Alþýðublaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 8
Sigurður A. Magnússon: SÁÐ 1 VINDINN Greinar og fyrirlestrar Helgafell, Reykjavík 1968. 166 bls. r - , , f BÓK ÞESSARI er nokkurt úrval úr blaðagreinum og rit- gerðum Sigurðar A. Magnússon- ar um bókmenntir síðusíu átta árin, 1959 — 67, en á þessum tíma var hann framan af aðalbók- menntagagnrýnandi, siðan leik- listargagnrýnandi Morgunblaðs- ins. „Ritsmíðarnar eiga það sam- merkt að þær varða allar ís- lenzkar bókmenntir, og þó eru hér engir beinir ritdómar,” segir höfundur 1 formála. Að þessu er nokkur eftirsjá. Það er þrátt fjrir fyrir allt í umræðu um ein- stök skáldverk, sögur, kvæði, leikrit, sem gagnrýnandi lætur ljós sitt skína skærast; og á skilningi, mati einstakra skáld- verka hljóta að byggjast allar víðtækari ályktanir hans um hvem höfund, hvert tímabil, strauma og stefnur í bókmennt- unum. En um þeSsa undirstöðu hugmynda hans veitir bók Sig- urðar A. Magnússonar sem sagt litla vísbending. Hvað hefur hann þá' til mál- anna að leggja? Aðalefnið í bók- inni er almenn umræða, yfir- litsgreinar og framsöguerindi á málfundum, deilugreinar í fram- haldi þeirra, um bókmenntir seinni ára, einkum skáldsagna- og Ijóðagerð, allt frá stríðslok- um; og ásamt henni greinar um fjóra höfunda, Gunnar Gunn- arsson og Tómas Guðmundsson á afmælisdögum þeirra, almenn- ,ar nthugasemdir um Hallldór Laxness og um Guðberg Bergs- son og Tómas Jónsson, metsölu- hók. Sigurður A. Magnússon er almennt talað ánægður með Ijóðagerð á íslenzku nú á dög- um, finnst formbreyting ljóðs- ins á síðustu tuttugu árum vel ; hafa tekizt; hann er að sama skapi óánægður með skáldsög- una, sem hann kallar „stagnerað form” á íslenzku, og gagnrýnir skáldsöguhöfunda fyrir fast- heldni við einhæft og úrelt sögu- snið, umiiðin söguefni. Ekki skal mótmælt þessum almennu skoðunum höfundar, fjarri því. En mér virðist að þær leiði hann á einkennilega afvegu víða þar sem hann víkur að einstök- um höfundum — t. a. m. Hall- dóri Laxness í framsöguræðu á stúdentafundi um „bókmennt- irnar, síöðu þeirra og stefnu” 1963: „Það er kominn tími til að segja það, þó það þyki eflaust argasta villukenning, að íslenzk- ir skáldsagnahöfundar hafa í mörgum atriðúm brugðizt þeirri meginskyldu að færa út kvíar íslenzkra bókmennta, og er Hall- dór Laxness þar nærtækt dæmi. Fyrsta veigamikla skáldsaga hans, Vefarinn mikli frá Kasm- ír, var viðburður í íslenzkum bókmenntum, sem hefði átt að greiða nýjum straumum leið inn í skáldskap íslendinga, en skáld- ið kaus að snúa við blaðinu og helga krafta sína hinni svo- nefndu þjóðlegu hefð epískra skáldsagna. Ég er ekki að kasta neinni rýrð á ótvíræða snilld Laxness í s'tíl, hugarflugi og efnistökum. Hann hefur unnið það minnisverða afrek að rekja svo til öll hin klassísku stef ís- lenzkra bókmennta, tekið til meðferðar sjávarþorpið, kot- bóndann, alþýðuskáldið, draum- sýn þjóðarinnar í niðurlæging- unni, hetjusöguna fornu, út- þrána og frægðarljómann, ævin- týrið og páradísarleitina, skringi- legheit og rótfcygi nútímans. Samt virðist mér, þegar ég lít yfir glæstan feril hans, að hann hafi kosið auðveldari leiðina, af- salað sér hinu erfiða hlutverki nýskaparans og brautryðjand- ans í íslenzkum bókmenntum. Fyrir mann sem býr yfir snilli- gáfu er auðveldara að vinna hylli lýðsins með því að fara troðn- ar slóðir en ötroðnar.” Hér er sitthvað að athuga. í fyrsta lagi það að sú „þjóðlega liefð” skáldsagnagerðar sem Sig- urður áfellir Halldór Laxness fyrir