Dagur - 07.11.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 07.11.1964, Blaðsíða 8
frá Lauffaskóla Fréttabréf Laugaskóli settur. Laugum 24 okt. 19C4. í Lauga- skóla eru um 120 nemendur í vetur. Laugaskóli var settur 14. okt. síðastliðinn. Setningarat- höfnin hófst með guðsþjónustu og prédikaði þar sr. Sigurður Guðmundsson prófastur, Grenj- aðarstað. Að því loknu flutti Sigurður Kristjánsson, skóla- stjóri, skólasetningarræðu. í ræðu hans kom m. a. fram, að nemendur munu verða 121 í skólanum í vetur og hafa aldrei verið fleiri. Svo sem undanfar- in ár varð að vísa frá skólavist eigi fámennari hópi en þeim, sem unnt var að taka á móti. Starfsfólk skólans er nær ó- breytt frá fyrra ári. Óskar Á- gústsson, íþróttakennari, hefur leyfi frá kennslu til áramóta. í hans stað kennir Sigurður V. Sigmundsson, sem einnig kenndi við skólann síðastliðinn vetur. Eftir áramót mun hann starfa áfram að tómstundaiðju nemenda. Frú Helga Jósefsdótt ir, Laugabrekku, er ráðin til að- stoðar við handavinnukennslu stúlkna. Bryti við mötuneyti skólans er Helgi Sigurgeirsson frá Stafni og ráðskonur Inga Jónasdóttir og Þuríður Ásvalds dóttir eins og síðastliðinn vetur. Þetta var í 40. sinn að Lauga- skóli er settur, en sumarið 1924 var reist skólahúsið, sem enn er aðalbygging skólans. fæddur og uppalinn að Braut- arhóli í Svarfaðardal, lauk stú- dentsprófi frá MA 1938 og emb ættisprófi í guðfræði frá Há- skóla íslands 1943. Sama haust gerðist hann kennari við Lauga skóla og hefur starfað á Laug- um óslitið síðan að undantekn- um tveimur vetrum, er hann hefur fengið leyfi frá störfum af heilsufarsástæðum. Haustið 1950 var hann settur skólastjóri og skipaður í það embætti næsta ár. Hefur enginn einn maður jafnlengi verið skóla- stjóri á Laugum. Hin síðari ár hefur verið unnið að miklum stækkunum og endurbótum á húsnæði skólans undir stjórn Sigurðar, og eru þó meiri fram kvæmdir á döfinni í náinni framtíð. Búskap hefur Sigurð- ur rekið á heimajörð sinni um allmörg ár jafnhliða skólastjórn inni. Kona hans er Stefanía Jón asdóttir frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal og eiga þau einn son barna. Meðalfallþungi 2—3 kg. meiri í haust. Á YFIRSTANDANDI hausti brá mjög til hins betra um fall- þunga dilka héðan úr Reykja- dal. Undanfarin ár hafa dilkar verið rýrir og bændur yfirleitt orðið fyrir vonbrigðum með af- rakstur sauðfjárbúa sinna. Nú ber það við, að meðalfallþungi eykst um 4 kg. hjá einum bónda úr 13 kg haustið 1963 í 17 kg. nú. Einnig náðist um 20 kg. meðalþungi hjá litlum hóp dilka, er fengu túnbeit og fóð- urkál fyrir slátrún. Algengt er, að aukningin sé 2—3 kg. hjá bónda. Má ætla, að aukning þessi, ásamt hækk- andi verði afurðanna, geri sauð fjárrækt eftirsóknarverðari bú- grein en hún hefur þótt nú um nokkurt árabil. G. G. PÍPUORGEL | HÍISA- VÍKURKIRKJU Húsavík G. nóv. Á sunnudaginn verður nýtt pípuorgel vígt í H úsa víkurkirkj u. Bridgekeppni Akureyringa og Húsvíkinga 25. okt. sl. lauk með sigri hinna síðarnefndu, sem hlutu 23 stig á móti 19. Gæftir eru stopular, en fisk- afli sæmilegur og betri en lengst af í sumar, þegar á sjó- inn gefur. Þ. J. Aldarafmæli bióðskál Fimmtugur skólastjóri. 