Alþýðublaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 7
EÐSSON ÍÞRwniR Slakt llð Akurnesinga tapaði fyrir R. vík 0:6 HIN árlega bæjarkeppni í knattspyrnu milli Akraness og Reykjavíkur, sem um áratuga bil hefir átt sér stað, fór fram á Melavellinum sl. þriðjudags kvöld. Mega nú Akurnesingar muna fífil sinn fegri í þeim viðskiptum, er þeir árum sam an báru sigurorð af reykvísk- um knattspyrnumönnum. En hin síðari ár hafa þeir orðið að bíta í það súra epli að bíða hvern ósigurinn af öðrum, og hvað mestan í fýrrakvöld er þeir töpuðu með 6 mörkum gegn engu. Enda er nú, ejns og er, Skagaliðið aðeins svip- ur hjá sjón, frá því það var augnayndi áhorfenda og naut sérstakrar hylli knattspyrnu- unnenda vegna ágæts leiks og prúðmennsku. Þannig forgeng ur dýrð heimsins. Þeir leik- menn, sem nú skipa liðið, eru að mestu ungir menn, virðast þó flestir' þeirra komast með tærnar þar sem fyrirrennarar þeirra höfðu hælana. Vörnin var næsta slök og framlínan bitlaus. Þar var eiginlega aðeins einn maður, sem eitthvað kvað að, Björn Lárusson v.innherji. Hreinn Elliðason, sem nú leikur í liði* Skagamanna, áður miðherji Fram, virtist ekki vera búinn að aðhæfa sig breyttum við- horfum, og var því ekki nema svipur hjá sjón, frá því sem áður var. Hvort hann finnur sjálfan sig að nýju við hinai^ breyttu aðstæður fær tíminn einn úr skorið úr; um. Lið Reykjavíkur, sem var nokkuð breytt, frá því sem upphaflega var ákveðið, réði að mestu lögum og lofum, einkum í fyrri hálfleiknum, enda skoraði það þá 5 mörk, næsta fyrirhafnarlítið og lék oft ágætlega. Það var þó Skagaliðið, sem átti fyrsta marktækifærið þeg ar á fyrstu mínútu. En Dið- rik hinn kornungi markvörð ur Víkings, bjargaði með öruggu úthlaupi á réttri stundu. Síðan má segja, að Skagamenn ættu vart teljandi tækifæri í hálfleiknum. En fyrsta mark Reykjavíkur skor aði Eyleifur, eftir aukaspyrnu á markvörð Skagamanna vegna of margra skrefa. Rétt á eftir skoruðu Reykvíkingar aftur, þannig að leikar standa 2:0 áður en 5 mínútur voru liðnar. Markið gerði Berg- sveinn Stefánsson mjög lag- lega. Tvívegis bjargaði svo Skagamarkvörðurinn skömmu síðar, fyrst föstu skoti Her- manns upp í h. horni, síðan með því að hlaupa út gegn*. Eyleifi, sem komst inn fyrir vörnina mjög skyndilega. Hinsvegar mátti hann sín ekki mikils gegn skoti Her- manns. úr sendingu Eyleifs á 30. mínútu leiksins, og enn mistókst honum illilega við fastan snúningsbolta Eyleifs skömmu síðar úr sérlega þröngri stöðu. En boltinn snér ist úr höndum hans, eins og skopparakringla, inn fyrir lín una. Loks skoraði svo Hermann rétt fyrir leikhlé fallega gert mark úr einu skemmtilegasta upphlaupi leiksins, þar sem boltinn gekk viðstöðulaust. frá manni til manns, þar til því lauk með skoti Hermanns. — Þannig endaði hálfleiknum, 5:0 fyrir Reykjavík. Er 10 mín, voru liðnar af síðari hálfleikumn skoraði Ey ileifur eina mark hálfleiksins. Síðan átti Hreinn opið færi á Reykjavíkurúrvalið, en skaut á varnarleikmann svo úr varð hornspyrna, sem ekkert varð úr. Þá fékk Ryekjavíkurliðið vítaspyrnu, en Hermanni mis- Framhald á bls.10. Frjálsíþróttaæfingar Ármenninga aö hefjast Frjálsíþróttadeild Ármanns byrjar æfingar af fullum krafti á íþróttasvæði félags- ins við Sigtún fimmtudaginn 16. maí kl. 5. Æfingar munu síðan fara fram mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 5—6,30. Þó mun þjálfari félags ins Valbjörn Þorláksson verða á svæðinu frá kl. 2 alla áður- nefnda