Dagur - 26.03.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 26.03.1947, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 26. marz 1947 7^- ------- ■—- / Or bæ o$ byggð I. O. O. F. - 12832881/2 - Atkv. Akureyrarkirkja. Barnaguðsþjónusta ki. 11 f. h. næstk. sunnudag (Pálma- sunnud) og almenn guðsþjónusta kl. 5 e. h. Ólafur Ólafsson, kristniboði, pre- dikar. Samskot til kristniboðsins fer fram að messu lokinni. Messur í Möðruvallakl.prestakalli: Pálmasunnudag kl. 2 í Skjaldarvík. — Föstudaginn langa kl. 1 að Bakka. — Páskadag kl. 1 að Möðruvöllum. Kl. 4 að Glæsibæ. — 2. Páskadag kl. 1 að Bægisá. — Messa á Skírdag auglýst síðar. Frá staríinu í Zíon. Samkomur kl. S.30 síðdegis þrjá daga í viku: Mið- vikudaga, föstudaga og sunnudaga. — Kvikmyndir frá Indlandi og Kína sýndar laugardagskvöld kl. 6 fyrir börn og kl. 8.30 fyrir fullorðna. Sunnu- dagaskóli kl. 10.30 f. h. — Ólafur Ólafsson. Hjálpræðisherinn. Föstud. 28. marz ki. 6: Barnasamkoma. Kl. 8.30: Opin- ber samkoma, ein- og tvisöngur. — Sunnudaginn 30. marz kl. 11: Helgun- aisamkoma. Kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 6: Barnasamkoma. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. 'Foringjar og hermenn taka þátt. Allir velkomnir. Framsóknarmenn. Munið kvöld- skemmtun Framsóknarfélags Akureyr- ar næstk. laugardagskvöld. — Lesið auglýsingu í blaðinu í dag. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman af sr. Pétri Sigurgeirssyni, Vilhjálmur Sigurðsson, bifreiðarstjóri, og Ragnheiður Siguigeirsdóttir. Heim- ili hjónanna verður að Eyrarlandi í Ongulsstaðahreppi. Skagfirðingamót verður haldið að Hótel Norðurland næstkomandi laug- ardagskvöld. Góð skemmtiatriði. Að- göngumiðar verða seldir í verzluninni London og Vöruhúsi Akureyrar á fimmtudag og föstudag. Þar liggur og frammi listi, og geta þeir, sem vildu gerast meðlimir í hinu nýstofnaða Skagfirðingafélagi hér, ritað nöfn sín þar á og greitt árgjaldið. Ársskemmtun sína héldu skólaböm barnaskólans um síðustu helgi. Þrátt fyrir ýmsar hindranir af völdum veð- urs og veikinda ýmissa þátttakenda, var sókn að skemmtuninni góð að vanda, og undirtektir áhorfenda ágæt- ar, enda skemmtunin fjölbreytt og með þjóðlegu sniði, svo sem venju- lega. Ungir Framsóknarmenrd Munið fundinn í Rotarysal KEA næstk. mánudagskvöld kl. 9. Fjölmennið! Leiðrétting. Kona Bjarna oddvita á Efri-Mýrum heitir Ragnhildur Þórar- insdóttir, en ekki Ragnheiður, eins og misprentast hafði í síðasta blaði. Gjafir til Elliheimilisins í Skjaldar- vík: Áheit frá H. P. kr. 500.00, frá N. N. kr. 20.00 og frá Bjarna Árnasyni kr. 100.00. Hjartans þakkir. — Stefán Jónsson. Kveníélagið Hlíf heldur vinnufund að Hótel KEA fimmtudagskvöldið 27. þ. m. (annað kvöld) kl. 8.30 e. h. Rauða-kross deild Akureyrar. Aðal- fundur deildarinnar var haldinn 24. marz sl. og voru eftirtaldir menn kosn- ir í stjórn: Yfirlæknir Guðm. Karl Pét- ursson, formaður. Varaformaður Jón Sigurgeirsson, kennari. Ritari Snorri Sigfússon, skólastj. Gjaldkeri Páll Sig- urgeirsson, kaupm. Meðstjórnendur: Jakob Frímannsson, framkv.stj., Bald- uin Ryel, kaupm., Stefán Árnason, for- stj. — Árið 1946 urðu tekjur 42.845.52 kr. Gjöld 30.482.40 kr. Tekjuafgangur kr. 12.363.12. Skuld- laus eign 31. des. 1946 kr. 64.161.71. Félagar eru samtals 534. Strandarkirkja. Gamalt áheit frá Þjasa kr. 25.00. Áheit frá N. N. kr. 25.00. Frá A. J. kr. 25.00. Frá N. N. kr. 20. Gamalt áheit frá N. N. kr. 35.00. Áheit frá N. N. kr. 100.00. Norsk blöð skýra frá því, að fanga- búðir þær, sem ríkið hefir komið upp til þess að hýsa landráðamennina, kosti ríkið 20 millj. kr. á ári. Auglýsið í „Degi“! Reykjavíkurbréf (Framhald af 5. síðu). verk þeirrar stofnunar er að veita kennurum við barnaskóla, skóla gagnfræðastigsins, menntaskóla og sérskóia menntun í uppeldis- fræði, sálarfræði og