Dagur - 04.09.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 04.09.1934, Blaðsíða 2
276' D AGUR 101. tbl. Gagnfræðaskoli Akurep verður settur mánudaginn 15. október, kl. 2 síðdegis. liarnafræðsluskírteini er inntökuskilyrði í 1. bekk. Skólavist er ókeypis fyrir bæjarnemendur. Utanbæjarpiltar greiða 80 kr. kennslugjald á ári, en utanbæjarstúlkur 40 kr. og greið- ist helmingur í byrjun skólaárs, Keiinslugreinar eru ísl., danska, enska, reikningur, [s- Iands- og mannkynsaga, landafræði, dýrafræði, grasafræði, líkams- og heilsufræði, Ieikfimi, sund og söngur. Umsókiiir eiga að vera komnar mér í hendur fyrir 1. okt. Þeir nemendur skólans, er gagnfræðaprófi hafa við hann lokið, eru beðnir að gera mér aðvart um hæl, hvort þeir myndi hugsa til framhaldsnáms í vetur, færi svo að 3. bekk yrði bætt við í haust, en joað yrði sennilega gert, fengizt nógu margir nemendur. Sigfús Halldórs frá Ilöfiimii, skólastjóri. vinnu í kaupstað svona rétt til vara. Alltaf kynni þó að vera hægt að ná sér í atvinnubóta- vinnu. Þegar þess er gætt, hve skemmtilegt það er að búa í nýj- um og glæsilegum húsum, nálægt kaupstöðum, geta fyrirhafnar- laust tekið þátt í samkvæmislífi stórbæjanna, þá er ekki að furða, þótt mönnum finnist leiðinlegra til dalanna, þar sem ekki er ann- að til skemmtunar en »fífil- brekka, gróin grund> grösug hlíð, með berjalautum«, eða þá hrika- leg fjöll, með tindum og gnýpum, sem líkjast voðalegum nátttröll- um. ó, sá munur! Háreistir salir, með glymjandi »músik« í kaup- stöðunum. Til eru þeir menn, sem þykjast ekki vita, hvar bændur geti tekið byggingarkostnaðinn. Þeir vita ekki, að fyrir öllu hafa hinir bú- hyggnu menn séð; kostnaðinn all- ann á ríkissjóður að greiða, þegar hann hefir peninga fyrirliggj- andi, sem sennilega enginn þarf að efa. Komist þessi ráðagerð til fram- kvæmda, telja þessir búhyggnu menn öruggt ráð fundið, til þess að halda fólkinu í sveitunum, og að þá verði hægt að reka búskap- inn með ágóða og ánægju. Éins og nú horfir við, er ekki sjáanlegt annað, en að minnsta kosti dalajarðir allar fari í eyði, enda margar þegar komnar það. Aðalástæðan til þess, að bændur flytja burt af jörðunum, er að þeirra sjálfra sögn sú, að sam- göngur séu svo erfiðar. Þeir segj- ast vera hræddir um, að dráttur verði á bílvegalagningu til veru- legra nota fyrir þá, fyrr en um seinan. Það er og mjög eðlilegt, að menn vilji dragast þangað, sem samgöngur eru góðar, því góðar samgöngur eru með réttu Árið 1938 skorti ríkissjóðinn 1 millj. og 200 þús. kr. til þess að geta greitt gjöld sín af eigin tekj- um. Þetta var greiðsluhalli ríkis- sjóðs á árinu. Mismunurinn var jafnaður með lántökum. Á árunum 1932 og 1933 hafa ríkisskuldirnar aukizt um 2 millj. og 790 þús. kr., en þá eru ekki reiknað með gengisgróða á falli dönsku krónunnar. Aðkoma nýju stjórnarinnar að fjárhirzlunni er því allt annað en glæsileg. Ástæðurnar á yfirstandandi ári bæta heldur ekki úr skák. Fjárlög ársins 1934 eru afgreidd frá Al- þingi með 480 þús. kr. tekjuhalla. Þar við bætast svo greiðslur sam- kvæmt sérstökum lögum og aðrar óumflýjanlegar greiðslur, sem ekki hafa verið teknar upp á fjár- taldar vera lífæð búnaðar og þá um leið bændanna. Það kemur líka Ijóslega fram, því einmitt þaðan, sem samgöngur eru erfið- ar, flytur fólkið mest. Það væri fullkomin þörf á aö koma sem fyrst vegakerfi landsins í viðun- andi horf, því líkur eru til, að sambýlahugsjónin dragist eitt- hvað að komast í framkvæmd. Þessir nýbýlahugsjónarmenn segja: Látum allar sveita- og dalajarðir fara í eyði, flytjið ykk- ur í grennd við kauptúnin í ný- býlasambúð; sleppið allri hinni gömlu og úreltu sveitamenningu, en takið ykkur til fyrirmyndar nýtízku kaupstaðamenningu. Lát- ið allt ræktað land dalajarðanna fara. Þið verðið ekki lengi að rækta aftur nýbýlin í sameiningu. Vonandi verður mál þetta athug- að á næsta þingi; má þá vænta heppilegra úrslita, þar sem svo margir búfróðir menn eru saman- komnir og þar sem mestur hluti þeirra er búsettur í Reykjavík. Reynandi væri að senda eitthvað af atvinnulausu fólki úr kaup- stöðum landsins upp til sveita og dala og lofa því að hirða eitthvað af hinu mikla grasi á eyðijörðun- um. Mín ynnileg ósk er sú, að öll býli fram til fjalla og niður til stranda mættu blómgast og verða að stórbýlum með góðri húsaskip- un og mörgu dugandi fólki; allt láglendi yrði að ræktuðu landi, en fjallshlíðar klæddust fagur- blaktandi skógarlaufi, þar sem hin yngri kynslóð gæti baðað sig í yndislegum