Alþýðublaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 8
 It LANDSLAGIÐ sem sést á þess um myndum er ekki hugmynd ir listamanna Um hvernig um- horfs sé á fjarlægum plánet- um heldur frá afskekktum stað á okkar gömlu jörð, Suður- skautslandi. Par hafa vísinda- menn komið sér fyrir hugvit- samlega og kanna nú þær slóð ir sem engin þekkti nein deili auðn í 2000-3000 metra hæð yf ir sjó. Það er ekki rétt að kalla þetta allt fjöll, þetta er í raun inni jökull, allt upp í 2500 m. á þykkt, og talið er að landið undir jökulhettunni sé skipt niður í nokkrar eyjar. Þarna er saman komin 90% af öllum snjó og klaka sem til er á jarð arkringlunni, og ef þetta gíf urlega magn þiðnaði allt án þess að annars staðar hlæðist upp jökull í staðinn mundi yfirborð sjávar hækka um 60- 70 metra og jörðin því skipta algerlega um svip. Suðurskautsland er stórkost- legt yfir að líta, hrikalegt og allt að því skelfilegt í sinni ó- skaplegu tign og auðn. En meira að segja á hinum þykka jökulskildi hefur maðurinn komið sér fyrir. Á sjálfum póln um er vísindastöð, og alls starfa tólf þjóðir að rannsókn um víðs vegar um landið. Hí- A strondum landsins og í höfunum í kringum það er all-f jöl breytt dýraitf, allt frá svifinu í hafinu upp t'il stærstu sela og hvala. Sumir fugiar svífa á milli íshafssvæðanna þannig að þeir eru við Suðurskautsland á suðlægu sumri og v5ð Norð- uríshaf á norðiægu sumri. En þekktasti fugl suðurhjarans cr Mörgæsin. Vísindamenn rannsaka líf hennar og útbrciðslu, m.a. blóðrás og hjartastarfsemi, og í því augnamið'i eru sett senditæki á srnna fuglana er senda stöðugt upplýsingar um blóðið og hjartastarfsemina og líkamshitann. Útjaðrana á híinni miklu ísauðn marka berir hnjúkar, shrið- jöklar og eldspúandi gígar. En sjálf auðnin er alltaf eins og breytist ekki að talizt getur þótt timar líði. Þó var hér ekki alitaf jökulauðn. E’inu sinni var hér hlýtt loftslag — það má sjá af áteingerðum leyfum jurta og dýra — þó að í dag geti frostið farið niður í — 80 gráður á C. Vísindamenn í tjöldum á Ross- ísnum, sem er fljótandi íshella á stærð við Spán. á fyrir nokkrum tugum ára. Eins og menn vita varð hinn norski heimskautakönnuður, Ro ald Ámundsen, fyrstur til að komast á suðurpólinn í desem ber 1911, aðeins mánuði seinna komst Scott hinn brezki þangað með sinn leiðangur, en hann og hans menn fórust á heimleiðinni. Sá er varðað hafði veginn fyrir þessa tvo könnuði var E. Shackleton sem tveimur árum áður hafði sett algert heimsmet í því að fara lengri leið um algerlega ó- kannað land en nokkrum hefur i tekizt hvorki fyrr né síðar. Suðurskautsland er mestmegn is hálendi. Háir fjallgarðar liggja meðfram ströndum og handan þeirra er gífurleg snæ Le'iðangursmenn á Suðurskautslandi og vísindam ann sem dveljast um kyrrt í vísindastöðvum verða að lifa lífi sem á hvergi sinn líka á jarðs.rkr'inglunni. Sólin hverfur um miðjan apríl og kemur ekki aftur upp fyrr en í ágúst. Þann tíma allan er órofa nótt. En samt er mikill munur á aðstöðu þeirra nú og fyrrum. Skálarnir sem vísindamennirn'ir og aðstoðarmenn þeirra búa í eru geysilega vel einangraðir, og sumir grafnir á kaf í ísinn. Þegar maður þarf út annað hvort til vís'indastarfa eða til að sækja klaka til að bræða í matinn út í svarta nóttina verður hann að klæðast sérstökum hita-einangrandi nærfötum og sex laga utanyfirfötum til þess eins að stand ast kuldann litla stund. En fyrir utan baráttuna við kulda og myrkur þjakar einmanaleikinn og lciðindin þessa fámennu hópa í auðninní. Bækur kvikmyndir, aðstaða til leikja og dægrastytting ar eru því e'ins nauðsynleg og matur og drykkur, og svo er líka hægt að tala heim til sín gegn um stuttbylgjustöðvar. g 31, maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.