daga fyrir þá sem vilja S>, Meistaramót Akraness í badmington lokið Akranesi, 12. maí Hdan. Meistaramót Akraness í bad- minton fór fram í íþróttahúsinu á Akranesi s. 1. laugardag. Kepp endur voru 13 og var kepní í tveim flokkum, unglinga og 1. LOKAHÁTÍÐ SKÍÐAFÓLK Á laugardag efnir Skíðaráð Reykjavíkur til skemmtana og verðlaunaafhendinga fyrir skíðafólk, sem fram fer í Átt hagasal Hótel Sögu. KI. 3 verður verðlaunaaf- hending unglinga og skorað á eidra skíðafólk að mæta þá einnig, til skrafs og upprifj- ana. Um kvöldið kl. 9 verður dansleikur fullorðins skíða- fólks á sama stað. flokki í einliða- og tvíliðaleik. Keppnin var mjög jöfn og skemmtileg, sérstaklega í 1. fl., þar sem þurfti aukaleiki til að fá úrslit. í unglingaflokk léku til úrs- lita í einliðaleik þeir Guðmund ur Guðjónsson og Albert Jóns- son og sigraði Guðmundur með 117 og fl5. í tvíliðaleik léku til úrslita þeir Guðmundur Guð- jónsson og Þórður Björgvinsson gegn Herði Jóhannssyni og A1 bert Jón ssyni og sigruðu þeir fyrrnefndu með 12-11 og 11 4. í 1. flokk var keppnin jöfn og skemmtileg og tvísýnt um úrslit. í einliðaleik háðu þeir harða bar áttu Hörður agnarsson, sem varð Akranesmeistari í þessari grein í fyrra, og Jóhannes Guð jónsson, en hann vann sig upp í meistaraflokk á íslandsmeistara mótinu nú nýverið. Hörður vann fyrstu lotuna með yfirburðum, 15-5, en þá næstu vann Jóhannes eftir góðan endasprett með 15-10. „Oddinn“ vann síðan Jóhannes 15-7 og sýndi þá mjög góðan leik. Einnig varð hörð barátta í tvíliðaleiknum, þar sem þeir Jó hannes og Hörður mættu til úrs lita, þeim Hallgrími Árnasyni og Pétri Jóhannssyni, en einnig þar þurfti að leika aukaleik til að fá úrslit. Fyrstu lotuna unnu þeir Hallgrímur og Pétur með 15-12, en þá næstu Jóhannes og Hörð ur með 15-6, og síðan , oddinn“ með 15-12 eftir harðan leik. Að mótinu loknu afhenti Helgi Daníelsson sigurvegurunum verð laun. nota þann tima til æfingar. Einnig mun Hilmar Þor- björhsson verða á svæðinu og annast þjálfun stúlkna á sömu dögum milli klukkan 6 og 8. Til afnota mun verða lyftinga áhöld fyrir þá sem kunna að hafa áhuga á notkun slíkra tækja og munu tækin verða til afnota fyrir frjálsíþrótta- menn til kl. 7 áðurnefnda daga. Skorað er á alla þá sem stunduðu æfingar á vegum deildarinnar á liðnum vetri og aðra . sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum að koma og njóta tilsagnar þeirra þjálfara sem þar munu verða og segja mönnum til. Sérstaklega skal brýnt fyrir unglingum að mæta vel og vera með frá byrjun. Æfingarsvæðið er staðsett á milli Sigtúns og Miðtúns ofan við vöruskemmur Eimskipafé lags íslands við Borgartún og eru örar strætisvagnaferðir þangað. Efnilegir frjáls- íþróítamenn í Menntaskólanum í Hamrahlíð Vormót Menntaskólans í Hamrahlíð í frjálsíþróttum fór fram á Ármannsvellinum 3. maí. Margir efnilegir frjáls íþróttamenn komu fram á mót inu, sem eiga eftir að láta að sér kveða í íþróttinni á næstu árum. í 100 m. hlaupi sigraði Sig- urður Bessason á 12 sek. rétt- um. Hróðmar Helgason sigr- aði í langstökki, stökk 5,6 m., hann sigraði einnig í þrí- stökki, stökk 12,22 m. John. Fenger varpaði kúlu lengst eða 11,43 m. en Erlendur Jó- hannsson var hlutskarpastur í spjótkasli, kastaði 38,90 m. Mótsstjóri var Ólafur Unn- steinsson, íþróttakennari. MELAVÖLLUR Bæjarkeppni í knattspyrnu í kvöld kl. 20.30 leika Reykjavík - Keflavík MÓTANEFND. 16. maí 1968 — AIÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.