Dagur - 23.12.1926, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1926, Blaðsíða 2
208 DAGIJR 55. tbl. Sá, sem tók í misgripum staf- inn minn í fordyri kirkjunnar, sunnudaginn 12. þ. m., er vinsamlega beðinn að afhenda mér hann og taka aftur sinn staf, sem er geymdur hjá mér. Stafui inn minn er merktur A. B. á silfurhólk. Oddagötu 1. QuOmundur Halldórsson Kristi þóknanlegt. En sami auðkýf- ingur lætur sina presta boða úr þeim predikunarstól undirgefni undir guðs vilja! En »guðs vilji«, þannig boðaður, er vald auðherrans yfir vinnuþrælum nútíðarmenningarinnar og tangarhald okrarans á lífsnauð- synjum hins sundraða múgs! Hugs- urn okkur aðra jólagjöf: Niðursetn- ingur á afdalabæ stingur öðru smá- kertinu sínu undir kodda fábjánans, sem er í vist á bænum, til þess, ef unt væri, að veita geislum jólagleð- innar inn í hugskot hans! „Pað sem pér gerið einum af þessum minurri minstu, það hafið þér mér gert“. * * * Við höfum gert jólin að megin- hátíð lífsnautnanna. En sú hátíð færir mönnunum líka mikið af ó- mengaðri gleði. Barnahlátrar óma um alla jörð. Og okkur er skylt að varna því, að minsti skuggi falli á jólagleði barna. En hví skyldi ekki hátíð æðstu gleði jafnframt vera hátíð dýpstu harma. A stundum djúprar alvöru, við umhugsun stórra hluta finnum við til vanmáttar okkar. Og þá flýjum við á náðir æðstu valda. Við berum vandræði okkar fram fyrir hann, sem sagði: Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir. Eg mun veita yður hvíld«. Við búum yfir hörmum bæði gömlum og nýjum nú á þessum jólum. Það verða auð sæti við jólaborðið og tómleiki í lifi margra, sem hafa mist ástvini sína sviplega fyrir þessi jól. Við fögnum nú um jóiin yíir æðstu og hreinustu gleðí lífsins, — gleði barnanna. En er hljóðnar berum við fram, í kyrð jóla- næturinnar, okkar heilögu harma. Pað eru svo margir, sem á jólunum verður reikað fram með ströndum dauðans og sem stara társtorknum augum yfir tímans sæ. En við skelf- umst ekki þótt við nötrum fyrir átökum harmanna og augu okkar verði döpur, því að bjarmi rís úr djúpinu. Við birtu morgunsins gnæfir »Bjarg aldanna* hátt úr sæ og yfir óminn frá tímans bárum berst okkur hið eilifa, heilaga fyrirheit: „Og sjá, eg er með yður alla daga, alt til enda veraldarínnar". Hjónaefni. Nýlega hafa birt hjúskaparheit sitt ungfrú Jónína Jónsdóttir og Þorkell V. Ottesen, prentari. Landsímastöðinni verður lokað kl. 5 e. h. á aðfangadag jóla og á gamlaársdag. Ásgeir Hjálmarsson, Ljótsstöðum. [Ræða þessi var flutt við útför Ás- geirs Hjálmarssonar af frænda hans, Jóni Sigurðssyni í Yztafelli. Áður var hér í blaðinu getið um druknun Ásgeirs. Hann var að dómi þeirra, er nánast þektu, og dómbærir voru um þá hluti, gæddur frábærum hljómlistargáfum.] Frændi minn! Vorið var komið í dalinn. Dalinn árinnar þinnar. Dalinn með hraununum þöglu og hlíðskógunum kyrru, með skjólbrekkum, sólríkra, broshýrra hvamma. Dalurinn er hlustandi, hljóður. Áin þin ein hefir rödd, hefir raddir, hefir þúsund hljóma í hörpu sinni. Hún leikur á aflþrungnum strengjum og fossum samræmdum hljómum við sál þess æskumanns, sem finnur kraftt ana vaxa í huga og höndum, og finst hann geta sigrað heiminn. Hún leikur í hægum, þungum straumi lag hins þolgóða eljumanns. Hún hvílist í hyljum og hvíslar þó við hólma og nes endurminningar hins ellimóða. Hún leikur vöggulagið með móður- inni, og ljúfustu framtíðardraumanna um börnin. Hún leikur starfshvöt með föðurnum. Hún hvíslar í eyru elskendanna fegurstu ástarorðin. Hún