Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 7. nóvember 1951 D A G U R 5 Fyrsta leiksýning Leikfélags Akureyrar á þessum vetri: Gamanlgikurinn „Gifí e§a ógift?" frumsýndur Það var harla þröngt á þingi í stigagöngum, anddyri, en einkum þó fatageymslum leikhússins okkar síðastliðið laugardags- kvöld, — svo þröngt meira að segja, að ekki höfðu nærri því allir leikhússgestir leitt hina tví- sýnu og erfiðu baráttu fyrir því að koma af sér til geymslu yfir- höfnurn sínum, höfuðfötum og skóhlífum til lykta með fullum og frægum sigri, þegar tjaldið var dregið upp og sýning hófst á gamanleiknum „Gift eða ógift“ eftir brezka rithöfundinn heims- kunna J. B. Priéstley. Menn voru því að paufast við að kom- ast klakklaust í sæti sín, án þess að misbjóða tám og tilfinningum náunga sinna og sessunauta alltof freklega, nokkuð fram eftir fyrstá þætti. Eg var einn af þeim mörgu, sem urðu að sætta sig við þetta hlutskipti. Þegar eg hafnaði loks í einu hinna þægilegu og fallegu sæta í. leikhússsalnum vistlega og endurbætta, var þegar kominn pilsaþytur og fart á flík- urnar uppi á leiksviðinu. Og pilsaþytur hélzt þar og fart á flíkunum allan tímann, sem leiksýningin stóð yfir ,— svo sem vera ber, enda er _hér um ósvik inn gamanleik að ræða, hnyttinn og fjörugan í bezta lagi og með hæfilegu ívafi eðlilegra og sannra skyndimynda af hvers- dagslegu lífi og hugsunarhætti venjulegra og dauðlegra manna. Leikurinn ristir hvergi djúpt, enda ekki til þess ætlazt, og skil ur ekki mikið eftir, þegar upp er staðið. En vissulega nær hann því takmarki sínu að vekja mönnum hressandi lilátur og dreifa fyrir þeim um stund áhyggjuskýjum hversdagslegrar lífsbaráttu og aðsteðjandi kreppu Og mundi slíkt hlutverk annars vera svo sérlega ómerkt og þýð- ingarlaust, þegar öllu er á botn inn hvolft? Þrenn roskin og ráðsett hjón sem öll virðast hafa komið ár sinni allvel fyrir borð í borggra- legu lífi, virðulegt og siðsamlegt fólk í sínum eigin augum og ann- arra — koma saman á heimili eins eiginmannsins, Josephs Helliwell bæjarfulltrúa (leikinn af Júlíusi Oddssyni) og konu hans, Maríu Helliwell (Freyja Antonsdóttir), til þess að minn- ast þess með svolitlum veizlustúf, að þennan dag fyrir 25 árum voru þau öll gefin saman í heilagt hjónaband á sama stað og stundu. Síðan hafa þau öll verið búsett í sama bæjarfélagi, rækt gömul kynni og haldið hópinn með góð- um friði og vinfengi, þótt stöku sinnufn hafi auðvitað sletzt ofur- lítið upp á vinskapinn, eins og gengur, en einkum þó á þann veg, að hjónin hafa innbyrðis, hvert um sig, skerpt kærleikann hæfi- lega með því að slá öðru hverju í svolitla brýnu sín á millf, nöldra dálítið, þegar svo ber undir. En við þetta hátíðlega tækifæri á siifurbrúðkaupskvöldinu sjálfu — á allt auðvitað að vera í himnalagi. Bæjarblaðið hefur fengið bendingu um, að vel fari á 3ví, að það sendi fréttaritara og myndasmið á vettvang. Tappar eru dregnir úr flöskum, og veizl- an er þegar „í fullum gangi“. Karlarnir þurfa bara að nota tækifærið til að gera svolítið upp reikningana við ungan aðkomu- mann í bænum, kirkjuorganleik- arann nýja (Andrés Guðmunds- son), sem ekki hefur reynzt þeim eins auðsveipur og undirgefinn sem skyldi, að þeim finnst, og er auk þess „í einhverju kvenna- snatti“, eins og þeir orða það. En þegar þeir eru búnir að ná hon- um afsíðis og ætla að taka til óspilltra málanna að auðmýkja hann, kemui' það hins vegar í ljós, að hann er alls ekki á þeim bux unum að láta þá setja sig í minni pokann, heldur þykist hann hafa á þá sjálfa fullgilt hrís og refsi- vendi af ýmsu tági, en einkum þó það ,að hann hafi komizt á snoðir um, að ungi presturinn, sem gaf þessi þrenn hjón saman fyrir 25 árum, þá nýkominn frá próf- borðinu, hafi alls ekki haft rétt- indi til slíkra starfa á því stigi málsins, og sé það því líklegast — og raunar fullvíst, að hann telur — að hjónaband þeirra allra sé öldungis ógilt, og hafi því þessir verðir siðseminnar lifað öll þessi ár í ástandi, sem stundum sé kallað óviðfelldnu og ruddalegu nafni! Af þessu spretta svo alls konar kynlegir vafningar og