Dagur - 01.11.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 01.11.1934, Blaðsíða 2
344 DAGUR 126."tbl. Málþóf íhaldsmanna á Alþingi. Stjórnarandstœðingum ber ekki saman. Blað »Bœndaflokksins« heldur þvi fram, að stjórnarliðar eyði tima þingsins i »málœði«. Mbl. kvartar yjir þvi, að stjórnarflokkarnir steinþegi og fáist ekki til að rœða málin. Alþingi situr að þessu sinni á rökstólum á óvenjulega alvöru- þrungnum tímum. Afskaplega örðugt árferði hefir sett þjóðina í mikinn vanda. Það er skylda Alþingis að vinna að því með kostgæíni að leysa þann vanda eftir beztu getu. í því efni veltur mikið á því, að vinnubrögð þings- ins séu í góðu lagi og tíma þings- ins varið til heppilegrar úrlausn- ar vandamálanna. Þetta hafa stjórnarflokkarnir á þingi skilið. Þess vegna hófu þeir málaleitun við andstæðinga sína, að óþarfa málæði væri útilokað og umræður felldar í fastari skorður en áður hefir tíðkast. Var svo til ætlazt, að ræðuhöld yrðu bundin við framsögumenn nefnda og fulltrúa flokka, flutn- ingsmenn mála og ráðherrana. — Við þetta gat tvennt unnizt: Sparnaður á dýrmætum tíma þingsins og betra næði til frið- samlegra starfa í nefndum. Það er kunnugt, að íhaldsmenn eru yfirleitt á móti framgangi þeirra mála, sem stjórnarflokk- arnir bera fram á þingi og stefna að almennri farsæld. En íhalds- menn hafa ekki bolmagn til þess að fella málin. Þeir hafa því tek- ið þann óheillakost að þvælast fyrir og tefja störf þingsins með málþófi. Þeir vita að vísu mæta- vel, að þetta málþóf þeirra breyt- ir engu um niðurstöðu málanna, en þeim er þó einhver ánægja að því að geta frestað henni sem lengst. Það er eftirtektavert, hvernig andstæðingar stj órnarf lokkanna hafa snúizt við fyrrgreindri málaleitun um takmörkun ræðu- haldanna í þinginu. »Framsókn«, blað sprengimanna, viðurkennir, að mikið málæði eigi sér stað í þinginu, en blaðið kennir stjórn- arflokkunum um þetta. »Það eru foringjar núverandi stjórnar- flokka, sem mest eyða tíma þingsins í málæði og orðagjálf- ur«, segir blaðið. Og ennfremur: »En meðan aðalmálpípur stjórn- arflokkanna halda uppteknum hætti og eyða miklu af tíma þingsins í óþarfa þvaður og ó- þrotlegt orðagjálfur er full á- stæða til að efast um, að hugur fylgi máli er þeir þykjast vilja spara fé með styttum þingtíma«. . En hér um segist aðalmálgagni íhaldsins nokkuð öðruvísi frá. Mbl. kvartar um, hversu stjórn- arliðar séu þögulir og skeyti lítið um að svara málæði íhaldsmanna. í því efni skýrir blaðið frá lang- loku eftir Jakob Möller, þar sem hann ræðir um »einokunarfrum- vörpin«, er íhaldsmenn nefna svo, og þar sem ræðumaður lýsir því mjög átakanlega, hversu íhalds- mönnum félli það þungt, þegar ríkisrekstur væri upp tekinn, sem kæmi í bága við hagsmuni nokk- urra einstaklinga í íhaldsflokkn- um. Mbl. harmar það mjög, að stjórnarblaðið hafi ekki sýnt þessari lönguvitleysu Jakobs Möl- lers þá kurteysi að eyða tíma til andsvara, heldur hafi það tekið þann kost »að rétta upp hendina og senda frv. til 3. umræðu«. Þá segir Mbl. frá umræðum um frv. til laga um einkasölu á eld- spýtym og vindlingapappír, og að Ásgeir Ásgeirsson hafi haft framsögu fyrir hönd stjórnarliðs- ins. Þar beittu þeir Jakob Möller, Sigurður Kristjánsson og Pétur Halldórsson miklu málþófi fyrir hönd íhaldsins. En þegar sýnt var, að enginn virti málæði- í- haldsmanna svars, nema fram- sögumaður málsins, Ásgeir Ás- geirsson, þá sést greinilega af frásögn Mbl., að Jakob Möller hefir orðið viti sínu fjær af reiði. Blaðið hefir eftir honum: »Auðséð er á öllu, að meiri- hlutinn ætlar sér ekki að ræða þessi mál. Hann lætur sér nægja að segja: Einokanir og ríkis- rekstrarfarganið á fram að ganga hvað sem rökum líður....... Því þegar lögð eru fyrir þingið skýlaus rök frá þeim mönnum, sem svipta á atvinnurekstri og þau sanna fullkomlega, að ástæð- ur þær, sem færðar eru fyrir frv. eru bull og vitleysa — þá stein- .þegir meirihlutinn!