hlær með glöðum. Og hún grætur með syrgj- endum. Hún þagnar aldrei. Vetur, sumar, vor og haust syngur hún sín ljóð, syngur hún þín ljóð, þöguli dalbúi. Vorið er komið með vorbúning brekknanna, með vorþrótt í strengi ár, innar og fuglakvak. En skjótt hefir sól brugðið sumri. Síðan um Hvítasunnu hafa engin blóm gróið í Laxárdal. Hlíðarnar hafa fölnað. Kaldur gustur hefir blásið um hlýjustu skjólin. Dimmir flókar hafa falið mönnum sólina. Ánni hefir þorrið þróttur. Djúpur sorgartregi grípur um strenginn, er hún leikur undir söngnum í dag - — — í dag er grátið í Laxárdal. Frændi minn! Áin þín hefir gefið þér hljómsnild sína í vöggugjöf. Hún hefir stilt hörpuna þína. Gefið þér að komast í samstilling við sálir annara. Fyrir skömmum tíma vorum við staddir þar, sem sorg og söknuður ræður húsurn. Pá varst það þú, sem léðir sorginni vængi, tónar hörpunnar þinnar báru hugann hærra, veittu nýtt útsýni út yfir gröf og dauða. Fyrir skemmri tíma vorum við sam- an, þar sem mörg hundruð manna voru komin til þess að gleðjast. Nótt var yfir, og blindhríð skall á og í stað fagnaðar kviðu margir, hversu komist yrði heim að mannfáum heim- ilum. Þá var það vald þeirra tóna, er þú réðir yfir, sem komu hundruðum manna til þess að gleyma nóttinni, gleyma hríðinni, gleyma öllu, nema líðandi stund, svo að tvær stundir virtust skemmri en ein. Fyrir skemstum tíma vöktum við saman heiða og hlýja sumarnótt. Þegar kveldroðinn tók í hendur hinnar rós- fingruðu morgungyðju í fyrsta sinni á þessu vori. Enn voru það tónar þínir, sem voru aflið og fjörið, sem voru sálin í leik hinna glöðu unglinga? * * * »Mannsins aldur eru 70 ár, eða 80, ef guð lofar«. En mannsins aldur er ekki ætíð 70 ár. Stundum aðeins 20 ár. Stundum skemmri — »Til frægða, skal konung hafa, en eigi til langlífis«, sagði einn hinn ágætasti fornnorræni hetjukonungur, sem ungur féll. Til hvers erum við komin í þennan heim? Hvert er ferðinni heitið? Otal spurningar vakna ætíð á kveðjustund- unum. Aldrei þó fremur en nú, þegar skilnaðurinn kemur svo óvænt, brott- förin svo óskiljanlega snemma, þegar dimmir á hádegi, haustar á vori. Er lífið alt sem blindingaleikur kaldrar tilviljunar? Leika léttúðug goð tenings- kast með örlög mannanna? Við spyrj. um. Við æðrumst. En við fáum ekki jákvæð svör. Við finnum fljótt, að slíkar spurn- ingar eru æðra eðlis. Hvert sem vér förum, rekum við okkur á föst lögmál. Hvergi er blindingaleikur, hvergi ten- ingskast. Föst lögmál ráða allri tilver- unni. »Enginn titlingur fellur til jarðar, án vilja föðurins«. Til hvers erum við komin? Hvert er ferð okkar heitið? Efalaust hefir svo verið spurt um þúsundir ára, við lík tækifæri sem í dag. Öll trúarbrögð og allir spekingar heimsins hafa verið að svara þessari spurningu um al'ar aldir. Og þó spyrjum við enn. Það er eins og hver verði að svara sér sjálfur. Það er sem eitt af lögmálum tilverunnar, að hver og einn verði að ráða gátu iífsins sjálfur. Frændi minn! Við fundum öll að drotning listarinnar hafði veitt þér full úr konungsbikar sínum. Þú hafðir lært af ánni þinni samræmda hljóma með hryggum og glöðum Varstu sjálfur þegar kominn í s’mræmi við eilífðina? Varstu búinn að afljúka þínu erindi og ráða gátu þíns lífs ? Varstu tekinn frá okkur á hulinn hátt, borinn af móðurörmum fóstru þinnar á æðra svið? Við, sem hér erum, eigum okkar gátu óráðna enn. Við spyrjum, því við vitum ekki. En við vonum. Og við trúum. Og þó er okkur öllum þungur harmur kveðinn. Skilnaðurinn er svo sár. Svo