Dagur - 02.02.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 02.02.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 2. febrúar 1954 D A G U R 5 Svéitir og veðurfregnir eftir JÓN SIGURÐSSON, Yztafelli Tveir Norðlendingar, búsettir í Reykjavík, en uppaldir í sveit fram um þrítugt, liafa rætt þjón- ustu veðurstofunnar við sveitirn- ar Annar ritaði í blað, en hinn ræddi í útvarpi. I. Þeim ber að gjalda þakkir. Engum dettur í hug að þessi þjónusta gæti ekki betri verið, jafnvel ekki sjálfri veðurtofu- frúni. En þá er rétt að við, sem eigum að njóta, bændurnir sjálf- ir, látum til okkar heyra og segjum hvað okkur finnst á skorta að notin séu svo góð sem verða má af veðurfr. Þetta vil eg gera hér, án ádeilu og í trausti á góðan vilja veðurstofufólksins, en. einnig að segja óhikað það sem eg tel staðreynd, þótt illa kunni að láta í einhverjum eyr- um. Það, sem hér er sagt, hlýtur allt að miðast við mína búsetu, miðhluta Suður-Þingeyjarsýslu. Eg þekki ekki hvernig veður- fregnir myndast annars staðar. embættaveitingar . hafa vakið meiri undrun. Hinum ágæta og vinsæla vísindamanni, Jóni Ey- þórssyni, var hafnað. Hann hafði borið hita og þunga starfsins meira en áratug. Það var að engu metið, en nú talar erlend kona, sem breytt hafði nafni sínu, á þann hátt sem íslendingum þykir óviðfeldið, og karlkennt sjálfa sig. Sagt var að hún hefði lengra nám en Jón Eyþórsson. Segja má að bak við þessa embættisveit- ingu sé vélræn stefna, hin töl- vísa einhyggja, sem gengur fram hjá hinum mörgu rökum sem lífið og starfsh'ættirnir leggja til mála. Fyrir stríðið voru veðurfregn- irnar bornar fram af ,,lifandi orði suður og norður". Nú finnst okk- ur þær dauðar, kaldar og vit- rænar. sem við sjó, og jafn skylt að kosta veðui'fregnir sem bændur varða, sem aðra. III. í ritdeilu Jónasar Þorbergs- sonar og veðurstofufrúarinnar kemur í Ijós að veðufregnir hafa ekki verið miðaðar við sveitirnar að undanförnu. Frúin telur það II- ekki skyldu að útvarpa veður- fréttum handa bændum, nema.að aðrir aðilar greiði kostnaðinn, heldur en þeir sem greiða al- mennar veðurfregnir, sem ekki virðast hafa þarfir búandmanna fyrir augum. Engum þyrfti óvart að koma, að veðurfregnir eru gerðar fyrir strandbúa, en ekki landbændur. Minnt er á þetta kvölds og morgna á hverjum degi. Allar veourstöðvar, sem máli þykja skipta, og nefndar eru daglega, eru við ströndina eða nærri ströndinni, nema tvær, Þingvellir og Grímsstaðir, sem eru uppi á ur vissu hálendi. Engu þykir varða veðrið á Suðui'láglendinu, milli Selja- landsmúla og Mosfellsheiðar, Borgarfirði, Breiðafjarðardölum, við fsafjarðardjúp, Vestur-Húna- vatnssýslu, Skagafirði, Suður- Þingeyjarsýslu, eða Fljótsdals- héraði. Einhver tilviljun ræður því að veðurfregnir koma frá Blönduósi og Akureyri, sem hvort tveggja er þó í miðju land Veðurmálið íslenzka er gagn- auðugt. Hvert veðurorð á sér vissa merkingu, og sín sérstöku blæbrigði. Veður orkar meir en allt annað á skap manna, og alla líðan andlega og líkamlega. Nákvæmni, sem stafar af oi'ð- auðginni gerir fært að lýsa veðri stuttlega, og þó skilmerkilega, og á þann hátt að eigi fylgi lýsing- unni að um mynd veðursins, heldur og hugblærinn, sem veðrið hefur haft á þann er lýsir í hverri sveit, nærri því á hverri jörð, er til gömul veður- fræði. Menn taka mark á, hversu vænta má, ef sól skín fjallaskarði, á ákveðinni stundu dag, hvernig norðan þokan hagar sér á vissum hnjúkum og á mörgu fleira. Þessi staðbundna, forna veðurfræði er engin hé- gilja, hún