Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 7
„ÞÖ VORGYÐJAN SVÍFUR MIKIÐ illviðrahljóS hefur verið 1 mönnum á þessum bless- uðum vetri og lítið breytist það, þótt sumarið sé lcomið sam- kvæmt almanakinu; varla einu sinni að menn hressist í bragði þótt „vorboðinn ljúfi” sé farinn að skríkja á rafmagnsstaurun- um, eða lóan sé að reyna að reka upp eitt og eitt bí milli éljanna. Ég veit satt að segjsi ekki, hvort nokkurn tíma kemur framar vor á Austurlandi. Svona getur tíðarfarið gert mann van- trúaðan og illa innrættan. Hvern- ig á líka annað að vera, er „botn frosið er fyrir öll skilningarvit” á' manni og hefur verið það mánuðum saman svo ég viðhafi orðalag Árna heitins Pálssonar um okkur Austfirðinga. Það er ófátt sem útvarpið er búið að segja okkur á liðnum vetri af voðalegum harðindum á Suðurlandi. Seinast í kvöld var okkur sagt að enn sæjust þar í lágsveitum skaflar, sem komið hefðu í illviðrunum síðari hluta marzmánaðar. Ekki finnst manni sem enn gengur um mittisdjúp snjógöng frá húsinu sínu, slíkt teljast til firna. Annars þykir okkur hérna fyrir austan alltaf gaman að heyra, þegar Sunn- lendingar eru að segja frá þeim býsnum af snjó, sem yfir þa hafa fallið. Hvernig, sem við hlustum á allar þessar rosafrétt- ir, getum við aldrei fengið hærri liugmyndir um allt þetta fann- fergi, en að þetta sé ekki nema svo sem eins og það, sem við köllum þæfing og okkur þykir ekki ástæða til að segja frá í blöðum og útvarpi. Ritari þessa bréfkorns hefur verið nokkra vetur í Reykjavík og séð með eigin augum það sem kaliað er „snjór” við Kollafjörð. Hitt er svo annað mál, að menn líta á þetta misjöfnum augum, eftir því hversu vanir þéir eru snjó. (Ég á við snjó). Þetta veldur því hversu vanir þeir eru snjó. í fréttum. Þegar verið er að segja frá ófærð á Suðurlandi halda Austfirðingar og Norð- lendingar, að það sé það sama Þegar svo sagt er frá ófærð fyr- ir austan eða norðan halda Sunn- lendingar, að það sé það sama og þeir kalla ófærð. Þetta er bara tvennt ólíkt. Þess vegna legg ég til að tekinn verði upp sá háttur að segja ekki frá snjó- dýpt í blöðum og útvarpi, nema eftir máli. Hinu dettur mér auð- vitað ekki í hug að neita að óvenju mikið hafi snjóað á Suð- urlandi í vetur. Eg fæ nefnilega ekki betur séð en máttarvöldin séu farin að tileinka sér byggða stefnuna og hafi nú sent dálítil harðindi á Faxaflóasvæðið til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. En betur má, ef duga skal. Hvað er þetta á við harðindin hérna fyrir austan.\ Mér segja trúverðugir og grand- varir sjómenn, að sjávarkuldinn sé svo afskaplegur að marhnútur- inn hafi drepizt í stórum stíl hér í firðinum í vor — úr kulda. Annars er fróðlegt að fylgjast með því hvernig öll þessi harð- indi verka á fólk. Ég hef orðitj áþreifanlega var við það í vetur, að Reykvíkingar eru miklu á- hugasamari um tíðarfarið en áð- ur. Ef ég þarf að hringja í op- inbera skrifstofu Fyrir iSunn- an eins og við segjum, get ég gengið að því nokkurn veginn vísu, að sá' sem fyrir syörum verður fer að spyrja mig um veðrið og rekja raunir sínar úfc af ótíðinni. Ég kann ákaflega vel við þetta. Þar með er á ný upptekinn góður siður, sem búið var að miklu leyti að leggja fvrir róða. Það hefur aldrei gerzt fyrr en í vetur að bláókunnugir menn suður í Reykjavík hafi spurt um veðrið í síma. Svona geta harðindin gert menn per- sónulega og þjóðlega í sér. Lík- lega þurfum við dálítil harðindi öðru hvoru til þess að vera góð- ir íslendingar. Hvernig var það með endurreisnarskáldin okkar á öldinni sem leið. Ortu þau ekki sín eldheitustu ættjarðarkvæði einmitt þegar tíðarfarið ætlaði alveg að drepa þau? Og svo er skollin á heims kreppa ofan á öll harðindin. Ég Framhald á bls. 14. Öflugt tryggingafélag I hjarta borgarinnar Almennar Tryggingar h/£ voru stofnaðar 11. maí 1943, og eiga því 25 ára afmæli í dag. 28. ágúst það ár opnaði félagið skrifstofu í Austurstræti 10A og þar var aðalskrifstofa félagsins unz flutt var í eigið húsnæði að Pósthússtræti 9, 17. september 1960. Þegarvið stofnun tók félagið upp ýmis nýmæli í tryggingum á ís- landi og hefur jafnan síðan reynt að koma til móts við þarfir ís- lenzkra tryggingartaka. Starfsemi félagsins hefur aukizt jafnt og þétt, og námu heildar- iðgjöld félagsins árið 1967, tæp- um 100 milljónum kr. * Starfsfólk AlmennraTrygginga h£ í Reykjavík er nú um 40 manns. Sjálfstæðar skrifstofur eru á Ak- ureyri, Hafnarfirði og Selfossi auk umboða um allt land. Félagið hefur tekið í sína þjón- ustu nýja tækni á sviði rafreikna, sem auðveldar mjög allt. áhættu- eftirlit og þjónustu við viðskipta- vini. Á þessum tímamótum vill félag- ið senda hinum fjölmörgu við- skiptavinum sínum beztu þakkir fyrir ánægjuleg viðskipti á liðn- um árum. ALMENNAR TRYGGINGAR V ©áugösíngastó^n — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J ■ •*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.