Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 13
íslenzkur texti. ©SS 117 í Bahia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuff innan 16 ára. Á 7. degi Víðfræg og snilldarvel gerð am- erísk stórmynd í litum. WILLIAM HOLDEN. SUSANNAH YORK. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. ÖTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLfÐ 1, SfMI 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MÁLFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖRF BÆNDUR Nú er réttl tíminn til að skrá vélar og tækí sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvéiasalan v/IVliklatorg, sími 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100 &UGLÝSIÐ I AlþýðuhlaSinu um stund, að hann myndi slá hana, hann var mjög reiður, ég ætlaði að verja hana — eins og þú skipaðir. En þá stökk hann af stað og við Júlía sigldum á brott. — Ég veit ekki, hvað ég hefði annars gert. Ég var farmiðalaus og hafði enga peninga. — Peningar og farseðlar skipta engu máli, sagði Lúcíana óþolin- móð. Mér virtist á svip henn- ar að hún byggist við mönnum með rýtinga á hverju götuhorni. Marcello yfirgaf okkur og við Lúciana ókum heimleiðis. Hún spurði hvort Marcello hefði hugs- að vel um mig og ég sagði að hann hefði keypt handa mér mat'. Hún hefur víst heyrt það á mæli mínu, sem gerðist, — Hugsaðu ekki um það. Mar- cello þarf alltaf að leika mikinn elskhuga. — Hann var ekkert að eltast við mig. — Vitanlega var hann að því. Þú ert lagleg. Það særir mig ekki, Júlía. Ekkert særir mig lengur. Ég vona bara að hann hafi ekki sýnt þér myndirnar fjörutíu og sjö því það er hund- leiðinlegt. — Við hvað áttu? spurði ég undrandi og gleymdi að láta sem ekkert hefði skeð. — Þannig skemmtir Marcello stúlkunum sínum. Myndir af honum. Hann er með fjörutíu og sjö í veskinu sínu. Það er alveg að springa utan af þeim. Það var ein af okkur saman, bætti hún svo við, — en hann klippti mig frá. Nú er það bara hann. — Ég trúi þessu ekkj! — Þá þekkirðu ekki Marcello. Ljósin skinu úr hverjum glugga, þegar við nálguðumst húsið. — Ég fer með hestinn í hesthúsið, sagði Lúcíana. — Þú verður að skipta um föt. Það eru gestir. - Hjálp! — Kannske þú skemmtir þér vel núna. .. Ég spurði hana við hvað hún ætti, en hún var að hugsa um hestinn og skipaði mér að flýta sér áður en rrrín yrði saknað af Frúnni. Ég fór í bláan samkvæmis- kjól, málaði mig og greiddi og fór niður. Alls staðar var krökkt af fólki. 'Einhver var að lelka á píanóið og kampavínsglös voru á’ öllum borðum. Díana og Rex hinn ljóshærði voru í einu horn- inu. Hinum megin í herberginu var Trish, svartklædd með gamla rúbíneyrnalokka að tala við feitan mann sem baðaði út höndunum meðan hann talaði. James var að tala við de Witt. Díana reyndi hvað eftir annað að vekja athygli de Witts á sér, en liann sá ekkert nema James. Ég fór til þjónsins og bauðst' til að hjálpa honum. Hann snéri sér við með hlaðinn bakka og ég sá að þetta var Carlo. Hann brosti hæðnislega. — Þú tekur kampavínið. Þér fer svo vel að drekka! Hávaðinn var gífurlegur, stúlkan við píanóið brosti tann- burstabrosi og allir töluðu mál, s i'iTkn ií uzanne Ebel: 1 17_ | UTPRA OGÁSl sem ég ekki skildi. — En hann átti alls ekki heima í hlutverk- inu! Persónuleiki hans skein alltaf í gegn og ....! Tónlist er ágæt þegar .... Orðin skipta öllu máli, er ég ekki alltaf að reyna að