Dagur - 12.04.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 12.04.1945, Blaðsíða 1
L AGUR XXVIII. árg. Akureyri, fimnitudaginn 12. apríl 1945 15. tbl. Fyrsta Svíþjóðarbáfnum hleypt al stokkunum í febrúar s. I. Verkfall sænskra járniðnaðarmanna lík- Aðalfundur Mjólkursamlags K. E. A. Bændur fengu 122 aura meðalverð fyrir mjólkina. Mjólkurframleiðsla hefir aukizt legt til þess að varna því, að bátarnir nái hingað fyrir síldarvertíðina —- ANNALL DAGS .... 31. MARZ. Fréttaiitarar segja lieri Montgomery komna a. m. k. 150 km. austur fyrir Rín, bil- ið milli herja hans og 1. ameríska hersins um 45 km. Þriðji Banda- ríkjaherinn nálgast Kassel, 7. ameríski herinn tekur háskóla- borgiina Heidelberg. Franskur her kominn austur yfir Rín syðst á vesturvígstöðvunum. Afram- hald á stórkostlegri loftsókn Bandamanna. Rússar taka Rati- bor í Slésíu, nálgast Wiener- Neustadt. 1. APRÍL. Brezkar skriðdreka- sveitir komnar 160 km. inn í Þýzkaland. Bandaríkjamenn við úthverfi Kassel. Þriðji herinn ameríski um 160 km. frá landa- mærum Tékkóslóvakíu. Banda- ríkjamenn staðfesta fregnir Jap- ana um landgöngu á Okinava í Ruykiu-eyjaklasanum. Rússar taka Glogau í Slésíu, eru um 45 km. frá Wien. 2. APRÍL. Bretar og Banda- ríkjamenn hafa umkringt Ruhr- hérað; 100 þúsund manna þýzk- uir lier í herkví þar. Bretar eru komnir inn í Múnster, nálgast Osnabruck og Hamm. Þjóðverj- ar byrjaðir allslrerjar undanhald frá Hollandi. Hersveitir Pattons komnar inn í Kassél, hafa sótt austur fyrir borgina og eru um 250 km. frá Berlín og um 140 km. frá landamærum Tékkó- slóvakíu. Rússar skjóta á Wien- er-Neustadt. Sækja að Vínarborg úr þrem áttum. Þjóðverjar segj- ast munu verja Vínairborg. Þjóð- verjar tilkynna stofnun and- spyrnuhreyfingar í hertekna liluta Þýzkalands. Sveitir þessár nefnast „varúlfar" og eru sagðar skipulagðar að fyrirmynd and- spyrnuhreyfinga kúguðu þjóð- anna í Evrópu. Bandamenn segja þessar fregnir markleysu. Innrás- in á Okinava gengur samkvæmt áætlun. 4. APRÍL. Rússneskir herir við úthverfi Wliener- Neustadt. Bretar taka Osnabrúck enBanda- ríkjamenn borgirnar Kassel og Heilbronn. Nálgast Bielefeldt. Her Pattons um 100 km. frá Tékkóslóvakíu og 7. ameríski herinn um 70 km. frá Núrnberg. 5. APRÍL. Bretar komnir inn í bæinn Lingen við Eserfljót og komnir að fljótinu Weser fyrir norð-austan Bielefeldt. Banda- ríkjaher kominn að Weser. Brezkar hersveifiir sækja til Zuider-Zee í Hollandi. Talið, að í herkvínni í Ruhr-héraði séu 16 þýzk herfylki. Bandaríkjamenn hafa skorað á Þjóðverja þar að gefast upj). Bandaríkjamenn sækja austur fyrir Gotha, en þeir hafa tekið þann bæ. Herir þeirra nú um 300 km. frá vígstöðvum Konievs við Neisse-fljót. Frakk- ar hafa farið yfir Rín syðst á vest- urvígstöðvunum og hafa tekið Karlsruhe. Rússar taka Brati- s'lava í Tékkóslóvakíu og undir- búa áhlaup á Vínarborg. Loft- árásir gerðar á Japan. Banda- ríkjamenn sækja fram á Oki- nava. 6. APRÍL. Bretar sækja til Bremen. Bretar og Bandaríkja- menn komnir yfiir Weser-fljót. (Framhald á 5. *fðu). Ársfundur MjólkursamTags K. E. A. var haldinn hér í bænum sl. fimmtudag. Fundinn sóttu 81 fuilltrúi úr deildum samlagsins, auk framkvæmdastj. K. E. A., samlagsstjóra, stjórnar félagsins og fjölda gesta. Jónas Kristjánsson, samlagsstj., gerði