Dagur - 01.03.1934, Page 3

Dagur - 01.03.1934, Page 3
22. tbl. DAGUR 63 lízt ekki á blikuna. Blað kaupmanna hér á Akur- eyri ræðir nú nýskeð um völd Framsóknar í bænum í sambandi við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar. ísl. huggar sig við það, að Framsókn hafi ekki komið nema tveimur fulltrúum í bæjarstjórn- ina, en þrátt fyrir það er auðséð, að blaðinu er órótt innanbrjósts. Það segir, að í raun og veru hafi Framsókn ráðið því, að Jóhann Frímann skólastjóri komst í bæj- arstjórnina, og að hann sé »allt það, sem Framsókn óskaði sér«. — »En þrír bæjarfulltrúar hafa ekki ráðin í bæjarstjórninni.« — Við það huggar fsl. sig. En þá dynur yfir ný skelfing. Blaðið þykist hafa séð þess merki, að Þorsteinn Þorsteinsson sé vís til þess, að vera annað veifið á sama máli og Vilhjálmur Þór, og það er kaupmannablaðinu hræðileg tilhugsun. V. Þ. er »stóri« maður Framsóknar í bæjarstjórninni, segir blaðið og sýnir með því geig sinn við áhrif frá honum. Þó segist blaðið treysta Erlingi til þess að lenda ekki í snöru V. Þ. og er svo að heyra, sem málgagn kaupmanna hafi einhverja von um liðstyrk frá E. F. málstað sín- um til stuðnings og er víst ekki óglatt við þá tilhugsun, þó að það telji öll mök við jafnaðar- menn hina ógeðslegustu svívirðu. En von ísl. í E. F. hlýtur að reyn- ast á mjög völtum fæti, ef ekki al- veg á sandi byggð. Það mun því heppilegast fyrir ísl. að treysta varlega á þetta krosstré sitt, þvi hver veit nema E. F. hallist á sveif með V. Þ. oft og tíðum? Einu gleymir ísl.: Jón Guð- laugsson hefir að þessu talizt til »lslcnii«f nöldrar« »fslendingur« er öðru hvoru að narta í okkur iðnaðarmenn, vegna framkomu lista okkar til bæjar- stjórnarkosninganna. Nú síðast heldur blaðið því fram að listinn hafi verið runnin undan rifjum Framsóknar og að fulltrúi okkar, Jóhann Frímann, sé »alt það, sem Framsókn óslcaði sér«. Á þeim tveim bæjarstjórnar- fundum, sem haldnir hafa verið síðan kosið var, hefir það sýnt sig, að Jóhann fylgir viturlegum tillögum frá hvaða flokki sem þær koma, og ekki getur Jóhann neítt við það ráðið, þótt þær til- lögur hafi, enn sem komið er, allt eins oft komið úr herbúðum Framsóknar eins og frá Sjálf- stæðismönnum. Við virðum það við málgagn »Sjálfstæðisins«, að það heldur því á lofti, að fulltrúi okkar í bæjarstjórn Akureyrar vinnur með Framsókn að góðum málefn- um, en blaðið ætti líka að geta um það, þegar Sjálfstæðismenn flytja mál, sem hann fylgir. Og í stað þess að þrástaga þau tilhæfulausu og vísvitandi ósann- indi, að listi okkar iðnaðarmanna hafi verið runninn undan rifjum Framsóknar eða jafnvel kommún- jista, hefði blaðið átt að geta um Framsóknar og er ekki annað vit- að en að svo sé enn. Ekki er ólík- legt að hann verði ærið oft á sama máli og aðrir Framsóknar- menn í bæjarstjórninni. Þetta fer því að líta hálf bölv- anlega út fyrir ísl. og allar líkur til, að Framsóknarmenn muni ráða allmiklu í bæjarstjórninni á yfirstandandi kjörtímabili. Og þó tekur út yfir allt, ef svo skyldi fara, að fulltrúar í- haldsmanna í bæjarstjórn skyldu hafa tilhneigingu nokkra í þá átt að fylgja Vilhjálmi Þór að mál- um, af því að þeir fyndu, að þar er vitið og þekkingin mest í bæj- armálunum. Þá gæti svo farið, að fsl. fyndist ástæða til að ganga út og grát'a beisklega yfir samvizku- semi og skyldurækni sinna eigin manna. ísl. er að reyna að gera lítið úr Framsóknarflokknum hér á Akureyri og áhrifum hans í bæj- arlífinu. En svo er öll rétt hugs- un gengin úr skor.