Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 2

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 2
FRETTIR Fundur Markaðsráðs. Markaðsráð samvinnufélag- anna hélt fund í Reyltjavík 20. nóv., en í því eiga sæti 11 full- trúar Sambandsins og kaup- félaganna. Formaður ráðsins er Olafur Sverrisson kaupfélagsstjóri í Borgamesi, og samkvæmt upp- lýsingum hans var á fundinum fjallað um helztu verkefni á sviði smásöluverzlunarinnar, sem ráðið hefur haft afskipti af á árinu. Þar á meðal er að nefna, að unnið var að því að útvega samræmd merki á fast- eignir og bíla Sambandsins og kaupfélaganna, sem væntanleg eru á næstunni. Líka hefur ráð- ið haft íhlutun um námskeið, sem Skipulagsdeild hefur séð um framkvæmd á, t. d. fersk- vörunámskeiðið, sem haldið var fyrr í haust. Einnig kom ráðið þeim tilmælum á framfæri við félögin, að þau samræmdu liti á bílum sínum og fasteignum, og innan skamms er að koma á markaðinn ný og traustari gerð af veifum í stað þeirra, sem settar voru upp á byggingar Sambandsins og kaupfélaganna í tengslum við afmæli hreyfing- arinnar nú í sumar. Þá átti Markaðsráð frumkvæði að af- mælisgetraun þeirri, sem fram fór á vegum kaupfélaganna sl. sumar, en Innflutningsdeild annaðist framkvæmd hennar. Þá hefur ráðið hug á að auka námskeiðahald, og verða áfram haldin kvöldnámskeið fyrir verzlunarfólk úti í kaupfélög- unum, auk þess sem nú í vetur er fyrir hugað námskeið fyrir deildarstjóra í verzlunum, skrif- stofustjóra o. fl. Einnig voru á fundinum kjörnar vöruvals- nefndir fyrir Rafmagnsdeild, Vefnaðarvörudeild og Bús- áhaldadeild, sem eiga að leið- beina um vöruval þessara deilda á svipaðan hátt og hlið- stæð nefnd, sem hefur nú um nokkurt skeið starfað fyrir Birgðastöð. Sömuleiðis hefur ráðið hug á að ráðinn verði verzlunarráðunautur, sem leið- beini félögunum um meðferð og sölu á kjötvörum og starfi í Bú- vörudeild eða í tengslum við Kjötiðnaðarstöðina. Loks telur ráðið þörf á að samræma sölu- starfið hjá hinum ýmsu deild- um Sambandsins, auk þess sem samræma þurfi litaval innan dyra í kaupfélagsbúðunum og efna til herferðar um snyrtingu utanhúss. 2000 nýir félagsmenn í KRON. Föstudaginn 17. nóv. opnaði KRON hina nýju verzlun sína við Norðurfell í efra Breiðholts- hverfinu í Reykjavík. Að sögn Ingólfs Ólafssonar kaupfélags- stjóra hefur verzlunin fengið ágætar undirtektir hjá íbúum hverfisins og mikið verið verzl- að þar, t. d- nam salan 550 þús. kr. fyrsta daginn. Þá hafa félaginu bætzt 2.000 nýir félagsmenn það sem af er þessu ári, og eru þeir nú orðnir um 10.000 að tölu. Mikinn þátt í þeirri fjölgun á vafalaust sá afsláttur, sem félagið hefur tví- vegis veitt á árinu, en frá nóv- emberbyrjun, þegar síðara af- sláttartímabilið hófst, hafa um 5.000 manns vitjað afsláttar- korta til félagsins. Nýtt Dísarfell. Svo sem almennt er kunnugt seldi Sambandið Dísarfeli í sl. ágústmánuði. Það skip hafði það sérstaka verkefni að sigla aðallega til hinna smærri hafna, og Sambandið hefur talið þýð- ingarmikið, að í flota samvinnu- manna væri skip af áþekkri stærð. Undanfarið hefur verið leitað að skipi hentugu sem arftaka Dísarfells, og nú hafa tekizt samningar um kaup á dönsku skipi, sem heitir Lene Nielsen, en er að vísu nokkuð stærra en Dísarfell var. Skip þetta var byggt í Danmörku árið 1967 og er því fimm ára gamalt. Það er byggt samkvæmt Lloyds flokk- unarreglum og styrkt fyrir sigl- ingar í ís. Skipið er með milli- þilfar, og getur það siglt bæði sem opið milliþilfarsskip (1220 tonn) og sem lokað (2200 tonn). Það er með 1400 ha. Mak-aðal- vél og lestarrými er um 100 þús. teningsfet. Skipið verður afhent í Dan- mörku, væntanlega síðari hluta febrúár h. k. . Hlutafjárútboð Samvinnu- banitans. : ; Eins og SF hafa áður greint frá,' átti Samvinnubankinn 10 ára