Alþýðublaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 16
Kaþólsk viöhorf Mig kætir mjög að kaþólskum eykst fylgi, en kaþólsk viðhorf hafa óbætt legið- Af herra Jóni á Hólum er ég kominn og hefi þaðan skáldgáfuna þegið- Við danska var hann djarfur jafnan, kallinn, og dirfsku hans er ávallt hollt að muna- En nú er þörf að hreinsa hrossataðið úr helgidómnum eftir lúterskuna. , /W]' Ég veit hvað Jóni væri mest til þægðar: gegn vondum sið í landinu að hamla. Það hillir undir ábótann í Viðey, við endurreisum klaustursetrið gamla! Þrátt fyrir allt er unga fólk ið nokkuð duglegt. Þessjr Tenglar eru þó algjört eins dæmi, þelm tekst að halda Geð .hieilbrigðisviku, sem stendur í 8 daga. ................................................................................................. ■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■••■■■■■■•■■■■•■•■■•■■■■■■■■•••■■■■•■■■■■•■■»■■■■■■ááá**á.á.áí*..!á*.....**..á.íáááá*í!íá ■ ••■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■.■■■■■■■•■.■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■,■■■.■■. <,■■••■■■■■■■■■■•■■.... ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•••■••■■■■■■•■■•■■■■■■■■■•■««■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■ AÐ ÝTA í GANG í gærmorgun, rétt fyrir klukk- an níu, gekk ég fram á hóp manna fyrir framan eitt sambýl- ishúsið hér í bænum. Hópurinn stóð þarna og héldust allir í hendur, meðan þeir sungu við raust: „Nú er frast á Fróni, frýs í æðum blóð, kveður kulda- ljóð, Kári í jötunmóð; yfir laxa- lóni, liggur Ég beið þang- að til mennirnir höfðu lokið söngnum, en gekk þá til þeirra og spurði einn úr hópnum, hvað þetta ætti eiginlega að fyrirstilla. — Veiztu það ekki? spurði maðurinn. — Nei, svaraði ég. — Jú, sagði þá maðurinn, nú er kominn sá tími, þegar menn þurfa að fara að ýta í gang. — — Auðvitað. — Nú rann upp fyrir mér nýtt ljós. Mennirnir voru auðvitað að hita sig upp, svona rétt áður en þeir hefð- ust handa um að ýta bílunum sínum í gang. Það var nefnilega hörkugaddur í gærmorgun. — Já, við verðum að horfast í augu við það, að helzti heilsu- ræktartími okkar, hér á hjara veraldar, er runninn upp. Við verðum margir að hefja daginn á kröftugri aafingu, nefhilega að koma bildruslunum okkar í gang með því að ýta kröftuglega aftan á þær. Haft er eftir lækni einum, að þetta sé skikkanleg- astj tíminn á árinu, því þá fengj- ust landarnir loksins til áð hreyfa sig örlítið og ryðja stífl- unum burtu úr æðunum. Raunar á þetta einungis við þá, sem ekki gefast upp í fyrsta starti og setjast síðan upp í næsta strætisvagn. Maður einn tjáði mér í fyrra að honum þætti nú lítið til þess koma að ýta bíldruslunni sinni ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA í gang nokkra morgna yfir há- veturinn. Hann elskaði nefni- lega æfinguna, sem væri hvorki meiri né minni en sú, að ýta konunnj sinni í gang á hverjum morgni, allt árið um kring. Vissulega er tilefni til að á- líta að margir hafi þessa sömu sögu að segja, en málið gerist all alvarlegt, ef mikil brögð eru að því að menn þurfi að hefja morguninn á því að ýta sjálfum sér í gang, því sú iðja hlýtur að veír'a erf*ð. ( Börn heyra yfirleitt ekki hvað foreldrar þeirra segja, nema þegar þeim er ekki ætl að að heyra. Það erfiðasta við a® vera gagnrýnandi er að maður þarf að taka sjálfan sjg. alvarlega. Þá isá rnaður fyrir rest ör uggt kreppumerki, sagði kall inn í gær, en bætti svo við: Nú eiga sjússarnir að minnka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.