ðum hjá blað- inu, að það telur K. E. A. orðið stórveldi, og þetta stórveldi segir blaðið að sé einmitt þungamiðja Framsóknarflokksins hér. Allir hljóta að sjá veiluna í þessari rökfærslu blaðsins. Svo klykkir fsl. út með þeirri fullyrðingu, að bið verði á því, að Framsókn taki völdin hér á Akureyri — »á löglegan hátt«. Hvað á blaðið við? óttast það, að Framsókn taki völdin með ofbeldi eða byltingu? Það er ekki Fram- sókn, sem hefir svarizt í fóst- bræðralag með nazistum, það er íhaldsflokkurinn, sem það hefir gert. það einkennilega fyrirbrigði, að það var F-listinn, listi iðnaðar- manna, sem bjargaði sjálfstæðinu frá að tapa einu sæti í bæjar- stjórninni. Allir vita að sjálfstæð- ið hafði aðeins 4 atkvæði fram yfir kommúnista og 33 atkv.fram yfir Framsókn. Hefði F-listinn ekki komið fram, hefðu þau 154 atkvæði, sem listinn fékk, áreið- anlega skifzt þannig að sjálfstæð- ið hefði fengið fæst þeirra, en Framsókn flest, og hefir fsl. sjálfur látið þá skoðun í Ijósi. Sjálfstæðið hefði því fengið fæst atkvæðin af þessum þrem listum og ekki komið nema 2 mönnum að en Framsókn 3 og kommúnistar 3. Þetta hafa drenglyndir Sjálf- stæðismenn viðurkennt. Við iðn- aðarmenn erum mjög ánægðir yf- ir því að hafa orðið til þess, með framkomu lista okkar, að koma Jóni Guðmundssyni bygginga- meistara í bæjarstjórnina á lista Sjálfstæðismanna, í stað þess að fá 3ja kommúnistann þangað. Þetta ætti »fslendingur« að virða við okkur í stað þess að erta okk- ur til mótstöðu við sig. Hann ætti að sýna fulltrúa okkar þá sjálf- sögðu kurteisi að geta um þær tillögur. sem hann flytur í bæjar- stjórninni, eins og blaðið getur um tillögur annarra bæjarfull- ^a* Iðnaðarmaður, Bæjarstjómaífiiiidiir. (Niðurl.). En frá Jóhanni Frímann komu þessar tillögur: »Bæjarstjórnin samþykkir að fela bygginganefnd að láta þegar í stað rannsaka og láta gera á- ætlun um þörf á mulningsgrjóti, möl, sandi og púkkgrjóti, handa væntanlegum byggingum í bæn- um á þessu ári. Ennfremur felur bæjarstjórn bygginganefnd og veganefnd í sameiningu að athuga möguleika á að nefnd byggingarefni verði til staðar hið allra fyrsta á hent- ugum stað á bæjarlóðinni, að grjótmulningsframleiðsla bæjarins verði sem fyrst komið í það horf, að framleiðslan verði sem hentugust sem byggingar- efni og að auðvelt verði að ferma bíla með mulningi á geymslu- staðnum. að mulningurinn verði seldur svo vægu verði, sem framast er kostur — þannig að reynist vinn- an dýrari sökum þess að hún verður unnin sem atvinnubóta- vinna að vetrarlagi, verði sá Jónas Jónsson gaf þá skýringu á brottför nokkurra þingmanna úr Framsóknarflokknum, að þeir hefðu verið orðnir »þreyttir menn« af því að berjast á móti höfuðandstæðingum sínum, í- haldsmönnum. Blöð Ihaldsflokks- ins hafa löngum gripið á lofti viturlega og vel sögð ummæli J. J. og í andlegri fátækt sinni jask- að á þeim og þynnt þau út svo mánuðum skiftir, þar til allir voru búnir að fá sára leið á japli þeirra. Svo hefir og orðið í þetta skipti. Síðan J. J. lét frá sér fara fyrrgreind ummæli, hafa íhalds- blöðin jafnt og þétt stagazt á »þreyttum mönnum«. Fyrir skömmu flutti íhaldsblaðið Vísir eina slíka grein með fyrirsögn- inni »Þreyttir menn!