Dagur - 27.04.1963, Blaðsíða 7

Dagur - 27.04.1963, Blaðsíða 7
7 Þjóðvarnarflokkurinn úr sögunni í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM frá Alþingi upplýsti Karl Guð- jónsson og síðan fleiri, að Þjóð- varnarílokkurinn og Alþýðu- bandalagið hefði gert „skrif- lega“ samninga um kosninga- bandalag. — Þjóðvarnarmenn tækju sæti á framboðslistum Al- þýðubandalagsins í vor. Þar með virðist Þjóðvarnarflokkur íslands úr sögunni en fyrri fylgj endur hans munu telja sig ó- bundna af hinu nýja „banda- lagi“ og styðja þá flokka aðra, er þeim bezt líkar. Samningar þessir hafa vakið mikla gremju bæði Alþýðu- bandalagsmanna og Þjóðvarnar- manna og munu hinir óbreyttu meðal hinna síðarnefndu hafa samninga þessa að engu, enda margir harðsnúnir andstæðing- ar kommúnista. Og til marks um óánægjuna er það, að á 16 manna miðstjórnarfundi Þjóð- VILTU LANA MER ELDSPÝTUR FIMM ÁRA drengur vék sér að mér um daginn og bað mig að lána sér eldspýtur. Minnugur þess hve oft hefur illt hlotizt af eldi í óvita höndum, spurði ég snáðann hvað hann ætlaði að gera við eldspýtur. Hann dró þá sígarettu upp úr vasa sínum og bar sig ekki viðvaningslega að. Guð hjálpi þér, barn, sagði ég og spurði síðan hvar hann fengi sígarettur. Stel þeim oftast frá mömmu, sagði strákur, og svo gefa margir mér líka. Þessi fimm ára drengur hefur reykt daglega um lengri tíma. Þessa sögu sagði ráðsettur heim ilisfaðir blaðinu á mánudaginn, og mætti hún verða síreykjandi fólki til umhugsunar. varnar nýlega, sögðu Ingimar Jónasson og Guðríður Gísladótt ir sig úr miðstjórninni í mót- mælaskyni út af samþykkt þess efnis að ganga kommum á hönd í kosningunum. En samþykktin var gerð með 8 atkv. gegn 4 en 4 sátu hjá. Þannig lauk þeirri atkvæðagreiðslu og þykir mörg- um að lítið hafi verið vandað til þessarar jarðarfarar, og ó- virðulega farið með leifar þess stjórnmálaflokks, sem margir góðir menn studdu á árum áður og væntu honum þá lengri líf- daga. Q HALLDORA SPYR GETUR nokkur frætt mig um það, hvar sjalið, peysufatasjalið góða, sem myndin er af, er nið- ur komið? Sjalið var á sýningunni á Ak- ureyri 1954. Sjalið er úr ís- lenzkri einskeftu með þrykkt- um rósum. Mig langar til að fá fréttir af sjali þessu og ná góðri mynd af því í bók mína: „Vefnaðurinn á íslenzkum heimilum á öldinni sem leið.“ „Dagur“ hefur góðfúslega lof að að taka á móti upplýsingum. Með kærri kveðju. Halldóra Bjamadóttir. Eiginmaður minn ÁRMANN TRYGGVI MAGNÚSSON lézt að heimili sínu, Norðurgötu 51, Akureyri, fimmtudaginn 25. apríl. Jarðarfjöýírt ákveðin ,síðar. Fyrir hönd vandamanna. Maríanna Valtýsdóttir. Móðir okkar, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þúfnavöllum, sem andaðist 22. apríl síðastliðinn verður jarðsungin að Möðruvöllum í Hörgárdal, þriðjudaginn 30. apríl kl. 2 e. h. - Bílferðir verða frá B.S.O. kl. 1.30. Álfhildur Guðmundsdóttir, Steingrímur Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og virðingu í garð frænda okkar HANNESAR DAVÍÐSSONAR frá Hofi, sem var jarðsunginn að Möðruvöllum í Hörgárdal 23. þ. m. Vandamenn. Skákþingi Akureyrar er nýlokið ÞÁTTTAKENDUE voru 23, 11 í meistaraflokki, 6 í I. fl. og 6 í II. fl. Úrslit urðu þessi: 1. Halldór Jónsson 814 v. 2. Jón Björgvinsson 7 v. 3. Kristinn Jónsson 6V2 v. 4. Jón Ingimarsson 6 v. 5. Júlíus Bogason 5Vz v. 6. Margeir Steingrímss. 5 v. 7. Ólafur Kristjánsson 4.Vz v. 8. Jón Þór 4% v. 9. Ari Friðfinnsson 4^2 v. 10. Anton Magnússon 2 v. 11. Haukur Jónson 1 v. Efstur í I. flokki varð Snorri Sigfússon með 4V> vinning af 5 mögulegum, og efstur í II. fl. varð Ævar Ragnarsson með 4 v. af 5 mögulegum. Hraðskákmót Akureyrar verð ur haldið n. k. sunnudag og hefst það kl. 1.30 í Landsbanka- salnum. - Frá bæjarstjórn (Framhald af blaðsíðu 5). Samþykkt var skipulagstil- laga að svæðinu norðan Lög- mannshlíðar og einnig að fara að vinna að skipulagningu svæð isins norðan Þingvallastrætis en vestan Mýravegar. Eftir að dagskrá hafði verið tæmd, óskaði Bragi Sigurjóns- son eftir því að tekin yrði á dag skrá tillaga frá sér um mjólkur- sölu í bænum. Var það gert. Fólst í tillögu