Dagur - 24.05.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 24.05.1945, Blaðsíða 1
DAGU XXVIII. árg; Akuréyri, fimmtudaginn 24. maí 1945 21. tbl. Ný herferð braskaraliðsins gegn samvinnufé lögunum í aðsigi? Morgunblaðið tekur undir tillögur komm- únista um tvískiptingu kaupfélaganna Aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins dróttar atvinnukúg- un, fölsunum, fjárdrætti og svikum að félögunum og þó sér í lagi að Kaupfélagi Eyfirðinga og telur nauðsyn bera til, að sparif járstarfsemi þess verði sett undir opin- bert eftirlit. Á sama tíma styrkja Sjálfstæðismenn eftir beztu getu kommúnista til valda í KRON og öðrum kaupfélögum, þar sem þeir fá því við komið, í því trausti, að stjórn þeirra komi félögunum á kné. Morgunblaðið heimtar, að stjórnarandstæðingum verði refsað á sama hátt og ófriðarþjóðirnar hegna nú stríðs- glæpamönnum, enda reki þeir ,,skipulagða skemmdar- starfsemi“, hvar sem þeir komi því við í landinu! Sveinn Björnsson verður sjálfkjörinn forseti ís- lands næsta kjörtímabil Tilkynnt hefir verið, að Sveinn Björnsson verði sjálfkjörinn forseti íslands næstu fjögur ár, þar sem enginji annar frambjóðandi verður í kjöri og öllum ákvæðum gildandi kosningalaga um fram- boð og kjör forseta hefir verið fullnægt. — ANNALL DAGS ——— 17. MAÍ. Hákon Noregskon- ungur og Nygaardsvold forsætis- ráðherra flytja ræður í tilefni af þjóðhátíðardegji .Norðmanna. — Georg konungur Rreta sendir norsku þjóðinni ávarp. Eden tel- ur, að góður árangur muni nást á San Fransisco-ráðstefnunni. — Brezk flugvél flýgur yfir norður- skautið, frá íslandi og til baka aftur. 18. MAÍ. Reuter segir Japana hafa leitað samninga um frið og boðist til, að skila aftur her- numdum löndum. Tiilboðinu samstundis hafnað. Ekkert nema skilyrðislaus uppgjöf tekin til greina. Bretar sökkva japönsku stórbeitiskipi. Bretar leyfa fisk- veiðar á Dogger Bank í Norður- sjó. Verkföll bönnuð í Belgíu í 3 mánuði. 19. MAÍ. Buhl, forsætisráð- herra Danmerkur, sendir Is- lendingum kveðju og þakkar samúð og vinarkveðjur. Christ- mas Möller flýgur til Bornholm, en hernám Rússa á eynni vekur ugg og athygli á Norðurlöndum. Alexander marskálkur birtix boðskap um Trieste-deiluna. Telur framferði Júgóslafa líkjast aðferðum Möndulveldanna. Stór- kostlegar 'loftárásir á Japanseyjar. 20. M4Í. Tito mótmælir boð- skap Alexanders um Trieste- málið. Júgóslafar tilkynna, að þeir murai flytja her sinn á brott frá Kentern-héraði í Austurríkíi. Þýzkar borga- og héraðsstjórnir taka til starfa undir leiðsögn Bandamanna. Kínverjar taka hafnarborgina Fouchow, gegnt Formosa. Leopold Belgíukon- ungur sagður hættulega veikur. 21. MAÍ. Churchill gerir það að tillögu sinni, að flokkasam- steypan í stjórninni haldi áfram, þar tifl japanska stríðinu er lokið. Verkamannaflokkurinn, á árs- þingi í Blackpool, hafnar tilboð- inu, æskir kosninga í haust. Churchill vill kosningar í júlí að öðrum kosti. 22. MAÍ. Friðsamlegri horfur en áður taldar í deilunmi milli Júgóslafa og ítala. Tito tilkynn- ir, að her hans verði fluttur burt úr nokkirum héruðum Austur- ríkis. 23. MAÍ. Líkur taldar til, að þingkosningar fari fram í Bret- landi um miðjan júlí. Viðsjár byrjaðar milli dönsku ríkisstjóm- arinnar og verkamannaflokk- anna. Búlizt við, að fundi Churc- hills, Stalins og Trumans verði frestað um óákveðinn tíma vegna kosninganna í Bretlandi. Eimskip kaupir nýtt flutningaskip Eimskipafélag íslands h/f. hef- ir keypt e/s. Kötlu af Eimskipa- félagi Reykjavíkur. Er það 1657 smál. skip, byggt 1911, kaupverð kr. 2.350.000.00. Eimskip hefir, að sögn, leitað fyrir sér að undan- förnu um kaup á nýjum skipum frá Ameríku, en aðeins fengið 2 tilboð, sem hvorugt var talið að- gengilegt. Félagið mun nú vera að leita fyrir sér um skipakaup í Svíþjóð og Danmörku. pÁÐAMENN Morgunblaðsins I og Sjálfstæðisflokksins liafa nú gert hin endemislegu skrif „óþekkta riddarans með niður- felldu andlitshlífina", eins og Sá kallar sig sjálfur, sem ritað hefir „hundaþúfu- og Kengálu- greinarnar", að sínum orðum, með því * að endurprenta aðal- innihald þeirra ásamt gengdar- lausu skrumi og lofræðum um höfundinn í ritstjórnarspjalli blaðsins. Svo sem kunnugt er fær 4kureyrarbær gefur 25 þús. kr. til Norður