Dagur - 15.01.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 15.01.1921, Blaðsíða 3
2. tbl. DAGUR 7 Að gefnu tilejni. Dagur hefir orðið fþess var, að símanotendum og einkum nefndarmönn- unum hefir geðjast illa greinin um símadeiluna f sfðasta blaði. Er þá einkum um að ræða íyrirsögnina: >UpphIaupsíundur« og niðurlagsorðin. Fundargerðin ber með sér, að skap- aðar voru útgöngudyr fyrir öfgastefn- una að brjótast út um, þegar til sóknar kæmi og ef svo vildi verkast, eftir því sem málinu yndi fram. í nefndinni voru að vfsu hófstefnumenn í meiri- hluta, en enginn gat sagt um það fyrir fram, hvaða stefnu hún kynni að taka f hita bardagans. Þessvegna þótti blaðinu ástæða, til þess að aðvara nefndina með sterkum orðum við því, að rísa of hátt f byrjun. Var það gert af umhyggjusemi fyrir góðum málstað, sem ekki mátti spilla með ofurkappi. »Upphlaupsfundur« er rétta nafnið að blaðsins dómi. Fundurinn var af sama toga spunninn og aðrir mót- mælafundir gegn fyrirmælum stjórnar- valda. Má f því sambandi minnast upphlaupsfunda kaupsýslumanna s. 1. vor, gegn innflutningshöftunum. Allir vita, hversu hátt þeir risu og hversu fallið er orðið að sama skapi mikið. Hér var aðeins sá munur á, að upp- hlaupið átti fullan rétt á sér, að blaðsins dómi, innan þeirra takmarka, sem því hefir verið haldið með hóf- stillingu nefndarinnar og mcð vitur- legri tilslökun á báðar hliðar. Vill Dagur votta neíndinni þakklæti sitt og virðingu, fyrir vel unnið starf. En að mótmæla gjaldhækkuninni án allra skilorða, rannsóknarlaust og rök- semdalaust, áleit blaðið öfgar ósam- boðnar okkur, og sem hlytu að hafa einhverja bölvun í för með sér. Hann getur ekki telcið aðra afstöðu í því máli. Skortir öll gögn, eins og hátt- virta fundarmenn. Veit hinsvegar að símakerfi landsins er mjög ábótavant og þyrfti að fá fleiri olnbogaskot en þetta, sem hér er orðið. Þó er Dag- ur því meðmæltur, að ástand og fjár- hagur símans sé rannsakaður, svo sannleikurinn lýsi og réttlætið drottni f þessu máli. Blaðið lítur svo á, að símanot- endur hafi unnið mikinn sigur, sem þeir mega vel við una. En það þyk- ist ekki hafa ástæðu, til þess að taka neitt aftur af þvf, sem það hefir sagt. Rafveitumálið. Frímann B. Arngrímsson flutti enn erindi um málið s. 1. sunnudagskvöld. Samkvæmt verðlista, sem hann hefir fengið frá ameríska félaginu, kosta vélar fyrir aflstöð A (Glerá tekin við Rangárv. og leidd fram af brekkunni í miðjum bæ) eða aflstöð B (áin tekin ofan við Tröllhyl og stöðin bygð íyrir ofan inntökuþró Gefjunarskurðsins), um 350,000 kr., þar með taldar leiðsl- ur um bæinn að húsunum, aukaaflvél og flutningsgjald frá New York. Er þá miðað við að dollarsgengið, sé 6 50 og fiutningsgjaldið eins og það er nú hjá Eimskipafél. íslands. A-stöðin á að gefa um 670 hestöfl, B stöð um 860 stöðugan straum. Tvöfalt meira ef notað er aðeins tólf tfma á dag. Á Vesturvegum. V. Skordýr. Fjölskrúðugum jurtagróðri fylgir auð- ugt skordýralff. Fátt eða ekkert þykir innflytjandanum jafn hvimleitt, sem á- sókn þessara kvikinda vestra. Svo var og um mig. Skal hér í stuttu máli lýsa viðureign manna við skordýrin. Þann tfma dagsins, sem heitast er, láta flugurnar lítið á sér bæra. Þó bregzt það sjaldan, að svokallaðir »bolahundar« (bull-dogs) á Vestur ís- lenzku, sem mætti kalla nautajlugur, veiti trygga fylgd á ferðalögum. Þær sitja um að komast undir kverk hest- anna og bora sig þar