Dagur - 30.08.1950, Page 1

Dagur - 30.08.1950, Page 1
Fimmta síðan: Vernon Bartlett skrifar um vonbrigði frjálslyndra manna um Ráðstjórnarrík- in. Forustugreinin: Umsáturshernaður spekú- lantanna. XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 30. ágúst 1950 37. tbl. Olíubirgðir teknar í lofti Ilér sjást tvær flugvélar í lofti, og er önnur þeirra olíuflugvé! en hin cr langferðaflugvél, sem er að endurnýja brennsluolíubirgðir sínar mcð því að taka olíur lijá olíuflugvélinni. Vélarnar eru tengdar saman með málmpípu og er olíunni dælt í gegnum hana á milli flugvélanna. Olíuflugvélin flýgur fyrir íraman og ofan langferða- flugvélina, en þannig er auðveldast að dæla olíunni frá olíuflug- vélinni til langferðavélarinnar. Það má geta nærri, að langferða- vélar geta sparað sér miklar tafir með því að endurnýja brennslu- olíur sínar á þennan hátt á flugi í háloftunum. Tilraun gerð með nýja gerð af hesjum til heyþurrkunar Algeng tæki á Norðurlöndum - lítið notuð hér á landi Rússneska skipið í Þorgeirsfirði rænt áður en Sög- reglumenn komu á vettvang Býptarmælir og nótabátavélar hverfa - eyði- lcgging í skipbrotsmannaskvlinu að Þönglabakka Það er nú orðið uppvíst, að rússnesku skipbrotsmöimunum á „Júpíter“, sem strandaði í Þorgeirsfirði á dögunum, hafði ekki fyrr verið bjargað úr fjörunni um borð í rússnesk skip og skipin komin út fyrir fjörðinn, en íslenzkir strandræningjar komu á vettvang og tóku að láta greipar sópa um rússneska skipið. Er hér um einstætt hneykslismál að ræða, sem vonandi verður lögð rækt við að upplýsa til fulls af opinberri hálfu. Halldór Halldórsson, fyrrv. byggingafulltrúi liér í bæ, hefui. gert teikningar að nýrri gerð af liesjum til hcyþurrkunar, sem líklegt er að geti orðið að gagni hér. Hesjur eru algeng heyþurrk- unartæki á Norðurlöndum. Er vír strengdur í milli tveggja staura, og heyið hengt á vírinn til þurrkunar. Gengur slík þurrkun fljótar en þegar heyið liggur flatt, einkum ef þurrkar eru stopulir. Hesjur Halldórs eru dálítið frá- brugðnar algengustu gerð hesja á Norðurlöndum og er breytingin aðalléga gerð til þess að íslenzka heyið, sem er strástyttra en það erlenda, tolli vel á þeim. KEA lætur gera tilraunir. Kaupfélag Eyfirðinga lagði til efni í tvær hesjur skv. teikningu Halldórs, og er verið að smíða þær hér í bænum. Verður önnur reynd í Svarfaðardal en hin hér í bænum. Hvei’ liesja kostar aðeins lítið fé og er von um að gagn Slökkviliðið gabbað Síðastl. mánudag braut drukk- inn maður brunaboða hér í bæn- um. — Lögreglan handsamaði manninn fljótlega. Var allsherj- arútboð slökkviliðsins stöðvað. geti orðið að þessu einfalda og ódýra tæki þegar eins viðrar og hér í suraar. Er mikil nauðsyn að bændur eigi kost á ódýr- ari heyverkunaraðferðum en súgþurrkun og votheysturnum, því að langur tími mun líða unz þau tæki verða algeng í sveitum landsins. Kaupfélag Eyfirðinga lét fyrir nokkru gera tiiraun með fryst- ingu karfaflaka á hraðfrystihúsi sínu hér og sendi flökin til Banda ríkjanna til reynslu. Líkuðu þau vel og seldust fyrir gott verð. Hefur félagið nú í hyggju að verka mun meira af karfa með þessum hætti og selja til Banda- ríkjanna. Karfann fékk félagið úr togurunum hér, sem veiða í bræðslu, og er nú verið að at- huga, hvort ekki muni unnt að fá talsvert magn karfa til flökunar hverri veiðiför togranna, eða Veðurbreyting á höfuðdaginn? Höfuðdagurinn var í gær. Gerðu menn hér um slóðir sér nokkrar vonir um að þá mundi verða veðrabreyting og bregða til betra tíðarfars en ríkt hefur hér niestan hluta sumarsins. — Lyftist því heldur brúnin á mönnum, er veðurstofan til- kynnti veðrabreytingu í gær- morgun, spáði sunnan- og suð- vestanátt og batnandi veðri og hélt sér við þessa spá í gær. Er því almennt búizt við sunnan- þey og sólskini í dag, eftir hin- ar langvarandi rigningar og súldarveður. Gott haust mundi stórmikils virði fyrir bændur, sem aðeins hafa Htinn og lé- legan heyfeng enn sem komið er. Engin síldveiði í tvær vikur Nær engar breytingar hafa orðið á síldaraflamagninu skv. skýrslu Fiskifélagsins frá því fyrra laugardag til sl. laugardags. Veður var slæmt mestan hluta vikunnar og engin síld ^ást, er skipin gátu