Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 5
Sextugur í dag: THEÖDÓR EINARSSON í tilefni af þessum tímamót- t um í lífi hans, leyfi ég mér aS senda honum innilegar af- mælisóskir, og árna honum allra heilla og fjölskyldu hans. Eftir ljóðum Theódórs að dæma held ég að hann hljóti að vera vorsins barn, og þess vegna vil ég taka undir með honum og syngja þetta ljóð hans á þessum tímamótum, í þeirri von að fegurðin stækki og himinn hæklci, er hverfa burt vetrarins ský. Akranesi í DAG, 9. maí, er Theódór Einarsson Háholti 23, Akranesi, sextugur. Thódór er landskunn- ur fyrir margar snjallar gaman vísur, sem sungnar hafa verið í útvarpi, á skemmtunum á Akranesi og víðar. Hann hefur og samið fjölda stuttra gaman þátta, sem oft hafa verið meg inuppistaðan í léttu skemmti- efni, sem hin ýmsu félagasam- tök á Akranesi hafa haft á árs- hátíðum sínum og öðrum mann fagnaði. Fyrir allmörgum árum samdi Theódór revíu, og var efni hennar 'Ssótt £ bæjarlífið á Akranesi, og tóku íþróttafélögin á staðnum hana til sýningar. Revía þessi hlaut mikla hylli bæjarbúa, og var sýning þessi með afbrieðum skemmtileg, söngvarnir léttir og fjörugir, og voru þeir á hvers manns vörum lengi á eftir. Þá hefur Theódór samið all marga dægurlagatexta, sem náð hafa vinsældum. Má þar til nefna hinn kunna texta ,,Á hörp unnar óma ég hlusta í kvöld“ og nú nýverið textann „Angel ia“, sem Dumbó og Steini sungu inná hljómplötu fyrir nokkru, og mikið hefur verið leikið og sungið í vetur. Þá hefur Theódór einnig sam ið allmörg dægurlög, og oft tekið þátt í danslagakeppni S.K.T., og hafa sum laga hans, hlotið viðurkenningu og orðið vinsæl. Á stöðum úti á landi, þar sem skemmtanalífið er ekki eins fjölbreytt eins og í höfuð borginni, eru slíkir menn sem Theódór Einarsson, ómetanlégir fyrir skemmtanalífið, enda munu ótaldar þær gleðistundir sem Theódór hefur átt þátt í að veita Akumesingum með græskulausri og léttri kímni sinni sem komið hefur fram í ljóðum og samtalsformi. Um þetta geta þeir bezt dæmt, sem stáðið hafa fyrir ýmisskonar félagsstarfi, 0g þurft hafa að leita aðstoðar Theódórs í þessum efnum, sem oftast var veitt fyrir lítið eða ekkert endurgjald. Ungur að árum ffuttist Tlieó Söluturninn Hlemmtorgi flytur í dag kl. 1 Þökkusn bcrgarbúum tveggja ára- tuga viðskipti. Værstum viSskipta á nýjum slóðum BmEIBHOLTSHVERFI. BCtflðARSPfiTALINN Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur vantar að geð- og taugadeild Borgarspít- alans frá 1. júní n.k. Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans í síma 81200. Reykjavík, 8. maí 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. dór til Akraness með móður sinni, og hefur Akranes verið hans heimabyggð æ síðan, og þar hefur hann unnið ýmis kon ar störf, en þó aðallega stund að verzlunarstörf hin síðari ár, og rekur nú sjálfur eigin verzl un. Sá sem þetta ritar, telur sig ekki vera dómbæran um skáld- skapargildi hinna ýmsu dægur Ijóða, sem heyra má svo að segja daglega sungin í útvarpi, en ég hefi átt þess kost, að lesa mörg af ljóðum Theódórs og tel mörg þeirra mjög vel gerð. Berst til mín vorið með blænum breiðir út faðm sinn á ný fegurðin stækkar og himinn hækkar, er hverfa burt vetrarins ský. Hátt yfir sólglitruð sundin svífandi utan úr geim söngfuglar hraðir, svo sælir og glaðir sækja okkur aftur heim. Börnin við blómin hjala blítt strýkur þeyrinn grein. Lognaldan smáa að landinu leitar og leikur við fjörunnar stein. Berst til mín vorið með blænum bros þess er heillandi gjöf ekkert í heiminum er okkur kærar en eyjan við nyrztu höf. Gkr. □ □ O D D D Reynsla Norðmanna í iðnaði Iðnaðarmálaráðherra Norð- manna, Sverre Rostoft, hefur dvalizt hér á landi í opinberri heimsókn undanfarið. Hefur koma hans ekki sízt vakið at- hygli