Dagur - 26.10.1960, Side 5

Dagur - 26.10.1960, Side 5
4 5 r'.............................. ..................... '.......... ' HIN MIKLU TÍMAMÓT ÞEGAR fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1961 var lagt fram á Alþingi 11. októ- ber, var þess getið í stjómarblöðun- um líkt og gerzt hefði kraftaverk. f mikillátum fyrirsögnum var frum- varp þetta talið til meiri háttar tíma- móta í stjórnmálasögunni og það vitna um allt í senn: ráðdeild, spam- að og stórhug, og að nú væri ríkisút- gjöldum stillt í hóf í fyrsta sinn í langan tíma, til blessunar fyrir land og lýð og til dýrðar höfundum sínum. Núverandi stjórnarstefna markar tímamót, satt cr það. Fjárlagafrum- varpið ber því einmitt vitni. En þegar haft er í huga, að ríkisútgjöldin hafa hækkað um 700 milljónir króna síðan 1958, í stjórnartíð íhalds og krata, og eru nú áætluð um 1550 milljónir, þá er von að margur undrist. En sú undrun á ekki skylt við neins konar hrifningu á fjármálastjórn ríkisins á síðustu árum, heldur er hún blandin ótta um framtíðina, ef svo verður fram haldið, sem nú horfir. f fyrra, eftir að hinar nýju efna- hagsráðstafanir voru gerðar, skellti ríkisstjórnin á nýjum innflutnings- söluskatti í uppbót á allar aðrar kjaraskerðingar og skattaálögur, en lofaði jafnframt oft og mörgum sinn- um að afnema skatt þennan um næstu áramót. Nú er þessi illræmdi skattur framlengdur, samkv. fjárlaga- frumvarpinu. Nú skyldu menn ætla, að með hinni óhóflegu skattheimtu til ríkissjóðs væri miklu fjármagni beint til verklegra framkvæmda í landinu. En því fer fjarri. Framkvæmdir hins opinbera og aðstoð við framkvæmdir og opinber þjónusta dragast stórlega saman, sumar beinlínis að krónutölu. Fjármálaráðherra hælir sér hins veg- ar af spamaði og nefnir sem dæmi, að minna fé verði varið til strandferða, til eftirlits með skattheimtu, til jarð- borana, til Landssímans, til útrýming- ar meindýra, til framkvæmda við hafnarmannvirki, til landhelgisgæzlu, til niðurgreiðslna og til Alþingis. Siunt af þessu er algerlega óraunhæft og út í Ioftið og stenzt ekki, annað er hrein samdráttarstefna. Jafnan þykir það marka nokkuð glögga stefna, hve mikill hundraðs- hluti ríkisútgjalda gengur til verk- Iegra framkvæmda í landinu. Benda má á, að stjórnarflokkarnir hafa kom- ið þeim hluta úr 28% niður í 18,4%. Þannig er dregið svo mikið úr áðstoð ríkisins við raunhæfar framfarir í landinu, að ljóst er hvert stefnir. Rík- stjórnin hefur í málgögnum sínum bannfært þá farsælu stefnu, að marg- ir einstaklingar geti eignast arðbær atvinnufyrirtæki með aðstoð ríkisins. Nú eiga fáir útvaldir að taka við. — Koma skal á nýjum þjóðfélagshátt- um, þar sem f jármagnið ræður. Þegar hinir mörgu, sem nú eru að komast í greiðsluþrot og sjá ekki fram úr vandræðunum, gefast alveg upp, eiga binir útvöldu að taka við. Stundum er minna en allt þetta kennt við merk tímamót. En þessi tímamót cinkenn- ast af þeim endemum, að kalla sam- dráttar- og kreppustefnu yfir þjóðina með óskynsamlegum stjórnarháttum. f útvarpsumræðum í fyrrakvöld leyndi það sér ekki, að núverandi rík- isstjóm er búin að tapa leiknum. — „Viðreisnin“ er fallin á fyrsta ári! „Of mikiS meðlæti fil aS komasf óskemmdur