skógarlundum og notið fegurðar náttúrunnar í rík- um mæli. Þetta verður, ef þjóðin vill vinna að því með einbeittum vilja og atorku. Blessun guðs hvíli yfir íslenzku þjóðinni. Stefán Bergsson. lögin, svo sem lögbundnar greiðsl- ur vegna kreppuráðstafana, greiðslur vegna jarðskjálftatjóns- ins, sem var ófyrirsjáanlegt, og 100 þús. kr. til sundhallarinnar í Reykjavik, sem síðasta þing á- kvað að greitt yrði. Er talið að lögbundnar, óhjákvæmilegar greiðslur utan fjárlaga muni nema alls V/o millj. kr. á árinu, og verður það þá í reyndinni sama sem fjárlögin fyrir árið, sem nú er að líða, hafi verið af- greidd með 2 millj. kr. greiðslu- halla. Enn bætist hér við óhagstæður verzlunarjöfnuður þjóðarinnar við utlönd á þessu ári. Að hálfn- uðu árinu eða í júnílok var inn- flutningurinn til landsins orðinn 8,4 milj. kr. meiri en útflutning- urinn, en á sama tíma í fyrra var munurinn ekki nema 640 þús. kr. Er hér sýnilegur voði á ferð- um fyrir þjóðina, ef ekki er tek- ið snar'plega í taumana með tak- markaðan innflutning. Að vísu minnka tolltekjur ríkissjóðs við það. En ekki er það annað en fá- sinna að stuðla að auknum tekj- um í ríkissjóð á þeim grundvelli að þjóðin geri innkaup um efnl fram. Tollgreiðslur, sem fengn- eru með síversnandi verzlunar- jöfnuði, eru í reyndinni ekki ann- að en erlendar ríkislántökur, þar sem þjóðin eykur skuld sína út á við um miklu hærri upphæð en þá, sem fer í ríkissjóðinn. Það, sem ríkissjóður missir af toll- tekjum vegna sparnaðar þjóðar- innar við innkaup sín, verður að útvega honum með nýjum, heil- brigðum tekjustofnum. Menn verða að hafa það hugfast, að þjóðin er ekki til vegna ríkis- sjóðsins. Af framangreindu má það ljóst vera öllum, er skilja vilja, að nýja stjórnin hlýtur að eiga við mikla fjárhagsörðugleika að stríða. í þessu falli hefir hún tvö- fallt verkefni að leysa og hvort- tveggja örðugt. Það verður að koma í veg fyrir framhaldandi greiðsluhalla á á ríkisbúskapnum. Lántökur til daglegra útgjalda ár frá ári eru alveg óverjandi og leiða til glötunar. í öðru lagi verður að koma viðskiptajöfnuði þjóðarinnar við útlönd á réttan kjöl. í sambandi hér við verður að finna nýja tekjustofna, sem réttlátir eru og þjóðarheildinni til hamingju en ekki til skaða. Ónauðsynleg eða lítt nauðsýnleg útgjöld verður að fella niður eða takmarka eftir þörfum. Lausn þessara verkefna verður vissulega erfið og óvinsæl meðal ýmsra, sem litlu eða engp vilja fórna af persónulegum þægind- um og stundarhagnaði vegna al- mennrar velferðar. Engu að síður mun hin nýja stjórn, og sá þing- meirihluti, er að henni stendur, leggja hiklaust út á þá braut að leysa þessi erfiðu verkefni, þó það kosti baráttu, illt umtal og magn- aðar ófrægingar frá hálfu and- stæðinganna. Frihöfn i Triest. Ákveðið hefir verið að Triest skuli vera fríhöfn fyrir Austur- ríki, Yugo-Slavíu og ítalíu. Gullverð hækkaði vikuna sem leið á kaup- höllum um heim allan. Dánardxgwr. Síðastliðna sunnudags- nótt andaðist í Reykjavílc Jón Jóhann- esson, bóndi að Munkaþverá. Hafði hann legið heima lengi sumars illa haldinn af innvortis meinsemd, var fluttur suður fyrir nokkrum tíma, ef ske kynni að hann fengi heilsubót, en svo varð eigi. Jón heitinn var kvongaðuy ^Margréti, dóttur Júlíusar heitins Hallgrímssonar bónda á Munkaþverá, og konu lians, Kristínar Jónsdóttur. Lifir Margrét mann sinn. Bjuggu þau á nokkrum hluta jarðarinnar Munkaþverá og farn- aðist vel. Ekki varð þeim barna auðið. Jón sál. var nokkuð innan við fimm- tugt að aldri. Hann var frábærlega hagur maður til starfa, og mátti segja, að hvert verk léki í höndum hans. Hitt var þó enn meira um vert, að hann var drengur hinn bezti og i því hvers manns hugljúfi, er honum kynntist. Hefir orðið mikill híbýlabrestur á Munkaþverá við fráfall hans. Halldóra Bja/pnad6ttirt leiðbeinandi aimennings í heimilisiðnaðarmálum, er nýlega komin hingað norður og verður hér út septembermánuð til að sjá um útgáfu »Hlínar«. Halldóra hefir verið á ferðalagi um Norðurlönd í sumar til að kynna sér skóla, heimilisiðnað og lieimavinnu vegna atvinnuleysis. Hún var ásamt frú Sigrúnu P. Blöndal á Hallormsstað fulltrúi íslands á nor- rænu heimilisiðnaðarþingi í Finnlandi. Fréttaritstjóri: Sigfús Ilalldórs frá Höfnunl, Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. Greiðsluhalli rikissjóðs á síðasta ári 1 milljón og 200 þúsund kr. Aukning rikisskulda tvö síðustu ár nemur 2 milj. og 790 þús. kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.