íastar. Hestarn- ir láta oft illa við þessu, ærast og prjóna upp fótunum. Þá er gott að vera snar, að fara ofan úr vagninum og ná í kvalarann. Þessar flugur bíta sjaldan menn. Þó kemur það fyrir. Þær eru ekki ólíkar fiskiflugum að líkamsgerð, en sjálfsagt þrefaldar að stærð. Hrossaflugurnar eru minni, rönd- óttar á skrokk og vængjum, lftið eitt loðnar, ógeðslegar klessur og verstu bitvargar á mönnum og skepnum. Mosquitoes, sem áður eru nefndar, gerast mjög áleitnar á kvöldin. Þær stinga háls og hendur með sograna sfnum. Fáir eru þeir stillingarmenn, að þeir uni þvf, að láta eta sig lifandi. Mönnum verður það því fyrir, að strjúka illyrmið af hálsi, andliti og höndum. Verður þá stingbroddurinn eftir og kemur upphlaup með miklum kláða og svfða. Þvf fleiri sem upphlaupin verða, því meiri bólga hleypur í hörundið. Er þá sem menn gangi með stórefl- is hnakkaspik og bólgan verður svo mikil á höndum að hnúar sökkva. Sviðinn og kláðinn og jafnvel verkja- stingir fylgja, svo það hefir af mönn- um svefn. Er það mikil skapraun. Mikið hefir, verið skrifað um maur- ana. Náttúrufræðingarnir hafa rannsak- að lifnaðarhætti þeirra, sem eru ákaflega merkilegir. Þeir byggja félagsbú og eru f hverju búi þúsundir maura. Bú þessi kalla menn mauraþúfur. Þau eru til og frá hvarvetna, þar sem er gras- lendi eða skógar. Bú sín gera maur- arnir þannig, að þeir grafa ótal göng f yfirborð jarðar og hlaða greftrinum á barmana. Myndast þá dálftil upp- hækkun. Ofan yfir þekja þeir sfðan með stráum og sprekum, sem þeir raða eftir sinnar »konstar« reglum. Þessi haglega bygða bunga með strá- um og sprekum fyrir þak, verst vatni furðanlega, enda kemur það sér betur að öll hús fyllist ekki af vatni. Starf- semi mauranna er viðbrugðið. Það er ákaflega gaman að athuga starfhætti þeirra. Þeireru á sffeldu stjái, heima fyr- ir og út f frá. Óvíða finnast þeir blettir í skógum eða graslendi, þar sem maur- ar eru ekki á ferð. Þeir eru að draga í búið eða f öðrum erindum svo sem Iandkönnun, hernaði o. s. frv. Nú finn- ur maur strá eðá sprek, sem honum þykir gott til búsþarfa; hann fer að stimpast við að draga það eða bera í áttina heim. Þolinmæðin er óendan- Ieg að glíma við viðfangsefnið. Komi hann að fartálma svo sem trjábút eða steini er honum óljúft að taka á sig krók, heldur fer hann yfir. »Beint« er mauranna »prinsíp«. Alloft kemur það fyrir, að tveir eða fleiri maurar eru að burðast með sömu byrði. Verða þeir þá stundum illa samtaka og toga hver á móti öðrum. Er mjög hlægi- legt að sjá viðureign þeirra, en við- leitnin og starfsemin er aðdáunarverð. Maurarnir liggja sífeldlega í kynþátta- stríði og er grimd þeirra viðbrugðið. Viðureign tveggja fjandmaura endar altaf með dauða annars eða beggja. Ekki er hægt að gera maurunum meira á móti skapi, en að hrófla við búum þeirra. Á yfirborði búanna ér jafnan fjöldi þeirra, en við röskunina eykst talan fljótt, þeir ryðjast út úr heim- kynninu í mikilli geðshræringu og byrja á viðgerðinni f óðakappi. Eftir nokkra stund er alt komið f sama lag. Þó gaman sé að athuga lifnaðar- hætti og starfsemi mauranna, fer gam- anið af, verði mönnum það á að setj- ast eða leggjast niður þar sem margt er af þeim fyrir og þeir komast inn á beran skrokkinn. Þeir skríða þá um og bíta afskaplega sárt. Þá eru tveir kostir fyrir hendi og hvorugur góður, annað hvort að hálf tryllast af sár- sauka og hryllingi eða klæða sig úr