Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 9
álfboðaliðar á vegum |>ýzka Rauða-krossins að bjarga slösuðum manni upp I þyrlu. ;éu búnir fullkomnum talstöðv- um. Nú er svo komið, að meðfram lelztu bílabrautum og öðrum 'jölförnum þjóðvegum Sam- jandslýðveldisins hefur verið iomið fyrir um 18.000 stöðvum, jar sem hægt er að veita hjálp ! viðlögum. Rauði Kross Þýzka- ands álítur, að eitt helzta hlut- verk sitt sé að koma í veg fyrir ;lys og dauðsföll á þjóðvegum landsins. Þjálfun við hjálp í við ögum er talin mjög mikilvæg í ?essum tilgangi, og á tæpum 15 árum hefur Rauði Krossinn haft amsjá með því, að meira en fjór ar milljónir borgara hafa fengið tilsögn í hjálp í viðlögum endur Ujaldslaust. Er nú svo komið, að árlega fá um 500.000 manns til- sögn í þessu í Þýzkalandi á veg- iim Rauða Krossins. Auk þess hefur Rauðj Kross Þýzkalands haft samvinnu um það við rétt yfirvöld, að lögfest hefur verið, að hver ökumaður er skyldaður að hafa í bíl sín- nm sjúkrakassa til að geta veitt hjálp í viðlögum, ef þess gerist þörf. Auk þess er efnt til stuttra námskeiða, þar sem mönnum er skýrt frá því, hvað þeim beri að gera fyrst, þegar þeir koma á slysstað. Þá heldur Rauði kross inn þýzki einnig uppi blóðgjafa- þjónustu, tekur á móti og kemur áleiðis um 750 þúsund skömmt- um af blóði á áti hverju. Vörður við vötn og á fjöllum. Enda þótt hjálpar- og björg- unarstarf á þjóðvegum sé helzta verkefni Rauða Krossins þýzka, krefst varzla sú, sem haldið er uppi í fjöllum Bajaralands og einnig, þótt í minna mæli sé, í fjöllum Mið-Þýzkalands, veru- legs mannafla. í fjallavörzlu- sveitum Rauða krossins þýzka eru um 5.000 starfandi meðlimir og þeir veita um það bil 13.000 slösuðum mönnum hjálp á' ári hverju. Af þessum hóp meiðast 3.000 í fjallgöngum en 10.000 í skíðaferðum. Hjálparmenn þess ir eru einnig ævinlega tiltækir, þegar leita þarf týndra manna. Þá gegna fjallaverðirnir einnig störfum á sviði náttúruverndar. Slysavarnarfélagið þýzka held ur einnig uppi slysavörnum á stöðuvötnum landsins, en þar gegnir Rauði krossinn einnig mikilvægum störfum, fyllir í skörðin, þar sem Slysavarnarfé lagið hefur ekki bolmagn til að starfa. Um 12.000 menn gegna þessum störfum, sem fólgin eru í varðgæzlu, björgun og þjálfun. Á hverju ári fara farartæki Rauða Krossins meira en 50 millj ónir km. og þau flytja að jafn- aði hálfa þriðju milljón sjúkra og slasaðra manna á ári. í um það bil 15 ár hefur Rauði Krossinn þýzki gert tilraunir til Geislavernd og borgaravarnir að geta varizt hvers konar hættu, sem um getur verið að ræða á atómöld, þótt ekki sé annað en friðsamlega nýtingu kjarnorku að ræða. Samtökin hafa aflað margskonar tækja til mælinga og verndar, auk þess sem starfs fólk hefur verið þjálfað í starfi að geislavörnum í nánu sam- starfi við sérfræðinga á þessu sviði . Vegna samþykkta þeirra, sem gerðar voru 12. ágúst 1949, þeg- ar haldin var fjórða Genfarráð- stefnan um vernd óbreyttra borgara á styrjaldartímum, hef- ur Rauði Krossinn fært út kví- arnar verulega í hverju landi. Samþykktir ráðstefnunnar hafa verið staðfestar af sambands- stjórninni og gilda þess vegna í sambandslýðveldinu. Samkvæmt þeim' hefur. Sambandsstjórnin þýzka falið Rauða Krossinum að þjálfa nægah mannfjölda til að standa að loftvörnum í þágu al- mennra borgara. LeitaÖ að týndu f ólki. Nú eru liðin meira en 20 ár, síðan' síðari heimsstyrjöldinni lauk, en enn er haldið uppi ,;ieit að týndu fólki“,' sem þýzki Rauði krossinn hefur skipulagt. Auk Framhald á 14. síðu 4 í Eldhúsgluggatjöld Eldhúsgluggat jaldaefni Pífu gluggatjaldaefni Pífur. Gardínubúðin Ingólfsstræti. Ný sending enskar fermingarkápur og enskar vendikápur. Kápu- og dömubúðin Laugaivegi 46. Úrsmiður Laugavegi 25 Rýmingarsala MIKILL AFSLÁTTUR ÚRVAL AF ÚRUM OG KLUKKUM TIL FERMIN G ARG JAFA — ÁRSÁBYRGÐ Úrsmiður Laugavegi 25 . . a Ingvar Benjamínsson. Frá barnaskólum Reykjavíkur Innritun til vornámskeiða fyrir börn, sem fædd eru á árinu 1961, fer fram í barnaskól- unum í dag og á morgun, kl. 4-6 síðdegis báða dagana. Vornámskeiðin munu standa yfir frá 13. — 21. maí n.k. Fræðslustjórinn í Reykjavík. SKÓL3 ÍSAKS JÓNSSONAR (sjálfseignarstofnun) Orðsending til foreldra Þeir foreldrar, sem áður hafa átt börn í skól- anum, og eiga börn fædd 1962, verða rö láta^ innrita þau fyrir apríllok, eigi þau að sækja skólann á vetri komanda. Skólastjóri. 17. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.