15. OKTÓBER varð Sigurður Kristjánsson, skólastjóri Lauga- skóla, fimmtugur. Hann er HARÐBAKUR SICLIR MEÐ UFSA ENNÞÁ er veiði drærrt hjá Ak- ureyrartogurunum, nema hvað Harðbakur lenti í smáufsa úti fyrir Norðurlandi og fékk um 150 tonn á sjö dögum. Svalbakur seldi í Þýzkalandi 3. nóvember 113 tonn fyrir 93.100 mörk. Harðbakur er á leið þangað með um 150 tonn og Sléttbakur með 100 tonn.:— Munu þeir selja þar í næstu viku. □ HINN 31. október var þess minnzt, að 100 ár voru liðin frá fæðingu Einars Benediktssonar skálds. Á Klambratúni í Reykjavík var stytta af skáldinu afhjúpuð. Styttuna gerði Ásmundur Sveinsson, en útgáfufélagið Bragi gaf hana Reykjavíkur- borg. Stytta þessi er úr eir, 3 metrar á hæð og að baki henn- ar líkan af hörpu, mun hærra. Sonardóttir skáldsins, Þóra, afhjúpaði styttuna, en borgar- stjóri þakkaði gjöfina og Tóm- as Guðmundsson skáld flutti ræuð. Sérstök dagskrá útvarpsins var helguð minningu Einars Benediktssonar og dagblöðin fluttu um hann verðugar minn- ingargreinar. Þá var skáldsins minnzt í Háskólanum og víðar. í tilefni afmælisins gefur Ut- gáfufélagið Bragi út ljóð Ein- ars í vönduðum útgáfum. □ Grár gæðingir: Gunnarsstöðum 28. október. Jó- hann Lúther Grímsson bóndi í Tunguseli á Langanesi varð sjö- tugur í gær. Hann er fæddur og uppalinn í Tunguseli, yngstur 11 systkina. Foreldrar hans voru, Grímur Jónsson og Guð- rún Jónsdóttir frá Laxárdal. Lúther bóndi í Tunguseli hef- ur stórbætt jörð sína með mik- illi ræktun, og er nýfluttur í eitt hvert vandaðasta, nýbyggt íbúð- arhús, sem til er hér um slóðir. SMÁTT OG STÓRT OF MIKILL HÁVAÐI í SJÓNUM Oft liafa sjómenn um það tal- að, að hinn ýmsi tækniútbún- að'ur síldveiðiskipa á siðari ór- um, hlyti að styggja síldina. Af þeim sökum m. a. myndi hún ekki vaða, eins og hún gerði áður fyrr, er hún vísaði sjó- mönnum leiðina. í sumar hefur þessi kenning komizt á athugunarstig hjá sér- fræðingum. Til dæmis kom Fróðaklettur fyrir nokkrum dögum til landsins frá skipa- smíðastöðinni Floru í Noregi, þar sem tekið var til athugun- ar, hvort óeðlilegur hávaði staf aði frá skrúfu skipsins. En rann sóknir munu hafa leitt í ljós, að minnka mætti þennan hávaða, því að skrúfur skipsins voru styttar og afstöður skrúfunnar til skipsskrokksins breytt að' einhverju leyti. Sjómenn hafa grun um, að % fleiri íslenzk skip þurfi endur- skoðunar við í þessu efni. Til- boð hefur borizt frá norska hernum um að rannsaka nokk- ur atriði í þessu sambandi í ís- lenzkum skipum, með hinum fullkomnustu tækjum, en óvúst er ennþá, hvort því tilboði verð ur tekið eða hver beri kostnað- inn, ef af slíkri rannsókn verð- ur. „ETA ÞYNGD SÍNA Á DAG“ Það skal aldrei verða, sögðu ýmsir Sjálfstæðismenn, þegar rætt var um fráfarandi og verð andi hankastjóra í Útvegsbank- anum, áður en nýr bankastjóri hafði enn verið ráðinn, en Bragi kominn þar á dagskrá. Og ýms fleiri stóryrði hrutu þeim af vörum, sem vitnuðu um lítinn kærleika. Þeir skilja það ekki, nema þegar þeir horfa á það með eigin augum, hvernig minni stjórnarflokkurinn hehnt ar af þeim stærri og hótar afar- kostum, ef ekki er orðið við kröfunum. Á því hyggist stjórn málalegt vald Sjálfstæðisflokks ins um