frá því Fyrir tuitugu og fimm árum segir Helgi Jónasson grasafræðingur frá Gvendarstöðum við blaðið MARGIR eiga sér hugarheima víðsfjarri daglegum störfum og eru þar langdvölum, aðrir nota haga hönd í tómstundum, lesa eða skrifa bækur, og þannig mætti lengi telja. Sagt er um ýmsa, að þeim falli aldrei verk úr hendi, og til eru þeir, sem þurfa mikið að sofa. Helgi Jónasson bóndi og grasa- fræðingur í Kinn er mikill grasafræðingur, þótt ekki sé hann langskólagenginn, og hef- ur stundað þau fræði jafnhliða búskapnum á langri ævi. Nú er hann kominn á áttræðisaldur, hefur látið búið í hendur sona sinna og gefur sig meira að grasafræðirannsóknum en nokkru sinni fyrr og fer stund- um í langa rannsóknarleið- angra. Eg mætti honum nýlega hér í bænum og bað hann að líta inn á skrifstofur blaðsins, ef hann hefði tíma. Hann lofaði því gegn því skilyrði, að „sér yrði ekki gert neitt!“ Síðar um daginn efndi hann loforðið og fer samtal okkar hér á eftir. Fórstu í nokkurn grasaleið- angur í sumar? Ojá, reyndar gerði eg það. Fór til Vestfjarða og var eink- um í Æðey og á Snæfjalla- strönd. Mér var hugleikið að finna burknategund eina, svo- nefndan hlíðarburkna. Nei, ætl- arðu að fara að skrifa um þessa and....... vitleysu? Hann átti að vaxa í Grímshornahleif, rétt á móti Æðey, samkvæmt því er segir í Flóru. En eg fann ekkert og leitaði þó töluvert vandlega, og mér urðu það vonbrigði. Þó var sú raunabót, að Ingólfur Davíðsson grasafræðingur fann þar ekkert heldur í fyrra. Því miður hitti eg Ingólf ekki í ferð- inni til að segja honum þessa huggun mína. Svona var það. En það var gott að koma í Æð- ey, eins og annars staðar þar vestra. Þar sá eg skóþræl í fyrsta sinn á ævinni og notaði 11111111111111111111111111111iiiiiiiiin tllllltlllllllllll Myndarúður settar í Akureyrarkirkju Þær eru listaverk er sýna nokkur atriði úr æsku frelsarans AKUREYRINGAR vilja flest fyrir kirkju sína gera nema vera þar við guðsþjónustur. Nú er lokið við að setja fagrar, myndskreyttar rúður í alla fimm glugga kórsins. Blaðið leitaði frétta af þessu hjá séra Pétri Sigurgeirssyni sóknarpresti og svaraði hann ljúfmannlega öllum spurning- um. Hver átti frumkvæðið að þessum myndarúðum? Hugmyndin er nokkurra ára gömul. Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri og kona hans gáfu myndskreytta rúðu í miðglugga kórsins, og var það fyrsta listaverk sinnar tegund- ar, sem sett var í íslenzka kirkju. Kvenfélag Ákureyrar- kirkju beitti sér svo fyrir því, að myndarúður yrðu settar í hina fjóra kórgluggana. Sóknar- nefndin ákvað fyrir nokkru að gera pöntun í þessi listaverk. Þessi listiðnaður er gerður af einum færasta listamanni á þessu sviði, Mr. Frederick Cole hjá fyrirtækinu J. Wippel og Co., London, en í samráði við Guðmund Einarsson frá Miðdal, sem síðan sá um uppsetningu þegar hann kom hér síðast. Geta má þess, að einmitt þessir sömu listamenn unnu að hinum sögulegu og trúarlegu glugga- málverkum, sem eru aðalprýði Bessastaðakirkju. Hver er kostnaðurinn við þessi listaverk kirkjunnar? Fyrsta listaverkið var gefið, svo sem áður segir. Þá hefur Kvenfélag Akureyrarkirkju ákveðið að gefa myndarúðu í einn glugga til minningar um