« »íslend- ingi« þótti þetta eftirát svo fynd- ið, að hann át það eftir að nýju í síðustu viku, og er það þó eitt- hvert það lélegasta andans fóst- ur, er sézt hefir í Vísi, og er þó flest horað á því heimili. Aðalefni Vísisgreinarinnar, sem ísl. hefir léð húsaskjól, er á þessa leið: Allir skárstu mennirnir eru farnir úr Framsóknarflokknum. Eftir eru aðeins »þreyttir menn«, með Jónas Jónsson í broddi fylk- ingar. Sönnunin fyrir því, að Framsóknarmennirnir séu þreytt- ir, er í því fólgin, að þeir »sóttu fram með ópum og illum látum« við bæjarstjórnarkosningarnar í Rvík. Frumleg er sú hugsun, að óp og ill læti séu merki um mikla þreytu! Sérstaklega leggur Vísir áherzlu á, að þreytumerkin á J. J. séu orðin svo auðsæ á skrifum hans, að hann sé beinlínis með- aumkunarverður. Nú er það öll- um vitanlegt að blöð íhaldsflokks- ins sanna það í sífellu og daglega, kostnaður ekki greiddur af bygg- ingamönnum með hærra verði á mulningnum, heldur en mulning- urinn seldur við því verði, sem talið er að hann þurfi að kosta, framleiddur við beztu skilyrði, en mismunurinn greiddur úr bæjar- sjóði sem framlag til atvinnu- bóta«. i Allar ofanskráðar tillögur þeirra V. Þ. og J. F. voru samþykktar. Auk þess bar Jóhann Frímann fram svohljóðandi tillögu: »Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera eða láta gera áætlun um byggingu og reksturskostnað ný- tízku fisksölutorgs í sambandi við væntanlega bátakví í Bótinni, þar sem gert sé ráð fyrir kælihúsi til geymslu á nýjum fiski«. Var samþykkt að vísa þessafi tillögu til hafnarnefndar. Viðvíkjandi tillögunni um kirkjubygginguna sem atvinnu- bótastyrk, var þess getið, að at- vinnubótafé fengist aðeins til þjóðvegalagninga í nánd við bæi (ríkisvegi). En með því að kirkj- an væri ríkisstofnun myndi at- vinnumálaráðherra, Þorst. Briem, telja hugsanlegt að atvinnubótafé fengist til hennar, en eigi til ann- arra framkvæmda í bænum. að engan mann hræðast íhalds- menn jafnmikið og þenna með- aumkunarlega þreytta J. J. Við grandgæfilega rannsókn myndi það áreiðanlega koma í ljós, að flokksmenn Vísis og Isl. væta oft og tíðum nærklæði sín af óttan- um við pólitískt áhrifavald J. J. Auðvitað eru það aðeins skræfur og mannbleyður, sem eru skít- hræddar við dauðþreyttan mann, eins og Vísir og ísl. lýsa J. J. Um »Sjálfstæðismenn« segir Vísir: »Þeir óttast ekki að Tr. Þ. muni höggva neitt skarð í sína fylkingu. — En þeim þykir betra, að Framsóknarbændur, sem eiga eftir aö sannfærast um, að Sjálf- stæðisflokknum sé einum fyllilega að treysta, lendi í flokki Tr. Þ. heldur en hanga lengur aftan í J. J. Sjálfstæðismenn geta með með fullum rökum vænzt þess, að þeir tímar komi, að meginþorri bænda landsins gangi í þeirra flokk«. Það, sem Vísir og íslendingur ráða Framsóknarbændum til, er þetta: Gangið fyrst í flokk Tr. Þ., þá venjist þið smátt og smátt við það að koma á spena íhaldsins. Leiðin til Tr. Þ. er ekki annað en ofurlitill krókur á förinni til í- haldsins, »Bændaflokkurinn« ekki annað en biðsalur, sem þið, bænd- ur góðir, verðið að hafast við í um stund, áður en þið verðið leiddir inn í helgidóm íhaldsins. »Raddir frá bændafundum«, sem birzt hafa hér í blaðinu, gefa nokkuð til kynna um það, hvað bændur ætla að verða leiðitamir eftir þessum krókavegi, inn í í- haldsflokkinn. Framsóknarbænd- ur munu þakka Vísi og íslend- ingi fyrir leiðsögnina á viðeig- andi hátt. Ihaldsmenn væta nærklæði sin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.