Alþýðublaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 5
„SU RÖDD VÁR SVO FÖGUR og þykir jafnan gott á að hlýða. Annar mesti söngfugl inn í Þórsmörk er þrösturinn. Einkum lætur hann mikið að sér kveða í skóginum á haust in, jafnvel fram á vetur. En þarna sést líka stundum veiði bjalla á ferð, þótt maður freistist til að álykta, að það hljóti að vera fyrir einhvern misskilning, að hún er komin svo langt inn í land, fjarri allri veiðivon og æti. ÞaS skyldi þó aldrei vera, að hún hafi komizt í GunnarsHolma Jónasar Hallgrímssonar, þar sem hann talar um, að fiskar vaki þar í öllum ám, og tekið þetta sem eins konar hand- bókarfræðslu fyrir svartbak, sem það átti þó aldrei að vera. Enda eru hvorki Krossá né Markarfljót fiskisæl vötn. Hins vegar þurfti Jónas á sil ungsbröndum að halda, til þess að hinir klógulu ernir hans ættu eitthvert erindi i kvæðið. En; lífsskilningur veiðibjöllunn ar mun vera meira í ætt við garpskap en kveðskap og við urkenningu fyrir tónlistaraf- rek mun hún aldrei hafa lilot ið. í Þórsmörk er fjöldi ann- arra fugla, t. d. rjúpan, sem flykkist í skóginn á veturna, og bróðir hennar valurinn, sem lætur hana þó litið njóta frændseminnar. Við þann tígu lega fugl er bæjarfjallið í Þórsmörk, Valahnúkur, reynd- ar kennt, sömuleiðis Fálkhöf- uð, sem færri þekkjá, en tvö Rjúpnafell eru á þessum slóð- um. Ekki get ég skilið svo við Ffamhald á 14. síðu. ÞÓRSMÖRK heyrist oft nefnd þessa dagana. Eins og endranær um verzlunarmanna helgina mun verða þar margt um manni-nn að þessu sinni. Þetta er ekkert skrýtið. Þórs mörk er einn ákjósanlegasti útivistarstaður landsins, sakir veðúrsældar og fjölbreyttrar náttúrufegurðar, eins og allir þekkja, sem þangað hafa kom ið. í tilefni af þessari Þórsmerk urhelgi væri ekki úr vegi að minnast eitthvað á staðinn. Ég ætla þó ekki að ræða um skemmtanahaldið þar eða ung lingana og ekki heldur lands lagið, það hefur verið gert oft og mörgum sinnum. Aftur á móti langar mig til að víkja lítillega að búskap og dýra- 'lífi, svo og gróðri og upp- blæstri í Þórsmörk, sem oft verður frekar út undan, þegar minnzt er á Mörkina. Búskapur hefur gengið held ur slitrótt í Þórsmörk og verr en á mörgum afdalakotum, sem upp á minna hafa að bjóða. Eða kannski væri rétt ara að segja, að það hafi orð ið stutt í honum, þótt heim- ildir um það séu að vísu af skornum skammti. Veldur þar kannski mestu um léleg að- staða til fóðuröflunar og rækt unar, því að erfitt kann að reynast að lifa til lengdar á náttúrufegurðinni einni sam- an, þótt mikil sé, og fjalla- sýnin og skógarilmurinn verða létt í maga á beljum og öðr um búfénaði. Okkur er tjáð. að bræður tveir hafi fyrstir manna num ið land og setzt að fyrir ofan Krossá og austan Fljót, þeir Ásbjörn og Steinfinnur Reyr- ketilssynir. Stemfinnur á að hafa búið á Steinfinnsstöðum á Almenningum, rétt innan við Þröngá, og sést þar raunar enn fyrir mannvirkjagerð fornri. Þar hefur líka fund- izt kumbl með manni og hesti og er margt ólíklegra en þar hafi einmitt verið heygður fyrsti Steinfinnsstaðabóndinn. Kannski hefur hann Hka riðið þar síðastur í hlað, a. m. k. er ekki vitað um annan ábúanda á þeim bæ síðan. Aftur á móti helgaði Ás- björn landnám sitt Þór og kall aði Þórsmörk. Ef til vill hefur orðið eitthvað lengra í bú- skapnum þar, en þó er ekki heldur vitað um aðra ábúend ur í Þórsmörk á landnámsöld eða síðan, ef undan er skilin dvöl Sæmundar ríka frá Ey- vindarholti í Húsadal kring um aldamótin 1800, hvort sem boð hefur nú verið raunveru- leg búseta eða hann einungis haft þar í seli, sem víða var tíðkanlegt um það leyti. Á síðastliðnu vori settust revndar að hiónakorn í Þórs- mörk, vafalaust með búskap fyrir augum. enda fyrir ómegð að siá, krakkanórurnar fjórar, en það fór eins og f.vrri dag- inn. að stutt varð í búskanar- baslinu þarna og allt fór öðny vísi en til var stofnað. Þetta voru reyndar refahjón, sem tóku sér bóifestu í grent skammt. frá Sóttarhelli utan við Húsadnlinn. og hugðu sjáifsagt gott til framtíðarinn- ar á svn bxísældarlegum st.að. Því að þótt fátt sé um veiði- Fjallasýn í Þórsmörk. — (Ljósmynd: Pálína Guðfinnsdóttir.) í Langadal í Þórsmörk. — (Ljósmynd: Pá.lína Guðfinnsdóttir). föng í Þórsmörk fyrir mann- fólkið, þá gildir ekki hið sama um tófuna. Fuglalíf er þar mikið og ef heppnin er með kann líka að vera hægt að krækja sér í lambakettling a. m. k. í helgarmatinn til há- tíðabrigða. En eins og ég sagði, varð þetta stutt gaman og stóð ekki lengi, þeir, sem þarna hafa hagsmuna að gæta, komust fljótlega á snoðir um, tiltækið og gerðu upp sakirn ar við landræningjaná, enda varð lítið um varnir af hálfu Þórsmerkurbúa. Þannig lauk þessari búskapaisögu og held ur illa. Hins vegar enda flest ar sögur vel í Þórsmörk og er óþarft að fjölyrða um það. Eins og ég minntist á, er talsvert um fuglalíf í Þórs- mörk. Allir kannast við sól- skríkjukvæði Þorsteins Erlings sonar, sem í eru m. a. þessi erindi: Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til ínín úr dálitlum runni- hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni, og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein — ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín, ofe sumur þíns vinar hin fegurstu liðin; hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornætur friðinn — hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn. Þorsteinn fæddist í Stóru- ■Möi'k og ólst upp í Hlíðar- endakoti í Fljótshlíð, næsta ná grenni Þórsmerkur. Sólskríkj unni og skáldinu hefur því ef laust snemma oi'ðið vel til vina, og sú vinátta hefur hald izt eftir að hann fluttist burtu, eins og fram kemur í þessu kvæði. Sólskríkjuna er enn að finna í Þórsmörk og tjaldbúar í Húsadal og Langadal sofna xSt frá söng hennar á kvöldin og vakna til hans á morgnana $ 3. ágúst 1967 ALÞTÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.