að^hlíta, væri alls ekki til án skáldsagna hans, þeirra sem Sigurður telur að Laxness hefði ekki átt að skrifa. Halldór Lax- ness leiðir til lykta og fullkomn- ar þá epíska hefð í sagnagerð sem grundvölluð var með sögum Jóns Trausía, Gests Pálssonar og Jóns Trausta, hvað sem líður skyldleik þeirrar hefðar við ís- lendingasögur sem höfundur talar um af litlu raunsæi. Hin klassísku stef sem hann segir BÆKUR Halldór rekja væru vissulega ekki „klassísk” án þessara skáld- sagna hans, og koma sum hver ekki fyrir annars staðar. í öðru lagi er hæpið að mikla fyrir sér byltingargildi Vefarans mikla þó áreiðanlega hafi mikil nýjung verið að bókinni þegar hún kom út. Sálfræðilegar skáldsögur af gerð Vefarans höfðu áður verið samdar á íslenzku, þó þessi æskutilraun Halldórs Laxness yrði stærst í sniðum allra þeirra verka; og það er öldungis óvíst að slík sögugerð hefði komizt til meiri þroska í íslenzku samfé- lagi millistríðsáranna. Tveir höf- undar sem urðu fyrir meiri á- hrifum af borgaralegri raim- sæisstefnu Einars H. Kvaran, Guðmundur Kamban og Gunnar Gunnarsson, tóku báðir upp ep- ískan söguhátt erlendis einmiít á blómaskeiði sálfræðilegra skáldsagna. í umsögn Sigurðar A. Magn- ússonar um Tómas Guðmunds- son í sama erindi kveður við sama tón: „hann virðist hafa kosið að beygja hjá erfiðleikum og baráttu brautryðjandans og velja sér heldur hið hægara hlutsikpti þjóðskáldsins sem all- ir dá og virða í krafíi hefðar- innar.” í grein um Tómas sex- tugan, sem ei var prentuð í Skirni, telur höfundur hann hafa vanrækt „streng hins myndræna táknmáls, symból- isma” í ljóðum sínum. „Mér býð- ur í grun að Tómas hefði getað fært út kvíar íslenzkrar ljóð- listar miklu meir en raun varð á, hefði hann fyrr leitað á vit symbólismans þó víða bryddi að vísu á áhrifum hans í ljóðum Tómasar,” segir Sig. Við þessa skoðun þykir mér einkum að at- huga að hún byggist á einhliða ofmati á rómantísku táknskrúði Fljótsins helga, þarf minnsta kosti rækilegri rök fyrir því mati til að fallast á það, og þetta mat virðist að sínu leyti stafa af óglöggum hugmyndum höfundar um mögulega „byltingu” ljóðs- ins fyrir daga Tómasar og Dav- íðs Stefánssonar. Þeir Davið og Tómas hafa þó hvor um sig verið nýstárlegri höfundar í upp- hafi en við gerum okkur grein fyrir sem nú lesum þá, samsam- aðir ljóðmáli þeirra. í ritgerð sinni um Tómas, sem Sigurður A. Magnússon rekur rækilega í sinni grein, fjallar Kristján Karlsson einmitt ýtarlega um endurnýjun málfþrsms, skáld- legstungutaks á íslenzku í Fögru veröld sem efalaust er einn mik- ilsverðasti þátturinn í Ijóðum Tómasar og áhrifameiri en nú liggur í augum uppi. Það var áreiðanlega ekki að ástæðulausu að Steinn Steinarr sendi Tóm- asi Guðmundssyni fyrstu kvæði sín „með þakklæti fyrir lánið.’' Þessar og fleiri skoðanir Sig- urðar A. Magnússonar í þessari bók kunna að lýsa eðlilegri víg- stöðu í umræðum líðandi stund- ar, málflutningi og málsvörn Sigurður A. Magnússon. um þeirra sem honum er víða fyrir ungum höfundum og verk- ofarlega í sinni; hann ræðir til að mynda viðleitni ýmsra yngri Ijóðskálda mjög hófsamlega og skynsamlega í grein um „ferska ljöðlist” frá 1959. En þær stand- ast ekki rækilegri umræðu eða skoðun; þær eru fyrst og fremst mótaðar íil umræðu um aðra hluti, aðra liöfunda í vörn eða sókn fyrir þá; þær leggja raun- verulega ekki til mála þeirra höfunda sem þó er verið að tala um. Fáorðar umsagnir höfundar um ýmsa yngri höfunda í yfir- litsgreinum og erindum hans gjalda þess að sama