kennslufræði. Stofna skal æfinga- og tilrauna- skóla, sem starfar í sambandi við kennaraskólann. Þar eiga að fara fram uppeldis- og kennslufræði- legar atliuganir, einkum í sam- bandi við barnafræðslu og gagn- fræðanám. Inðskóli í sveit. Hermann Jónasson flutti frum- varp í Ed. um iðnskóla í sveit. — Samkvæmt frv. skyldi stofna skóla í húsasmíði og húsgagna- og húsáhaldagei'ð fyrir þá, er stunda vilja þær iðnir í sveitum landsins og kauptúnum með færri en 300 íbúa. Var skólunum ætlað að rúma 50 nemendur. Skóli þessi skyldi rekinn á ábyrgð ríkisins sem sjálfstæð stofnun, þar sem tekjum af smíðarekstri skólans yrði varið til að bera uppi kostnað af skólahaldinu. — Allmikil átök urðu um þetta mál í deildinni. Meirihluti nefndar- innar, sem urn það fjallaði, vildi vísa því frá með rökstuddri dag- skrá. Var það samþykkt í deild- inni gegn atkvæðum Framsókn- armanna og Hannibals. Kvikmyndastofnun ríkisins. Hannibal Valdimarsson hefir flutt frv. um kvikmyndastofnun líkisins. Helztu nýmæli, sem í því felast eru þessi: Yfirtsjórn menntamálanna skal fá yfirráð yfir öllum innflutningi kvik- mynda og bera ábyrgð á menn- ingargildi þeirra. Öllu því fjár- tnagni, sem gengur gegnum kvik- myndahús landsins, skal varið til almennrar menningarstarfsemi í þjónustu allra landsmanna. Stefnt skal að því að gera kvik- myndir, sem sýndar eru hér á landi, þjóðlegri, bæði með gerð íslenzkra texta við erlendar myndir og með upptöku og gerð íslenzkra kvikmynda. Samstarfi sé komið á milli kvikmynda- rekstrarins og skólahaldsins í landinu. Loks skal kvikmynda- rekstrinum lögð sú skylda á herð- ar að styrkja skyldar listgreinar, svo sem leiklist og hljómlist. — Flutningsmaður kemst svo að orði í greinargerð: „Gróðasjónar- miðið eitt hefir fram að þessu ráðið því, hvaða kvikmyndir væru fluttar hingað til lands og sýndar almenningi í kvikmynda- húsunum. Þær hafa því oft verið valdar með það fyrir augum, að þær höfðuðu til lægstu hvata fólks og væru umfram allt æsandi og tryllandi, eins og áfengt vín. En þetta þarf ekki heldur svo að vera. Mikið er til af fögrum, göfg- andi og fræðandi kvikmyndum í veröldinni. Spurningin er því að- eins sú, hvernig hægt sé að tiyggja það, að þær verði fyrir valinu til sýningar í íslenzkum kvikmyndahúsum, en ekki hinar, sem oft eru allt í senn óþjóðholl- ar, siðspillandi og menningar- snauðar." Flutningsmaður þessa frv. hugsar sér, að til þess sé sú leið fær, að ríkið reki stofnun, er beint heyri undir menntamála- DAGUR stjórnina, eins og skólar og út- varp. Og sé það hlutverk stofnun- arinnar að hafa með höndum , myndahúsa. Slíkristofnun ættiað jvera til þess trúandi að velja kvik- ! myndir fyrst og fremst með tilliti til listræns og menningarlegs gildis yfirleitt, en ekki út frá ein- sýnu gróðasjónarmiði. Slíkri stofnun ætti að vexa til þess trú- andi að beita þessu einstaka menningartæki í þjónustu allrar þjóðarinnai', en einskorða ekki xeksturinn aðeins við fjölmenn- ustu kaupstaði landsins, þar sem bezt eru skilyrði fyrir auðfengn- um ágóða af slíkri starfsemi. Kirkjubyggingar og þátttaka ríkissjóðs í stofnkostnaði kirkjuhúsa. Gísli Sveinsson, Gunnar Thor- oddsen og Jörundur Brynjólfs- son hafa flutt frumvarp um Kirkjubyggingai', þar sem lagt er til, að ríkissjóður greiði að hlutum kostnað við að reisa og endurbyggja kirkjuhús þjóð- kirkjunnar. Samhljóða frv. var flutt á þingi 1944, en varð þá ekki útrætt. Veiting prestakalla. Gylfi Þ. Gíslason og Sigurður Bjarnason flytja frv. um veitingu jxrestakalla, þar sem gert er ráð fyrir, að afnema prestskosning- ar, en koma þeirri skipun á, að foi'seti Islands skipi presta ís- lenzku þjóðkirkjunnar og veiti þeim lausn frá störfum. Þegar prestakall losnar, skai kii'kju- nxálaráðherra auglýsa það með hæfilegum umsóknai'fresti. Að honum loknum skulu biskupi íslands sendar umsóknirnar til