Dagur - 05.01.1955, Blaðsíða 12

Dagur - 05.01.1955, Blaðsíða 12
12 Bagub Miðvikudaginn 5. janúar 1955 Frægur pianósniliingur heldur hljómleika hér í kvöld Ervin Laszlo meðal fremstu yngri píanóleikara í kvöld kl. 9 hefur imgversk- ameríski píanósnillingurinn Ervin Laszlo píanótónleika fyrir al- menning í Nýja-Bíó hér á Akur- eyri. Eru tónleikarnir hahlnir að tilhlutan Isl.-ameríska félagsins hér, en Laszlo kemur hér við á leið til Evrópu, þai sem hann mun halda marga tónleika á næstuiini. Kom Laszlo hingað til lands um leið og fiðlusnillingurinn Isaac Stern, sem heldur hljómleika í Reykjavík nú í vikunni. Laszlo mun leika í mörgum helztu höf- uðborgum Evrópu að aflokinni heimsókninni til íslands. Ungur snillingur. Ervin Laszlo er aðeins 22 ára að aldri, en hefur þegar mikinn orð- stír sem glæsilegur píanóleikari. Á sl. ári fór hann hljómleikaferð um Evrópu, og hlaut mjög lof- samlega dóma. En hann var þeg- ar kunnur í Evrópu. Hann er ungverskur að ættum, fæddur í Búdapest og stundaði nám þar hjá tónskáldinu Dohnanyi, hlaut Franz Liszt verðlaunin 1946 fyrir píanóleik og árið eftir 1. verðiaun á alþjóðlegu tónlistarmóti í Genf. Var hann yngsti þátttakandinn þar. Laszlo kom fyrst fram 9 ára gamall í Búdapest og lék þá með fílharmonísku hljómsveitinni í Kyrrlátt um jól og áramót Lögreglan hér á Akureyri s'kýrði hlaðinu svo frá, að tíðindalaust hát'i yérið hjá herini að kalla um jó.lin og áramótin. Engar óspektir urðu hér á gamlaárskvöld og lög- reglan telur ölvun á opinherum samkonnim og í hænum almennt hai'a verið með minnsta m<)ti á nýjársnótt. Hefur ástandið að þessu leyti farið batnandi ltér hin síðustu borgínni, en hélt síðan sjálfstæða hljómleika. Til Parísar kom hann árið 1947, eftir að hafa flúið land með móð- ur sinni ,en árið 1948 fluttu þau til Bandaríkjanna og hafa átt þar heima síðan. Á hljómleikunum hér leikur Laszlo þessi verk: Sónata nr. 7 óp. 83 eftir Pro- kofiev, Caírnaval eftir Schumann 12 etudur eftir Chopin, L’- Arabesque eftir Debussy og La Legende eftir Albéniz. Einu hljómleikarnir liér á landi. Þetta verða sennilega einu hljómleikarnir, sem Laszlo heldur hér á landi. Aðgöngumiðar. Aðgöngumiðasalan er í Ferða skrifstofunni til kl. 6 í dag, en ef eitthvað verður óselt í kvöld, verða þeir miðar seldir við inn- ganginn. Hljómleikarnir verða ekki end- urteknir. Er þetta því eina tæki- færið til að hlýða á þennan ágæta listamann, einhvern hinn fremsta píanósnilling, sem bæinn hefur gist í áratugi. Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Fyrsti fundnr Eœiida- klíibbsins Bændaklúbburinn heidur fyrsta fund sinn á þessu ári næstk. þriðjudag að Hótel KEA kl. 9 e. h. Rætt verður um heyverkunarað- ferðir eða nautgriparækt. Álfadans og brcnna á sunniidagskvöld íþróttafélagið Þór efnir til brennu og álfadans á sunnu- dagskvöldið kemur á Þórsvelli á Gleráreyrum. Verður gerð mikil og vcgleg brenna og álfar dansa þar undir handleiðslu álíakóngs og drottningar. — Verður þetta eina stórbrennan nú um áramótin, en á gamlárs- kvöld héldu unglkigar nokkrar minni háttar brennur á nokkr- um stöíum í bænum. oÖ börii á sanikorau að Hrafnagili Úr Ilrafnagiishreppi 4 jan. Kvenfélagið Iðunu í Hrafna- gilshreppi hélt barnasamkomu að Hrafnagili nú um hátíðirnar. Þar voru sýnd 4 smáleikrit. Auk þess var jólatré og jólasveinn og dans stiginn á eftir. 