þessari ósk um að bæjarstjórn hlutist til um að sölumjólk Mjólkursamlags KEA fáist með jöfnum kjörum til allra matvöruverzlana í bænum. Taldi flutningsmaður að Mjólk- ursamlagið mismunaði verzlun- um bæjarins í þessu efni að á- stæðulausu. Jakob Frímannsson benti á, að þvílík afskipti bæj- arstjórnar af mjólkursölunni væru ástæðulaus, þar sem farið væri í öllu eftir gildandi mjólk- ursölulögum um dreifingu mjólkurinnar. Nær væri, að óska eftir breytingu á sjálfri lagasetningunni, ef rök lægi fyr ir um nauðsyn þess. Fleiri tóku til máls um tillögu þessa, en að lokum var hún felld með jöfn- um atkvæðum.. ODYR BOLLAPÖR með lausum diski. Aðeins kr. 29.50. Nyloninnkaupanet Gleðilegt sumar! IAFNA# SXIPAGOIU MMI 1094 og útibúið á Hjalteyri. AKUREYRI LEIGIUM NÝIA V.W. BÍLA ÁN ÖKUMANNS SÍMAR: 1191 OG 2544 □ RUN.: 59634307 — Lokaf.: — H.: & V.: IÐNSKÓLANUM á Akureyri verður sagt upp á mánudag- inn. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. TIL SÖLU: Fjórtán manna Dodge- Weapon, árg. 1953, í mjög góðu lagi. Upplýsingar gefur Runólfur Engilbertsson, Haínarstræti 81. í B Ú Ð (3—4 herbergi) eða EIN- BÝLISHÚS óskast til kaups. Þarf að vera laust fyrir haustið. Mikil útborgun. Ármann Þorgrímsson, sími 1190 til kl. 7 e. h. ÍBÚÐ 4 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 2075. 1 -■ 1 ' . 1 • 1 " ÍBÚÐ ÓSKAST Vantar 2ja til 3ja her- bergja íbúð til leigu nú þegar eða 14. maí. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. Sigfús Sigfússon, sími 1100. HERBERGI ÓSKAST sem fyrst. Uppl. í síma 1800. TAPAÐ Peningaveski með nokkru af peningum, ásamt myndum, tapaðist á sum- ardagino fyrtta, Tinnandi vinsamlega geri aðvart í síma 2293. Fundarlaun. í bamakápur STRIGAEFNI 5 litir, kr. 82.00 pr. m. PILSEFNI, brún og grá, ódýr. SUMARKÁPUR POPLINKÁPUR NYLONKÁPUR MARKAÐURINN Sími 1261 KONUR! Munið fundinn í Hús- mæðraskólafélaginu í Hús- mæðraskólanum kl. 8.30 á sunnudagskvöldið. MUNIÐ minningarspjöld Kven- félagsins Hlífar. Allur ágóði rennur til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúð Jóhanns Valdi marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. AKUREYRINGAR. Mánud. 29. apríl verður samkoma í sal Hjálpræðishersins kl. 8.30 e. h. Kaptein Einar Höylund syngur og talar. Major Drive- klett stjórnar. Allir velkomn- ir. Hjálpræðisherinn. SIGURÐUR JÓNSSON Laxa- götu 8, Akureyri, varð 90 ára hinn 23. þ. m. - Smáft og stórf (Framhald af blaðsíðu 5). veita, því vandfundið er eflaust „Het Wapen van Amsterdam“, en svo hét skipið hollenska, sem þama lauk hinztu för árið 1667. TOGARI SELDUR ÚR LANDI. Fyrir fáum dögum var togar- inn Ólafur Jóhannesson seldur norskum útgerðarmönnum fyr- ir 2,75 milljónir ísl. króna. Tog* arinn er úr þrotabúi Vatneyrar- fyrirtækisins og smíðaður í A- berdeen 1951 og er 681 brúttó- lest að stærð. Svona er þá komið togaraút- gerð á íslandi, mun margur liugsa. Og hvers virði skyldu þá eldri togarar landsmanna á er- lendum markaði fyrst þessi tog- ari var seldur fyrir álíka verð og 26 tonna mótorbátur kostar, eða litlu meira. Og það var rík- ið, sem seldi togarann, sami að- ili, sem búið hefur á þann veg að íslenzkri togaraútgerð, að enginn fslendingur var fáanleg- ur til að leggja fé í kaup á þessu skipi. Hvað skyldi mega meta þá hátt, Akureyrartogarana? Og hve lengi mun verða talið „hag- kvæmt“ að reka þá með árleg- um framlögum úr sameiginle'g- um sjóði bæjarmanna? Enn fleiri spumingar koma í liugann, þegar 12 ára gamlir tog arar eru orðnir óseljanleg at- vinnutæki innanlands og nær verðlausir á erlendum markaði. Eða eru dagar togaraútgerðar á fslandi einfaldlega að verða tald ir? - LAND 0G ÞJ0Ð (Framhald af blaðsíðu 5). sjálfsagt, að hin nýfrjálsa þjóð semdi sig sem allra fyrst að sið- um annarra“. Á síðari staðnum átti að standa: „Öðrum fannst sjálfsagt að hér væri sosíalistaflokkur, sem styddist við verkalýð eins og í borgabyggðum iðnaðarland- anna. „Sósíalist“ var þýtt með orðinu „jafnaðarmaður‘, sem raunar er annarrar merkingar, en flokkurinn nefndur Alþýðu- flokkur“. (Framli.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.