skopleg vandræði, enda fer veizlan út um þúfur í bili. í þessa uppistöðu er svo skotið hæfilegu ívafi ástarævintýra og annarra æsandi viðburða, en ekki skal sá þráður rakinn hér lengra að sinni, svo að væntanlegum leik- hússgestum komi áframhaldið og leikslokin hæfilega á óvart, svo sem véra ber. „Silfui'brúðirnar“ þrjár leika þær Fréyja Aníonsdóttir — svo sem áður var nefnt — Ingihjörg Steinsdóttir og Jónína Þorsteins- dóttir. Freyja gerir hlutverki sínu ágæt skil, leikur hennar er hressilegur og eðlilegur, og per- sónan sómir sér hið bezta á svið- inu. Leikur frú Ingibjargar er og með miklum ágætum, og líklega skapár hún og höfundurinn í félagi þá persónu, sem einna minnisstæðust verður leikhúss- gestum, þegar heim er komið. Frú Jónínu hefur oft tekizt betur en í þetta sinn, enda mun hlut- verk hennar vera fremur bragð- dauft frá höfundarins hendi. Þó sýnir frúin einnig minnisverðan og góðan leik með sprettum, svo sem þegar hún segir manni sín- um óvægilegast til syndanna, er hann vill fara á hjónabands- fjörurnar við hana í annað sinn. „Silfurbrúðgumana“ leika þeir Júlíus Oddsson, Sigurður Krist- jánsson og Vignir Guðmundsson. Júlíus er leiksviðsvanur og traustur leikari, enda var frammi staða hans prýðileg nú sem oft áður, en fulllíkar eru hinar ýmsu persónur hans hver annarri. Sig- ui'ður sýnir á mjög skemmtilegan hátt hinn góðláta og meinhæga eiginmann, sem þraukað hefur Dægur og auðsveipur í pilsvasa konunnar sinnar langa ævi, en farið hefur illa um hann þar, svo að hann grípur tækifærið, þegar hann heldur, að losnað hafi um hnapphelduna, og brýtur af sér okið, þó ekki með neinum ærsl- um og hávaða, heldur með öld- ungis sömu hógværðinni og hann hefur áður þolað helzið. Og hon um fellur svo vel að neyta hús bóndavaldsins, að hann er alls ekki á þeim buxunum að af- henda það góðfúslega aftur, þótt hnappheldan forna reynist úf haldbetra efni en hann hélt um skeið. Vakti leikur Sigurðar þessu hlutverki ósvikinn hlátur og fögnuð áhorfenda, enda hafði hann á sér þann svip og brag góðs leikara, að hann virtist þurfa býsna lítið fyrir því að hafa áS nó tilætluðum áhrifum og óskiptri athygli leikhússgesta. Vignir Guðmundsson lék hinn grobbna og einfalda hrokagikk, Parker bæjarfulltrúa, með góðum skiln- ingi og tilþrifum, og hef eg ekki séð honum takast jafnvel upp áð- ui' á leiksviðinu. Af öðrum leikurum, sem setja svip á leiksýningu þessa, má helzt nefna Hólmgeir Pálmason í hlutverki hins drykkfellda, en . 0 heimspekilega sinnaða Ijós- myndasmiðs. Hólmgeir gerir þessu hlutverki góð og kímileg skil, enda er persónan þannig gerð frá höfundarins hendi, að hún hlýtur að vekja hlátur áhorf- enda og vera vinsæl á sviðinu, ef þolanlega er með hlutverkið far- ið. Þá leikur Jón Kristinsson blaðamanninn rösklega og Björn Sigmundsson kemur fram í gervi prestsins. Gervið er gott, og auð- vitað er enginn viðvaningsbragur á leik þessa gamalreynda og prýðilega leikara, en oft hefur Björn verið stórum betur í essinu sínu á leiksviðinu en í þetta sinn. Sigríður P. Jónsdóttir leikur léttúðardrósina Lottie Grady fjörlega og alleðlilega ,enda tals- vert leiksviðsvön. Matthildur Olgeirsdóttir fer og með allfyrirferðarmikið hlutverk, frú Northrop. Náði hún sér bezt niðri á laugardagskvöldið fyrstu, en miður.— en þó mjög sæmilega — þegar leið á leikinn. Andrés Guðmundsson fór með hlutverk elskhugans, Geralds Forbes. Hann mun vera eini al- geri nýliðinn á leiksviði hér í þetta sinn, og verður naumast þetta sinn, enda er naumast sanngjamt að ætlast til þess, eins og í pottinn er búið. Loks fara þau Bergrós Jóhann- esdóttir, Edda Scheving og Júlíus Ingimarsson mjög laglega með mirini háttar hlutverk, sem þann- ig eru vaxin, að ekkert sérstakt er raunar um þau að segja, þótt vissulega hafi þau sína þýðingu fyrir heildarsvip leiksýningar- innar. En um hann er annars í sem skemmstu máli það að segja, að leikstjóranum, hinum þaul- vana og ágæta leikhússmanni Gunnari R. Hansen virðist hafa tekizt með mikilli prýði að skapa sæmilega samfellda og reisulega byggingu úr því harla ósam- fellda og misbrestasama