séra Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup og frú Ásdísi konu hans, sem var fyrsti formaður félags- ins. En bæði unnu þau hjón öt- ullega að byggingu kirkjunnar fyrir 20 árum, og fer vel á því að þeirra sé minnzt á þennan hátt á þessum tímamótum. Þá eru þrír gluggar eftir. Hver gluggi kostar um 50 þús. kr. Kifkjan stendur að sjálfsögðu straum af þeim kostnaði, nema einhverjir vilji heiðra minn- ingu látinna vina á líkan hátt og Kvenfélag kirkjunnar. Verður ekki 20 ára afmælis- ins minnzt á veglegan hátt? Jú, tuttugu ára afmælisdag- urinn er 17. nóvember næstk. Gluggamálverkin komu í tilefni þessa merka afmælis og er gleðilegt, að þau skuli vera komin á sinn stað og prýða kirkjuna. Svo er pípuorgelið í vændum. Það mun koma í ljós, að kirkjan á sterk ítök í hugum sóknarbarnanna, og eg vil þakka þann fórnarhug, segir séra Pétur Sigurgeirsson að lokum. Blaðið þakkar sóknarprestin- um fyrir greið og góð svör. Akureyrarkirkja er 20 ára. Hún er veglegt guðshús og byggð á fögrum stað. Nýtt hljóðfæri, myndskreytingar og fleiri góður búnaður sýna rækt- arsemi við stofnunina. Ef hinn ytri búnaður færir menn nær kjarnanum í kenningum þess er kirkjan vegsamar, þá er enginn fóm of stór. □ hann. Það er þægilegt verk- færi. Hvað varstu lengi í ferðinni? Fór að heiman 2. ágúst og kom heim um miðjan septem- ber. Reyndar fór eg líka suður í Hvalfjörð og kallaðist vera þar í grasaleit. En eg sveikst um og tíminn fór í ýmislegt annað líka. Eg fór bæði um Brynjudal og Botnsdal. Þar var eg allsendis ókunnugur. Eg held að engir grasafræðingar Helgi Jónasson. hafi lagt þangað leið sína í rannsóknarerindum. Margt var fallið af því, sem eg vildi sjá, enda orðið áliðið sumars. Fannstu nýjar tegundir? Það er ekki líklegt, segir Helgi, þó ekki útilokað. En kannski er það bara vitleysa. Eg sá eina plöntu, sem eg þekkti ekki. Eg fór með hana til' þeirra grasafræðinga, sem eg náði í og þeir þekktu hana ekki heldur. Blómið var fallið og því verra að átta sig á henni. Það getur orðið langt þangað til þetta upplýsist. Plöntuna fann eg í Botnsdal. Fórstu víðar um á Suður- landi? Eg flæktist dálítið. Fór aust- ur að Selfossi. Þar tók gott fólk við mér og fór með mig allt austur í Fljótshlíð. Eg lenti líka með Steingrími Steinþórssyni austur í Gunnarsholt. Mér verður sú ferð minnisstæð. Þar var dásamlegt að sjá árangur sandgræðslunnar. En það vant- ar fólk til að nytja hið grædda land. Páll sandgæðslustjóri lét fara með mig um sandgræðsl- una. Ekki vantaði gestrisnina. Hvaða áhrif hafa þessi ferða- lög á þig? Ekki hef eg batnað held eg. Þetta er of mikið meðlæti til að komast óskemmdur frá því. Heldurðu að þú farir í grasa- leiðangur næsta sumar? Það er ekki gott að vita. Eg veit ekki til að því séu takmörk sett hvað vitleysan getur teymt mann langt. Hver veit? En nú mun nóg komið, og við eyðum tímanum til einkis. Varstu sérstaklega tímabund- inn? Hver hefur ekki mikið að gera? En þú hefur kannski forðað mér frá því að gera ein- hverja aðra vitleysuna þessa stund. Kannski eg hefði annars farið að kaupa einhvern óþarf- ann, sem eg hefði ekkert haft með að gera. Hvernig finnst þér bezt að ferðast? Það er orðið fremur auðvelt að ferðast fyrir