80 böm mættu á samkomu þessari. Hundrað Dalvíkingar farnir í atvinnuleit til Suðurlands Úr Svarfaðardal 3. jan. Það vekur ugg manna á Dalvík, hvað margir leita nú atvinnu til Suðurlands, bæði konur og karl- ar. Þrír stórir langferðabílar og 3 minni bílar, lögðu af stað suður nú í vikunni og fluttu um 100 manns frá Dalvík og að auki frá Ólafsfirði. Flest er fólk þetta á bezta aldursskeiði og er ráðið til ýmissa starfa í Vestmannaeyjum, Sandgerði og fleiri verstöðvum sunnanlands. Finnst heimamönn- um dauflegt, sem von er, eftir brottför þessa fólks, enda er þetta stór hluti verkfærra manna í þorpinu. Leikfélag Dalvíkur hefur nú sýnt sjónleikinn „Þrír skálkar“ fjórum sinnum í samkomuhúsinu í Dalvík. Aðsókn er ágæt. — Barnasamkoma var haldin þar síðastliðinn mánudag. Barnaskól- inn og stúkan gengust fyrir henni. —o— Ungmennafélag Svarfdæla hélt upp á 45 ára afmæli sitt 30 des- ember sl. með fjölmennu hófi. — Formaður félagsins, Jón Stefáns- son flutti þar ágætt erindi. Smárakvartettinn söng. Þar var einnig spurningaþátturinn ,,Já og nei“ og fleira var þar til skemmtunar. — Dans var stiginn fram eftir nóttu. — Ungmenna- félagið hélt einnig almenna sam- komu á gamlársdag. Var þar hús- fyllir Aðgöngumiðar að samkomu þessari voru jafnframt happ- drættismiðar að ýmsum góðum munum. U. M. F. Þorsteinn Svörfuður minntist 33. ársafmælis síns með samkomu að Grund 27. des. Þár var margt til skemmtunar, m. a. upplestur, spurningaþáttur og fleira. Veitti félagið öllum sam- komugestum kaffi. Formaðui fé- lagsins er Þorgils Gunnlaugsson á Sökku. — Jólaveður voru mjög góð í Svarfaðardal og færi gott. Guðsþjónustur voru vel sóttar um hátíðirnar og jólin í alla staði ánægjuleg. Fjöldi Húsvíkinga far- inn suður í atvinnuleit - togarakaupin helzta umræðuefnið nú Húsavik 4. janúar. Karl Kristjánsson alþingismað- ur hefur flutt tillögu í bæjar- stjórn Húsavíkur um að sett verði á stofn nefnd til þess að taka þátt í samningum u.m stofnun hluta- félags með öðrum kaupstaða- búum — og ríkisvaldinu — um kaup og útgerð togara þess, sem ríkissjóður keypti af Vest- mannaeyingum fyrir jólin. Til- lögu þessari var vísað til bæjar- ráðs, en víst talið að hún verði samþykkt einróma. Togarakaupin fyrirhuguðu og útgerðin í sam- vinnu við aðra kaupst. nyrðra, er eitt helzta umræðuefni manna nú um nýjárið, sem vonlegt er, enda eru hér mikil tíðindi og góð. Virðist nú aftur horfa til upp- byggingar í útgerð. Líklegt er að tveir nýir 50 lesta bátar bætist í bátaflota Húsvíkinga á þessu ári. Hafa verið veitt innflutningsleyfi fyrir 2 bátum til útvegsmanna hér. Fjöldi manna leitar nú suður á land í atvinnu þar, og fer jafnan svo um hver áramót, að athafna- lífið syðra kallar á sjómenn og marga aðra. Er þá dauflegt fyrir þá, sem eftir sitja. Hátíðirnar liðu með ró og frið- semd í Húsavík. Veður voru fá- dæma góð. Á gamlárskvöld efndi íþróttafélagið Völsungur til mik- illar brennu í Skálabrekku í Húsavíkurfjalli, en þangað sést mjög vel hvaðanæfa úr kaup- staðnum. Gengu Völsungar með kyndla frá barnaskólanum að bálkestinum og mynduðu upp- hafsstafi félags síns með kyndl- unum. Var að þessu góð skemmt- un. Aðeins 3 nemendur í Laugaskóla yfir jólin Laugum 4. janúar. Með batnandi samgöngum verður það æ tíðara að skólafólk- ið hverfi úr skólunum fyrir jólin og dvelji heima fram yfir áramót- in. — í héraðsskólanum að Laug- um voru aðeins 3 nemendur yfir jólin. Á sunnudag og mánudag dreif skólafólkið að aftur og hófst kennslan að nýju í gær. Heilsufar hefur verið gctt í skólanum í vetur, það sem af er, að öðru leyti en því, að vont kvef gekk þar um tíma. Völsungar í Húsavík héldu fjölmenna samkomu að Breiða- mýri í Reykjadal um áran;ótin. Þar var sungið, lesið upp og' Karl Kristjánsson alþingismaður flutti ræðu. Reykjadalsá valt fi-am kolmó- rauð og með miklum jakabuiði í hlákunni á mánudaginn, líkast sem í vorleysingu væri. Fljúgandi himintungl. — Rétt fyrir jólin sat gömul kona, Val- gerður Sigurðardóttir, við dag- stofuglugga í Vallholti í Reykja- dal. Dimmt var í stofunni. Sá hún þá