Dagur - 23.01.1954, Blaðsíða 3

Dagur - 23.01.1954, Blaðsíða 3
Laugardaginn 23. janúar 1954 D A G U R 3 Faðir okkar, ÞORVALDUR JÓNASSON, netagerðarmaður, andaðist 20. þ. m. að lieimili sínu, Ránargötu 28. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 1.30 eftir hádegi. Fyrir mína hönd og systkina minna. Jón Þorvaldsson. Landbúnaðarvélar BÆNDUR — sem pantað hafa hjá oss landbúnaðar — ; vélar — gjörið svo vel að endurnýja pantanir yðar fyrir j; fyrsta febrúar, að öðrum kosti verða þær ekki teknar jj til greina. !; 4 ' U Kaupfélag Eyfirðinga. Véladeild. ÁRSHATIÐ Ólafsfirðingafélagið á Akureyri heldur árshátíð sina föstudaginn 29. janúar kl. 7 e. h. í Alþýðuhúsinu. Aðgöngumiðar eru seldir á sama stað miðvikudags- kvöldið 27. þ. m. frá kl. 8.—10. NEFNDIN. Fulltráar á Aðalfund Búnaðar- sambands Eyjafjarðar Funduriþn hefst kl. 10 f. h. næstkomandi föstudag 29. þ. m. að Hótel KEA. STJÓRNIN. OSTUR Einhver ódýrasta fæða miðað við næringargildi er rnysu- og mjólkurostur. Hitaeiningafjöldi í góðum osti í hlut- falli við ýmislegt álegg miðað við 1 kg. af hverri tegund, er sem hér segir: OSTUR 3000 hitaeiningar NAUTAKJÖT 1500 EGG 1350 SÍLD 740 TÓMATAR 230 Látið aldrei jafn holla, nærandi og Ijúffenga fæðu og íslenzka ostinn vanta á matborðið. Samband ísl. sainvinniifélaga. Rafmagnsrör V erkamannafélag A kurey rarkaupstaðar hcldur höfum fyrirliggjandi eftirtald- ar stærðir: 3/8” •3/4” 1 ” 1/4 ” U/” Verðið mjög hagkvæmt Véla- og búsáhaldadeild. Aðalfund í Alþýðuhúsinu, sunnudaginn 24. janúar kl. 1, 30 e. h. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Lagabrcytingar. 3. Skýrsla stjórnar og rcikningar félagsins. 4. Kosningar. 5. Önnur mál. Þess er vænst að þeir félags- mcnn, sem skulda áfallin ár- gjöld, greiði þau, enda sýni félagsmenn skírteini eða ár- gj aldskvittanir við innganginn. Stjórnin. ;lllllllilllllllllllillllll'llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll||. Sk j aldborgarbíó í kvöld kl. 9: Vonarlandið i Fræg ítölsk stórmynd. j | HARVEY [ í (Ósýniega kanínan) i i — Síðasta sinn. — i | Laugardag ld. 5 og i Sunnudag kl. 3 og 5: i i Eyðimerkur- | \ haukurinn i Spennandi litkvikmynd. i j Bönnuð yngri en 12 ára. i «*iiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiitiii«~ Lindarpenni er í óskium á afgr. Dags. — Vinsaml. vitjist sem fyrst. Reglusamur og áreiðanlegur maður ósk- ar eftir atvinnu við verzl- unar eða skrifstofustörf síð- ari hluta dags. — Tilboðum sé skilað á afgr. Dags, merkt „Verzlunarmaður“, fyrir n. k. mánaðamót. FÉLAGAR! Fundur í Varðborg kl. 5 e. h. n. k. sunnudag. Áríðandi að þeir mæti, sem vilja æfa í íþróttahúsinu. Stjórnin. Irillubátur til sölu. — 1,8 tonn, með ný- legri 8 ha. Albin-vél. Bátur og vél í góðu lagi. Veiðarfæri geta fylgt. — Upplýsingar hjá Sigurði Brynjólfssyni Lánsfjárútvegun fil smáíbúða (Framhald af 1. síðu). óstjórn, að grundvöllur skap- aðist til þess að aðstoða fólk við að koma upp smáíbúðum. Hið fyrsta framlag til þessara mála var 4 millj. króna famlag af tekjuafgangi ríkissjóðs 1951. Sú fjárveiting var bein afleiðing af fjármólastefnu Framsóknar- manna, og Steingrímur Stein- þórsson félagsmálaráðherra beitti sér fyrir því að einmitt smá- íbúðabyggingarnar fengju skerf af þeim tekjuafgangi. Meðan málið var í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokksins var aftur á móti ekkert gert. i í i- íil •** ; if^l ' Enn 16 millj. kr. framlag. Framsóknarmönnum var ljóst, að þetta 4 millj. kr. framlag, sem nú hefur verið gert óafturkræft framlag ríkisins til þess að tryggja áframhald þessarar lána- starfsemi, mundi duga skammt. Þess vegna hafði Steingrímur Steinþórsson félagsmálaráðherra forgöngu um að útvega smá- íbúðalánadeildinni 16 millj. króna lán, og það lán er undirstaða þeirra miklu smáíbúðabygginga, sem gerðar voru víðs vegar um land á árinu 1953. Og enn er unnið að fjárútvegunum til þess- ara mála að forgöngu Fgamsókn- armanna. Sýndarfrv. Sjálfstæðismanna