sár. Sárastur þó föður og móður. * * * Vorið kemur aftur í dalinn. — Sárin gróa um síðir. — Áin syngur aftur vorljóð sín. Syng þú Laxá fyrstu vögguljóðin, þýðustu Ijóðin, sem móðir hans söng við vögguna hans. Syng þú um feg- urstu draumana, sem föður hans dreymdi. Hvísla þú, elfa, fegurstu minningunum um hann í eyru þeirra beggja. Leik þú fegursta lagið hans. Góður Guð. Græddu þeirra djúpu, hreinu sár. ___ /• 5 Trésknrðarndmskeid. U. M. F. Akureyrar biður þess getið, að það muni efna til tréskurðarnám- skeiðs í janúar og febrúarmánuðum næstkomandi. Ritfregnir. Vaka- Tímarit handa ís- lendingum. Rvík 1927. Ágúst Bjarnason, Árni Pálsson, Ás- geir Asgeirsson, Guðmundur Finnboga- son, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Kristj. Albertsson, Ólafur Lárusson, Páll ísólfsson og Sigurður Norðdal hafa tekið að gefa út tímarit titlað, eins og að fratnan greinir og er fyrsta hefti komið út fyrir nokkru og fyrir sig fram, því á titilblaði stendur: Jan. 1927. Af boðsbréfi um tímarit þetta, er út gekk frá nefndum mönnum síð- astliðið sumar, mátti ráða, að mark- mið þess væri það, að bæta úr vönt- un hófsamlegra og nytsamlegra um- ræðna um þjóðmálin. Af nöfnum út- gefendanna sést, að ritinu er ekki ætl- að að verða málsvari neinnar sérstakr- ar þjóðmálastefnu, heldur verður þar háð allsherjarþing um allskonar skoð- anir. Á hér að skamta í sömu skál mönnum með fjölbreytilegum lífsskoð- unum og telja útgefendurnir það væn- Iegast til andlegs þrifnaðar. »Tímarit handa íslendingum« segja þessir úrvalsmenn. Má telja það ó- venjulega skarplega athugað, að tíma- rit, sem er ritað á íslenzka tungu, sé ætlað íslendingum! Enda standa að þessari ályktun níu af mestu gáfnahöf- uðum landsins. — í þessu fyrsta hefti eru eftirfarandi ritgerðir: „Sjálfstceði Jslands“ eftir Ág. Bj. Sú ritgerð er að sumu endurtekningar á margtugnu efni, en að sumu hugleiðingar um nauðsyn þess, að mynda allsherjarsjóð, sem tryggi fjárhagslegt sjálfstæði landsins og verði undirstaða stjórnarfarslegs sjálfstæðis þess, þegar stundir líða. „Lög og landslýður“ eftir Ól. Lár. er þörf hugvekja um glundroðann í laga- setningu íslendinga og tillögur um samningu lögbókar eða lögbóka handa almenningi. „Rafstöðvar á sveitabœj- um“ eftir Sig. Nordal. í ritgerðinni eru nokkrar myndir af slíkum rafstöðv- um. „Helgar tilgangurinn tœkin?“ heitir ritgerð eftir Guðm. Finnb., og mun hún vera með því veigamesta, sem á síðustu árum hefir komið úr heimspekis-moðsuðu Guðmundar. „Samlagning“ eftir Sig. Nordal er bezta ritgerðin. Hún er ádeila á mæl- ingavísindin, sem eru eitt af fáránleg- ustu einkennum efnishyggjusýki nútím- ans. Pó »Stjórnarbót« Guðm. Finnb. sé þar hvergi nefnd á nafn, er rit- gerðin ósvikinn löðrungur á kenning- ar þeirrar bókar. „Halljreður vand- ræðaskáld" er afbragðskvæði eftir Da- víð Stefánsson. „Gengi“ heitir ítarleg og ramlega rökstudd grein eftir Asg. Ásg. Höfuðniðurstaðan er sú, að eigi skifti miklú máli fyrir framtíðarhag þjóðarinnar, þó verðlag taki allsherjar- breytingum, ef það verðlag stöðvast, en gengissveiflurnar séu háski fyrir alt viðskiftalíf og atvinnulíf þjóðanna. „Pingrœðið á glapstigum“, eftir Arna Pálsson, er að ýmsu réttileg ádeila á misbresti stjórnmálalífs í landinu, en þó í sjálfu sér aðeins úrræðaleysislegt geðvonzkukast. íhaldsmenn og bolsé- víkar hafa það sameiginlegt mið fram- undan, að rífa þingræðið til grunna; — aðrir til þess að koma á alræði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.