Dagur - 30.06.1971, Blaðsíða 8

Dagur - 30.06.1971, Blaðsíða 8
SMATT & STORT Frá Undirbúninasdeild lækniskélans JNDIRBÚNINGSDEILDIN var íitarfrækt frá október til júní nttunda árið í röð. 9 nemendur innrituðust í ieildina að þessu sinni. Kenn- iralið var að mestu óbreytt frá ryrra ári: Aðalgeir Pálsson, raf- nagnsverkfræðingur, Skúli UMSE og VÖLSUNGAR ■IÆSTI leikur Ums. Eyjafjarð- ar í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu verður við Völs- mga að Árskógi n. k. laugar- dag klukkan 4 e. h. Má búazt ið skemmtilegri keppni, því ið bessara aðila hafa ekki tap- að leik til þessa í 3. deildinni. Steingrímur Björnsson þjálfar ið UMSE. □ Magnússon, gagnfræðaskóla- kennari, Páll Gústafsson og Þórárinn Lárusson, efnafræð- ingar, Patricia Jónsson, ensku- kennari og Jón Sigurgeirsson, er veitt hefur deildinni forstöðu frá byrjun. Kennt var í sömu námsgrein- um og áðun Eðlisfræði, efna- fræði, stærðfræði, íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. Próf- verkefni eru hin sömu í deild- unum á ísafirði, Akureyri og í Reykjavík. Lokapróf stóðust 7 af 8, er það þreyttu. Einn nemandi hætti námi í janúar. Hæstu einkunnir nú hlutu Þröstur Þor steinsson, I. eink. 8.9 og Henry Jóhannsson, I. eink. 8.4. Brautskráðir 1971: Frímann Guðmundsson, Gísli Blöndal, Ingimar Birgir Björnsson, Jón Norðlenzkt frygyinagfél.? aKVEÐIÐ er, að stofna almenn : ngshlutaf élag, er annist vá- rryggingastarfsemi á Norður- ' andi, en heimili og varnarþing ærður á Akureyri. Um þetta efni er auglýsing í blaðinu á iðrum stað í dag. Upphæð hluta í félaginu verður 5 þús. og 10 þús. kr. Stofnfundur verður 1. júlí og bráðabirgðastjórn kjörin. Mikið fjármagn frá Norður- landi rennur nú, vegna vátrygg inga, til höfuðborgarinnar, og ætti að vera áhugaefni, að bréýta nokkúð' til í því efni. □ Spilað við Ausffirðinga 8UNNUDAGINN 27. júní mætt ist bridgefólk frá Austurlandi og Norðurlandi, að Skjólbrekku í Mývatnssveit, en Austfirðing- ar höfðu boðað þangað komu sína og mættu þeir þar með 12 sveitir spilafólks, sem voru frá ymsum stöðum á Austurlandi, Sólborg vígð VÍGSLA Vistheimilisins Sól- borgar á Akureyri fer fram laugardaginn 10. júlí n. k. og hefst kl. 13.30. Athöfnin er öll- um opin, en sérstaklega er ósk- að eftir aðstandendum vist- manna, félagsmönnunj í Stvrkt- arfélagi vangefinna á Norður- landi og 'öðrum stuðningsmönn- um Sólborgar. Sunnudaginn 11. júlí verður Vistheimilið öllum opið til skoð unar. Stjórn Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi. Pálsson, Ólafur Baldvinsson, Þröstur Þorsteinsson og Henry Jóhannsson, sem bættist ekki í hópinn fyrr en undir lokin. Tæknideildin hefur 2 síðustu árin verið til húsa í Iðnskóla- húsinu við Þórunnarstræti. Gert er ráð fyrir því að kennsla hefjist þ. 20. sept. á hausti kom- anda. Nokkrar umsóknir hafa þegar borizt. □ SJONVARPIÐ LOKAÐ Sjónvarpið verður iokað frá 1. til 31. júlí. Flest starfsfólk þess fer þá í sumarfrí, en annað yfir- fer vélar og tæki og enn