þá, sem hafa ráð á því og einhver erindi eiga. Bezt er að geta borið sig yfir á tveim jafnfljótum eða á hestbaki, þegar ekki er langt að fara. Nú á eg engan hestinn lengur. Átti seinast eineygða meri, sem var svo sem nógu góð handa mér. Og nú er mig farið að langa til að eiga þægi- legt hross á ný, til að vera sjálfbjarga bæja á milli og ekki upp á aðra kominn. Hvar þótti þér bezt að koma? Auðvitað í Æðey, eins og æf- inlega. En mér þótti hlýlegt að koma á heimili útlendrar konu, sem gift er íslenzkum bónda á Suðurlandi. Hún er orðin svo rótgróin hér, að hún vill ekki annars staðar vera, hvergi sé annað eins frjálsræði til. Heim- ilið er enn fátækt, en þar var mikil heimilishlýja — og ríki- dæníi hið innra. Nokkuð að frétta úr Kinn? Ekki það eg man. Við búum í sátt og samlyndi eins og æfin- lega þar í sveit. En í sambandi við þessi ferðalög mín vil eg segja það, að alltaf sé eg betur og betur hvað við eigum fallegt land og gott land og hve mikið af því er ónumið. — Nú segi eg; ekki meira og er farinn. Svo manstu hverju þú lofaðir "í uþþ'háfi. Eg þakka viðtalið og ósk'á hinum sérkennilega fræðimanni góðrar heimferðar. — E. D. Bílstjóraverkfall. Tíu daga bílstjóraverkfall var í Reykjavík til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnarinnar að hækka benzínskattinn um 4 aura. Þá ríkti óvenjuleg kyrrð í bænum. Aðeins 2 lögreglubíl- ar, 2 póstbílar, sjúkrabílar og læknabílar voru á ferðinni, svo og 2 bílar frá vetrarhjálpinni voru í gangi í höfuðstaðnum hina umræddu 10 daga. Nýjar bækur. Elinborg Lárusdóttir sendi frá sér fyrstu sögur sínar, „Flúðir“ Jóns Magnússonar komu út. Fjórða og síðasta bindi „Skálholts“ Guðmundar Kamb- ans kom út. Geysir endurvakinn. Geysir var endurvakinn og er fax-inn að gjósa á ný. Trausti Einai'sson var fenginn til að finna ráð til að endurvekja Geysi. Með því að höggva dá- litla rennu í skálarbarminn og lækka með því yfirborð vatns- ins, hækkaði yfirborðshitinn úr 65 gráðum í 94 og hverinn hóf að gjósa. □ Rjupna-þurrð um land allf Með laga-leyfi er keppt að því að farga því litla sem fyrirfinnst ÞÆR FRÉTTIR berast víðs vegar að með blöðum og út- varpi, að nú sé heldur en ekki fátt um í-júpuna, og sums staðar sjáist hún alls ekki. Gangna- menn hafi jafnvel faiáð um af- rétt og öræfi án þess að sjá rjúpu. En ekki var sá 15. þ. m. fyrr upprunninn, og fi'iðun væntan- legi'a rjúpna lokið, er hópar veiðibráðra rjúpnabana, sprett- harði-a og jafnvel á bílum, hröðuðu sér til fjalla i þeim þjóðþi'ifa-tilgangi að leitast við að fai'ga þ, a. m. k. „þeim kvik- indum“, sem eftir kynnu að vera, — og lagavei’nd ríkisins hefur snúið baki við, einmitt þegar augljós var þörfin fyrir algerða friðun! Þar sem rjúpna verður vai't, og slæðingur er af þeim, fékk einstöku veiðimaður 20—30 fyi'sta daginn, en aðrir enga, eða 1—2, og voru þá a. m. k. tvær skyttur um hverja rjúpu. — Þetta eru þá fréttii-nar!