Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 16
 Útsvarið mitt Ég fór í morgun að glugga í skattaskrána: ég skammast mín fyrir hvað útsvarið mitt er lágt, þó laug ég í vetur á mig allskonar tekjum, en árferðið hefur leikið mig svona grátt. Sjálfsvirðing mín og sómi er í bráðri hættu og sannarlega komin á lægsta stig, þeir geta reigt sig, sem hafa hundrað þúsund, og hampað útsvarseðlinum framan í mig. En árferðið hefur illa komið við margan, svo ekki þarf ég kannski að skammast mín: ég vikna af samúð með vesiings forstjórunum með vinnukonuskattana og útsvörin sín. AUGLÝSING um umferð \ Reykjavík Misritun varð í auglýsingu um umferð í Reykjavík frá ; 24. þ. m., sem birtist í Alþýðublaðinu í gær. 5. töluliður auglýsingarir.nar orðist svo; Bann við hægri bcygju verður afnumið á eftirtöldum stöð- um: 1. Af Lækjargötu úr norðri inn í Austurstræti. 2. Af Lækjargötu úr norðri inn í Skólabrú. 3. Af Laugarnesvegi tii vesturs inn á Laugaveg. 4. Af Laufásvegi til vesturs inn á Hringbraut. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 28. maí 1968. SIGURJÓN SIGURÐSSON. Nú heitir það víst varúð tii hægri. Ég má þá gjöra svo vel og fá mér sterkara hægra gler í gleraugun mín. LOFTÞÉTTAR UMBLÐIR Það verður fútt í að tryila í háinu mar. Ég vona bara að kallinn' fari á taugum svo maður fái tækið oftar. VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. Prince Albert REVKTÓnAK. daglegi IKAIÍstur Úr heimspressm Líú Klí-kan, sjávarútvegsmálaráðherra Rauða-Kína, ritar í gær gagnmerka grein í Kínaútgáfu Alþýðublaðsins. Fjallar hann þar um þær hugsanir Maos formanns, sem snúast um fiskimál. Telur Líu Klí-kan ótvírætt, að liugleiðingar for- mannsins um þetta efni séu einn af hæstu tindum hinnar miklu menningarbyltingu. í hugleiðingum sínum hreki Mao formaður eftirminnilega hina gömlu kenningu heimsvaldasinn ans og gagnbyltingarseggsins, Konfúsíusar. Hann hafi sem kunnugt er haldið fram (þeirri haattulegu villukenningu, að stjórn á ríki sé líkt og að sjóða hundrað litla fiska. í grein herra Klí-kans, er tekið undir hina snörpu gagn- rýni Maos á þessari 111. meðferð á litlum fiskum. Mao segi aftur á móti í hugsunum sínum, að samkvæmt sinni reynslu af ríkisstjórn, megi miklu fremur líkja henni við að sjóða hundrað þúsund o/OO stórlaxa við hægan eld. Klí-kan fagnar ákaft í grein sinni þessari niðurstöðu. Hann telur að auk hins menningarbyltingarlega gildis hennar, eigi eftir að sýna sig, hve afdrifaríkar afleiðingar hún kann að hafa á efnahagssviðinu og nefnir sem dæmi, að hann hafi nú endanlega slitið samningum við Hampiðjuna um kaup á stórri loðnunót. / Nú á dögum vék Morgunblaðið nokkuð að hinu heimskunna listaverki Sigurjóns Ólafssonar, sem meiningin er að prýði vegg stöðvarhússins við Búrfell. Blaðið vekur verðskuldaða atliygli á þeirri staðreynd, að stöðvarhúsið verði hálft í jörð og hálft á jörð og eigi listaverkið ;að prýða þann helminginn, isem upp úr stendur. Stórreykjavíkurblaðið „The Times. öf Reykjavík", getur þess í lítt áberandi klausu á innsíðu, að Robert Kennedy, einn af umsækjendunum um forsetaembættið í. Bandarikjunum, eigi von á að kona hans eigi von á enn einum þegni í hið mikla ríki Kennedíanna. Og það sem meira er. Konan á von á hing aðkomu hins unga þjóðfélagsborgara um það leyti, er for« setakosningarnar fara fram þar vestra. Rétt er að vekja athygli á þessari frásögn blaðsins. Hún rennir enn einni styrkri stoð undir þá almennu skoðun á ís. landi, að allt sé hægt í Ameríku og þeir sem þekkja til i Ameríku vita, að ekkert, bókstaflega hreint ekki neitt, er eins mikilvægt í kosningabaráttu og að gera nákvæma framkvæmda áætlun, a. m. k. níu mánuði fram í tímann. —GADDUR. KARLMANNASKOR frá Frakldandi, Englandi og Þýzkalandi. Seldir mjög ódýrt. — Verð frá kr. 393.oo — 428.oo — 486.oo — 577.00 — 598.oo —637.oo — 652.oo — 67I.oo 686.00. r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.