Dagur - 08.03.1945, Blaðsíða 3

Dagur - 08.03.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 8. marz 1945 0AGUR JÓNAS BALDURSSON í Lundarbrekku: ÖRBIRGÐ OG AUÐUR Almennur bóklestur er stund- aður bæði til yndisauka og til skilningsþroska á manneðlinu og mannlífinu öllu. Bóklesturinn er' ærið mikils- verður þáttur í æfi hvers ein- staklings. Hann mótar lífsskoð- anir hans og lífsstefnur, markar sjónhringinn og ræður miklu um það hvaða mat hann leggur á veröldina, galla liennar og gæði. Það er því engum vandalaust að velja sér lestrarefni, sem ganga vill þroskaleiðir og ætlar sér, að lestri loknum, að verða skyggnari og skarpari, í einu orði starfhaafari en hann áðiu var. í litrofi og hljómbliki okkai uppáþrengjandi auglýsingaaldai er mörgum fölskum málmi og seyrðum á markað brallað af andlegum námumönnum. — Hin ytri gerð bókanna ræður auk þess mestu nú um aðdráttar- afl þeirra í hópi kaupendanna — innihaldið raunar allt auka- atriði. Þessi forsrná hinna sönnu verðmæta er kannske aðeins stríðsfyrirbæri, sem þá, að lík- indum, mun afléttast eins og far- sótt, þegar háreisti vopnanna hljóðnar. En þrátt fyrir þá mörgu, sem lítt lmgsa um efni sinna keyptu bóka og fæst taka hátíðlega af því, senr sagt er og skrifað, þá finnast þeir menn þó oft og víða, sem í öllum sínum bók- lestri eru alltaf að leita að dýrtim verðmætum, sem auðgi þá sjálfa af vizku, krafti, þekkingu og göfgi. Þessir menn eru betri hlutinn borgaranna og frá þeim mun framtíðin hljóta sína góðu erfð. En það er ekki alltaf sem leitendurnir finna. Morgnar og kvöld hverfa í ómælið, án þess að hinir spur- ulu hugir fái lausn á gátunni um mikilvægi lífsins, enda þótt þeir lesi og lesi svo léttvægur og andlega snauður er mikill lvluti ritað sorðs. Fyrir fáum dægrum síðan birt- ist mér ljóslega# munurinn á ör- birgð og auði í verkum tveggja höfunda og þó að verkin séu í engu lík, þá eru þau samt bæði á dagskrá vetrarins og því ekki fjarlæg dæmi, þegar ma^ur vill gera sér grein fyrir mismuninum á lítilsverðu og mikilsverðu lestr arefni. Eg var að lesa bókina, Glitra daggir, grær fold, eftir Svíann Margit Söderholm í þýðingu Konráðs Vilhjálmssonar. Þessi bók er nú allmikið lesin og rædd, dáð og dæmd. Þó að um bókina leiki þytur laufgaðra skóga með uppljómun Jónsvökunnar, þá er hún samt skuggamynd frumstæðrar fá fræði, mannlegs vanþroska. Hún er hvergi borin upp af því máttuga andríki, sem dýpkar lífið og stækkar tilgang þess. í henni er hv.ergi ómurinn eilífi, sem hrífur menn upp á hinn hvíta tind, þar sem þeir sjá o’ heima, finna einingu jarðar og himins, greina skyldleika martna og guða. Þar heyrist frumeðlisins er anna til þess að lúta lágt í mold- ir. 1 hvert sinn sem ungu menn- irnir fá einverustund með æsku- systrum sínum, þá mæðast þeir líkt og nytjapeningur við árlega æxlun. í hinni Margit Söderholms fyrirfinnst hvergi hugsandi maður, leitandi sál. Eins og blómjurtirnar, sem vaxa í vorsólarhlýjunni og sölna í haustnæturkulinu blómstrar meyja-æskan á sínu unga'vori, dansar sig inn í sumar æ'finnar, þreytist við livert gengið spor, eldist og deyr, eftir háttbundnu lögmáli lífsins. Eins og fossinn, sem hrapar af bergbrúninni æst- ur og óstöðvandi fara ungu mennirnir beint