---------- Þessar fréttir sýna og sanna • iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiii» | SKÓLAMINNI | (Sungið við skólavígslu í Húsavík 9. okt. 1960.) Lag: Yfir fornum frægðarströndum. = i Hér á grónum Garðars-slóðum i glæst er risin höll. 1 i jj Skartar hún í skini sólar, i | skreytir grænan völl, I há til lofts og víð til veggja, i I vegleg, björt og fríð. i Hér skal mennt og manndómshugur i | magnast ár og síð. i i Hér skal andans sjóðum safna i i sérhver kynslóð ný. i Hér skal dáð og drenglund efla i | dugraun hverri í. | Húsavíkur heilladísum i hér sé búið skjól, i i meðal sól á sumargöngu . | i signir norðurpól. i i Gamla skólans gengnu stundir i geymir minning klökk. | Nýi skólinn ávallt öðlist i allra hrós og þökk. 1 Aldrei á hans vegum vaxi 1 viðsjál þyrnirós. i Við hann rætist vonir tengdar: | Verði meira Ijós. f | Jóhannes Guðmundsson. I •■imiiMmiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiuiimiiiMiiiimiiiiiiiimiiiiiiimi|iiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimi» fullkomlega,- hve lítið er af rjúpunni um þessar mundii'. En þrátt fyi'ir það eru veiðar leyfð- ar, þótt fyrirsjáanlegt sé, að þeim hafi ekki fjölgað neitt að ráði á þessu sumri, sem þó hef- ur verið eitt bezta í manna minnum. En hver er þá ástæðan til þess, að rjúpunni hefur ekki fjölgað, eins og við hefði mátt búast? Eg ætla að bregða hér upp skyndimynd af tíðarfarinu frá haustinu 1957 og fram að þessu hausti, svo að sjá megi, hve bi’eytilegt það hefur verið, og hvernig rjúpunum muni hafa gengið að standast þær breytingar. Fi'á nóvember 1957 og mest allan veturinn 1958 var mjög hart í ári, og fækkaði þá rjúp- um mjög mikið. En um haustið sama ár var veiði leyfð að vanda, þrátt fyrir þótt lítið væri af í'júpu. Vorið 1959 var með afbrigðum gott, og gróður kom snemma, bæði á tún, haglendi og heiðar, svo að allt virtist leika í lyndi. í byrjun júní voru fuglar búnir að verpa, og ung- ar víða komnir á kreik um miðjan mánuðinn. Er því vart hugsanlegt annað, en að í'júpur hafi einmitt lokið vai'pi, og ungar flestir úr eggjum komnir um þær mundir. En einmitt þegar svona stóð á, dundu yfir þær mestu hríðar, sem menn muna eftir á þessum tíma vors, og fuglar féllu í hrönnum. En þótt vér setjum nú svo, að rjúpur hafi ekki vei'pt fyrr en eftir þessar hríðar, þá hefur þó vai'pinu seinkað svo mjög, að ungarnir hafa tæplega verið vei-ið oi’ðnir fullþroska, þegar norðan-fái'viðrið skall á 8. nóv- ember um haustið, og hefur því sú sumai-fjölgun sennilega mest öll farið forgörðum. Hvei'nig sem á mál þetta er litið, þá mun ljóst, að sjaldan mun verið hafa meiri þörf en einmitt nú að alfi'iða í'júpuna. — Það er því áskoi'un mín til allra sveitastjóma, að alfriða rjúpuna í 5 ár í löndum sínum, meðan henni er að fjölga eitt- hvað að ráði. Ætti þetta að vera auðsótt mál, þar eð nú vii’ðist auðséð, að rjúpnastofn- inn sé í upplausn og bráðri hættu. Tel eg víst að öllumsveit arstjórnum eigi að vera heim- ilt, í samráði við bændur sveita sinna, að alfriða hvaða fugla- tegund sem er í sínu umdæmi. Lýk eg svo máli mínu í þeirri von, að þetta fái skjóta af- greiðslu. Skrifað fyrsta vetrardag 1960 Guðni Sigurðsson, Akureyri. JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:.... Er nállúrufræði leiðinlegf námsefni? i FVRSTI ÞÁTTUR sköpunarsögu biblíunnar hermir frá því, hvcrnig allur hinn sýnilegi heimur varð til í öndverðu. Fleiri heimildir eru til unx þennan atburð, en þeim ber öllum saman um að heimurinn sé