Dagur - 04.10.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 04.10.1972, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Sjöl'n, nýr eikarbátur frá Vör h.f. (Ljósm.: E. D.) Fyrsli báturinn frá Vör h f. á Akureyri FYRIR síðustu helgi var á Ak- jreyri afhentur nýr eikarbátur 'njá Vör h.f., fyrsti bátur nýrrar [ikipasmíðastöðvar. Um það seg :.r í fréttatilkynningu stöðvar- nnar: Norðmenn nei - Danir já þjóðaratkvæðagreiðslu Norð- np.nnp um aðild Noregs að Efna ' íagsbandalagi Evrópu, var jðildinni hafnað með 53% at- ’ívæða móti 47%. Viku síðar, eða á mánudag- :nn, gengu Danir til þjóðar- itkvæðagreiðslu um aðild að Efnahagsbandalaginu. Þar varð : jiðurstaðan sú, samkvæmt síð- ustu fregnum, að aðildin var iampykkt með talsverðum at- xvæðamun. Þessar þjóðaratkvæðagreiðsl- ur eru bóðar taldar hafa mikil ihrif á stjórnmál Norðurlanda og einnig á stefnu Efnahags- jandalagsins. í gær barst sú frétt, að for- sætisráðherra Danmerkur, Jens Otto Krag, hefði beðizt lausnar yrir sig í ríkisstjórninni, þrátt yrir sigur stjórnarinnar í at- kvæðagreiðslunni. Q OÝRIR ÁREKSTRAR EYRIR utan heilsutjón og stundum fjörtjón, fara svim- uáar peningaupphæðir í súginn bifreiðaárekstrum. Á síðasta úri var talið, að heildartjón irekstra hér á landi hafi numið 560 milljónum króna. Allt þetta tjón verður almenningur á ein- hvern hótt að greiða. Hinn miskunnarlausi tollur, umferðarslysin, er mjög hár á Akureyri vegna óhappa í um- íerðinni. Q fón Gauti Pétursson látinn JÓN Gauti Pétursson bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit er látinn. Hann andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. september, nær 83 ára að aldri. Hann var héraðs- og landskunnur félagsmálamaður og bóndi á fimmta tug ára. Utför hans fer fram við Skútustaðakirkju í dag, mið- vikudag. Q M/s SJÓFN ÞH 142, Greni- vík, er byggð fyrir Oddgeir ísaksson, Vilhjálm ísaksson og Erhard Joensen. Báturinn er 26.35 brúttórúmlestir, útbúinn tillínú-, neta-, nótar-, handfæra- og dragnótaveiða. í bátnum eru öll venjulég siglinga- og fiski- leitartæki' sem eru í bátum af þessari stærð, svo sem radar, miðunarstöð, sjálfstýring, sjón- varp o. ;fL Báturinn er byggður eftir ‘télkningum Póls Hjartar- sonar tæfinifræðings, Akureyri, og hófst smíði hans um mánaða mótin jánúar—febrúar 1972. Hjá Vör h.f., sem stofnsett var þann 20. júní 1971, starfa nú 7 menn. Þar er nú hafin smíði 29 rúmlesta fiskibáts fyr- ir ísfirðinga og á smíði hans að verða lokið snemma árs 1973. Auk fastra starfsmanna Varar h.f. starfa ýmsir iðnaðarmenn við smíðarnar, svo sem járn- smiðir, rörlagningarmenn, raf- virkjar, radíóvirkjar o. fl. Eins og að framan greinir eru verkefni stöðvarinnar til fvrri hluta árs 1973. En stöðin mundi getað skilað 3 verkefnum svip- aðarar stærðar í lok árs 1973. SÉRSTÆÐIR STOFNAR Mikill og vaxandi áhugi er á því meðal íslenzkra bænda, að fjölga framlciðslugreinum. Um aldir liefur kvikfénaður liér á landi verið einangraður og án blöndunar erlendis frá. Hafa því skapazt liér sérstæðir stofn- ar hrossa, nautgripa og sauð- fjár, sem hvergi er að finna á öðrum stöðum. En þessir stofn- ar eru taldir mjög viðkvæmir fyrir sjúkdómum, því að ónæmi hefur ekki myndazt í þeim, gegn hinum ýmsu kvillum, sem algengir eru erlendis en hafa ekki borizt hingað. En þótt ís- lenzkur búpeningur liafi farið á mis við kynbótabyltingar ná- grannalandanna, hefur einangr unin