umsagnar, og skal hann láta í Ijós álit sitt á því, hverjum skuli veitt embættið. F'lutningsmenn færa m. a. þau rök fyrir þessu máli, að það sé ofætlun að vænta þess, að þorri atkvæðisbærra safnaðarmanna geti að jafnaði lagt rökstuddan úrskurð á em- bættishæfni þeina, sem þeir eigi að dæma um á kjördegi. Þjón- andi prestar eigi erfitt með að taka þátt í kosningabai'áttu í ijarlægum sóknum, nema að af- rækja störf sín. Auk þess sé það á almanna vitorði, að í prests- kosningum gæti tíðum annarra sjónarmiða í afstöðunni til um- sækjenda en þeina, sem til greina skyldu koma við val á sóknar- presti. Fæddist í bíl! Eins og kunnugt er, hafa snjó- þyngsli verið mikil á Suðurlandi eins og víðast annars staðar á landinu og maigir vegir ófærir. Síðastl. þriðjudag var kona nokkur, Sigríður Sigurðaidóttir, er býr í sumarbústaðnum Sunnu- hlíð við Geitháls, komin að því ag ala barn. Maður hennar hrað- aði sér að Lögbergi, en þar var næsti sími, og hringdi á fæðingar- deild Landsspítalans og bað um hjálp. Var fenginn stór lögreglubíll og lögðu af stað í honum yfirljós- móðirin, Ijósmóðurnemi og41ög- Innilegar þakldr öllum þeim, er auðsýndu samúð og hluttekningu við andlat og jarðarför mannsins míns, ÞORLEIFS RÖGNVALDSSONAR, og heiðruðu minningu hans á annan hátt. Guðrxin Sigux ðardóttir. reglumenn, um 10 leytið um kvöldið. Komust þau klakklaust í Sunnu- hlíð, tóku konuna í bílinn og héldu síðan til Reykjavíkur. En þegar komið var að Rauðavatni fæddist barnið. Ó1 konan 14 marka dreng og gekk fæðingin vel. Var drengurinn vafinn inn í teppi og frakka af lögreglunni. Ferðinni var nú haldið áfram, en í Ártúnsbi'ekkunni (v. Elliða- árnar) biotnaði bíllinn. Var nú brotist í að sækja annan bíl og komust þau mæðgin á fæðingar- deildina kl. 2.30 um nóttina. Það verður ekki annað sagt, en þetta væri sögulegt ferðalag og fæðing. Stórhýsi brotnar niður undan snjóþyngslum Síðastl. sunnudagsnótt brotn- aði þakið á mjölgeymsluhúsi síldarverksm. á Sigiufirði. Hafði hlaðizt á það 2—4 feta þykkt snjólag að undanförnu. Þyngsli þessi urðu of mikil og féll þakið, sem fyrr greinir sl. sunnudagsnótt. Hús þetta er stærst allra ísl. húsa að flatarmáli, og er gólfflöt- ui þess 6600 fermetrar. lixni í húsinu voru tvær fólks- íiutningabifreiðir og eyðilögðust jxær báðar. Auk þess var þar nokkuð af úrgangsmjöli. Talið er að illa hafi verið geng- ið frá byggingunni og eru risnar upp deilur milli byggingarnefnd- ar og veiksmiðjustjórnar. Talið er að endurreisn hússins muni kosta mörg hundruð jxúsundir, e. t. v. miljón krónur. —N Y j A B10=j Næsta mynd, sem sýnd vei'ð- ur í Nýja-Bíó, nefnist: „írsku augun brosa“ Sönginynd í eðlilegum litum frá 20th Century-Fox, byggð á sögu eftir Damon Runyon. - J.....'T5w Leikstjóri: Gregory Batoff. Söngvar frá Metropolitan- óperunni. LennorcL Warren og Blanche Thehon. l'- ■ ’ - —r~i r Skíðamót Islands OIÐ árlega skíðamót íslands var haldið að Kolviðarhóli um síðastliðna helgi. Keppni fór fram í A og B flokkum í göngu, bruni, svigi og stökki. Nánari fregnir og úrslit munu birtast í næsta blaði. Kl. 9 íniðvikudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld: Tvö þúsund konur Bönnuð yngii en 14 ára. Finimtudagskvöld kl. 9 og sunnudag kl. 5: Er læknirinn heima? ■ —■ ■ ■ — Sjómenn! IHöfum fengiðj: Síðstakka úr gúmmí og : lérefti. IIVÖRUHÚSIÐ h/í ;! Nýja rafstöð, 1 kw., 220 v. riðstraums- spenna, drifin með H/> hk. benzínmótor, hentug fyrir sveitaheimili, samkomuhús og lítil verkstæði, vil eg selja. TRYGGVI JÓNSSON, Brekkugötu 25. Sendil vantar á pósthúsið frá 1. apríl. Nýkomið Dömupeysur, með stuttum ermum. Barnapeysur, margar stærðir. Herravesti, ensk. Drengjavesti, ensk, margar stærðir. Vinnuskyrtur, 4 tegundir. Drengjaföt, mjög smekkleg, 6—10 ára aldur. Pöntunarfélagið ........

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.