dásamlegt furðuverk um fegurð og tilbreytni, svo að ekki sé íleira nefnt til lofs og dýrðar vorri veröld. En hér á íslandi er af mörgum mönnum litið allt öðruvfsi á eðli og ágxti náttúrufræðinnar. Dr. Finnur Guðmúndsson, forustu- maður náttúrufræðisafnsins í Reykjavík, lielur látið svo um mælt í tveimur stærstu predikunar stólum landsins, útvarpinu og Morgunblaðinu, að námi þessarar fræðigreinar sé yfirleitt þannig farið hér á landi, að telja megi nálega óhugsandi, að íslenzk ung- menni komist með lifandi áhuga fyrir náttúrufræði gegnum skóla- kerfi þjóðarinnar. Með dómi þessa manns, sem mesta hefur yfir- sýn um ástand náttúrufræði- kennslu hér á landi, mun fæstum þykja furðulegt að meginhluta nemenda í skólum landsins þykir náttúrufræðinámið þreytandi og leiðinlegt. Ekki er Jxetta ástand nýtilkomið. Að vísu hafa hér starfað allmargir ágætir og skemmtilegir náttúrufræðikennar- ar, Benedikt Gröndal skáld, Þor- valdur Thoroddsen og Stefán Stef- ánsson skólameistari, svo að nefnd séu fáein nöfn. Þessum frægu nxönnum og nokkrum öðrum kennurum hefur tekizt að gera nemendur hrifna af náttúrufræði- námi, en hin dæmin eru rniklu fleiri, einkum á síðari árum, eftir að allt nám æskumanna varð skylduvinna. Allt of margir nem- endur í mörgurn skólum verða vetur eftir vetur að laka þátt 1 liarðri glímu á vegum próflær- dómsins, til Jxess að nema um beinagrindur dýra, tennur þeirra, klær, klaufir og hliðstæðan fróð- leik um gróður jarðarinnar. A sarna veg er kennt um hnetti sól- kerfisins. Þegar ég byrjaði fyrir mörgum árurn að hafa umsjón með kennslustarfi í Kennaraskólanum, varð ég þess íljótt var, að börnin, sem Jxar voru við nám, áttu erfitt með að nema unx beinagrindur dýra og ættareinkenni jurta. Hins vegar fann ég, að Jiegar hægt var að sýna börnunum góðar myndir af Jxekktunx dýruxn og segja Jxeim sögur af þroska og athafnalífi Jxeirra, þá Jxóttust Jxau komast í skemmtilegan heim. — Börnin mundu vel Jxað, sem sagt var frá með Jxessum hætti og vildu íá meira að licyra. Eg hafði fengið liliðstæða reynslu við stutt nám í Möðruvallaskóla hjá Stefáni Stefánssyni. Gamla skólahúsið var þá brunnið og fátt um bækur og kennslutæki, en kennarinn gerði alla náttúrufræði skemmtilega og hrífandi, bæði vegna mikillar fræðiþekkingar sinnar, en þó ekki síður með vaxandi áhuga sínum. Margir af lærisveinum Stefáns söfnuðu jurtum, steinum, eggjum, skeljum og íleiri náttúrugripum í tómstundum sínum af j>ví að Jxeir liöfðu áhuga lyrir lræðigreininni. Vegna Jxessara áhrifa lrá góðutn náttúrufræðikennara hef ég sem leikmaður og byrjandi í náttúru- fræði staðið að þremur tilraumnn til að gera náttúruskoðun í land- inu lífrænni heldur en áður var. Sumar þessar tilraunir hafa heppn azt jafnvel betur en við var búizt, en endranær hefur lítið orðið úr framkvæmdinni. Samt vil ég segja frá þessum tilraunum, ef það gæti orðið til að raska svefnró náttúru- fræðikennara í mörgum skólum landsins, sem sætta sig við liið öm- urlega ástand þessarar fræðigrein- ar. Fyrstu tilraunina gerði ég árið 1929 með því að korna til leiðar að 5.