framkvæmdir Framsóknarfl. Sannleikurinn um þessi smá- íbúðarmál er því sá, að frv. Sjálf- stæðismanna 1948 var í rauninni aðeins eitt sýndarfrv. enn frá þeirra hendi, því að þeir gerðu ekkert til þess að framkvæma lagabókstafinn og er ekkert sennilegra en að sömu örlög hefðu beðið þess og frumvarpsins um aðstoð við húsbyggingar í kaup- stöðum, sem samþykkt var á ný- sköpunartímanum og Sjálfstæð- ismenn flögguðu sem mest með í kosningunum 1946. Hvar eru húsin, sem byggð voru samkv. því frv.? Menn geta leitað hér í þessum bæ að slíkum byggingum. Þegar bæjarstjórnin hér gerði nefnd út á fund ný- sköpunarstjórnarinnar til þess að biðja um fé til þess að byggja hér samkvæmt lögunum, sagði ráð- herra sá, er með þau mál fór, að hann gæti ekkert í málinu gert, ekkert fé væri til þess ætlað og vísaði beiðninni frá. Undirstaða framkvæmda í þessum málum, sem og öðrum „Nú er verið að kvikmynda „Egyptann“ lagsinaður! Ertu bú- inn að lesa bókina?“ framfaramálum, sem komizt hafa í framkvæmd nú síðari ár- in er hin gjörbreytta fjármála- stefna, sem Framsóknarmenn beittu sér fyrir. Án hennait væru smáíbúðalögin eins dauð- ur bókstafur í dag og liúsbygg- ingafrumvarp nýsköpunar- flokkanna hefur jafnan verið. Hið gamla íliald Þegar skyggnzt er inn á svið ís- lenzkra stjórnmála, koma undar- legir hlutir manni fyrir sjónir. — Fyrst blasir við augum stjórnmála- flokkur, sem kenriir sig við sjálf- stæði. Búast mætti við, að hér væri um umbótasinnaðan, frjáls- lyndan flokk að ræða, sem starfaði á svipuðum grundvelli valdamestu flokka annarra Norðurlanda. En athugum betur. Hér er á döfinni einn harðvítugasti íhalds- og afturhaldsflokkur, sem um get- ur. Hann hefur frá fyrstu tíð barizt gegn hagsmunum alm. bæði ljóst og leynt, svo lengi sem það hefur ekki neina sérstaka þýðingu fyrir hans traustustu fylgifiska, heildsala og aðra slíka. Þjóðin veit þetta, þess vegna hefur Sjálfstæð- isflokkurinn dregist jafnt og þétt saman, fylgi hans minnkað úr 48% niður fyrir 38%, sem það var við síðustu kosningar. Þjóðin vildi ekki, að lánsfé því, sem ætlað var til að byggja upp atvinnuvegi hennar, yrði varið til að hressa upp á Örfiriseyjarævintýri íhaldsbers- serkjanna, eins og fyrstu tillögur Sjálfstæðismanna Voru í því efni. Menn gleðjast yfir því, að þessu fé var heldur varið til bygginga hinna nýju orkuvera, sem munu skapa mönnum meiri þægindi og betri lífsafkomu. Einnig er þeim skerf fagnað, sem varið var til uppbygg- ingar þeirrar atvinnugreinar, sem hefur, ásamt sjávarútveginum, haldið lífinu í þjóðinni frá ómuna tíð, en „nýsköpunarstjórn- in“ lagði svo gjörsamlega í rúst, að fólk flýði unnvörpum frá. Land- búnaðurinn var kominn það langt aftur úr, að hann gat hvorki borg- að sig fyrir þjóðina í heild né þá sem við hann fengust, við þær að- stæður sem honum voru búnar. Nú þykjast Sjálfstæðiskempurn- ar vera bændavinir og hlynntir landbúnaði. Það þarf engan að undra, þeir hafa skipt um ham fyrr og á fleiri sviðum, þegar í óefni hefur verið komið. Einhver fyrstu hamskiptin voru 1927, þegar íhaldsnafnið varð að fjúka, en sjálfstæðisnafnið kom í staðinn. Nú ganga hamskiptin svo langt, að Morgunblaðið fyllir dálka sína lof- greinum um bæjarrekstur, eins og Strætisvagna Reykjavíkur, en flestum mun kunnugt, að Sjálf- st.fl. telur sig flokk einkafram- taks. I öðru orðinu eru Sjálfstæð- ismenn hlynntir samvinnufyrir- tækjum, en níða þau í hinu, sbr. greinar Morgunblaðsins fyrir síð- ustu þingkosningar. En þeir sjá nú að samvinnustefnan er að sigra og fólkið skipar sér undir merki henn- ar. Þá eru þeir henni hlynntir og stofna kaupfélag því til sönnunar. A að reka það á grundvelli einka- framtaks?! Hafa þeir tapað trúnni á einkaframtakinu, eða stendur til að lengja þeirra eigin setningu, svo að hún verði: „Sjálfstæðis- flokkurinn flokkur allra stétta og allra stefna?“ H.G. x B-listinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.