þessar mundir, að kaupa sér „vináttu“ Alþýðuflokksins. „Hann er farinn að eta þyngd sína á dag“, stumraði hnugginn Sjálfstæðismaður út úr sér. „En svo er fyrir að þakka, að hann vex þó ekki“, bætti hann við. BÓKAFLÓÐH) Þrátt fyrir 10 daga verkfall prentara, er hið árlega bóka- flóð að fara af stað. Einhverjar bækur, sem áttu að koma á jólamarkaðinn, koma e. t. v. ckki, en þrátt fyrir það verður Kona hans er Ólöf Arngríms- dóttir frá Hvammi og eiga þau 7 uppkomin börn. Elzti sonur þeirra og sá yngsti búa heima með foreldrum sínum. Lúther er enn sem ungur mað ur, fer enn í göngur og gengur að öllum störfum. Hann er gleði maður og hreinskiptinn. Um 90 manns heimsóttu af- mælisbarnið og ákváðu að gefa því reiðhest gráan með reið- tygjum. Ó. H. mikið um nýjar bækur í ár, og eru þær fyrstu þegar komnar í bókabúðir. Það er gaman fyrir bókavini að fylgjast með bókaútgáfunni, því þar mun að finna góðar bækur. Og um þær verður ef- laust mikið ritað, svo sem sið- ur er. En því miður virðast bókadómar nokkuð oft sprottn ir af vinsemd til höfundanna, fyrst og fremst. Þegar svo er, er lítið á dómunum að byggja, og verða lesendur oft fyrir von brigðum af þessum sökum. Margir þykjast ekki hafa efni á því að kaupa bækur, þótt þeir sjái girnilega bók í búðar- glugga, sem þá langar til að eiga. Sömu menn liafa þó oftast ráð á því, að kaupa bækur til að gefa öðrum. Því er það, að mikill hlutinn af öllum þeim bókum, sem keyptar eru í des- ember ár hvert, eða e. t. v. þrjár af hverjmn fiórum bókum, eru keyptar til gjafa. Hinir almennu lesendur eru því að litlu leyti sjálfráðir um lestrarefni sitt í bókum. Þetta er auðvitað hin mesta fásinna, og án þess að mæla gegn jóla- eða öðrum tækifærisbókagjöfum, mætti ætla, að betur færi á því, að hlutfallið þrír móti fjórum snerist við. AÐ LESA EÐA HLUSTA Margir söguelskir menn njóta ekki góðra bóka, nema.fyrir þá sé lesið. Þ eir vilja heyra sögur en ekki lesa þær sjálfir. Fyrri kynslóðir hlýddu á með at- hygli, er lesið var á löngum skammdegiskvöldum. Og enn er það svo, að mjög margir fylgjast vel með sögulestri í út- varpinu og hafa hina mestu un- un af. Nú munu sjaldan lesnar sögur í heyranda hljóði á heiin ilum. Fáir hafa tíma til að lesa og enn færri til að hlusta vegna hins inargþætta lífs og ókyrrð- ar. Margir grípa þó sögubók til að Iíta í undir svefninn — aðrir taka svefnpillur! DÝRIR TIMBURMENN Á alheimsráðstefnu, sem hald in var í London gegn áfengis- bölinu, upplýsti ameríski full- trúinn, dr. Brinkley Smithers, að timburmenn kostuðu amer- íska vinnuveitendur 1.000.000.- 000 dollara um árið'. í USA eru nú 7 milljónir drykkjusjúk- linga, og er ofdrykkja nú fjórði algengasti sjúkdómur þar í landi. Af drykkjusjúklingum eru nú tvær milljónir, sem sinna einhverjum störfum, en sjúkdómurinn minnkar stór- lega vinnuafköst þeirra. Dr. Smithers benti á, að fimmtándi hver maður í USA, sem neytir áfengis, verður drykkjusjúkling ur, þegar fram líða stundir. BÍTLA-ÆÐI NAUÐSYNLECT? SVO ER SAGT, að þar sem bítlaæði er mest, hafi unglinga- afbrot minnkað stórlega á sama tíma. Unglingar þurfa að fá út- rás, segja sálfræðingar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.