-bekkingar í menntaskólun- unx í Reykjavík og á Akureyri fóru austur í Hornafjörð undir forustu náttúrufræðikennara sinna, Guð- mundar Bárðarsonar og Pálma Hannessonar. Varðskip fluttu nemendurna báðir leiðir. Förin varaði í hállan mánuð. Nemend- urnir hölðu góðan farkost, nesti, tjöld og allan nauðsynlegan út- búnað til fararinnar. Leiðangur Jxessi láiiaðist mjög vel, Tveir helztu náttúrufræðingar landsins voru hér að verki með ungum og efnilegum mönnum. Þeir ferðuð- ust saman unx fjöll og firnindi í fögru og brevtilegu héraði. Aldrei fyrr í sögu landsins hafði slíkur nemendahópur komizt í svo náin kynni við náttúru landsins um tveggja vikna skeið undir liand- leiðslu hæfustu náttúrufræðinga, sem Jxá voru uppi í landinu. Þessar námsferðir 5. bekkinga í tveimur menntaskólum landsins hafa haldið áfranx í lítið breyttri mynd síðastliðin 30 ár, Jxó að auk- in dýrtið og vaxandi veraldar- hyggja hafi haft nokkur deyfandi áhrif á Jxetta ferðalag sum síðari árin. En þessi 5. bekkjar. ferð til Hornafjarðar 1929 leiddi til Jxess, að nálega allir skólar landsins hafa tekið upp Jxann sið að ljúka námi hvern vetur með skólaferð. Oft varir Jxetta ferðalag ekki nema einn eða tvo daga, en stundum nær heimsóknin til annarra lands- fjórðunga og jafnvel til annarra landa. Þetta ferðalag nemenda í elztu menntaskólum lá'ndsins varð að almennum uppeldissið í landinu. Margir 5. bekkingar minnast nú Jxessarar skólaferðar sem einhverr- ar mestu gleðistunda ævinnar. Oft hefur í Jxessum ferðum verið hald- ið fast við hinn upphaflega til- gang ferðanna að kynna æskunni náttúrueinkenni landsins, en oft liaía ferðirnar fyrst og Iremst orð- ið vakningartími og uppbót á Jxreytandi námu í skólabekkjun- um. Mörgum árum síðar lagði ég til í blaði í Reykjavik að leitazt yrði við að gera grasalræðikennsluna í barna- og unglingaskólum líf- rænni og hagfelldari nxeð því að láta skólana fá aðgang að gróður- lnisi við grasafræðikennsluna, Jxar sem þvi rnætti við koma. í Reykja- vík og fleiri kaupstöðum er jarð- hiti nægnr til að lxita Jxau hús kostnaðarlítið. Þá eru margir aðr-|» ir, skólar, bæði héraðsskólar og j Iiúsmæðraskólar, á jarðhitasvæð- J um og er auðvelt að koma Jxar * fyrir slíkri kennslu. í Reykjavík og hinum stæiri kaupstöðum ættu að vera stór gróðurhús með fjöl- breyttum jurtagróðri. Vel má koma jxví við í skammdeginu að raíljós bæti mjög úr sólarleysinu, ef rétt er að farið. Iíennarar kæmu Jxangað með nemendahópa sína. Allir hafa með sér stækkunargler og ýmis tæki önnur til Jxess að komast í gróðurhúsununx í náin kynni við náttúruna í allri dýrð sinni. A vorin gætu áhugasamir kennarar farið með heila bekki úr þéttbýlinu út á víðavang og hald- ið áfram að tengja æskuna við gróðurríki landsins. Margir menn hafa lesið Jxessar tillögur um gróðurhúsin. Sumir liafa tekið tillögnni hlýlega, en engir hafa enn komið hugmynd- inni í framkvæmd. Ég hygg, að skólaleiðtogar landsins komist varla hjá, Jxegar tímar líða, að taka Jxessa hugsjón til athugunar. í henni er gróðurmagn eins og í 5. bekkjarferð námsmannanna. Þriðja tilraunin varð fyrst að veruleika. Mér runnu til rifja þjámngar barnanna við náttúru- sögu, Jxar sem ínegináherzlan' var lögð á tannbyggingu, kjaft <xg klær dýranna. Ég var sannfærður um, að börnin myndu fagna Jxví, ef hægt væri að breyta