troða því inn í hausana á þeim? Ég gekk til dyra með kampa- vínið og olivurnar. Það stóð mað- ur upp við vegginn og hann rétti fram glasið sitt. Þetta var maðurinn af torg- inu. Hann stóð þarna hjá mið- aldra konu með margfalda perlu röð. Hún talaði stanzlaust, en hann hlustaði ekki á' hana. Hann horfði á mig. Ég hellti niður þegar ég fyllti glasið hans. — Hann glotti. Svo illgirnislega að ég blóðroðnaði og fór út. Mér virtist samsætið ætla að standa alla nóttina. En eftir klukkutfima fóru gestirnir að sýna á sér fararsnið og ég heyrði fólk segja: — Við verð- um að hátta snemma. Myndatak- an hefst við sólarupprás. Rauðhærða Díana faðmaði James að sér og leit gráðugum augum á Terenee de Witt. — Stúlkan við píanóið hætti að spila og teygði úr sér. Carlo gekk að eldhúsinu. Trish sendi mig upp eftir dag bókinni og þegar ég kom niður var hún að kveðja. Rex veifaði til mín og sagði „bless”. Hann var greinilega dauðhræddur um að ég færi að ávarpa hann. — Trish kyssti alla gestina í kveðjuskyni. Hún leit upp til að fá enn einn kossinn þegar ég kom. Þá sagði hún: — Þú liefur víst ekki hitt nýja einkaritarann okkar. Júlía, þetta er Bob Lane. Ég rétti manninum frá torg- inu höndina. Hann tók í hana en sleppti henni strax. Þetta var vel útreiknað sem móðgun, sem ekki bæri alltof mikið á. Trish brosti til okkar beggja og sagði: — Vertu sæt við hann, Júlía. Hann er góðvinur okkar og mjög þýðingarmikill blaða- maður. Ég hringi í þig á morg- un, elsku Bob. Gleymdu ekki að koma í te. Ég hlakka til að sjá þig. — Ég sömuleiðis, svaraði Bob Lane, horfði beint á mig og brosti illgirnislega um leið og Trish snéri við okkur baki. SJÖTTI KAFLI. Það gekk á ýmsu næsta morg- un. Trish sendi eftir mér fyrir morgunverð — en það var afar ótrúlegur viðburður — og lét mig fá óvenju langan og leiðin- legan lista yfir verk mín. Jam- es var á fundi með de Witt frá klulkkan á'tta um morguniiin. Enn ein þorpsstúlkan kom og alls staðar voru dökkeygar feg- urðardísir að pússa og fága eða sópa gólf. Snemma um morguninn sendi Trish mig til þorpsins til að gera það furðulegasta af öllum verkefnunum — ég átti að kaupa rósir sem væru nákvæmlega eins og munztrið á matarstell- inu. Ég varð að taka disk með mér og jafnvel þótt mér tækist að fá rósir sem líktust litnum mjög (reykgular) horfði maður- inn, sem seldi mér blómin á mig eins og hann áliti að ég væri vitskert. James og de Witt voru allan morguninn að ræða handritið að „Jason og gullna reyfið.” Þeir reyktu og töluðu saman en þeir hlógu aldrei. Ég dáðist að de Witt og ég fann að hann hafði í fullu tré við þennan töframann. De Witt hafði augna- lok, sem voru þung og þykk og PÓLSKU TJÖLDIN „rjúka út“ en fjúka ekki í hvert skipti sem sent var eft- ir mér lyftust þau frá augum hans og hann horfði svo hvasst á mig, að mér fannst augu hans stinga mig í brjóstið og í gegn allt að herðablöðum. Meðan þeir voru að dreypa á glösunum sendi Trish mig til að laga sterkt kaffi. Lúcíana heilsaði mér ekki í eldhúsinu. Hún leit tæpast á mig, en hélt áfram að elda og andvarpaði af og tll. Mig langaði líka að andvarpa. dralon Barnavagnar Þýzkir barnavagnar. Seljast beint til kaupenda. VERÐ KR. 1650.00. Sendum gegn póstkröfu Suðurgötu 14. Siml 21020. HEILDVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR 30. júní 1967 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.