eftir stríðum kröfum eðliskenndanna, enda þótt harður hnefinn verði að greiða þeim götuna. Eitt er höfuðbólið, þar sem tillitsfár stórbóndi situr að völd- um, annars eru hitt flest kotbýli með hjátrúuðum smásálum, sent engan aðgang virðast hafa að bókfestri hugsun, né hugmynd hafa um heiminn utan þorpanna og seljanna innan sjóndeildar- iringsins. Og mitt í lestri þess- ara endurteknu lýsinga á skepn- um í manngerfi, lieyrði eg út- varpið tilkynna þátt eftir Step,- han G. Stephansson: Hægt er að .þreyja þorrann og góuna. Þá skipti uin andblæ og áhrif. Frá ruddalegri sjálfhygli hauðst samjf’ylgd með jressum arnfleyga, íslenzka bónda gegn um hungurmyrkar þorrahríðar og dauðakaldan 'gróugust sam tíðar hans og sögu til Vonar landsins bjarta handan við alla vetur. Hann skynjaði og skýrði óhagganlega lífstrú einstaklinga og þjóða, þrátt fyrir dauðans köldu bönd, lífstrú sem byggist á bjartsýnni festu og heitri þrá mannsins eftir því að vera líf- gjafi og ljósgjafi, gæða myrkrið og kuldann birtu og yl. Hann skynjaði og skýrði ríka þörf mannsálnanna eftir því að lifa hreinu og sönnu lífi í heimi, sem er frjálst úr fjötrum skiln ingsvana guðsótta cjg harðdrægr- ar sjálfselsku. Og með skilningi sínum og skýringum jók hann Öðrum mönnum elsku til alls sem andar og finnur til og virðingu fyrir öllum sem vilja vel, hugsa hátt vega, ifórna — vinna. Sú frumlega dirfska, sem það þótti vera á þriðja tug þessarar aldar á Islandi, að lýsa opinskátt í sögum holdlegusamlífikarlaog kvenna er nú búin að missa fjað ur og hljóm, vegna þess, hve það söguefni er orðið þrauttuggið og hversdagslegt. Því fer þó fjarr að þessum sögum fari fækkandi En bækur, þar sem þessi lýsing er miðþyngdarpunkturinn, sem allir atburðir aðrir hverfast um eru' andlega örbjarga. Þær smækka hugsanir manna og líf Þeir, sem deila við þær geði missa smátt og smátt dómgrcind aðeins niður ! sína og um leið sjálfsvirðingu og freistar mann- sá sem á orðið enga sjálfsvirð- ingu hefir ekki lengur neitt til oess að styðjast við og lifa fyrir. Þannig hljómar dómur reynsl- unnar. Þeir einir höfundar, sem með kunnáttu sinni og snilli hefja einstaklinginn og styrkja þjóð- iélagið til glöggrar vitundar um siðferðilegar og félagslegar skyld- ur, þeir einir höfundar, sem eru svo gjörhugulir að virða hið göf- uga og háleita í eðii mannsins og særa það ekki, enda þótt þeir horfi á lífið opnum augum og lýsi því í raunsærri alvöru, þeir einir, eru auðgendur, sem eiga umfangsmiklu bók ÍÞRÓTTAÞÁTTUR skilið ást ogaðdáun fólksins. BREF Ól. Bergm. Erlingsson, bóka- útgefandi í Reykjavík, skrifar blaðinu eftirfarandi: í „Fokdreifum" Dags 8. febrú- ar kvartar „Bókavinur" undan rví, að ýmsar nýjar bækur, þ. á. m. ,,Þj<)ðsagnasafn Einars Ól. Sveinssonar“, berist seinna til Akureyrar en hann óskar, og seg- ir m. a.: „Nú hafa bóksalar hér (þ .e. á Akureyri) tjáð mér, að ómögulegt hafi reynst að fá út- gafendur til jcess að senda þessar bækur hingað norður, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og eftirgangs- muni, og um sumar þeirra sé öld- ungis óvíst, hvort þær komi í bókabúðir hér“. Þó hefir „Bóka- vinur“ óljósan grun um, að hann fái að „handleika þessar skrudd- ur svona með vorinu, ef við för- um