aðrir safna efni. Það eru ekki allir hrifnir að því, nieð sín dýru og góðu sjónvarpstæki, að geta ekki notað þau í heiian mánuð. SKATTSKRÁIN Samkvæmt lögum áttu skatt- stjórar að birta skattþegnum tekju- og eignaskatt fyrir maí- lok. Sama virtist eiga að gilda um útsvör bæjar- og sveitar- félaga. Þurfti að búa til sérstök lög skömmu fyrir þingslit í vor, þar sem útkomu skattskrár var seinkað til 20. júní vegna al- þingiskosninganna, stjórnar- flokkum í hag. En nú hafa skatt skrár víðast verið iagðar fram, og skilja menn betur hvers vegna það var ekki gert fyrir kosningar, ef einhver vafi liefur leikið á því áður. LJÓTT OG ENN LJÓTARA Bandaríkjastjórn er nú for- dæmd víðs vegar um heim fyrir þá viðleitni að reyna að koma í veg fyrir, að bíöðin birti upp- lýsingar, sem almenning varð- ar, en vissum stjómmálamönn- um getur komið illa að verði opinberar. En svo ljótar sem þessar aðfarir bandarísku stjórnarinnar eru, þá er enn ljótari sá verknaður núverandi rikisstjórnar að breyta lögum til hindrunar því, að skattþegn- arnir fengju vitneskju um skatt ana fyrir kosningar. Svo langt hefur ríkisstjórn Bandaríkj- anna enn ekki gengið, að hún knýi fram lagabreytingar tií þess að lialda kjósendum ófróð- um um mikilvægustu málefni frain yfir kosningar. GUÐMUNDUR f TIL WASHINGTON I Guðmundur f. Guðmundsspn, sendiherra í London, tekiir við sendiherrastarfi í Washington. Níels P. Sigurðsson, sendiherra hjá NATO, verður sendiherra í London, en Tómas A. Tómas- son, skrifstofustjóri í utanríkis' ráðuneytinu, verður sendiherra hjá NATO. Hinn nýi sendiherra er fæddur í Reykjavík 1. janúar 1925, sonur hjónanna Tómasar Tómassonar trésmíðameistara og Guðrúnar Þorgrímsdottur.. Kestamóf á Þveráreyrum NÚ um helgina fara fram kapp- reiðar og góðhestakeppni á Þveráreyrum, og taka þátt í því yfir 100’ hestar. Hefst mótið á laugardag kl. 2.30 e. h. og á sunnudag kl. 2 e. h, Sætaferðir verða frá Sendibílastöðinni báða dagana. Keppt verður í skeiði og stökki og einnig verða sýnd hross í þremur flokkum. Vilja lá veg Irá Þórisvatni að Mýri BÆJARSTJÓRN . Húsavíkur æskir þess við yfirvöld vega- mála, að vegagerð yfir Sprengi- sand frá Þórisósi að Mýri í Bárðardal verði tekin á næstu vegaáætlun. Er það skoðun bæjarstjórnar- innar, að vel uppbyggður vegur á þessari leið myndi verða til- töluleg'a ódýr en um leið hafa stórvægileg efnahagsleg áhrif fyrir byggðina á austanverðu Norðurlandi. Vegurinn frá Þórisósi að Mýri yrði um 135 km. á lengd og vegarstæðið er að miklu leyti sandar og melar snauðir af lífrænu efni. Yrði hér um kostnaðarlitla vegagerð að ræða miðað við lengd og má benda á kostnaðinn við lagningu 70 km. vegar frá Búrfelli að Þórisósi í því sambandi. Vegurinn myndi stytta akst- ursleiðina frá Reykjavík til Húsavíkur um 120 km. og akst- IÍÖTLUFÉLAG en spilafólk Norðlendinga var frá Árskógsströnd, Akureyri, Húsavík og Mývatnssveit. Norðlendingar sigruðu í keppni þessari með töluverðum mun, sigruðu á 8 borðum en Austfirðingar