er byggð á reynslu og verður oftast samræmd við veð- urkenningar nútímans. Auðvitað er hún ekki óbrigðul, en heimska er að telja hana markleysu. Þegar útvarp veðurfregna hófst, urðu brátt kunnar og afar vinsælar raddir þeirra Jóns Ey- þórssonar og Björns Jónssonar. Báðir eru bændasynir norðlenzk- ir, og uppaldir og mótaðir af sveitalífi. Þeir töluðu hið orð- auðga, kraftmikla og bláebrigða- ríka Veðurmál, sem Norðlend ingar þekktu. Þeir sögðu veður fregnir og veðurlýsingar, ræddu um hverju spáin væri byggð, lýstu veðurfari í landshlutum, og nefndu líkur, ef til voru, fyrir því að veðurspá gæti brugðist. Jón og Björn töluðu blátt áfram sem maður við mann. í flutningi þeirra var enginn lestr arhreimur. Þeir urðu senn vin- sælir ráðunautar og heimamenn á hverjum bæ. En þeir hurfu byrjun stríðsins og komu ekki aftur. Hins vegar var komin ný forstaða veðurstofunnar. Fáar búnaðarhéraði, þetta er alveg móti reglunni. Áreiðanlega fær veðurstofan enga daglega vitn- eskju um veðrið í sveitum Suð- ur-Þingeyjarsýslu, þaðan eru ekki sendar daglegar fregnir. Hins vegar eru daglegar fregnir frá þremur stöðum í Norður- Þingeyjarsýslu, sem er helmingi fámennari, enda mest strand byggð. Það kemur oft í ljós að veðurstofan hefur ekki hugmynd um, hvernig hér viðrar, þann og þann daginn, og veit þá heldur ekki hvort að veðurspá rætist hér. Sennilega er þessu líkt farið víðar í víðlendum sveitahéruðum sem ekki hafa stöðvar sem senda daglegar athuganir. Bændur hljóta að gera þá kröfu að veðurstofan láti á engan hátt sveitahéruðin sitja á hakanum Henni á að vera jafn skylt að fá upplýsingar um veður í sveitum. IV. Deilt hefur verið um það, hvort veðurfregnir eiga einhverja sök á fjársköðum sem urðu 12. okt. Það mál kastar nokkru ljósi á það, hvers vegna veðurfregnir koma ekki að eins góðu haldi og vera ætti. Þetta skal því nokkuð rætt. Fjárhagar manna austan Skjálfandafljóts í Þingeyjarsýslu eru mest á lágum heiðum og jafnlendum. Bændum þykir nauðsyn, í góðri tíð á haustum að láta féð hafa sem mest næði, fjarri bæjum, þar sem bezt er sauðland og minnst verið. Sunnu- dagurinn gekk að með allmiklum fannburði, og féð blautt af krapi ull. Smalaveður var hið versta og ill meðferð á fé að hrekja úr skjólum í slíku veðri, og efalaust að margt mundi vanta og vera verr sett en áður, eftir að búið var að reka það til. Veðurspáin var: ,.Hvass noi’ð- austan með snjókomu.“ Þetta er algengasta í norðanátt á vetrum, en á sumrum hins vegar: ,,Hvass norðaustan með rigningu.“ í ressum spám geta falist hin ólíkustu veður. Oi'ðið ,,hvass“ er mjög óákveðið um vindstyrk. Ekki var nefnt hitastig. ,,Snjó- koma“ getur þýtt lítill „norðan hraglandi“ ,ekki meira en svo, að vel sé fjallabjart. En það getur líka þýtt öskugrenjandi stórhríð með hörkuírosti og renningi, svo að ekki sjái handa- skil. Hér kemur fram hin átakan- lega orðafátækt veðurfregnanna, undir stjórn erlendrar konu, og manna, sem barnungir hafa yfir- gefið athafnalífið og sezt á er- lendan skólabekk. íslenzkan á um tuttugu orð yfir „snjókomu" með mismunandi merkingum og blæbrigðum. Veð urstofan notar aðeins þetta eina. Einstöku sinnum er spáð Um hita í grennd við Reykjavík, en aldrei fyrir „fjarlægari" landshluta. Á þessum spám, með svo óákveðnu orðalagi, er ekki hægt að byggja nema að litlu leyti. Mörg hundr uð sinnum á ári spáir veðurstof an líkt þessu. En Veðrið 12. okt. var með þeim fádæmum, að slík veður gerir hér ekki nema á margra áratuga fresti svo snemma hausts. Ef rétt hefði verið spáð, átti ekki við hin venjulega spá: „Hvass norðaust- an með snjókomu“, heldur „Gengur með morgninum í norð- ailstan ofviðri með miklu frosti og fádæma fannkomu.