bónarveginn að þessum körlum (þ. e. útgefendum i Reykjavík, líklega frekar en bók- sölunum á Akureyri) að þiggja af okkur krónurnar". Og ýmis- legt fleira gamansamt segir „Bókavinur". Eg skal nii með fáeinum orð- um skýra „Bókavini" frá Joví, hvernig stóð á því að „íslenzkar þjciðsögur og ævintýri" komust ekki til bóksala á Akureyri fyrír síðastl. jól. Það munu vera kringum 3 ár síðan hafinn var undirbúningur að Jressari bók og var Jcegar í upp hafi gert ráð ifyrir, að hún kæmi út haustið 1944. Ýmis atvik urðu til þess að undirbúningurinn gekk ekki bókstaflega samkvæmt áætlun og 1. okt. skall á prent- araverkfall, sem útgef. hafði alls ekki gert ráð fyrir. Meðan verk- fallið stóð yfir, var ekkert unnið að bókinni í prentsmiðjunni, eins og gefur að skilja. Og það var kornið fram í desember, þeg- ar prentun bókarinnar var lokið. Þá var eftir að binda hana. Nti hafði þegar í byrjun verið lagt allt kapp á, að þessi bók yrði betur úr garði gerð en venjulegt er um bækur á þessum tíma fengnar voru myndir í bókina eftir beztu listamenn, pappír vandaður og bandið átti að verða eins vandað og tök eru á Af þessu leiddi, að lengri tími fór til Jress að vinna bókina en ella, og sérstaklega er mikið verk að binda bók, sem er yfir 500 bls (J-iamhald á U. *ióuj. ÍJ>rc')ttablaðið.. Mér datt í hug, að viðeigandi væri, að íþróttaþátturinn verði nokkru riimi. til að minna á íþróttablaðið, því enn munu J>eir allmargir, íþrcittamenn og íþróttaunnendur, sem ekki kaupa J>að eða sjá, en J>a'ð er J>ó vel J>ess vert. Auk þess ber okkur, sem íþróttir iðkum og metum, skylda til að efla íþróttastarf- semina eftir megni, íþróttablað- ið er þár einn þátturinn, og ekki sá ómerkasti. í síðasta töluhl. er grein um finnska hlaupasnillinginn Paavo Nurmi, sem hver íþróttamaður mun lesa með óblandinni iriægju og hrifningu. Þar segir frá Ólympíuleikunum í París 1924, þar sem Nurmi vann hið ótrúlegasta íþróttaafrek að keppa í úrslitakeppni í 1500 og 5000 stiku hlaupi á sömu lukkustund. Segir svo m. a.: .... 1500 stiku hl. var háð fyrr. Þar átti Nurmi níu keppi- nauta, þá beztu og hættulegutsu sem til voru á jörðinni. Þegar í upphafi þaut Nurmi eins og ör- skot fram úr keppinautum sín- um.... Með glæsilegum yfir- burðum kom Nurmi lang fyrstur að mai'kri og setti nýtt, Ólymskt met á 3 : 53,6 mín. Og á meðan ceppirlautar hans, Svisslending- urinn Schárer, að dauða kom- inn, ruglaður og utan við sig, castaði mæðinni og Englending- urinn Stallard var borinn út af eikvanginum, stóð sigurvegar- inn Nurmi við sprettlínu 5 rasta hl. og beið J>ess að skotið riði af að nýju. Hér átti Nurmi við tvo heimsfræga hlaupara að etja, Ritola, sem kallaður var skuggi Vurmi, og Wide, sænska hlaupa- garpinn heimsfræga.... 1 byrj- un síðasta hringsins lengdi Nurmi skrefin og jók hraðann eins og hann ætti allt eftir. Rit- ola fylgdi honum ennþá, en Wide var búinn. Ritola gerði sitt ítrasta en allt konr fyrir ekki. Nurmi sleit marklínuna rúmri 5tiku á undan honum. Tíminn var 14 : 31,2 mín., nýtt Olymp- iskt met. . . . En þeir sem staddir voru í París J>essa daga telja Nurmi hafa leyst aðra enn ótrúlegri þrekraun af hendi, en það var sigur hans í 10 rasta hlaupinu. En frá því verður sagt næstu