Dagur - 08.10.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 08.10.1958, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 8. október 195§ DAGUR § ;? Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: >> | ERLINGUR DAVÍÐSSON | » Meðritstjóri: <> | INGVAR GÍSLASON | ;? Auglýsingastjóri: >> :| Þorkell Björnsson |z :| Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 >| ‘A Árgangurim kostar kr. 75.00 « í* Blaðið kemur út á miðvikudögum » og laugardögum, þegar efni standa til ?< « Gjalddagi er 1. júlí S « Prentverk Odds Björnssonar h.f. ?Z Búskapiirinii í Eyjafirði PALL ZÓPHONÍASSON gerði búskapinn í Eyjafirði að umtalsefni á bændasamkomu í Frey- vangi í sumar og benti þá meðal annars á ýmsar staðreyndir um þróun þessa atvinnuvegar í sýsl- unni. Meðal annars sagði hann að túnin í Eyja- fjarðarsýslu hefðu verið 1600 ha. fyrir 50 árum, en væru nú 5500 ha. Fyrir hálfri öld hefði taðan verið liðlega 50 þús. hestb., en væri nú 250000 hestb., eða fimm sinnum meiri en fyrir 50 árum. Alls telur Páll heyskapinn um 280 þús. hestb. nú. En útheyskapurinn hefur farið mjög minnkandi og ennfremur, að nú vinna um 60 af hundraði færra fólk við heyskapinn en fyrir 50 árum. Árið 1910 voru 1600 nautgripir í sýslunni (Siglufj., Ól- afsfj. og Akureyri ekki meðtalin í þessum tölum um búskapinn), en nú á sjötta þúsund og afurðir hafa aukizt um þriðjung á hverja kú. Árið 1917 voru í sýslunni um 42 þús. fjár, en nú 34 þús., þrátt fyrir fjárskiptin, og það er slátrað meira en einum dilk eftir hverja á með 14,5 kg. meðalvigt. Á nálega 80% jarðanna hafa verið byggð ný íbúð- arhús með margvíslegum þægindum, auk pen- ingshúsa. „Augljóst má vera,“ sagði Páll, „að allar þessar miklu framkvæmdir, allar þessar miklu umbætur á jörðum, húsum og skepnum hafi kostað mikla vinnu, mikla fyrirhyggju og mikið fjármagn. Ey- firzkir bændur hafa, eins og aðrir átt völ á lánum til margra þessara framkvæmda, en þegar þess er gætt að þau eru 15—60% ,af áætluðum kostnaði framkvæmdanna, má öllum vera Ijóst, að þau hafa hrokkið skammt. Þeir hafa líka fengið sitt jarðræktarframlag, 15—30% af áætluðu kostnað- arverði, svo að skammt hrekkur það. Hér þarf fleira til að koma, ef skilja skal, hvernig þeir hafa afkastað þessu öllu. Bændur þessa lands hafa aldrei verið aktaskrifarar. Þeir hafa aldrei hugs- að um, hvað þeir mundu bera úr býtum fyrir þetta eða hitt handtakið. Kaupstaðarmanninum láist oft að gera mismun á vinnu áhugamannsins og hengilmænunnar, þegar hann lítur á fram- kvæmdirnar og reynir að gera sér grein fyrir kostnaðinum. Menn aðgæta ekki mun þess manns, sem leggur sig óskiptan í verkið og vinn- ur að því af kappi, og hins, sem kastar til þeSs hendinni, áhuga- og hugsunarlaust. Hér kemur h'ka fleira til. Þið hafið haft ykkar kaupfélag og langfíestir skipt við það. Frá því hafið þið árlega fengið ykkar verzlunargróða, og þá líka lagt í ykkar sameignarsjóði, en þeir hafa gert ykkur mögulegt að búa svo að ykkar kaupfélagi, að framleiðsluvörur ykkar hefur verið hægt að til- reiða sem fyrsta flokks vörur. Því miður veit eg ekki, hve verzlunarágóðinn hefur verið mikill síðan um aldamót, en eg veit hver hann hefur verið á þriðja áratug, en það eru krónur 13.261.384.13, mér er nær að halda, að þið hafið gert alla ykkar nýrækt fyrir verzlunarágóðann frá kaupfélaginu og jarðræktarstyrkinn. Nýrækt- in er um 900 ha.... í skjóli verzlunarsamtaka ykkar, stofnuðuð þið mjólkursamlag, fluttuð mjólkina í sameiningu og unnuð hana í samein. og selduð hana og vörurnar úr henni í samein- ingu. Hvílík lyftistöng þetta hefur orðið má marka á því, að fyrsta starfsárið, 1928, tók sam- lagið á móti 1 millj. kg. mjólkur, en á síðastliðnu1 ári 13 millj. kg.