hvar eldhnöttur allstór kom yfir ásabrúnir ofanvert við bæ- inn. Fór hann lágt með jörðu, enda varaði sýn þessi skamma hríð. Gamla konan gekk þegar fram í eldhús til húsfreyjunnar og sagði henni hvað fyrir hana hefði borið. Jólatrésskemmtun að Laugum. Kvenfélag Reykdæla hélt jóla- trésfagnað fyrir börn hinn 4. jóla- dag að Laugaskóla, en húsrúm var þar ærið, þar sem nemendur nær allir voru í jólaleyfi. Gengið var umhverfis forkunnarfagurt jólatré .stuttar kvikmyndir sýnd ar og dansað og leikið við börnin. Ollum veitt súkkulaði og kaffi Komu mæður barnanna með heimabakað brauð ineð sér, en kvenfélagið sá um veitingar að öðru leyli. *•* i j Aukin almenn þátttaka í messu- gerð. Messað var að Einarsstöð- um annan jóladag. Var það síð- degismessa, þar sem sóknar- presturinn, séra Sigurður Guð- mundsson, messaði einnig að Nesi í Aðaldal. Það vekur athygli, að þátttaka safnaðarins í messusöng að Einarsstöðum er meiri en víða annars staðar. Hefur alloft verið hafður sá háttur á, að kirkjukór- inn situr meðal annarra kirkju- gesta og syngur í sætum sínum. Verður það til þess að aðrir syngja með. Þótt söngflokkurinn syngi inn í kór við hátíðamessur verður reynslan sú, að söfnuður- inn syngur einnig með þá. Margar fara í atvinnuleit. — Allmargir fóru í atvinnuleit til Suðvésturlandsins eftir áramótin. Hefur jafnan verið allmargt ung fólk heima í Reykjadal árið um kring, en nú er það með fæsta móti og horfir tii hreinna vand- ræða með fólksleysi heimilanna ef eitthvað ber út af með heilsu þeirrá fáu, sefn eftir eru, auk þess sem félagslíf og skemmtanalíf hlýtur að verða í rústum. Fjármargir einstakling- ar á Sauðárkróki Sauðárkróki í desember. Allmargir hér í bæ eiga ein- hverjar skepnur, bæði sér til hagsbóta og ánægjuauka. Þannig mun nú vera nálægt 1770 fiár í bænum, um 50 nautgripir og 55 hross. - - Fjárflestu einstaklingar eiga allt að 90 kindum, en flestir eiga þó aðeins fáar eða kringum 10 kindur. Heyeign bæjarþúa var í haust um 8000 hestar og megin- ið af því taða, enda er ræktun mikil í þæjarlandinu. —o— Jólaleyfið í skólunum er byrj- að. Var viðhöfn að venju, þar sem haldin voru „Litlu jó)“ í barnaskólanum með söng og upp- lestri við kertaljós og skreyttar skólatöflur. Gagnfræðaskólanem- endur fengu einkunnabækur sín- ar með innfærðum fyrstu eink- unnum vetrarins. Slíku fylgir ávallt nokkur eftirvænting hjá hinu unga námsfólki. Jólaleyfin eru ætíð vel þegin, bæði af nem- endum og kennurum skólanna, enda í mörgu að snúast síðustu daga fyrir jólin. í barnaskólanum eru um 100 börn, en nemendur gagnfræða- skólans eru um 60, þar af nálega fjórði hluti úr nærliggjandi sveit- um. I verzlunum á Sauðárkróki var margt um manninn fyrir jólin, enda tjaldað því sem til var af jólavarningi og gluggar skreyttir til hátíðabrigða. Hér var nú í fyrsta skipti gerð tilraun með útiskreytingu, hefur bærinn látið setja upp ljósaskreytingu við Kirkjutorgið. Fegrunarfélagið, sem stofnað var á sl. vori, hefur í undirbúningi ljósaskreytingu framan við kirkjuna. Þetta setur hátíðasvip á bæinn og verður vonandi til þess að frekar verði að þessu gert á næstu árum. Þingeysku heiðarnar bílfærar Fosshóli 4. janúar. Fljótslieiði er ágæt yfirferðar öllum farartækjum og Vaðlaheiði einnig bílfær. Snjóa leysti ört í hlákunni og jörðin kom angandi undan snjónum. ,Féð hefur þó víðast verið á fullri gjöf fram að þessu og kópalið yfir fengitímann. — Fjölmenn skemmtisamkoma var að Yztafelli á milli jóla og ný- árs. Þar söng kvennakór undir stjórn Ingu Hauksdóttur og sýnd- ur var gamanleikur. Síðan var dansað af miklu fjöri. — í dag heldur Kvenfélag Ljósvetninga barnasamkomu að Fosshóli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.