Dagur - 20.10.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 20.10.1938, Blaðsíða 2
182 D A G U R 45. tbl. Sluðurburður „Visis“ uni síldarsöluna til Ameríku. NÝJA-BÍÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: tlar oom hnofaróttnri Blaðið ^eng'ur svo langl með slúðrið, að Jóhann Þ. Jósefsson rekur ósómann til baka í Morgunblaðinu. Miðvikudaginn 12. þ. m. birtir blaðið Vísir langa og dólgslega rit- stjórnargrein, þar sem skýrt er frá því á hinn gleiðgosalegasta hátt, að sölusamningar þeir, er Vil- hjálmur Þór gerði á síðastl. vori, um sölu síldar til Ameríku, „reyn- ist einskisnýtir“, því að „kaupandi síldarinnar fyrirfinnist ekki og hafi enga starfsemi svo vitað sé“. Skýrir blaðið þetta á þá leið, að framkvæmdastjóri félagsins, sem ætlaði að kaupa síldina, sé horf- inn(!), og ekki nóg með það, held- ur sé félagið sjálft líka „horfið á dularfullan hátt eins og forstjóri þess“. Síðan kryddar Vísir þessa frá- sögn sína með illgirnislegum skæt- ingi um síldarútvegsnefnd og Vil- hjálm Þór, sem var umboðsmaður hennar við samningana vestra. Strax næsta dag ráku tvö Reykjavíkurblöðin, Tíminn og Al- þýðublaðið, þessa frásögn Vísis ofan í hann sem tilefnislausan og tilhæfulausan þvætting. Heimild- armaður Tímans var Jakob Frí- mannsson, sem er fulltrúi Fram- sóknarflokksins í síldarútvegs- nefnd. En Vísir var ekki alveg á því að hætta árásum sínum á síldarút- vegsnefnd og V. Þór. Á laugardag- inn 15. þ. m. birtir hann tvær greinar um sama mál og munu þær alveg einstakar í sinni röð. Heldur blaðið áfram að kald- hamra á því, að kaupandinn að Ameríkusíldinni sé týndur, að Jakob Frímannsson hafi gefið „beinlínis rangar upplýsingar um samningagerðir síldarútvegsnefnd- ar, talar um „afglöp11 V. Þórs, sem haíi gert „fáránlega viðskipta- samninga“ o. s. frv. Það er nú sök sér, þó engin rök séu færð fyrir þessum fullyrðingum, ekkert ann- að en fruntalegur og fávíslegur orðaelgur, en hitt er öllu kynlegra, að Vísir viðurkennir það að lok- um, að hann viti ekkert hvernig þessir sölusamningar hafi verið og heimtar að fá að sjá þá, til þess að vita, hvort hér sé um nokkrar sakir eða afglöp að ræða eða ekki! Að lokum klykkir svo Vísir út með því, að þó að sala síldarinnar til Ameríku gangi vel, þá sé það engin sönnun fyrir því, að V. Þór hafi gengið forsvaranlega frá samningunum“! Það er engu líkara en að sam- vizka Vísis hafi verið eitthvað ó- róleg, þegar hér var komið sögu. En þó hefir blaðið sýnilega viljað halda dyggilega boðorð Knúts, að gefa andstæðingi aldrei rétt. En nú kom fyrir óvænt. atvik, sem setti Vísi niður í það af- glapaskarð, sem hann kemst aldrei upp úr. Flokksbróðir Vísis, Jóhann Þ. Jósefsson alþm., sem á sæti í síld- arútvegsnefnd, lætur Mbl. birta viðtal við sig um sölu síldarinnar s.l. sunnudag. Þær upplýsingar, sem Jóhann gefur Mbl.,_eru sýni- lega gefnar m. a. í þeim ákveðna tilgangi, að kollvarpa þvættingi og slúðurburði Vísis, enda er þessi ósómi kveðinn svo rækilega niður í Mbl.grein J. Þ. J., að hann getur ekki átt sér nokkurrar upp- reisnar von. Aðalatriði málsins eru þá þessi: Síldarútvegsnefnd gerði á síð- astl. vori, fjn-ir milligöngu Vil- hjálms Þór, samning við Mr. Stanley Hiller, sem trúnaðar- og ábyrgðarmann fyrir New York firmað ,-,North American Herring ■Sales“ Ltd. um kaup firmans á 30 þús. tunnum af matéssíld, eða 36 þús. hálftunnum og 12 þús. heil- tunnum, og síðar hefir nefndin gert samning við sama firma um kaup á 11500 tn. af Faxaflóasíld og 6000 tn. af sérverkaðri norðan- landssíld. Alls 47500 tn. matés- síld. Af þessari síld er þegar farið til Ameríku um 4000 tunnur og fer nú í þessari viku með Heklu um 7000 tn. Ennfremur er ákveðin ferming skipsins Kötlu um 10. n. m. um 8600 tunnur. Má af þessu ráða að sendingar á Ameríkusíld- inni virðast ætla að ganga fremur