“ Það leiðir af sjálfu sér að jafn alvarleg mistök og voru í veður- spánni þennan dag, eru jafn sjaldgæf og þetta Veður var ein- stætt á allan hátt. En hitt er og víst að veðurfregnir eru venju- lega óákveðnar. Óviðkunnanleg er nákvæm ehdurtekning um hádegið og stundum allt til kvölds á morgunspá, þó hún eigi ekki við lengur, vegna þess að spáð er þá fyrir liðinn tíma. Enginn má taka orð mín svo, að veðurfregnir séu lítilsverðara fyrir búandann. Heima verður hver að fylla í þær eyður eftir sínum staðháttum ög sérstaka veðurlagi, sem er stórbreytilegt, einkum í fjalldölum. En þetta er miklu örðugra nú en áður var, með hinu „lifandi orði“ Jóns og Björns. V. Landinu er skipt í veðurhéruð. Langstærsta veðurhéraðið er „Norðurland11. Þó kemur mönn- um ekki saman um, hvar Norður- landsspáin á við og hvar „Norð- austurland11 byrjar. Oftast fer veðrið nær Norðurlandsspánni, en þó virðist Norðausturlandsspáin stundum fara nær sanni. Allir Norðlendingar vita að fjallgarð- urinn milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar er oft veðurkljúfur, annað veður austan hans en vestan. Hví )á ekki að skipta þessu stærsta veðursvæði í tvennt um fjallgarð oennan, „vestursýslur" og ,,aust ursýslur11 norðanlands? Það er alkunna að veður eru mjög misjöfn eftir landslagi, einkum þar sem fjöllótt er og dölótt eins og á Norðurlandi. Enginn bóndi getur tekið veður- fregn bókstaflega, sem miðar við stórt landsvæði. Hann verður að vita frá veðurstofu margt um átt og vindstyrk og vindstig og er þó oft hægt að fara mjög nærri um veður við sérstaka staðhætti. En eftir því sem veðurhéraðið er stærra verður spáin ónákvæm- arí. VI. Eg vil að lokum benda á nokkur atriði, sem eg hygg að mjög mundu auka notagildi veð- urfregna í sveitum. 1. Háttur þeirra Björns og Jóns Eyþórssonar sé aftur upptek- inn: Óformlegar skýringar, viðræður um veðrið tvisvar á dag. Veðurskeytamálið sé gert fjöl- hæfara, orðgnótt íslenzkunnar betur notuð, svo að spáin verði skýrari. Oftar sé getið um horfur, um hitastig og frost- hæð, ekki aðeins í nágrenni Reykjavíkur heldur um allt land. 3. Teknar séu upp daglegar veð- urathuganastöðvar um miðbik hinna stærri sveitahéraða, svo sem á Suðurlandsundii'lendi, Borgarfirði, Breiðafjarðardöl- um, ísafjarðardjúpi, V.-Húna- vatnssýslu, Skagafirði, S,- Þingeyjarsýslu og Fljótsdals- héraði, og þær birtar daglega, þótt eitthvað væri fækkað strandstöðvum, sem upp eru taldar. Hinum stærstu veðurhéruðum, svo sem Norðurlandi, sé skipt í tvennt. (Framhald á 7. síðu). BENÉDÍKT EINARSSON frá Skógum hálf-áttræður 4. janúar 1954 Ert þú loksins orðinn karl með ýluhárum? Tiginn þó, sem tindafjall í tímans bárum. Ytra ber big ei við ský frá ekru jarðar. Mannsins gildi er meira því, og mestu varðar. Víða þú ert vel og lengi valinkenndur. Einum fæti fár af mcngi fastar stcndur. Æðrulaus þú byrði barst í bólsins viðjum. íslenzk hetja ætíð varst í Urðar hryðjum. Or ég gríp, er enginn sér við óskylt þjarkið. Henni skýt til heiðurs þér og — hitti markið. Þú átt skilið þróttarljóð með þoli stálsins, fslandsfjalla aringlóð í afli málsins. Afhendingaróðsins grein ég að þér rétti sem ég fann ú svartri hlcin í sefans kletti. Lifðu hress, og lifðu vel, að lífsins mótum, heitur undir liarðri skel og hreinn í rótum. 2. janúar 1954. ÖRN Á STEÐJA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.