grein fyrir rekstVi og af- komu Mjólkursamlagsins á ár- inu 1944. Samlaginu bárust alls 4.181.000 ltr. af mjólk og er það 370 þúsundum lítra meira en ár- ið 1943. Mjólkurframleiðslan í héraðinu hefir því enn aukizt að mun. Meðalfita mjólkurinnar varð 3,536%, og er það örlítið lægri tala en árið áður. Af mjólk- urmagninu voru 1,584,590 ltr. seldir sem nýmjólk, eða 38% af heildarmagninu, en 62% fóru til vinnslu. Smjörframleiðslan varð 42,124 kg. og af mjólkurosti var framleitt 165000 kg. og af mysu- osti 21000 kg. Reksturskostnaður samlagsins varð rúmir 20 aurar á ltr. og hafði hækkað um 1,36 aura á ltr. á árinu. Útborgað meðalverð til bænda nam 98 aurum á ltr. og eftirstöðvar á rekstursreikningi námu um 24 aurum á ltr. Sam- r Ungur Islendingur ákærður fyrir morð •> í Bretlandi Verður dæmdur af amerískum herrétti FYRIR SKÖMMU handtók lögreglan í bænum Bourne- mouth í Englandi ungan íslend- ing, í húsi nokkru þar í bænum, og var hann ákærður fyrir að hafa myrt unga stúlku úr brezka hernum. Lögreglan tók mann- inn, þar sem hann stóð við lík stúlkunnar, að því er segir í fréttaskeytum frá London. Virt- ist hann þá ekki gera sér grein fyrir því, að stúlkan væri látin. Þegar maðurinn var leiddur fyrir brezkan dómara, nú fyrir skemmstu, mætti í réttinum liðs- foringi úr flutningadeild amer- íska hersins og óskaði þess, að hann yrði afhentur amerískum yfirvöldum til dóms, þar sem hann væri meðlimur ameríska hersins. Var það gert og mun verða settur herréttur yfir hon- Framhald á 8. síðu svarar þetta því, að bændur fái kr. 1,22 fyrir lítrann á árinu. Fundurinn samþykkti tillögu um að greiða 24 aura uppbót á lítrann, og tærða 2314 au. út- borgaðir, en ]/> eyrir legst í sam- lagsstofnsjóð. Hafin er viðbótarbygging við mjólkursamlagshúsið og verður hún ætluð fyrir ostageymslur og fleira. Fundurinn samþykkti að senda Sig. E. Hlíðar dýrayfirlækni árn- aðaróskir í tilefni 60 ára afmælis lians og 10.000 kr. heiðursgjöf, sem drágist frá útborguðu mjólk- urverði á yfirstandandi ári. Kommúnistar reyna að ná völdum í Iíron Miklar kosningaæsingar í liði þeirra í Reykjavík OSNINGAR til aðalfundar KRON standa yfir í deild- um félagsins þessa dagana. Fyrir tilstilli kommúnista eru kosning- ar þessar orðnar pólitískt æsinga- mál og stefna þeir nú að því, að fá algjör yfirráð í félaginu. Gegn þessari tilraun þeirra standa Framsóknarmenn og aðrir lýð- ræðissinnar, sem vilja vinna að því, að enginn einn flokkur fái meirililuta á aðalfundi félagsins. Kommúnistar bera fram lista í kosningunum, sem eru skijraðir kommúnistum einum. Hefir þeim tekizt að fá lista sína kosna í þremur deildum af fjórum, sem búið er að kjósa í. Eftir er að kjósa í 12 deildum og standa kosningarnar yfir til 20. þ. m. — Til þess að koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd hafa komm- únistar smalað fólki inn í félagið og skiptir það hundruðum nú orðið. Auk þess birta þeir æs- ingatilkynningar í útvarpinu og fyrirskipanir til flokksmanna sinna, að mæta á ákveðnum stöð- um til kosninganna. Munu þeir, sem heyrt hafa þessi herútboð þeirra og ekki vita um málavexti vafalaust hafa haldið, að bylting- in marglofaða stæði fyrir dyrum! Það vekur nokkra athygli í Reykjavík, að Morgunblaðið hefir ekkert minnzt á þetta ein- ræðisbrölt