skapi að honum virðist mest í mun að tíunda menn og verðleika þeirra; kynna þá fremur en kanna, reyna að lýsa og skil- greina verk beirra og meta það sem þeir hafi fram að færa. í Sáð í vindinn er ennfremur syrpa smágreina um ýmis efni og tvö útvarpserindi á ensku um Skáldatíma Halldórs Laxness, og skiptir fæst af þessu máli. Þar á meðal eru þó nokkrar greinar um gagnrýni, fróðlegar um viðhorf höfundar síns sem að jafnaði eru smekkleg og við- felldin það sem þau ná. En ekki er mér ljóst hvað hann á við þar sem hann telur hlutverk vellukkaðs gagnrýnanda „að gefa lesanda „tilfinningu” fyrir verkinu án tillits til minna per- sónulegu skoðana á höfundinum og verkum hans.” Viðbrögð Framhald á bls. 14. j 1 Halldóra B. Björnsson: VIÐ SANDA Helgafell, Reykjavík 1968. r - 86 bls. í FIMMTA OG SÍÐASTA KAFLANUM í bók Halldóru B. Bjömsson eru nokkur minning- arstef eftir látið fólk og ásamt þeim ein þrjú kvæði um dauð- ann, almennara eðlis. Þar á meðal er kvæði sem nefnist Og þá rigndi blómum: Þessi blóm sem ég fékk? Ég er burtsofnuð eins og gengur, það bar að með öðrum hætti og fyrr en mig varði. þó er ekki að sakast um það að ég lifði ekki lengur, það er lakast hve oft ég var dauð á meðan ég hjarði. Mín ljóð voru fá og þau týndust og lentu hjá tröllum . En tíminn fór lengstum í sýsl við að baka og sírokka, því bráðlát spurning var efst á baugi hjá öllum: Hvort áttu ekki kaffi eða brauð — eða heillega sokka? En síðan ég hvarf þeim er leitað að ljóðum og bögum með langsóttri nákvæmi, sérhvert blaðsnifsi kroppað en forðast að nefna þau ókjör af eldunardögum og yfiríaks firn af böslum sem ég hef stoppað. Ætli gæti ekki mörg skáldlega sinnuð kona fyrr og síðar tekið undir þetta kvæði, þótt með því að hæfileikum sínum v’eittist lítið svigrúm við daglegt hlut- skipti, öllum þeim eldunardög- um og böslunarstopp sem hefð- bundið hlutverk húsfreyju felur í sér. Efnið er alvarlegí þó Halldóra B. Björnsson bregði því upp með góðlátlegri gléttni. Og raunar eru á því tvær hlið- ar eins og hverju máli öðru. Þegar konan í kvæðinu er burt- sofnuð eins og gengur — þá er farið að vandræðast út af kvæð- um hennar sem enga stund mátti ætla meðan hún. var lifs, sem týndust og lentu hjá tröllum, og þá man enginn lengur sjálft ævi- verk hennar, daglegt og stund- legt hversdagsstarfið. Þá fyrst er hún orðin að „skáldi”! í sínu smáa, notalega broti bregður þetta kvæði upp efni sem nægja mundi í heilan róman. Kveðskapur Halldóru B. Björnsson er sjálfur þesslegur að hann sé til orðinn við þess- legar aðstæður sem kvæðið lýs- ir, tómstundaverk, mótað af snoturri hagmælsku, snyrtilegu málfari. Laklegast þykir mér henni takast upp þar sem hún leitast við mesta mælskulist, eins og sumum kvæðum fyrsta kafla út af heims- og þjóðmálunum. Ástaljóð og barnagælur hennar í öðrum og þriðja kafla eru hins vegar smekklega gerð mörg hver þó ekki sé þetta viðurhluta- mikill skáldskapur. Halldóra leit- ast við ýmsa tilbreytni í ljóð- máli og kveðandi, yrkir bæði laust og bundið ef svo má segja, en augljóslega hefur kvæðagerð hennar og kveðskaparáhugi mót- azt við hefðbundinn smekk. Bezt þykir mér henni einatt takasí þar sem mál hennar er einfald- ast, án neinnar ofurkröfu forms- ins, með eða án stuðnings af ljóðstöfum; dæmi þess háttar kvæða eru í morgun, í fyrsta kafla, Þess vegna, í öðrum, Þreyðum við þorrann, í þriðja, Síðasta biðin, í fimmta kafla þessarar viðfelldnu bókar. Ó. J. 3 25. apríl 1968. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.