bygging- arefni, sem honum hefur hér ver- ið fengið í hendur, svo sem af lík- um ræður í ekki stærra bæjar- félagi og í leik, sem þarf á svo mörgum og ólíkum persónum að halda sem þessum. Eg hygg, að ekki sé það ofmælt, þótt sagt sé, að áhorfendur hafi yfirleitt skemmt sér ágætlega og leiksýning þessi sé líkleg til góðra vinsælda. — Að sýningu lokinni voru leikendur og leik- stjóri kölluð tvívegis fram fyrir tjöldin og ágætlega fagnað með miklu lófataki og fögrum blóma- gjöfum. J. Fr. Björn Kristme H. Asþar MINNINGARORÐ sagt uni það með neinum líkind- um, hvers af honum muni mega vænta sem leikara í framtíðinni, ef hann reynir þar meira fyrir sér. Hlutverkið mun vera fremur sviplítið í sjálfu sér, og ekki tókst leikaranum heldur að varpa á það neinum sérstökum ljóma í Stundum er það svo, að þótt maður hafi jafnvel átt slæmra tíðinda von í einhverjn efni, þá verður manni eigi að síður hverft við, er þau berast. Þannig var því varið með mig, er eg frétti lát Björns Aspar. Enda þótt veikindi hans væru orðin það langvinn og alvarleg, að við þessu mætti bú- ast, þá hnykkti mér þó við. Ég hafði líka alltaf, hið innra með mér, alið þá veiku von í brjósti, að Björn mundi fá heilsuna á ný. Obifanleg trú hans sjálfs á bata og bjartsýni hans í hinni löngu og erfiðu legu mun og hafa valdið hér miklu um. Eh dauðinn fer ekki í manngreinarálit, og við mannanna börn eigum oft bágt með að skilja heimsóknir hans. Björn Kristinn Halldórsson Aspar var fæddur að Sandnesi í Steingrímsfirði 7. marz 1920. Hann var sonur hjónanna Krist- bjargar Torfadóttur og Halldórs Guðmundssonar Aspar, og er faðir hans látinn fyrir alllöngu. Ársgamall fluttist hann með for- eldrum sínum til Akureyrar. — Björn var elztur 8 barna. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1937. Seint á því sama ári réðst hann í þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga og starfaði þar æ síðan. 22. nóv- ember 1941 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni ,Auði Jóns- dóttur frá Fáskrúðsfirði. Eignuð- ust þau 8 börn. Björn lézt að Kristneshæli 18. október sl. og varð því aðeins rúmlega 31 árs gamall. Yngsta barn þeirra hjóna, stúlka, var skírð við kistu föður síns, útfarardaginn, og hlaut nafnið Birna Kristín, eftir föður sínum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Birni Aspar vel og bind ast honum vináttuböndum. Við unnum lengi saman, og mér varð hann því hugþekkari, sem eg kynntist honum betur. Betri og traustari samstarfsmann get eg naumast hugsað mér. Björn var hið mesta prúðmenni og yfirlæt- islaus. Störf sín vann hann af trúmennsku og alúð og naut fyllsta trausts húsbænda sinna. Hann fylgdist jafnan vel með því, sem efst var á baugi, utan lands og innan, og var skemmtilega glöggur Og rökfastur, enda prýði- legum gáfum gæddur. MikiÍ5 yndi hafði Björn af bókum og mun hafa lesið mikið, enda víða heima. Hann var íþróttamaður góður og áhugamaður um þau mál og var jafnan virkur þátttakandi í íþróttalífi bæjarins. (,Nú er einum góðum manni færra í þessum heimi,“ þannig mælti gömul kona við mig, er henni varð kunnugt lát Björns Aspar. Allir, sem Björn þekktu, munu vissulega taka undir þessi orð. Því að með honum er geng- inn góður drengur og gegn, virt- ur af Öllum, og þó mest af þeim, sem þekktu hann bezt. Vertu sæll, Björn. Þökk fyrir samveruna. B. Bcn. Kristniboðsfél. kvenna á Akureyri 25 ára Síðastliðinn fimmtudag, 1. nóvember, varð Kristniboðsfélag kvenna 25 ára. Þrátt fyrir margs konar baráttu hefur það haldið út og starfað sleitulaust öll þessi ár. Vonandi fjölgar þeim, sem af innri köllun vilja styðja kirkju Krists, og augu fjöldans opnist fyrir þeirri bjargföstu staðreynd, að ekkert annað en sannur krist- indómur getur bjargað heimin- um. Allar efasemdir og ádeilur vantrúarinnar verða að víkja um síðir. Allur hroki að brotna. — Heimurinn stendur á öndinni af eftirvæntingu, hann veit um leiðina en þeir ekki. Þess vegna eru kristniboðsfélögin svona fá- menn. Heill fylgi Kristniboðs- félagi kvenna í framtíðinni. Áhorfandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.