landasöfnunarinnar Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag var samþykkt, samkv. tillögu fjárhagsnefndar kaupstaðarins, að gefa 25 þús. kr. til lýorður- landasöfnuunar þeirrar, sem rík- isstjórnin beitir sér nú fyrir. Samkv. upplýsingum póststof- unnar hér . höfðu í fyrrakvöld safnazt 13 þús. kr. hér í bænum og nágrenninu, er greiddar höfðu verið inn til pósthússins. Þá mun ennfremur vera væntan- legt tillag frá Kaupfélagi E-yfirð- inga og fleiri stofnunum hér í bænum, en ekki hefir enn frétzt um ákveðna rupphæðir frá þeim aðilum. — í gær fóru skátar um bæinn innan Grófargils í erind* um söfnunarinnar, en í dag munu þeir heimsækja bæjarbúa á svæðinu norðan gilsins. Er jress að vænta, að þeim verði alls stað- ar vel tekið, og málefnið ekki látið gjalda þess, að ríkisstjórnin hefir að ómaklegu gleymt í þessu sambandi einni Norðurlanda- þjóðanna, Finnum, en þeir munu raunar ekki síður hjálpar- þurfi en hinar frændþjóðirnar, sem nú eru í nauðum staddar. Kaupfélag Eyfirðinga ' og for- ráðamenn þess sérstaka kveðju í greinum þessum. „Eyfirzkir1 bændur eru nauðbeygðir til að vera félagsmenn í KEA. vegna 1 atvinnu sinnar" stendur þar, en í félaginu eru þeir ,,skattlagðir“ og „arðrændir" í þágu búðan manna og skrifstofuþjóna félags- ins, sem „taka inneignir eyfirzkra bænda til þess að kaupa slíka stóla (þ. e. mjúka hægindastóla) undir rassinn á sér“. Auk þess eru bændur „rændir stofnsjóðs- inneign sinnt, sem nemur 3% af öllum viðskiptunr“ o. s. frv., o. s. frv. Allt er á sörnu bókina lært hjá KEA. um atvinnukúgun, falsanir, fjárdrátt og svik, að því er segir í þessum þokkalegu greinum. Jafnvel skýrslur félags- ins um félagatöluna og skiptingu félagsmanna til sjávar og sveita hljóta að vera falsaðar, stendur þar! „Þannig er farið með ís- lenzka bændur á 20. öld“, and- varpar blaðið að lokum og getur naumast vatni haldið vegna brjóstgæða sinna og umhyggju fyrir hag aumingja sveitafólksins, sem er svo skammarlega leikið af kúgurum sínum í KEA. og öðr- um kaupfélögum landsins!! þAÐ ER SÝNT að á tvo strengi skal aðallega leikið í þessari hinni nýju herferð braskara- flokksins gegn samvinnufélögun- um. í fyrsta lagi er hér gerð hat- ramleg tilraun til þess að rægja saman starfsmenn kaupfélaganna annars vegar og viðskiptamenn þeirra hins vegar. Blaðið talar mikið um „yfirgang búðar- manna og skrifstofuþjóna" fé- laganna. „Hver og einn pjakkur getur rétt aðkeyptar vörur út yf- ir búðarborðið/ ‘segir í Kengálu- greininni, en þó á að „innræta fólki þá trú, að það að vigta út (Framhald á 3. síðu. Sýningin um baráttu Dana Ljósmyndasýningin .frá bar- áttu Dana á hernámsárunum 1940—1945, sem haldin hefir verið í Reykjavík að undan- förnu, var opnuð í gagnfræða- skólahúsinu hér sl. mánudag. Á sýningunni eru um 150 ljós- myndir frá baráttu danskra föð- urlandsvina heima fyrir, með herjum Bandamanna''og á höf- um úti. Varpa þær flestar skýru ljósi á það, að frelsisandinn átti öruggt vígi í brjóstum dönsku þjóðarinnar og staðfesta það, sem þegar er alkunna, að þjóðin var reiðubúin að fórna lífi sona sinna fyrir það, sem dýrmætast er, frelsið. Sérstaka athygli vekja myndirnar frá vörn danskra lög- reglumanna og borgara fyrir framan konungshöllina, er Þjóð- verjar reyndu að hernema hana og myndirnar frá því, er danska flotanum var sökkt til þess að hann félli ekki í hendur innrás: arhersins. Þá eru sýnishorn ag leyniblöðunum dönsku á sýning- Kappreiðar Léttis í Stekkjarhólma n.k. sunnudag Margir gæðingar verða reyndir. Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu, efnir hestamannafélag- ið Léttir til kappreiða á hinum nýja skeiðvelli sínum vestan Eyjafjarðarár, sunnan við brýrn- ar, kl. 4 næstk. sunnudag. Búast má við, að þar komi fram margir glæsilegir gæðingar héðan af Ak- ureyri og úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Veðbanki verður starfræktur í sambandi við kappreiðarnar, og er það nýmæli hér nyrðra. unni. Þau voru orðin mjög mörg og útbreidd og áttu sinn mikla þátt í að hvetja þjóðina til dáða og halda frelsisanda hennar vak- andi. Sýningin mun verða til þess að auka virðingu okkar á hinni frjálslyndu, friðsömu og stað- föstu bræðraþjóð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.