“. Og enn sagði ræðumaður: „Aldamótakynslóðin var hugsjónakynslóð. Hún skildi, að enn er Guð að skapa, og hún tók höndum saman við hann og vann með honum að því að fegra Eyjafjörð, að því að búa komandi kynslóð betri starfsgrundvöll." Kirkjubrekkan og F egrunarfélagið. ÞANN 7. AGÚST sl. hripaði eg nokkrar lokalínur — að eg hugði — í Fokdreifar Dags um þetta gamla og þráláta áhugamál mitt, Kirkjubrekkuna: „Bros Akur- eyrar“ og „Fágæt bæjarprýði“. — Hugði eg þá, að eg myndi eigi framar þurfa að stinga niður penna á þessum vettvangi! — Þar sagði eg m. a., og skal það nú endurtekið: „. . . . Og nú er loks tekið að sinna norðurhlið Kirkjubrekk- uunar. ... og verður sennilcga lokið, þótt gætilega sé farið.... Verður nú sennilega bætt fyrir „brotaglæpi“ neðstu þrepanna með því að halda beygju 3—4 efstu þrcpanna sem lengst inn í brckkuna norðan kirkjunnar, svo að jafnvægi náist I heildarsvip brckkunnar og fegurðarauki!.. . Ekki skal farið fram á meira að sinni. — En þessu verður að sinna!“ Nú er verkinu lokið. — En þessu var ekki sinnt! — Og nú er mér spurn: Hvernig geta starfandi menn og sæmilega verklagnir, að því er virðist, verið svona blindir! — Og hver segir svona fyrir verk- um? Og hvar er nú Fegrunarfé- lag Akureyrar, sem annars er svo natið að hnýsast í garða ná- ungans, og jafnvel einna helzt þeirra, er sjálfir hafa ríka feg- urðarþrá og framkvæmdavilja á þeim vettvangi! — Hví hefur Fegrunarfélagið ekki „lyft aug- um sínum til hæða Kirkjubrekk- unnar“ og tekið þar að sér for- ustuna? Virðist þó fátt annað liggja því nær! — Kirkjubrekk- an er þó sameign okkar allra, bæjarbúa! Hún hefur verið van- rækt árum saman, og fyrir- hyggjulítil íhlaupa-fegrun aldrei verið unnin með heildaryfirsýn og samræmi! Nú er Kirkjubrekkan svipur hjá sjón samanborið við það, sem hún hefði getað verið, — og hefði átt að vera að loknu „löngu verki"! Að svo mæltu fel eg Fegrunar- félaginu Kirkjubrekkuna til fram tíðarfegrunar og umbóta, er þar að kemur, um leið og eg kveð hana eftir margra ára samfylgd, hryggur í huga. — v. Áheit. AHEIT eru eins konar happ- drætti um hamingjuna, þó án áhættu, því að ekkert þarf að greiða fyrr en óskin er uppfyllt. Alkunn er hin fræga Strandar- kirkja fyrir áheit. Þangað hefur fólk um allt land leitað með áheit sín. Kirkjan er orðin stórauðug á okkar mælikvarða. Auk þess að hafa fengið miklar endurbætur og vera vel búin hið ytra sem innra á hún í sjóði hátt á þriðju milljón króna. Fé þetta geymir hinn Almenni kirkjusjóður og ávaxtar í útlánum til endurbóta á kirkjum og kirkjubygginga. — Má af þessu sjá hversu mikill fjárhagsstuðningur áheitin eru fyrir það málefni, sem þeim er beint að. Áður hefur verið frá því sagt, að hafin sé bygging nýrrar kirkju í Reykjahlíð við Mývatn. Þetta er fjárfrekt fyrirtæki, en fámennur söfnuður. Mikil ástæða er til að ætla að þessi kirkja muni verða vel við áheitum. — Kirkjan, sem jarðeldurinn, hraunflóðið mikla, hikaði við að i'áðast að, en sneiddi fi’am hjá. — Er þegar fengin nokkur reynsla um þetta. Þegar hefur dálítill hópur manna hafið áheitaleiðina og orðið vel til. Nöín þessa fólks fara hér á eftir: Bára Sigfúsd. kr. 50 og aftur kr. 50. — Kristjana Hallgrímsd. kr, 50 og aftur kr. 500. — Rósa Sigurjónsd. kr. 50. — Kristín Sigfúsd. kr. 180. — Sólveig Stef- ánsd. kr. 50 og aftur kr. 300. — Kristín Jónasd. kr. 100. — Sigfús Hallgrímss. kr. 200. — Guðfinna Stefánsd. kr. 100. — Sigurður Bárðarson kr. 50. — Helgi Þor- steinsson kr. 100. — Ónefndur kr. 50. Fyrir hönd kirkjunnar færi eg þessu fólki kærar þakkir. Áheitum veitir undirritaður móttöku. Vogum, 27. sept. 1958. Sigfús Hallgrímsson. Hvar er Iögreglan? í VIKUNNI sem leið var tölu- verð ölvun og drykkjulæti í miðbænum. Einn af borgurum bæjarins, sem góða aðstöðu hef- ur til að fylgjast með slíku, kom að máli við blaðið og hafði ófagra sögu að segja af þessu. — Eitt kvöldið, þegar drykkjulætin voru mest, var enginn lögreglu- þjónn sjáanlegur í Hafnarstræti í heila klukkustund og langtím- um saman sést enginn lögreglu- þjónn á vakt hér í miðbænum og er það í sannleika hart, sagði hann. Hinn fríði