skapað viss og mjög dýr- mæt sérkenni. HOLDANAUTIN Nú eru framundan þáttaskil í ræktun lioldanauta hér á landi. Ákveðið er að flytja inn sæði holdanauta til blöndunar við liið íslenzka nautgripakyn — til kjötframleiðslu —. Verður sæðingarstöðin í Hrísey. Vænt- anlega verður innan tíðar á boðstólum hin eftirsótta vara, holdanautakjöt, sem víða um heim þykir kjörfæða og ætti ekki að verða verri hér á landi, ef rétt er á haldið. SAUÐNAUT Og um þessar mundir er á ný verið að athuga innflutning á sauðnautum frá Grænlandi og dvalarstað fyrir þau, svo sem í Flatey á Skjálfanda. En árið 1929 var Gróttuleiðangurinn NAUÐSYN A AÐ STÆKKA ELLIHEIMSLl AKUREYRAR VERULEGA Á MÁNUDAGINN bauð stjórn Elliheimilis Akureyrar frétta- mönnum á fund með sér í stofn uninni, sem í haust varð tíu ára, þ. e. fyrsti áfangi. Árin 1969 og 1970 var svo annar áfangi reistur. Kostnaður þeirrar við- bótar varð 15.3 millj. kr., en fyrri áfangi kostaði um 3 millj. kr. í Elliheimilinu dveljast nú 73 vistmenn. Elliheimilið er sjálfseignarstofnun í eigu Akur eyrark-aupstaðra, stutt af Kven- félaginu Framtíðinni. Stjórnar- formaður elliheimilanna á Ak- ureyri og Skjaldarvík er Bragi Sigurjónsson, en auk hans Björn Guðmundsson varafor- maður, Ragnheiður Árnadóttir, I n g i b j ö r g Halldórsdóttir, Freyja Jónsdóttir og Auður Þórhallsdóttir. Forstöðukona er frú Sigríðúr Jónsdóttir. Stjórnarformaður tjáði frétta mönnum, að nú væri 90 manns á biðlista Elliheimilis Akureyr- ar og einnig hópur á biðlista Elliheimilisins í Skjaldarvík, og væri knýjandi nauðsyn á að ljúka þriðja og síðasta áfanga Elliheimilis Akureyrar, sem taka mun 35 vistmenn. Hefur stjórn Elliheimilisins því sótt um leyfi til að hefjast handa um nýbyggingar, bæði þriðja áfanga, en einnig til að byggja fjölbýlishús með 12 íbúðum á lóð heimilisins, ennfremur hef- ur verið sótt um stækkun lóðar undir nýbyggingar. Það er ætlun stjórnar Elli- heimilis Akureyrar, að mörg öldruð hjón hér í bæ og kannske víðar vilji gjarnan ljá þessu máli lið með því að ger- ast þátttakendur með einhverj- um hætti í að reisa þessi hús og tryggja sér þar íbúðir, og telur rétt, að á þann stuðning verði reynt. Eins og fyrr getur bíða um 90 manns samkvæmt umsókn- um vistrúms í Elliheimili Akur- eyrar, þar af 70 bæjarbúar, en um 20 úr Eyjafirði og Þingeyjar þingi. Fullvíst má telja, að þess ar umsóknir væru mun fleiri, ef fólk vissi ekki um húsnæðis- skort heimilisins. Hér er því á ferð brýnt úrlausnarefni. Q farinn sömu erinda til Græn- lands, og finim sauðnautskálfar áttu að verða nýir landnemar á íslandi. En kálfarnir drápust og endaði þannig sú saga. Mörg fullorðin dýr þurfti að skjóta til að ná þessum grænlenzku sauðnautskálfum, en nú eru notuð deyfilyf í staðinn fyrir blý. Sagt er, að hvert kg. af sauðnautaull sé selt á átta þús- und krónur. Ennfremur, að undraverða hluti megi búa til úr ullinni, svo sem skósíða kvenkjóla, er ekki séu nema eitt hundrað grömm á þyngd! En hvað sem því líður, er hug- myndin skemmtileg, og reynsla Norðmanna af innflutningi sauðnauta hefur yerið góð. HÁLF ÖNNUR MILLJÓN Talið er, að hálf önnur milljón sauðfjár 'hafi verið á fjalli í sumar. Nú er þetta fé komið til byggða og sláturtíð stendur yfir. Féð reyndist mjög vænt á Norður- og Norðausturlandi, og er það talsverð búbót fyrir bændur. En eins og oftast vill verða, er féð talsvert misjafnt og flokkast misjafnlega vel, jafnvel fé, sem