Dagur - 01.08.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 01.08.1964, Blaðsíða 7
7 bændanua fíin milda í HINNI frægu veizluræðu sinni á stéttarsambandsfundi bænda, sagðj landbúnaðarráðherra m. a. að meiri hluti bænda hefði lífsafkomu „vel sambærilega við það, sem aðrar þjóðfélagsstéttir hafa,“ en að sumir bændur hefðu dregizt aftur úr „vegna óheppni.“ Þegar ræðunnar var getið hér í blaðinu komst sú villa inn í frásögnina, að fyrir óheppni stóð óhyggni. Þessi prentvillutilvitnun kom þarna eins og skollinn úr sauðaleggn- um og var villan auðsæ. Ráðherrar eru veraldarvánari en svo, að þeir brígsla drjúgum hluta heillar stéttar um óhyggni berum orðum, hvað sem þeir kunna að spjalla saman í stjórn- arráðinu — og þó að bændur • hafi raunverulega verið ásakað- ir fyrir það af landbúnaðarráð- herranum á öðrum stað í marg- nefndri ræðu, að þá skorti fyrir- hyggju til að hafa verðlagsgögn sín í lagi. En hvað um það, ráð- herrann talaði þarna um óheppni en ekki óhyggni og komst þar raunar réttilega að orði. Bændur hafa sem sé verið verulega óheppnir nú síðustu árin, ekki samt með tíðarfarið, því það hefur ekki verið verra en gengur og gerist á þessurn árum, — heldur með stjórnar- farið í landinu. Það hefur verið þeim verulega óhagstætt á þess- um tíma, og bændur, af völdum þess, orðið fyrir hverju óhapp- inu öðru verra. Bændur voru óheppnir þegar skjólstæðingar íngólfs Jónsson- ar í stjórn Alþýðufloksins settu bráðabirgðalögin haustið 1959 og dregið var úr möguleikum framleiðsluráð„s._..til að skapa eðlilegan rekstursgrundvöll fyr- ir landbúnaðinn. Þeir voru óheppnir, sem stóðu í framkvæmdum og vélakaup- um í sv^fum, að fá yfir sig viðreisnardýrtíðina. Bændur voru óheppnir þegar núvei-andi stjórnarflokkar, með aðstoS Einars Olgeirssonar, breyttu kjördæmaskipuninni, og það er óheppni fyrir þá, að stjórn sú, sem Ingólfur Jónsson situr í, skuli vera búin að vera við völd hátt á fimmta ár. Þeir bændur eru óheppnir, sem biðu eftir því, að Ingólfur kæmist í stjórn til að afnema „Framsóknarskattana" á drátt- arvélum, því hann hækkaði þær í verði um meira en þriðjung. Já, bændur voru óheppnir þegar stjórnin hækkaði vextina í Búnaðarbankanum og annars staðar og þegar hún lækkaði af- urðalánin og hætti að láta (Framhald af blaðsíðu 8). og fjölbreytt, þótt hrjóstrugt sé það víða og fólkið er framúr- skarandi. Allt hið ytra, svo sem híbýli manna og atvinnutækni hefur fleygt svo fram, að ekki er hægt að bera það saman við gömlu frásagnirnar. Allt er þetta gleðilegt. Það er einkenni- leg tilfinning að ganga yfir rúst- ir þær af húsum, þar sem afi minn bjó vestui' á Snæfellsnesi. En þetta var eitt af því sem ég þurfti að gera. greiða jarðræktarframlagið sam kvæmt hækkandi vísitölu. Það var líka óheppni fyrir bændur og fleiri, að samvinnu- félög skuli vera neydd til að skipta við heildsala af því að þau fá ekki eðlilegt rekstrarfé í gegn um bankakerfið. Það er meira en lítil óheppni, að sitja uppi með landbúnaðar- ráðherra, sem tefur fyrir tíma- bærum breytingum á jarðrækt- arlögunum og annarri fram- kvæmdalöggjöf, og þykist vita betur en bændur sjálfir, hvað þeim sé fyrir beztu í sambandi við afurðasölulöggjöfina. Núverandi landbúnaðarráð- herra, sem er fyrsti maður í þeirri stöðu, sem stendur í mála- ferlum við bændastéttina, var fyrrum brattur í máli. En gagn- vart Faxaflóaráðherrunum sex dignaði