flokkur lögreglu- manna í Akureyrarkaupstað saman stóð af 13 mönnum í sum- ar, en telur nú 10 manns síðan um miðjan sept. sl. Minna mætti nú sjá, mun einhver hugsa. En þegar betur er að gáð starfa lög- regluþjónarnir aðeins 8 klukku- stundir á dag og hafa auk þess sína frídaga og sumarfrí. Þeir þi'ír lögreglumenn, sem bætt er við á sumrin, vega tæpast á móti sumarfríum hinna föstu lög- reglumanna, svo að lögreglan hefur þá ekki nema 10 eða tæp- lega það, á að skipa. Og nú eru þessir menn 10 talsins og vinna í vöktum. Á kvöldvaktinni eru aðeins þrír lögregluþjónar, og er það heldur lítið, þegar eitthvað er um að vera í bænum, svo sem þegar skip eru í höfn eða margt ferða- manna í bænum. Af þessum þremur er 1 bundinn á varðstof- unni en tveir úti til að gæta laga og réttar. Fer þá að verða skilj- anlegt hvers vegna lögregluþjón- arnir sjást svo sjaldan í mið- bænum. Það getui' einfaldlega stafað af því að þeir komist ekki yfir meira langtímum saman, en sinna beiðnum um aðstoð hér og þar út um bæ. Borgararnir vilja vissulega að lögreglan sé alltaf reiðubúin til að koma til aðstoð- ar þegar eitthvað bjátar á, bæði á samkomur og í heimahús og svo eru líka gerðar þær kröfur að hún sé hvarvetna nálæg, þar sem þess er þörf á götum úti. Og þetta þarf líka svo að vera til að veita borgurunum það öryggi, sem æskilegt er. En því er eins varið um lögregluna og aðra þjónustu, að hún kostar peninga. Bær og ríki leggja fram mikið fé til lögreglumála og sumum mun vart finnast það endurgoldið. — Margt mælii' með því, að lög- regluþjónum sé fjölgað hér í (Framhald á 7. síðu.) Akureyrarmeistari 1958 Akureyrarmót í knattspyrnu fór fram 28. sept. sl. Þá vann Þór KA með 4 mörkum gegn 1 og varð því Akureyrarnieistari 1958. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Hvernig getur sú þjóð verið frjáls, sem ekki hef- ur lært að vera réttlát? (Sieyés.) ——■—o------- Ivy Baker Priest ritar grein í bandarískt kvenna- blað og nefnir liana: Sýnum við börnum okkar nógu mikið afskipa- leysi? í grein þessari segir meðal annars: „Faðir minn var vanur að segja: Barn þarf á fernu að halda: Það þarfnast niikils kærleika, mikillar og hollrar fæðu; það þarf mikla sápu og ósköpin öll af vatni, en að því búnu þarf barnið helling af góðu og hollu afskiptaleysi.“ -----------------------o------ Sú, sem speglar sig oft, spinnur iítið. (Franskur málsháttur.) Jón Forni Sigurðsson Fæddur 3. maí 1930. Dáinn 26. ágúst 1958. Sverfur að lijarta, sorg að dyrum lemur, sól virðist liverfa bak við þykkan múr. Hugurinn gjarnan rauna sáhna semur, sízt er að undra, falli harmaskúr. Ungur og virtur heiðurssmaður horfinn, hart er og fastan óðalsgarður sorfinn. Brátt fölna hlíðar, sumri senn að halla, sveitin mun ckki þola í raðir skörð. Því verður sárt þá klukkur dauðans kalla, hver getur varizt, hér á mennskri jörð. Hverfulir hlutir, svo er einnig sálin, sortanum bregður marg oft frarn í álinn. Ljúfmenni er kallað, för á enda farin, frjálsmannlegt. bros og vingjarnt slokknað er, mikill á velli, undir brúnum arin, andlega styrkur, gætti vel að sér. Þennan mann harmar sveitin gróður sæla, svo mun og Iíka allur fjöldinn mæla. Minningar góðar, hugann löngum laga, ljúfar og kærar, gefa sálar frið. Astvinir fá ei þennan þunga skaða þrautar og sorgar bættan, aðeins grið. Bænir og vonin, brjósti þungu sefar, blessun frá drottni, hver einn tæpast efar. Húsfreyjan unga, sorgar byrði sára, sínuisr á herðum þyngsta allra ber. Ungbörnin skynja ekki tregann tára til þess of ung, og una að leikjum sér. Ættmanna hópar aftur sáran sakna svo fer ög vinum, lindir hjartans vakna. Til þín og nafni, lítið ljóð er sniðið, Ijúf var og göfug æ þín karhnanns lund, einróma þakka, árin allt scnn liðið allir þér kynntust, þína ævi stund. Beðið er hljótt, að blessun guðs þig leiði, brosi þér dýrðin. Skíni sól í heiði. J. G. P.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.