á 4. Keppnisstjóri var Albért Sigurðsson frá Akur eyri. í leikhléi var borið fram kaffi og brauð, mývetnskum konum til sóma. Að lokinni spilamennskunni ávörpuðu þeir Angantýr Jó- hannsson frá Hauganesi og Sig- urður Þórisson á Grænavatni Austfirðinga og þökkuðu þeim fyrir ánægjulega heimsókn. Einnig tóku til máls af hálfu Austfirðinga Vilhjálmur Sigur- björnsson og Sigfinnur Karls- son, Norðfirði, og þökkuðu þeir móttökur og skemmtilega keppni og kváðust vona að norð lenzkt spilafólk kæmi til Aust- urlands að ári. Voru menn á einu máli um að samskipti aust- firzkra og norðlenzkra bridge- spilara þyrfti að aukazt. □ RANNSÓKNASTÖÐIN Katla á Árskógsströnd, hefur til þessa verið rekin af eigendunum, þeim Guðmundi P. Ólafssyni, Helga Hallgrímssyni og Sveini Jónssyni. Með tilliti til styrköílunar, skattívilnana o. fl., hefur þetta rekstrarform ekki reynzt hent- ugt. Því hafa nokkrir áhuga- menn um viðgang stöðvarinnar ákveðið að gangast fyrir stofn- un almenns félags til að standa að rekstri hennar. Hefur stofn- fundur þess verið ákveðinn sunnudaginn 4. júlí kl. 4 síðd. á Víkurbakka. Er þess vænzt, að allir áhugamenn um náttúru rannsóknir í héraðinu komi á þennan fund, og gerist stofn- endur. Eigendur stöðvarinnar hafa lýst sig fúsa til að afhenda hana, gegn því að hún verði gerð að sjálfseignarstofnun. Fyr ir fundinum liggur m. a. að kjósa stjórn fyrir stöðina. sem síðan mun veita henni viðtöku. Er þess vænzt að afhendingin geti farið fram þann 18. júlí n.k. (Frétt frá undirbúningsnefnd félagsins). Hús raimsóknastöðvarímiar Kötlu á Árskógsströnd. ursleiðina frá Selfossi til Húsa- víkur um 236 km. Auk þess sparaði vegurinn akstur yfir fjallgarða. og hann myndi tengj- ast þeim varanlega vegi, ,sem nú er unnið að á Suðurlandi. Veg- urinn myndi tengja byggðina á austanverðu Norðurlandi mun betur við áthafnasvasði og þétt- býliskjarnana á Suður- og Suð- vesturlandi og hann mvndi opna nýja markaðsmöguleika fyrir vörur og þjónustú í báðar áttir. Þá mvndi hann gera Norð lendingum kleift að sækja at- vinnu og selja þjónustu í sam- bandi við virkjunarframkvæmd irnar á sunnanverðu miðhá- lendiriu. Vegurinn myndi skipta vænt- (Framhald á blaðsíðu 5) Knatispyrnu heimsókn SUNNUDAGINN 4. júlí n. k. kemur til Akureyrar knatt- spyrnulið frá Ilerlev í Dan- mörku. Herlev er úthverfi í Kaupmannahöfn með 25.000 íbúa, og á síðastliðnu hausti var knattspyrnulið ÍBA þar á ferð, en ÍBA hafði þá lokið leikjum sínum í Evrópubikar- keppninni í Sviss. Leik ÍBA og Herlev lauk þá með jafntefli, Nú eru Danirnir að endur- gjalda heimsóknina, og munu þeir dvelja hér í eina viku í boði Knattspyrnuráðs Akureyr- ar og leika hér 2 leiki. Þann fyrri mánudaginn 5. júlí kl. 8.30 og síðari leikinn fimmtudaginn 8. júlí kl. 8.30. Vonandi fjölmenna Akureyr- ingar á íþróttavöllinn til að sjá þetta danska lið leika gegn ÍBA en Herlev leikur góða knatt- spyrnu á inælikvarða okkar ís- lðtidiuga. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.