörðuna er sjálfsagt torráðnari gáta þeim sem nú eru að vaxa úr grasi heldur en kynslóð afa okkar og ömmu og öðrum, sem á undan þeim ferðuðust um landið. Sú var tíðin, að vörð- urnar gegndu þýðingarmiklu hlutverki í samgöngumálum ís lendinga og margur ferðamað- urinn átti líf sitt undir einu vörðubroti. Enda er sama hvar farið er um fjallvegi Iandsins, alls staðar getur að líta leifar þessara fomu mannvirkja, sem vfsuðu vegfarendum veginn í þoku og vetrarbyljum, þegar erfitt var að átta sig og halda réttri stefnu. Ein elzta frásögn íslenzk um vörðuhleðslu mun vera sag an um Rangaðar-vörðu, sem skriáð er í Landnámu. Þar seg- ir frá því, að Eiríkur í Goð- dölum sendi þræl sinn, Röng- uð ,suður á fjöll ,,í landaleit- an. Hann kom suður til Blöndu kvísla og fór þá upp með á þeirri, er fellur fyrir vestan Hvinverjadal og vestur á liraunið milli Reykjavalla og Kjalar og kom þar á manns spor og skildi, að þau lágu sunnan að. Hann hlóð þar vörðu þá, sem nú heitir Rang- aðarvarða". Varða Rangaðar þræls hefur að vísu aldrei fundizt, en fyrir nokkrum árum kom Jón Ey- þói-sson, veðurfræðingur, með þá sk.emmtilegu skýringu á málinu, að vestasta hraunstrýt- an hjá gígnum í Kjalhrauni, sem er að vísu 20 metra hiá, kynna að vera sú Rangaðár- varða, sem Landnáma talar um, þótt með því sé raunar heiðurinn hafður af þrælnum. En ekki verður í allt séð. Þessi tilgáta er ekki ósennileg, hraunstrýtan er ekki óáþekk vöi'ðu langt til að sjá. Allt um það bendir sagan um Rangað- arvörðu til þess, að slík mann- virki hafi ekki verið með öllu óþekkt, þegar Landnáma var færð í letur. Það væri hægt að skrifa langt mál um yörður og vörðu- byggingar á íslandi. Hér verð- ur þó aðeins minnzt í örfáum orðum ó vörðugerð á einum fjallvegi landsins, þeim sem einna næstur er okkur Reyk- víkingum, þ.e. á Hellisheiði. En gamli Hellisheiðarvegurinn, úr Hellisskarði við Kolviðar- hól austur á Kambabrún, er einmitt gott dæmi um vel varð aðan fjallveg. Á þeirri leið, svona um það bil miðja vega, var hin fræga Biskupsvarða, fornt og mikið mannvirki. Óvíst er með öllu hvenær hún var hlaðin, en hennar er getið í gögnum frá tárinu 1703, og staðið mun hún hafa eitthvað fram á 19. öld. Hún var full sex fet á hæð og krosshlaðin, þannig að skjól var undir henni af hvaða 'átt sem vind- urinn blés og afdrep fyrir mann og fararskjóta, ef því var að skipta. Hins vegar eru vörðurnar og vörðubrotin, sem nú eru sjáan legar á Hellisheiði miklu yngri, og er raunar enn til bréf, sem sýslumaðurinn í Ár- nessýslu ritaði hreppstjóra Ölfushrepps á sínum tíma um þessar vörðubyggingar. Það er dags. 25. sept. 1817 og eru því rétt 150 ár liðin síðan þessari samgöngubót var komið á. í raun og veru væri ekki óvið- eigandi, að Árnesingar minnt- ust þessa merkisafmælis með dálítilli rjómatertuveizlu, ef ekki á annan hátt. Innihald sýslumannsbréfs- ins var í stuttu máli fyrirskip- un um ,,að uppfæra svo margar vörður u allri Hellisheiði það- an sem Kambar byrja og vest- ur á Hellisskarð, að milli þeirra séu ekki meir en hérum bil 80 til 100 faðmar, að hver varða sé í það minnsta 2 áln- ir á hæð og að þessu verki sé lokið innan 8da october næst- komandi. Til að uppfylla þessa svo nauðsynlegu vegaforbetrun tilsegist hreppstjórum í Ölvesi að tilhalda sveitar bændum að gjöra verkið innan ákveðins tíma. En tilstjórnar- og for- göngumenn fyrir að verkið gjörist með trú og dyggð skikkast hér með af mér bænd urnir: Gísli á Reykjakoti, Þor- varður á Vötnum, Sæmundur á Auðs'holti og Þórður á Núp- um.“ Þessi „vegaforbetrun‘“ var uppfyllt á tilsettum tíma og vörðurnar hlaðnar, svo sem fyr ir var lagt, urðu þær eitthvað um eða yfir hundrað talsins. Þær voru flestar hlaðnar úr hellugrjóti, sem nærtækt er þarna á heiðinni, og undirstað- an föst og traust. Enda eru margar þeirra ennþá uppistand andi eða lítt hrundar, en sum- ar hafa ekki staðizt forgengi- leik tímanna og fallið í valinn. Eftir er þó að geta merk- asta mannvirkisins á þessum fjallvegi, en það er hellukof- inn, sem enn er hinn stæðileg- asti. Hann er byggður við fert- ugustu og fimmtu vörðu að austan, á klöppinni þar sem Biskupsvarða stóð fyrrum. Hann mun hafa verið hlaðinn ein'hvern tíma milli 1830 og 1840. Þetta er mjög sérstæð bygging, borghlaðinn grjót- kofi, dregst saman að ofan, unz hann lokast alveg af 'helj- armikilli hraunhellu. Hann er jafn á allar hliðar um 1,85 m og 2 m undir loft í mæninn. í, honum mun hafa rúmazt 5-6 manns, ef samkomulag var bærilegt. Eins og áður segir, stendur hellukofinn enn og mun eiga fáa eða enga sína líka meðal' sæluhúsa á landi hér. Eystri dyrakampurinn er þó diálítið farinn að gefa sig og kann að þurfa einhveirar lagfæringar við áður en langt um líður. Nú eru tímarnir mikið breyttir frá því þeir Árnesing- arnir voru að tína liellublöðk- urnar í vörðurnar á heiðinni og hlaða kofann við Biskups- vörðu. Vöiðurnar hverfa ein af annarri og fráleitt stendur1 hellukofinn heldur að eilífu, ef ekkert er að gert. Sömu sögu er að segja af öðrum; Fi-amhald á 15. síðu. 29. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.