Dagur - 23.04.1918, Blaðsíða 2

Dagur - 23.04.1918, Blaðsíða 2
22 DAGUR. París í þessum mánuði eins og haft var eftir Hindenburg. Rauða hersveitin í Finnlandi fer stöðugt halloka fyrir her stjórnar- innar og munu fáir harma það. Alþingi. Forseti í sameinuðu þingi Jóh. Jóhannesson með 19 atkv. Kr. Dan- íelsson hlaut 18 atkv. Varaforseti Magnús Torfason með hlutkesti milli hans og Ein. Arn. Forseti Neðri deildar Ólafur Briem. Vara- forsetar Magnús Guðm, og Bjarni Jónsson. Forseti Efri d. Guðm. Björnson. Varaforsetar Guðm. ÓI. og Karl Einarsson. Sigurjón Friðjónsson hefir tekið sæti Hannesar Hafsteins. Stjórnin hefir lagt fram frumvarp um laun yfirdómara, skrifstofustjóra í stjórnarráðinu og hagstofustjóra. Samkv. því eru laun dómstjóra 6000 kr. og fara hækkandi upp í 7000. Laun allra hinna 5000 kr. og fara hækkandi upp í 6000. Annað frum- varp er frá stjórninni um iaunabæt- ur barnakennara. Ennfremur um breytingu á dýrtíðarhjálp, þannig að í stað dýrtíðarlána til sveitafje- Iaga komi dýrtíðarstyrkur, alt að 15 kr. á mann. Pá er og komið fram frumv. um að fyrirskipa fráfærur. Fullveldisnefnd þannig skipuð: Efri deild: Eggert, Guðm. Ól.,Jó- hannes, Karl og Magús Torfason. Neðri d.: Bjarni, Jón Hvanná, Magnús G., Magnús P., Sveinn og Pórarinn. (Óvíst um þann 7.). Samtíningur. — Af Melrakkasljettu er skrifað 5. þ. m.: Hjeðan er ekkert að frjetta nema harðindi; jarðlaust á flestum bæjum, og hey mjög farin að ganga til þurðar. Hafís er enginn hjer, en sjókuldi þó svo mikill, að allar víkur eru undir lagís og krapi sje nokkurt frost til muna. Pess- vegna er þarabeit stopul. Líklega bjargast þó flestir á sumarmálin, en batni þá ekki, má hamingjan hjálpa, ef vel á að fara. Lengi mega Sljettungar muna þennan vetur, því fáum mun hann hafa klappað öllu ómjúkar en þeim. — Heyþrot eru sögð í vesturhluta Húnavatnssýslu og bjargarlaust fyr- ir skepnur, Skip hefir verið sent með sildarmjöl frá Rvík til hjálpar. — Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu sam- þykti í einu hljóði 11. þ. m., að Hvanneyrarhreppur verði sjerstakt lögsagnarumdæmi. Málið fer svo fyrir Alþingi. —Kensla í Gagnfræðaskólanum til undirbúnings árs- og gagnfræðaprófi byrjaði 15. þ. m. — Heimilisiðnaðarfjelag Norður- lands hefir ákveðið að stofna til íslenskrar iðnsýningar á Akureyri í sumar. Verður sýningin opnuð sunnud. 23. júní og stendur yfir í viku. — »Freyr« skýrir frá því, að þrír reiðhestar hafa verið seldir 1000 kr. hver, árið sem leið, og einn þeirra aftur seldur í vetur fyrir 1400 kr. — Gullfoss er nýlega kominn frá Ameríku til Rvíkur með fullfermi. — Botnía og Bisp eru komin til Rvíkur frá útlöndum. Með Botníu voru margir farþegar, þar á með- aljón Þorl. verkfræðingur ogGunn- ar Gunnarsson skáld. Bisp kom með salt. — Bæjarstjórn Rvíkur hefir feng- ið 50 dagslátta land I Brautarholti til kartöfluræktar. — Árni Porvaldsson kennari er nýkominn til Akureyrar — Smáklausa um »Dag« var í NI. í gær. Ritstj. hefir ekki virt hana þess að lesa af henni próf- örk. Pað var heldur ekki von. Olgeirs-málið. Svo sem kunnugt er, var mikil óánægja með starf O. Friðgeirssonar við landsverslunina. Komu þær aðfinslur fram í Ttmanum, þar sem þess var krafist, að fyrirkomulag verslunarinnar yrði bætt og fyrir- tœkið myndarlega rekið. Kom þar Ioks að O. Fr. sá þann kost vænst- an, að segja af sjer síðastliðið haust og. hörmuðu það fáir. Forstöðu O. Fr. var fundið það til foráttu í nefndu blaði að versl- unin væri ekki rekin með myndar- skap. Árum saman aldrei gerð vörutalning. Reikningarnir aldrei endurskoðaðir. Bókhaldið gamal- dags. Óráðvendni var aldrei drótt- að að O. Fr. Málgagn norðlensk- ra oflátunga (Nl.) hóf í fyrra lof- söng mikinn um Olgeir, og heldur nú áfram í sama tón. Þykist það nú hafa fengið nýja sönnun fyrir ágæti þessa skjólstæðings i vottorðum nokkrum, sem endur- skoðunarmenn landsverslunarinnar hafa gefið honum. En með því að vottorð þessi eru sannarlegur yfirskotseiður, hlýðir elcki að Iáta málið niðurfalla af brjóstgæðum við O. Fr. Aðalatriðin í þessu máli standa óhrakin þrátt fyrir illyrðasamsetn- ing Nl. Hversvegna lætur Olgeir hinn »verslunarfróði«, »æfði«, »duglegi« verslunarráðuhautur Iangsumstjórn- arinnar, þá verslun, sem honum var trúað fyrir, vera óendurskoðaða ár- um saman? Segjum að E. A. hafi ekki haft rjettan skilning á þessu atriði, ekki sjeð hve ósæmileg slík vanræksla var, þá mátti búast við að sá »sjerfróði« hefði leiðbeint honum. Ef E. A. hefði samt þver- skallast, þá mundi hver sómakær við- skiftaforkólfur hafa sagt af sjer, eins og Guðm. Hannesson gerði, þegar honum þótti E. A. ganga of nærri virðingu hans, sem endurskoðanda. En það gerði Olgeir ekki. Jafn- vel ekki líkur, hvað þá sannanir, fyr- ir, að hann hafi reynt að leiða yfir- mann sinn á rjettan veg. Vansæmd- in lendir þessvegna fyrst og fremst á Olgeir fyrir sleifarlagið. Enn- fremur er þessari vanrækslu hans að kenna, að Iangsumstjórninni hefir svo lengi tekist að hafa landsversl- unina fyrir skálkaskjól. Nær því enn meiri vanræksla var, að gera ekki vörutalningu árum sam- an. Bæði óvenja í sjálfu sjer og þar að auki hættulegt, að láta korn- vöru liggja missirum saman óhreyfða í vörubyrgjum. En vansæmdin af þessu athæfi hvilir a Olgeir. Ann-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.