« Auk þess, sem þessi ummæli Jakobs sanna það, að hann hefir verið fjúkandi reiður yfir því að fá ekki andstæðinga sína til þess að skattyrðast við sig og flokks- menn sína og kveður upp þann dóm, að Ásgeir Ásgeirsson hafi farið með eintómt »bull og vit- leysu«, þá er það eftirtektarvert, að J. M. metur gild rök frá þeim mönnum, sem þykjast verða fyrir skakkafalli og missa spón úr aski sínum við það, að ríkið hagnist á einkasölu á eldspýtum og vindl- ingapappír. Er auðséð á þessu, að Jakob Möller er þess allfús að gerast hlaupatík þeirra íhalds- manna, sem aðeins einblína á sinn eigin hag en loka augunum fyrir hagsmunum almennings. En allur þessi úlfaþytur íhalds- ins út af þögn stjórnarflokkanna sannar það, að blað »bændavin- anna« segir ósatt um málæði Framsóknar- og Alþýðuflokks- manna í þinginu. Sprengimenn- irnir eru með þessum ósannindum að leitast við að klína syndum í- haldsmanna á fyrri samherja sína. Að öllu þessu athuguðu munu litlar líkur fyrir því, að íhalds- flokkurinn og »Bændaflokkurinn« sinni að nokkru hinni þörfu málaleitun stjórnarflokkanna um takmörkun málæðis íhaldsmanna á Alþingi. Tekjuskattsfrv. stjórnarinnar Og form. lhaldsflokksins. Ólafur Thors telur 5000—9000 kr. hreinar tekjur í sveitum lágtekjur. Eitt af frumvörpum stjórnar- innar er um hækkun skatts af há- tekjum og stóreignum. íhalds- mönnum er meinilla við þetta frumvarp, því þeir vilja varð- veita pyngjur þeirra, sem hafa háar tekjur og miklar eignir sem kunnugt er. ólafur Thors, hinn nýkjörni formaður íhaldsflokksins, hefir tekið sér fyrir hendur að skrifa í Mbl. blekkingar og rangfærslur um málið. í upphafi þóttist hann mjög bera hag lágtekjumanna fyrir brjósti og fullyrti, að skv. frv. stjórnarinnar tvöfaldaðist skatturinn á lágtekjum. En lág- tekjur taldi hann 5000—9000 kr. hreinar tekjur. Sýnir það þekk- ingu ól. Thors á hag landsmanna. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herrá hefir svarað rangfærslum ólafs í Nýja dagblaðinu og Tím- anum, svo að ekki stendur þar steinn yfr steini. En ólafur er þrár og vill ekki viðurkenna villu sína, þó allir aðrir sjái hana. Síðasta svar Eysteins Jónsson- ar birtist i N. dagblaðinu 21. okt. sl. og segir þar meðal annars: »Það sem bezt sýnir undanhald ólafs í greininni er tilraun hans til þess að færa rök að því, að rétt sé að sýna breytingar þær á skattgreiðslu manna, sem frum- varpið fer fram á, með því að miða við skattskyldar tekjur. Þetta hyggst ólafur að sýna fram á með því að benda á, að í ifrumvarpinu séu útreikningarnir miðaðir við skattskyldar tekjur! í frumvarpinu eru engir útreikn- ingar, nema ef skattstiginn sjálf- ur á að nefnast því nafni, og við hann mun ólafur eiga. Nú vita það allir og ólafur einnig, að það er ekki skattstig- inn einn, sem hefir áhrif á skatt- greiðslu manna. Persónufrádrátt- urinn hefir þar einnig sín áhrif, eins og ég sýndi fram á í fyrri grein minni. í frumvarpi stjórn- arinnar er þessum frádrætti breytt frá því sem nú er, og hefir það áhrif á skattgreiðsluna til lækkunar. — Þess vegna er allur samanburður um skattgreiðslur og skattskyldar tekjur samkv. núverandi ástandi og samkvæmt frumvarpinu algerlega út i blá- inn. Tilvitnun ólafs í frumvarp- ið sér til stuðnings í þeim vand- ræðum, sem hann nú hefir ratað í, er honum því síður en svo til bjargar. Hún sýnir aðeins það, sem menn raunar áður vissu, að ólafur er einkennilega þrár og seinn til að viðúrkenna yfirsjónir sínar. Það er engin önnur leið til, sem sýnir áhrif þau, sem tekju- og eignarskattstillögur hafa á skattgreiðslur manna en sú, að taka til greina bæði hinn ákveðna »persónufrádrátt« og skatt- greiðsluna samkvæmt skattstig- anum. Verður þá að miða við lireinar tekjur. Er hart að þurfa að standa í deilum við alþingismenn um stað- reyndir. Slíkt er ekki til þess fallið að gera almenningi auð- veldara að átta sig á málum. Enda vitanlegt að skraf ólafs um skattgreiðslur af skattskyldum tekjum, sem hann í öðru orðinu kallar aðeins »tekjur«, til þess Skíði, Skíðastafir, Skíðabönd. Ýnisar gerðir — allar sfærðir. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.