Dagur - 12.02.1964, Side 8

Dagur - 12.02.1964, Side 8
8 ' EINS OG samgöngum á landi er nú háttað, er bifreiðavegur- inn milli Ólafsfjarðar og Dal- víkur tæplega 300 km. En und- anfarin sumur, allt frá 1957, hefur verið unnið að vegagerð milli þessara nágrannastaða, um Ólafsfjarðarmúla. Sú leið er ekki nema 18 km eða svo og styttist þá akvegurinn frá Ólafs firði til Dalvíkur um 270—280 km. Stórvirkar vinnuvélar og sprengiefni gera vegagerð þessa mögulega, ásamt fjármagni því, sem jafnan er „afl þeirra hluta sem gjöra skal.“ Unnið hefur verið að Múla- SMÁTT OG STÓRT Vinnuflokkur Múlavegar nefnir kækistöð sína Múlakot, sem hér á myndinni er rétt innan við Sauðá. Múlavegur rýlur einangrun ÓlalsfjarSar Styttir akveg frá Ólafsf. til Dalvíkur um 280 km Málfríður Torfadóttir, hjálparstúlka í mötuneyti, notar sólskinið. vegi bæði Ólafsfjarðar- og Dal- víkurmegin, og er nú þriggja km leið eftir, auk ræsagerðar og slitlags á mikinn hluta vegar- ins. En Flagið og Ófærugjá eru enn óhreyfðar torfærur, er verða væntanlega yfirstígnar á næsta sumri. Misjöfnu hefur jafnan verið spáð um vegagerð í Ólafsfjarðar múla. En það sem þegar er gert ber þess vitni, að það er einung- is spurning um tíma, hvenær hið nýja vegasamband kemst á, og munu flestir vona, að það verði sem allra fyrst. Enn eru óbrúaðar þessar ár á leiðinni: Brimnesá Ólafsfjarð- armegin og Sauðá, Torfgilsá og Mígandi Dalvíkurmegin. f sumar unnu 15—20 manns í Múlavegi. Tvær jarðýtur voru að verki dag og nótt og tvær aðrar jarðýtur á tímabili, enn- fremur var mikið unnið að ræsagerð. Fimm menn unnu við loftpressur og sprengingar, aðrir við ræsagerð og grjót- hreinsun, auk jarðýtustjóranna. Verkstjóri á staðnum var Sveinn Brynjólfsson. Múlakot kallar vinnuflokkur- inn aðseturstað sinn hverju sinni, skúra, skála og tjöld. Matarfélag hefur hann að sjálf- sögðu og standa konur fyrir matseld. Ekki hefur blaðið tölur yfir (Framhald á blaðsíðu 7). IIUN VERÐUR BIRT Það er ekki alveg rétt, að birting söluskattskránna sé ákveðin í lögum. Birting þeirra mun byggjast á fyrimiæl- um yfirvalda, sem út voru gefin eftir að Framsóknarmenn höfðu flutt á Alþingi tillögu um að lögfesta birtinguna. Þannig kemur stjórnarandstaðan stund- um fram umbótum, þó að stjóm arliðið fáist ekki til að sam- þykkja tillögur liennar á Al- þingi. SJÚKRAHÚSMÁL Niður féllu tölur í prentun, í blaðinu 1. febrúar um sjúkra- húsmál. Landsspítalahúsin, sem í smíðum eru eða fyrirhuguð á spítalalóðinni, kosta, samkvæmt áætlun nálega 300 milljónir króna, en Borgarspítalinn rúm- lega 200 milljónir króna. Sam- tals nálega 500 milljónir króna. En af því er búið að byggja fyr- ir nálega 150 millj. króna. sam- tals á báðum stöðum. Eldbús og borðstofa, sem byggja þarf fyrir Landsspítalann, kosta 30 millj. króna og er sú upphæð meðtalin hér að framan. FREGN ÚR LAUSU LOFTI Sjálfstæðisflokkurinn gefur út handa Austfirðingum blað, sem „Þór“ heitir og er prentað í Neskaupstað. Hinn 22. janúar birtir þar m. a. fregn eina und- irritaða „J. H. A.“ og segir þar: „Jarðfræðingur, er ég hitti að máli s.I. sumar, og þá var ný- kominn frá rannsóknum við Dettifoss, tjáði mér, að við frum rannsóknir hefði komið í ljós þversprunga ofan fossins, sem gerði virkjun erfiðari en áður hafði verið álitið. Gæti sú upp- götvun valdið einliverjum töf- um á virkjun Dettifoss og jafn- vel gert það að verkum, að Þjórsá yrði fyrr fullvirkjuð með stóriðju fyrir augum.“ Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur frá áreiðanlegum heimildum í virkjunarmálum, er hér um hreina flugufregn að ræða. Það er illt verk að telja Austfirðingum, sem verið hafa áhugasamir um Dettifossvirkj- un, trú um, að Þjórsá verði fyr- ir valinu vegna þess, að „þver- sprungur“ séu í bergi við Jök- ulsá. Bergið er eins og það þarf að vera. En „þversprungur“ virðast því miður vera til í ís- lenzkum stjórnmálum. NÁTTTRÖLLIÐ GLOTTIR í Austra, blaði Rramsóknar- manna á Austurlandi, 28. jan. S.I., segir að „nátttröllið glotti“, og á þar við hina strönduðu „viðreisn“, sem nú er fyrir allra augum. Blaðið bætir síðan við: „En vei þér þegar dagur renn- ur.