greiðlega, og gerir síldarútvegs- nefnd sér vonir um, að öll síldin verði komin á markaðinn fyrir áramót. Enginn, nema Vísir, veit til þess, að kaupandi síldarinnar sé „týndur“. Enginn, nema Vísir, veit til þess, að samningurinn við ame- ríska firmað sé kominn „út um þúfur“. Enginn, nema Vísir, veit um „afglöp“ Vilhjálms Þór. Eng- inn, nema Vísir, veit um „fárán- lega viðskiftasamninga", sem V. Þór hefir gert. Hvað er það, sem ræður þessum skrifum Vísis? Blaðið minnist á, að í síldarútvegsnefnd séu „full- trúar stjórnarflokkanna allsráð- andi“, og — „þó að ef til vill sé ekki miklu fyrir að fara, þá kynni nefndin' þó að bíða nokkurn álits- hnekki af þessu“. Þarna myndi nú kötturinn liggja grafinn. Það er löngunin til að skapa pólitískum andstæðing- um álitshnekki, en ekki þjónusta við sannleikann og réttlætið, sem stýrir penna Vísisritstjórans. En nú hlýtur þó ritstjórinn að vera í mikilli og óþægilegri klípu. Til annarar handar er flokks- bróðir har)s, sem hefir eyðilagt illan málstað hans. Honum má ritstjórinn víst gefa rétt út af fyr- ir sig samkvæmt boðorði Knúts. En meinið er, að til hinnar hand- ar eru andstæðingarnir, og um leið og Vísir gefur Jóh. Þ. Jósefs- syni rétt, verður hann að láta það sama ganga yfir andstæðinga sína. En það er brot á boðorði Knúts. Vísir hefir því um tvennt að velja: Annaðhvort að gefa and- stæðingunum rétt og brjóta boð- orðs Knúts, ellegar að manna sig upp í að segja, að Jóhann Jósefs- son flokksbróðir hans hafi logið í Morgunblaðinu. Þriðja leiðin er auðvitað til fyr- Það vakti athygli nokkurra bæj- arbúa næst síðasta sunnudag, er nokkrir ungir menn voru að ílytja hnausa á bílum á Ragnars- túnið fyrir neðan Zion. Eg gekk þarna fram hjá þennan dag og spurði hvað ætti hér að gera, hvort ætti að byggja hér tugthús úr torfi!! Nei, það var ekki ætlun- in, við erum að hugsa um að gera hér tilraun með skautasvell í vet- ur, var svarið. Eg hélt að hér væri verið að spauga og fór leiðar minnar. En fyrir nokkrum dögum þurfti eg á fætur snemma morguns, um kl. 6 — og gekk þarna niður göt- una, sá eg þá þessa sömu menn önnum kafna við að aka mold og hnausum í hjólbörum, um þvert og endilangt túnið og aðra er voru að hlaða garð; eg vék mér að ein- um, er þarna vann, og spurði, hvort þetta væri alvara að hér ætti að gera skautasvell og hverj- ir stæðu að þessu? Já, sagði sá, er eg spurði, íþróttafélagið „Þór“ hefir fengið túnið á leigu hjá Sverri Ragnars og leyíi hans til að hlaða garð yfir þvert túnið og upp með takmörkum þess að sunnan. Verður þetta ekki mjög dýrt verk og hver kostar þetta? ræour. Ákaflega spennandi mynd með undrahundinum Rln-Tin-Tftn og vilta hestinum Rex í aðalhlutverkunum. ir Vísi. Hún er sú að þegja. Og líklega væri það hyggilegasta ráð- ið. spurði eg. Jú þetta verður nokkuð dýrt, svaraði þessi ungi maður, samt vinnum við þetta mest i sjálfboðaliðsvinnu; við byrjuðum fyrir hálfum mánuði og höfum byrjað flesta morgnana um klukk- an 6—7 og unnið til kl. 9, er við þurftum að okkar daglegu störf- um; fyrst fórum við upp í land nokkra morgna og stungum hnausa til að hlaða garðinn úr, síðan fluttum við efnið niður á túnið á bifreiðum og nú erum við að byrja að hlaða, nokkrir menn utan félagsins, hafa styrkt okkur fjárhagslega bæði með peninga- gjöfum og vinnu og kunnum við þeim beztu þakkir fyrir. Hvað verður þetta stór skautavöllur? spurði eg. Hann verður um 400 fermetrar; garðurinn, sem við hlöðum, er um 130 metrar að lengd og víðast hvar 70—90 cm. hár, hann er hlaðinn tvöfaldur og Ljósmyndastofan 1 Qránufélagsgötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. ■HHHWWHHHHIWW Rápulau nýjar gerðir, koma með Dr. Alexandrine Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild, Fá Akureyringar skanta§vell i vetur ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.