um form í fxessu efni og taka dýrasögur í staðinn iyrir liinar leiðinlegu lýs- ingar einstakra líkamshluta dýr- anna. í stað Jxess kæmu [xá myndir úr sálarlíti dýranna og frásagnir um lílsbaráttu Jxeirra untlir breyti- legum kringumstæðum. A nokkr- um árum samdi ég í lijáverkum Jxrjú lítil dýrasöguhefti um spen- dýr, fugla, fiska og lægri dýrin. Ég var leikmaður í náttúrufræði, en þannig er liáttað um flesta feður og mæður hér á landi, sem Jxó hafa orðið að gefa börnum sín- um hugmynd um marga hluti, er komu við lífsbaráttuna. Ég tók mcr í hönd stóra og fræga bók eftir heimskunnan Jxýzkan dýra- íræðing, sem sagði skemmtilegar og fræðandi sixgur um flest dýr heimsins. Ég Jxýddi kafla úr Jxessu li'æga verki og öðrum niinni bók- um eftir aðra erlenda og nokkra íslenzka höfunda. Þessi litlu hefti urðu mjög vinsæl um allt land. Börnin og sumir foreldrar fögn- uðu Jxessari tilraun. Stóð [xannig í nokkur ár, að nálega öll börn í landinu fengu fyrstu bóklegu fiæðslu sína um dýrin með Jxví að lesa Jxessi hefti í skólunum eða lieinxa. En Jxegar landsprófin komu til sögunnar, töldu forystu- menn skólamálanna að Jxessar dýrasögur væru of stórar og viða- miklar. Börnin Jxyrflu að hafa lítil kver í sem flestum námsgreinum til að geta búið sig sem bezt undir prófin. Ég lét Ríkisútgáfu náms- bóka fá dýrasöguhefti mín. Það var tillag mitt til barnanna. Eg tók aðeins borgun lyrir mynda- mótin, sem fylgdu með ýkaupun- urn. Innan tíðar var dýrasögunum ýtt til hliðar, og í stáðinn kom gamla fræðslan um emstaka lík- amshluta dýranna, en fátt var Jxar sagt um sálarlíf þeirra eða athafn- ir í tilverubaráttunni. Kynni barna og dýra fóru mjög minnk- andi Jxegar fólkinu fækkaði í sveit- unum og bæjarbörnin höfðu lak- ari aðstöðu en fyrr til að fullnægja löngun sinni til að vera vinir og leikbræður dýranna.Hér var stigið stórt skref í öfuga átt. Börn og dýr Jxurfa að ná saman í bókunx ef ekki vill lxetur til. Ég held að kennarar hljóti að finna til nokk- urs sársauka yfir Jxessari afturför. Náttúran á ekki að vera lokaður isskápur, heldur lind lífsins. Nánxsferðir um dali og strendur. Jurtasöfnun á vorin og sumrin. Gróðurhús vegna kennslu við sem flesta skóla. Dýrasögur, skugga- myndir og litmyndir til skýringar í skólunum til að opna huga æsk- unnar fyrir legurð náttúrunnar. Allt Jxetta getur komið Jxegar unga fólkið, foreldiar, kennarar og prófnefndir verða hrædd við Jxað ófremdarástand, sem dr. Finnur Guðmundsson hefur lýst með full- um skilningi og djarfri tilfinningu Jxess manns setn þekkir allar hlið- ar íslenzkrar náttúrufræði. Þrátt fyírir Jxennan mótgang liafði ég ekki með öllu gefizt upp við dýrasögurnar og ég lékk í fyrra forlag Odds Björnssonar á Akureyri til að gefa út gömlu barnabókina mína um spendýrin. Sú útgáfa á að minna kennara, foreldra og börn á kennslufyrir- komulag sent er horfið í lxili en þarí að endurnýja í nýrri mynd. Þegar heftið um spendýrin var prentað á Akureyri keyptu all- margir skólar 30 cintök til lestrar í hverjum bekk. Margir foreldrar fengu Jxessar dýrasögur lxanda börnum sínum. Þessar dýrasögur mínar voru tilrauna verk í sinni tíð. Næsta Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.