verið á miðunum. Nokkur skip fengu dálitla ufsa- veiði í vikunni. í Krossanesi lönduðu þessi skip ufsa: Otur 622 mál, Kristján 231 mál, Snæfell 650 mál, Ver 42 mál. Nú eftir helgina hafa engar síldarfréttir borizt. um 20 tonn hverju sinni, og frysta til útflutnings. Standa nú yfir samningaumleitanir um þetta við togaraútgerðina. Verkun karfa til útflutnings á Bandaríkjamarkað hefur einnig farið fram sunnanlands. Var haf- izt handa um þetta samkvæmt ábendingum Cooley-nefndarinn- ar, sem hér var á ferð í vor. Virð- ast þessar tilraunir hafa gefið góða raun og er þarna fundin álitleg dollaraútflutningsvara, sem sjálfsagt er að nýta eins og unnt er. Þegar björgunarskipið Sæ- björg kom til Þorgeirsfjarðar snemma fyrra mánudagsmorgun, með lögreglumann og tollgæzlu- mann héðan frá Akureyri innan- borðs, voru 2 íslenzkir vélbátar komnir að skipsflakinu og hafði annar vélbáturinn ýmislegan varning úr skipinu innanborðs. Skipsmenn á Sæbjörgu tóku þennan varning í sína vörzlu. Lék grunur á að enn einn vélbótur hefði komið að flakinu fyrr og væri farinn úr firðinum með feng sinn. Mál þessara manna mun nú vera í rannsókn. Dýptarmælirinn horfinn. — N Nótabátar rændir. Þegar Sæbjörg hafði komið eft- irlitsmönnnunum héðan í land, fóru þeir að athuga vegsummerki á strandstaðnum. Kom fyrst í ljós, að léttbátur, sem Rússar höfðu skilið eftir í fjörunni og eftirlitsmennirnir áttu að nota, var horfinn. Þar næst sást, að vélarnar úr nótabátunum tveim- ur, sem lágu í fjörunni, voru horfnar, þá dýptarmælirinn úr Júpíter, sömuleiðis ljósastæði. kaðlar, blakkir o. fl. Uppvíst mun nú vera að hér hafa eitt eða tvö íslenzk síldveiðiskip verið að verki. Munu yfirvöldin bíða þess að þessi skip komi til hafnar til þess. að yfirheyra skipsmenn. mun ætlunin að gera gangskör að því að nó hinum rússneska varn- ingi öllum og koma honum til eigendanna hið bráðasta. Rússarnir furðu lostnir. Á mánudaginn var veður ekki gott og reyndi rússneski síldar- leiðangurinn ekki að vinn^ að björgun góss úr Júpíter, en ó þriðjudag komu Rússar inn á Þorgeirsfjörð á 2 skipum og vann 30—40 manna hópur að því að flytja varning úr Júpíter um borð í rússnesku skipin. Þegar Rússar komu um borð í Júpíter og sáu vegsummerkin, brá þeim heldur í brún, og ekki síður er þeir komu í fjöruna og sáu að vélarn- ar úr nótabátunum voru horfnar. Júpíter hafði aðallega tómar sild- artunnur innanborðs og voru þær fluttar um borð í rússnesku skip- in, sömuleiðis annar varningur, sem eftir var um borð og til náð- ist. Síðdegis á þriðjudag höfðu Rússar lokið þessum flutningum og héldu þá út úr firðinum. Munu þeir naumast hyggja á að koma þangað aftur. Eftir er skips- skrokkurinn, sem mun lítið brot- inn,' og nótabátarnir tveir, en þeir eru báðir vélalausir, sem fyrr segir, og allmikið brotnir af völdum brims. Yfirvölduni tilkynnt ránið. Eftir að Rússarnir höfðu lokið flutningum sínum, flutti Sæbjörg íslenzku eftirlitsmennina hingað til Akureyrar. Munu þeir þegar á mónudag hafa gert yfirvöldunum aðvart um aðkomuna í Þorgeirs- firði, í gegnum talstöð Sæbjarg- ar, og mun rannsókn málsins þá þegar hafa -hafizt. Réttarhöld munu hafa staðið yfir í Flatey undanfarna daga og einnig mun. standa fyrir dyrum að yfirheyra skipshafnar af skipum þeim, sem grunuð eru um að hafa verið að verki í Þorgeirsfirði. Hér er um að ræða alveg einstætt hneykslis- (Framhald á 8. síðu). Glæsileg frammistaða íslendinga í Brussel íslcnzki frjálsíþróttaflokkur- inn, sem kcppli ó Evrópu- meistaramótinu í Briissel í sl. viku, stóð sig frábærlega vel. Illutu Islendingar 2 Evrópu- meistara, Gunnar Huseby í kúluvarpi og Torfa Bryngeirs- son í langstökki. Örn Clausen varð annar í tugþraut. Guð- mundur Lárusson, Ásmundur Bjarnason og Iiaukur Clausen stóðu sig einnig með prýði. — AIls hlutu fslendingar 27 stig og er það liærri stigatala en margar stærri þjóðirnar hlutu. Frammistaða fslendinga vakti athygli og hlaut lofsamlega dóma í íþróttablöðum og út- varpsfregnum. Frysl karfaflök héðan seld fyrir goit verð í Bandaríkjunum KEA gerði vel lieppnaða tilraun með útflutning karfa - hyggst flaka mun meira, ef um semst

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.