gengur í sömu sumarliögum. Sumir bændur eru enn nokkuð fastlieldnir á „sitt fé‘L, telja það öðru betra, þótt vigtin segji allt annað og hafa of mikla skyldleikarækt. Það er heil vísindagrein að kyn bæta og fóðra sauðfé til afurða á þann veg að það gefi sem allra fyllstan arð. Bændur þurfa að glöggva sig á því, hvernig fjárkyn hann vill hafa og stefna svo markvisst að því. Stefnuleysi í sauðfjárræktinni er raunar það allra versta. Grátt fé, kollótt fé, hreinhvítt fé, beitarþolið og hraust fé, og frjósamt fé eru eigihleikar, sem eru þess virði að meta þá að verðleikum og rækta þá upp. En í því efni vcrður að Velja og hafna til að fá ræktarlega og kynfasta lijörð. FJÁRMAGNSMIÐLAR Þröstur Ólafsson hagfræðingur: „í landínu eru tæplega 120 peningastöfnanir svo sem bank- (Framhald á blaðsíðu 5) Frá lögreglunni Á FIMMTUDAGINN 28. sept., síðdegis, varð gangandi maður fyrir bifhjóli. Ekki urðu telj- andi meiðsli. Aðfararnótt sunnudagsins ók maður einn út af veginum ná- lægt Moldhaugum í Glæsibæjar hreppi, grunaður um ölvun. Hann liggur í sjúkrahúsi, en farþegi, sem í bílnum var, sak- aði lítt eða ekki. Á þessu ári hafa mál 84 manna, grunaðra um ölvun við akstur, verið í rannsókn hér á Akureyri.;f fyrra var þessi tala á sama tíma 64. Allmikið hefur verið kvartað yfir ónæði af völdum barna og unglinga, einkum í Innbænum, nú að undanförnu. Lögreglan hefur stöðvað nokkuð margar bifreiðar vegna ófullnægjandi ljósabúnaðar. Þurfa ökumenn nú að gæta þess, að hafa ljósabúnað öku- tækja sinna í góðu lagi. Enn hafa nokkrir bílaárekstr ar orðið. Q Minnisvarðinn nm Einar Ben Á SUNNUDAGINN var afhjúp- aður á Héðinshöfða á Tjörnesi minnisvarði um skáldið Einar Benediktsson. Haustveður var hið fegursta, kyrrt og bjart, en hafaldan barðist þung við ströndina. Á fjórða hundrað manns var við athöfnina, sem hófst kl. 14. Meðal gesta voru dóttir skáldsins, frú Hrefna Benediktsdóttir, sem búsett er í Kaliforníu og tengdadóttir hans, frú Sigríður Benedikts- dóttir, sem búsett er í Reykja- vík. Athöfnin var látlaus og fögur. Blásaraflokkur frá Húsa- vík lék lög við ljóð eftir skáldið, Karl Kristjánsson fyrrv. alþing ismaður flutti snjalla minningar ræðu um Einar, ljóð hans og tengsl við Héðinshöfða og Þing- eyjarsýslur, frú Hrefna Bene- diktsdóttir afhjúpaði síðan minnisvarðann og að lokum lék blásaraflokkurinn lagið „Til fánans". Minnisvarðinn er gerður úr tveim steindröngum á steyptum stöpli. í efri dranganum er greipt vangamynd af skáldinu, gerð í koparskjöld, á þeim neðri er grafið nafn Einars og tvær tilvitnanir í ljóð hans Utsæ. Ríkarður Jónsson myndskeri gerði vangamyndina af Einari. Jóhann Björnsson frá Húsavík sagði fyrir um uppsetningu minnisvarðans og frágang á honum. Byggingarfélagið Varði á Húsavík steypti stöpulinn og setti minnisvarðann upp og stjórnaði Valur Valdimarsson á Húsavík því verki. Steinsmiðj- an h.f. gerði letur varðans. Forsaga sainnisvarðans er sú, að Karl Krisjjánsson ræddi um það við sýslunefndarmenn í Þingeyj arþingi og fleiri, að til- hlýðilegt væri, að Þingeyingar reistu skáldinu Einari Bene- diktssyni, minnisvarða í Héðins höfða í tilefni 100 ára ártíðar hans, sem var 1964. Sameiginlegur fundur sýslu- nefnda Norður- og Suður-Þing- eyjarsýslu, sem haldinn var á Kópaskeri 23. júní 1965, fól sýslumanni, Jóhanni Skapta- syni, að leita eftir samstarfi við (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.