sökum þess, hve mikill áhugi er nú á málefnum iðn-* aðarins, svo og vegna þess að íslendingar geta af engum meira lært en Norðmönnum í þeim efnum. Það vakti ekki sízt athygli ts lendinga í erindi, sem Rostoft flutti, hve mikið er enn af smá fyrirtækjum í norskum iðn- aði. Þau eru talin um 15.000 sem hafa 20 eða færri starfs- menn. Gefur þetta til kynna, að ekki sé stærðin ein lausnar orð iðnaðarins, þótl hún hafi að sjálfsögðu mikla þýðingu. Er án efa lærdómsríkt fyrir ís lendinga að kynnast því, hvernig smáfyrirtækjum Norð manna hefur verið hjálpað til að standast þá samkeppni, sem þátttaka landsins í EFTA hef ur veitt þeim, og hvernig þau hafa notfært sér þá mögu- leika, sem um leið sköpuð- ust. Kom fram í máli ráðherr ans, að norskur iðnaður hefði haft mikinn hagnað af þátt- töku í EFTA, þegar á allt er litið. í sumum greinum hafá að sjálfsögðu komið 'fram erf iðleikar og fyrirtæki verið lögð niður, en í öðrum hefur verið því meiri vöxtur. Það var einnig fróðlegt að heyra orð ráðherrans um þátt töku erlendra fyrirtækja, sem Norðmenn hafa hagnýtt sér í stórum stíl í áratugi. Taldi hann raunar, að ekki flyttist alltaf mikið fjármagn inn með slíkum fyrirtækjum, þar sem þau rej'ndu að taka lán í við komandi landi (sem varla yrði hér), en þau flyttu inn tækni kunnáttu, sölumennsku og að stöðu á alþjóða markaði. Væri þetta í heild mjög hagstætt. Rostoft taldi, að fyrirtæki með erlendri þátttöku hefðu verið hin jákvæðustu gagn- var þjóðfélaginu umhverfis sig, haft góða sambúð við verka lýð og ýmis yfirvöld, verið félagsleg í fremstu röð og ekki seilzt eftir neinum vfir ráðum. Þessi reynsla Norð- manna er nokkuð önnur en þeir menn virðast búast við hér á landi, sem mest telja úr þjóðinni kjark í sambandi við erlend fyrirtæki. Norðmenn hafa ekki aðeins hleypt erlendum fyrirtækjum inn í land sitt, eldur og tryggt sér aðstöðu erlendis á móti. Er hún að vísu lítil, en þó umtalsverð. Norðmenn hafa vegið kosti og galla þess að hleypa erlend um fyrirtækjum inn í land sitt og gert það í allslórum stíl. Þeir telja, að þessi stefna (sém allir aðalflokkar þeirra hafa stutt) hafi reynzt þeim vel og stult lífsbaráttu fólks ins til muna. En þeir hafa samt farið varlega og ekki opnað allar dyr, heldur kosið að rannsaka og meta hvert til' felli, er fyrirtæki vildu koma til Noregs. Þeirri stefnu hef- ur verið haldið á lofti hér á landi og er án efa rétt að fylgja henni — raunar enn meiri ástæða til þess hér en í Noregi. Það er fróðlegt að kynnast reynslu nágranna okkar í mál um, sem eru efst á baugi hjá okkur sjálfum. Aðstaða okkar til iðnaðar er ekki eins góð og Norðmanna, en þó benda allar líkur til, að stefna okkr ar verði að feta í slóð þeirra að ýmsu leyti á komandi ár- um. Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi Nýlega var stofnuð Mæðra- styrksnefnd Kópavogs. Nefnd in var stofnuð af Kvenfélaga sambandi Kópavogs og verður hún innan vébanda þess cn mun þó starfa alveg sjálfstætt- Tilgangur nefndarinnar er að styrkja bágstaddar og verð- andi mæður, sem á hjálp þurfa að halda eftir því sem ástæð- ur leyfa. Nefndin mun selja mæðra- blómið á mæðradaginn og von ast hún til þess að Kópavogs- búar taki vel á móti sölubörn unum. Einnig mun nefndin veita móttöku áheitum, gjöf- um og minningargjöfum í þessum sama tilgangi. Vonar nefndin að Kópavogsbúar taki þessari nefnd vel og styrki hana sem allra bezt. í stjórn Mæðrastyrksnefnd- ar eru eftirtaldar konur: Ragnheiður Tryggvadótti formaður Álfhólsvegi 22, sími 40981. Ásthildur' Pétursdóttir rit.ari Fífuhvammsvegi 39. 51’mi 40159. Jóhanna Biarnfreðsd- t ir féhirðir Vogatungu 20. ,«ími 41228, og munu þær fús’e 1 veita allar upplýsingar um nefndina og slarf hennar. 9. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.