“ KRAFTBLÖKKIN VIÐ FAXAFLÓA Bændafélag Fljótsdalshéraðs hélt fjölmennan fund á Egils- stöðum 31. jan. s.L Þingmenn Austfjarðakjördæmis flugu all- ir austur og sátu fundinn. I greinarg. frá fundarboðendum er m. a. talað um, „hina miklu kraftblökk við Faxaflóa“ og að austfirzkur landbúnaður megi sín lítils, eins og ríú sé komið, til að halda í við hana. Sam- líkingin er snjöll. Landsbyggðin þarf að eignast sínar „kraft- (Framhald á blaðsíðu 2). Fréllir al Fljótsdalshéraði Egilsstöðum, 10. febrúar. Nú er sumarbbða. Sauðfjárbændurr.ir gefa sáralítið, því jörð hefur verið 'góð í allan vetur. Hinn gjafalétti vetur, það sem af er, hefur tryggt verulega, að hey- forðinn endist. En í haust munu heyin hafa verið í tæpasta lagi. Það er „flugfært“ um alla Búiiaðarframkvæmdir í Eyjaf jarðarsýslu í FRAMHALDI af því, sem í síðasta tölublaði Dags segir af aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar, fer hér á eftir út- dráttur úr skýrslu ráðunauta sambandsins og stjórnar, sam- kvæmt fréttatilkynningu aðal- fundarins. Á vegum Húsagerðarsam- þykkta sambandsins starfaði vinnuflokkur að byggingu vot- heysturna og voru byggðir 9 votheysturnar á sambandssvæð inu sl. sumar. Samkvæmt jarðabótaskýrsl- unni voru styrkhæfar jarðabæt- ur og byggingar sem hér segir: (Samsvarandi tölur 1962 til sam anburðar í svigum). a) Jarðabætur. Nýræktir 325.6954 ha (250.7000 ha). Túnasléttur 9.6066 ha (9.8000 ha). Matjurtagarðar 13.6289 ha (7.6570 ha). Grjótnám 1.722 m--* (2638 m3). Handgrafnir skurðir, 204 m; 222 m3 (250 m; 333 m3). Lokræsi, hnaus 340 m (272 m). Lokræsi, grjót 1731 m (2603 m). Girðingar 34053 m (35875 m). Vélgrafnir skurðir 161260 m:! (181716 m:t). b) Byggingar. Safnþrær 257,2 m3 (36 ma). Haughús 1172,12 m:! (1655 m3). Þurrheyshlöður 13459,89 m3 (14983 m3). Votheyshlöður 1436,30 m3 Garðávaxtageymslur 216,00 m3 (505 m ’■). Súgþurrkunarkerfi 3187,40 m3 (3020 m3). Teknar voru í sumar um 400 jarðvegsprufur til efnagreining- ar. Námskeið voru haldin í með- ferð og hirðingu heimilisdrátt- arvéla. II. Lagðir voru fram á fundinum endurskoðaðir reikningar sam- bandsins og sýndu niðurstöðu- tölur, að eignaaukning á árinu hafði verið kr. 205.155,15 og hrein eign í árslok var kr. 1.087.054,83. Samþykkt var á fundinum að veita Búfjárræktarstöðinni að Lundi 50 þús. kr. styrk og ákveðið hefur verið að verja 50 þús. kr. til efnarannsóknar- stofu á Akureyri, þar af 35 þús. af vöxtum Minningarsjóðsins eins og áður er getið. Margar aðrar samþykktir voru gerðar á fundinum, meðal annars um byggingu búvéla- verkstæðis, vinnuflokk til bygg- inga, Bændadag, bændaför, námskeið, tilmæli til Búnaðar- félags íslands og Stéttarsam- bands bænda um að vinna að því að hækkun fáist á afurða- lánum o. fl. Fyrri fundardag skoðuðu fundarmenn Búfjárræktarstöð- (Framhald á blaðsíðu 5). vegi, bæði í héraði og milli byggða. Til Seyðisfjarðar hefur verið fært nema dag og dag í senn og nú eru allir fjallvegir færir. f byggð er enginn snjór, nema í giljum, og til fjalla er snjórinn mjög lítill. Engin vatns þurrð hefur þó þjakað fólk hér eystra, enda hafa ekki verið mikil frost. Grímsárvirkjun hef ur verið ótrufluð í vetur. í svo- nefndum Ódáðavötnum var í sumar unnið að stíflugerð, til (Framhald á blaðsíðu 2). HEGÐUN UNGLINGA ÁBÓTAVANT í FYRRAKVÖLD fóru stórir hópar unglinga á aldrinum 12 til 15 ára um bæinn, sumir pilt- anna vopnaðir spýtum, og var hegðun þeirra ábótavant. Þeir trufluðu umferð, voru hávaða- samir og skemmdu eitthvað lóðagirðingar. Sennilegt er, að fyrirmyndir þessa sé að finna í kvikmynda- húsunum, og góða veðrið á einn ig sinn þátt í fjölmennri útivist. Hinsvegar afsakar það ekki skrípalæti unglinganna. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.