kommúnista. Alþýðu- blaðið aftur á móti stutt lýðræð- isöflin i KRON. SOVÉT-MARSKÁLKUR Myndin er al Koniev marskálki, er stjórnar herjum Rússa í Slésíu. Bilið milli liersveita hans og þriðja ameríska hersins var í gær um þrjú hundruð km. Nýja útgerðarfélag- ið verður stofnað í næstu viku Hlutaféð verður 540 þús. y GÆR vantaði aðeins 21 þús- L und króna hlutafjárloforð til þess að lágmarkinu í hhitafjár- söfnun hins fyrirhugaða útgerð- arlélags hér í bænum væri náð, en það er 540 þús. kr. Má gera ráð fyrir, að það fé fáist nú næstu daga, enda er ráðgert að halda stofnfund félagsins í næstu viku. Af jressum 540 jrús. kr. leggur bærinn fram 25% og KEA 20%. Afgangurinn kemur frá einstakl- ingum og félögúm í bænum. Þeir bæjarbúar, sem enn hafa lista söfnunarnefndarinnar og hafa ekki gert sk.il, eru góðfús- lega beðnir að gera það nú næstu daga og senda hlutafjárloforð sín til Helga Pálssonar á Skömmt- unarskrifstofunni. Viðbótarsending af erlendum áburði væntanleg AMKVÆMT heimildum K. E. A. er viðbótarsending af erlendum áburði væntanleg hingað um næstk. mánaðamót. Kemur Jrá það, sem óafgreitt er af Kalí og sömuleiðis það, sem óafgreitt er af stækju og ammon- (Framhald á 8. síðu). Umræður um bátakaup íslendinga í sænskum , blöðum t SÆNSKU blöðunum „Göte- [ borgs Handels och Sjöfarts- tidning“ og „Bohusláningen" frá 19. og 21. febrúar sl„ er rætt um bátakaup íslendinga í Svíþjóð og greint frá gerð bátanna og horfum urn afhendingu þeánra. Eins og kunnugt er ákvað fyrrv. ríkisstjórn að láta smíða 45 fiski- báta í Svíþjóð fyrir reikning rík- isins, en bátarnir voru síðan seld- ir einstaklingum og félögum hér. 1 greininni í „Bohusláningen" er skýrt frá þvr, að fyrsta íslenzka bátnum hafi verið hléyjrt af stokkunum hinn 16. febrúar sl. Segir svo frá þéim atburði í greininni: — Föstudagurinn 16. febrúar var merkilegur í sögu skipasmíðastöðvar Johannssons- bræðra í Djupvik í Bohuslán. Þá var hleyjrt af stokkunum fyrsta, íslenzka fiskibátnum, en svo sem alkunna er, hafa íslendingar samið um smíði á mörgum fiski- báturn í Svíþjóð. íslenzkir og sænskir fánar blöktu yfir skijra- smíðastöðinni í tilefni dagsins. Nokkur sjrennandi augnablik liðu áður en báturinn tæki skrið- inn, en allt fór að lokum vel, og báturinn seig virðulega niður stokkana og út á vatnið. Stytzta, en ekki jrýðingarminnsta þættin- um í binni löngU för bátsins var lokið. Eftirlitsmaðurinn, Herluf Ryel, hafði skoðað nákvæmlega verk hinna sænsku skipasmiða og var harla ánægður með jrað. Ef allir hinir bátarnir verða jafn vel og traustlega byggðir og sá, sem fyrstur hljóp af stokkunum í Bohuslán, verður það glæsileg- ur floti, sem á sinni tíð siglir til íslands. — í viðtali við blaðið segir Herluf Ryel, skijrasmíðameistari (Balduins Ryel kaupmanns á Akureyri), að hann sé ánægður með Jrað, hvernig sænsku skij)a- smiðirnir leysa verkefni sín af höndum. Telur hann, að í öll- um skipasmíðastöðvunum sé unnið af kunnáttu, natni og sgm- vizkusemi. Hið sænska blað gerir saman- burð á gerð íslenzku bátanna og á gerð sænskra fiskibáta, og seg- ir, að íslenzku bátarnir séu yfir- leitt lengri og rennilegri. Sér- staklega bendir blaðið á það, að miklu meiri og betri þægindi séti (Framhald 6 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.