hverri spjör þegar í stað. Eins og áður er tekið fram eru maurarnir svo að segja hvarvetna. Menn eru því tæplega nokkurstaðar óhultir fyrir þeim. Enn má nefna skógarlúsina. Það getur komið fyrir, en er ekki mjög algengt, að menn finna til ónota á hálsi, baki eða handlegg og jafnvel hvar sem er á líkamanum. Þegar at- hugað er, kemur í Ijós, að skógarlús er sezt að f hörundinu, Þær grafa sig inn í húðina og sitja þar fastar meðan þær sjúa næringuna úr líkamanum. Ekki fá þær nægju sína fyr én þær eru orðnar margfaldar að stærð þá sléppa þær tökunum. Sjaldan er þeim leyft að fara sínu fram, heldur slitnar með valdi upp úr skinninu. Verður þá sár eftir, sem grær þó fljótt. Hvevnig þær fara að því að eta menn, án þess þeir verði varir við er ráðgáta, sem hér verður ekki svarað, en sem er að líkindum auðsvarað af náttúru- og líf- eðlisfræðingum. (Framh.) Símskeyti Reykjavík 14. jan. Öll útflutningshöft numin af brezkum kolum. Verðlagsnefnd Dana, skipuð 8. ágúst 1914, afnumin. England mælir með 200 milljóna gulldollara láni til Aust- urríkis. í Bandaríkjunum hætta enn 400 skip siglingum. Hollendingar vilja Iosna við Vilhjálm fyrv; keisara. Nýlega er sannað að um 800 pús. Þjóðverja hafa dáið af afleiðingum sultar. Þjóðverjar eiga að greiða Belgíu 7 miljarða marka í skaða- bætur. Fréttaritari Dags, Rvík. Akureyri. Íslendíngur kom út á laugardaginn var. Blaðið fer hóflega af stað og þykist ætla að reka erindi friðarins milli allra stétta. Það erindi er mikið og þarft og hyggilegt að lofa minna en menn ætla sér að efna. Stefnuskrárgreinin er undirskrifuð þrem stjörnum. Kaup- mennirnir hafa falið cand. phil. Jónasi Jónassyni frá Flatey ritstjórnina. Um verð blaðsins er ekki getið, hvort sem svo er, að forráðamennirnir ætli sér að útbýta þessu fagnaðarerindi friðar- ins ókeypis, eins og biblíunni er út- býtt til heiðingja. Á miðvikudaginn kom svo 2. tbl. Birtist þar svæsin á- rásargrein á Kaupfélag Eyfirðinga og einstaka menn, einkum Steinþór Guð- mundsson, skólastjóra. Er það, sem um hann er sagt, upplogið nfð, lægstu tegundar. Getur hér að l(ta fyrstu brún friðarbjarmans upp af stjörnun- um þremur. Bæjarstjórnarkosningin. Samkv. lögum ganga fjórir menn úr bæjarstjórninni éftir hlutkesti. Var áð- ur getið hverjir það eru. Þann 13. þ. m. fór fram kosning fjögurra manna í stað þeirra. Þrfr listar komu fram: A-listi, sem á voru Hallgrfmur Jónsson, Ingimar Eydal, Gísli R. Magnússon, og Guðbjörn Björnsson. B-listí, sem á voru Halldóra Bjarnadóttir og Kristín Eggertsdóttir. C-listi, sem á voru O. C. Thorarensen, Stefán Jónas- son, Anton Jónsson og Guðm. Péturs- son. A-listinn hlaut 190 atkv. B listinn 161 og C-listinn 179. Kosningu hlutu 2 menn á A-lista og 1 á hvorum hinna. Atkvæðin fjellu þannig: O. C. Thorarensen kosinn með 168V4 atkv. Hallgr. Jónsson, járnsmiður með i6o3/4 Halldóra Bjarnadóttir með 145V4 og Ingimar Eydal kennari méð 131V2. Áð A-listanum stóðu verkamenn. Konurnar að B listanum en að C-listanum kaup- menn óg útgerðarmenn. 550 kjósendur sóttu kosningu. ao seðlar og 1 voru ógildir. Auk þess var kosinn maður f stað Böðvars Bjarkan, komu fram tveir list- ar og var Jakob Karlsson á báðum. Hann var því sjálfkjörinn. , Ennfremur voru kosnir tveir menn í bókasafnsnefnd til næstu 4 ára. Hlutu kosningu Valdemar Steffensen, læknir og Stefán Stefánsson, bókhald- ari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.