tbl. íþróttablaðsins og þá verður þú, lesandi góður, orð- inn kaupandi. Utanáskriftin er: íþróttablaðið, pósthólf 367, Reykjavík, eða Haraldur Sigur geirsson, Brauns Verzlun, Akur eyri, sími 59. J- íþróttabandalag Akureyrar = f. B. A. 1 25. gr. íþróttalaganna, er ákveðið að landinu skuli skipt niður í íþróttahéruð eftir legu og aðstöðu til íþróttaiðkana. Samkv. þessari grein hafa verið stofnuð svokölluð íþróttabanda- lög, — í Reykjavík, Isafirði og síðast nú í vetur á Akureyri. — Við stofnun I. B. A. er íþrótta ráð Akureyrar úr sögunni. í. B A. er þá orðinn tengiliður milli íjn'óttafélaga bæjarins annav vegar og í. S. í. og Iþróttanefnd ar ríkisins hins vegar. Megintilgangur 1. B. A. e samkv. lögum J>ess, að vinna að eflingu og bættu skipulagi íþróttastanfseminnar á Akureyri — í samrænyi við íþróttalög og 'leikreglur I. S. í. — hafa lorystu um sameiginleg félagsmál, efla samvinnu íþróttafélaganna og vera fulltrúi þeirra utan héraðs. Formaður bandalagsins skal kosinn á ársþingi en meðstjórn- endur tilnefndir af bandalagsfé- lögunum, einn frá hverju. Ársþingið fyrsta skal haldið í aprílmán. og er gert ráð fyrir íþróttasýningum og fræðsluer- indum í sambandi við það, eftir því sem kostur er á. Stjórnina skipa nú: Ármann Dalmannsson, form., kosinn á stofnfundi. Sigtr. Júlíusson frá GoLfkl. Ak. Hermann Stefánss. frá I. M.A. Tryggvi Þorsteinsson frá [þróttafél. Þór. Árni Sigurðsson frá K. A. Steindor Steindórsson fiá Skautafél. Akureyrar. Bjarni Halldórsson frá Sund- 'élaginu Gretti. Þeir, sem lítið þekkja til þess- ara mála — eins og-við flest — gera sér varla grein fyrir að hér sé um verulegar endurbætur á skipulagningu íþróttamála bæj- arins að ræða með stofnun í. B. A. Sumir vflja telja — og ekki að. ástæðulausu — að nóg sé fyrir um félög, sambönd og bandalög, og rétt sama, hverju nafni sjálfur kúfurinn nefnist. Hér verður ekki um þetta fjölyrt, en athug- ið, að hér er íylgt fordæmi, sem vel hefir reynst annars staðar, farið að ráðum sérfróðra manna og mun nú bezt að láta leynsl- una skera úr. En á það skal bent hér, að bandalagið hefir nú þegar gefið bæjarbúum kost á mjög Ijöl- þættu íþróttanámsskeiði — við ágæt skilyrði. En áhugi og dugur fólksins — vitarilega kemur fleira til greina hjá sumum — var af svo skornum skammti að bara 1 flokkur af 6 áætluðum gat tekið til starfa — og það aðeins liálf- skipaður. Við aðeins sæmilegan íþróttaáhuga hjá bæjarbúum mátti búast þarna við 150 um- sækjendum, en þeir urðu alls og alls 20! — Satt er það, að ef áhugi bæjarbúa verður iframvegis á J>essu stigi, þá má einu gilda, hvort hér er „ráð“ eða „banda- lag“ við yfirstjórn íþróttamál- anna. Þá er og hæpin krafa fólks- ins um æ meiri umbætur til íþi'óttaiðkana, úti og inni. Þá mun líka áköfust og eðlilegust krafan um stærri og fleiri sjúkra- hús og til þeirra'„sælustaða“ sótt mest á komandi árum. • Íslandsglíman 1945. Samkv. eindreginni ósk í. S. í. hefir í. B. A. tekið að sér íslands- glímuna í sumar, og fer hún fram á Akureyri síðast í júní. Vonandi er, að þessi atburður verði til að vekja metnað Norð- lendinga og lyfti glímunni aftur til vegs og vinsælda meðal yngri og eldri. Glíman er kennd og , (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.