atgeirinn úr Rangár- þingi. Það er ekki furða, þó að ráðherrann hafi orð á því, að bændur hafi verið óheppnir. Ég heyri sagt að þú hafir leigt þér flugvélar til að ferðast hér á landi og flogið sjálfur? Já, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Það er fljótlegt að ferðast á þann hátt og hægt að sjá mikið á skömmum tíma. Og maður er öruggari í flugvél en í bíl. Ég er búinn að fljúga sem svarar vegalengdinni að hafa farið 25 sinnum kring um jörð- ina. Eiginlega hef ég aldrei ver- ið hætt kominn í lofti, en ég get ekki sagt hið sama á þjóðveg- unum. Þú munnt hafa kynnst lækn- um hér á landi, og heilbrigðis- málum? Eftir föngum. Og alls staðar eru sömu viðfangsefnin. Þið eig ið góð sjúkrahús og vel mennt- aða lækna, líklega mjög færa lækna yfirleitt. Hins vegar vant ar nokkuð á, finnst mér, að rannsóknarstofurnar séu búnar þeim tækjum, sem þurfa til að unnt sé að ákveða mjög fljótt, hvað gera ber hinum sjúku til hjálpar. En breytingar á sviði heilbrigðismála hafa hér orðið furðulega miklar á skömmum tíma. Já, læknarnir ykkar eru eins góðir og okkar, ef ekki betri. Ég var á læknaþingi á ísafirði nýlega. Þar kannaðist maður við sig, því læknisfræðin er hin sama, hvar sem maður kemur og sjúkdómarnir að miklu leyti hinir sömu. Það eru sömu læknabækurnar í hillum lækna hér og hjá okkur fyrir vestan. Og nú liggur leiðin til Norð- urlandanna og Þýzkalands, en í haust fer ég til Alsír og starfa á sjúkrahúsi um nokkurt skeið. Blaðið þakkar svör læknisins og óskar honum góðrar ferð- ar. n AUGLÝSIÐ í DEGI Auglýsiiigasímiiin er 1167 ÚTSALA - ÚTSALA SUMARÚTSALAN STENDUR SEM HÆST KÁPUR úr ull með og án skinnkraga SUMARKÁPUR, stærðir írá 34-52 POPLÍNIvÁPUR, verð frá kr. 500.00 HATTAR í úrvali, verð frá kr. 100.00 Einnig alls konar KJÓLAR o. fl. Mikill afsláttur. VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL Mínar innilegnstu þakkir sendi ég vinum og vanda- mönnum, sem glöddu mig d áttrceðisafmœli mínu, þann 18. júli s.l. — Guð blessi ykkur öll. JAKOB JAKOBSSON, Árbæ. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug við andlát og jarðarför JÓNS AÐALSTEINS SIGFÚSSONAR Halldórsstöðum, Reykjadal. Sérstakar þakkir flytjum við Karlakór Reykdæla og Hestamannafélaginu Þjálfa fyrir þá virðingu er þau félög sýndu hinum látna. Vandamenn. - Leigði flugvél til að sjá landið SJÓNARHÆÐ. Unz annað verð ur tilkynnt, verða almennar sámkomur að Sjónarhæð á sunnudagskvöldum kl. 8,30, en ekki síðdegis. Allir vel- komnir. HEILSUVERNDARSTÖÐ AK- UREYRAR: Eftirlit með þung- uðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ungbamaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðsta hæð. — Berklavamir: Þriðjudaga og föstudaga kl. 2—3,30 e. h. og bólusetningar fyrsta mánudag hvers mánað- ar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarn arstöðvarinnar við Spítala- stíg. MATTIIÍASARSAFNIÐ opið kl. 2—4 e. h. alla daga, nema laugardaga. MINJASAFNIÐ! Opið frá 1,30 til 4 e. h., alla daga, nema mánudaga. Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomu lagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. NONNAHÚSIÐ opið kl. 2—4 síðdegis, daglega. DÝRALÆKN AVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Guðmund Knutsen, sími 1724. JVtnísLtóþasaftttð e r o p i ð alla virka daga, nema laugar- daga, kl. 4—7 e. h. SUNDLAUGIN að Laugalandi, Þelamörk, er opin föstudaga kl. 20—23, laugardaga kl. 14— 23 og sunnudaga kl. 14—23. - Jarðskjálftamælar (Framhald af blaðsíðu 8). mælum benda til, að þessi skoð- un reynist rétt. Stöðinni fylgir einnig full- kominn útbúnaður til tímamæl- inga. Er hann að mestu sjálf- virkur, og þarf stöðin því litla gæzlu. Starfsmenn Landmælingastofn unar Bandaríkjanna, þeir Mr. Leonard Kerry og Mr. David Vanevenhoven sáu um uppsetn- ingu jarðskjálftamælanna ásamt Leifi Steinarssyni, áhaldasmið. Veðurstofan sér um rekstur stöðvarinnar og úrvinnslu mæl- inga, en dagleg gæzla stöðvar- innar verður undir eftirliti Gísla Ólafssonar, yfirlögreglu- þjóns á Akureyri. Frumrit jarð- skjálftamælinganna verða send Landmælingastofnun Bandaríkj anna, sem ljósmyndar þau, og sendir afrit af þeim til vísinda- stofnana er þess óska. Frumrit- in verða síðan endursend til Veðurstofunnar. Gamli jarðskjálftamælirinn, sem verið hefir í Menntaskólan- um á Akureyri, undir umsjón Árna Friðgeirssonar húsvarðar, verður væntanlega fluttur að Vík í Mýrdal, í stað mælisins sem þar er nú, en þarfnast gagn gerðrar viðgerðar. (Fréttatilkynning frá Veður- stofunni). HESTAUNNENDUR eru beðnir að muna eftir kappreiðunum á Melgerðismelum sunnudag- inn 2. ágúst kl. 2 e. h. — Skemmtun í Sólgarði sama dag kl. 9 e. h. Sýndar verða litskuggamyndir, m. a. frá Húnaveri í sumar. Dansað á eftir. KYLFINGAR! Flaggkeppninni er frestað til sunnudags 2. ág- úst kl. 8,30 árdegis. HAPPDRÆTTI H. í. (AKUREYR ARUMBOÐ) í SJÖUNDA flokki Happdrættis Háskólans komu þessir vinning- ar upp í Akureyrarumboði: Kr. 10.000,00 komu á miða nr.: 14935, 54079 og 56209. Kr. 5.000,00 komu á miða nr. 1536, 7400, 15556, 16950, 23011, 37035, 49066 og 53838. Kr. 1.000,00 komu á miða nr. 209, 211, 1533, 2143, 3152, 3827, 4014, 5218, 5936, 5945 6008, 6551, 7028, 7114, 7142, 7259, 7379, 7391, 8519, 8827, 9065, 9186, 10631, 11180, 11725, 14031,14791, 14893, 14932, 14950, 15013, 15985, 16934,17466, 17855, 17938, 19066, 20713, 21734, 21740, 22080, 22100, 23589, 23857, 23861, 24010, 24767, 24772, 25929, 25961, 27202, 28680, 29029, 30551, 31146, 31162, 31192, 31553, 31599, 33154, 33178, 33438, 33507, 33921, 35051, 37016, 42018, 42604, 43904, 45301, 46456, 47472, 48274, 48862, 49246, 49279, 50473, 51713, 51720, 51721, 52451, 52461, 52586, 52596, 53215, 53938, 57911, 58025. (Birt án ábyrgðar). - VOPNAFJÖRÐUR (Framhald af blaðsíðu 5). miðju mannvirkjanna. Upp af sundlauginni eru grónar brekk- ur hátt upp í hlíðar Selfjallsins. Selár-veiðimenn halda jafnan til á Ytri-Nýpum, hafa þar gnægð matar, hlýtt viðmót og fyrirgreiðslu alla í bezta lagi. Þar búa hjónin Þorsteinn Þor- geirsson og Helga Helgadóttir frá Grænavatni, og þar er lítill Helgi að leik. Tíu manns eru í heimili, m. a. móðir bónda og systur. Af bæjarhlaði blasir Nýpslón við, einnig Kolbeins- tangi, þar sem kauptúnið er byggt á, þó þeim megin, sem frá veit og sést ekki að heiman. Hvítan reykinn frá síldarverk- smiðjunni ber þó hátt yfir Tang ann, þegar kyrrt er í veðri. Báran hjalar við sandinn, sólin glitrar í morgundögginni, fuglar syngja og hugað var að hestum til að smala til rúnings. Önn dagsins er mikil, grózka jarðar með mesta móti. Sumt af túninu er slegið og hirt. Kálf- ar sleikja sólskinið úti á túni. Og veiðimenn koma og fara. □ FERÐIR VIKULEGA TIL BRETLANDS '/t/y/ri 'far/ ÁZe///ds ----1 ICEI-ÆJVD/Ujn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.