starfsafmæli hinn 17. nóv. sl. Á afmælisdaginn hófst áður boðað hlutafjárútboð bankans, eh samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar hans er nú fyrir hendi heimild til að auka hluta- fé hans úr 16 mrllj. kr. í allt að 100 millj. með almennu hluta- fjárútboði til félagsmanna kaup félaganna. Hin nýju hlutabréf eru að nafnverði 5, 10 og 100 þús. kr., og eru þau til sölu í bankanum og útibúum hans, svo og í kaup- félögunum um land allt. Kjötiðnaðarstöðin formlega tekin í notkun. Hin nýja kjötiðnaðarstöð Bú- vörudéildar á Kirkjusandi var formlega tekin í notkun hinn 20. nóv. Verða þar framleiddar allar venjulegar kjötiðnaðarvör- ur, en áherzla lögð á að auka mjög fjölbreytni þeirra. Eru hinar fyrstu reyndar þegar komnar, á markaðinn, og eru þær seldar undir vörumerkinu „G0ÐI“, en auk þess verður vörumerkið „GYÐJA“ notað á niðursoðið grænmeti og ýmis konar sósur frá stöðinni. Til nýjunga má telja, að á öllum framleiðsluvörum stöðv- arinnar verða ýtarlegar inni- haldslýsingar viðkomandi vöru- tegundir ásamt útreikningi á næringargildi. Einnig verður nákvæmt eftirlit með gæðum varanna og hollustuháttum við framleiðsluna miklu fullkomn- ara en þekkzt hefur hér á landi til þessa. Er það gert kleift m. a. með nánu samstarfi við Til- raunaeldhús Osta- og smjörsöl- unnar og Sambandsins og við Rannsóknastofu Búvörudeildar, en báðar þessar stofnanir eru til húsa í sambýli við kjötiðnaðar- stöðina. Söluaukning hjá Innflutnings- deild lun 200 millj. Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Pálssyni framkvæmda- stjóra hefur sala Innflutnings- deildar fyrstu tíu mánuði ársins orðið um 1.231 millj. kr., sem er aukning um tæpar 200 millj. frá sama tímabili sl. ár. Vegna gíf- urlegra hækkana á öllum rekstr arkostnaði er þó ekki útlit fyrir að endanleg rekstrarafkoma deildarinnar verði að ráði betri en í fyrra. Um afkomu einstakra undir- deilda er það helzt að nefna, að sala Birgðastöðvar hefur á tíma bilinu aukizt um 28%, og er nú fyrirsjáanlegt, að hún fer í fyrsta skipti yfir 500 millj. kr. á yfirstandandi ári. Þá hefur einnig orðið veruleg söluaukning hjá Vefnaðarvöru- deild eða 45%. Mestur hluti þeirrar aukningar stafar af vax andi sölu á Night & Day sæng- urfataefninu, sem deildin selur og nýtur fádæma vinsælda. Það er flutt inn í ströngum og síðan saumað í sængurverasett á saumastofu á Hvolsvelli, sem Kaupfélag Rangæinga og hrepp urinn þar reka. Það sem af er árinu hefur deildin selt 132 þús. metra af þessari vöru, þ. e. a. s. samsvarandi vegalengdinni frá Reykjavík og langleiðina upp í Bifröst. Timbursalan flytur að Ármúla 29. Föstudaginn 24. nóv. opnaði timbursala Sambandsins í Reykjavík að Ármúla 29, þaðan sem hún hefur verið flutt úr vörugeymslum þess við Granda veg. Ármúli 29 er baklóðin við byggingar Sambandsins að Suð- urlandsbraut 32, þar sem nú er m. a. til húsa byggingavörusmá- sala þess, sem áður var í Hafn- arstræti, og hefur þar með öll sala Sambandsins á bygginga- vörum í Reykjavík komizt á einn stað. Hjólbarðaþjónusta Véladeildar reynist vel. Hjólbarðasalan og hjólbarða- verkstæðið, sem Véladeild opn- aði að Höfðatúni 8 í Reykjavík sl. vor, hefur gefið mjög góða raun og haft það í för með sér, að deildin hefur getað tekið á móti mjög auknum viðskiptum á þessu sviði. Þessar upplýsing- ar fengum við hjá Jóni Þór Jó- hannssyni framkvæmdastjóra, og gat hann þess einnig, að greinilega hefði verið mikil þörf fyrir þessa þjónustu af hálfu deildarinnar, sem bezt hefði sýnt sig nú undanfarið á þeim tíma árs, þegar hvað mest er að gera við sölu og ásetningu snjóhjólbarða. Heimsókn til Rafmagnsdeildar — vaxandi umsvif. Fyrir skömmu fékk Raf- magnsdeild heimsókn af hópi rúmlega 30 fulltrúa frá kaup- félögunum víðs vegar um land- ið. Á móti þeim tóku fram- kvæmdastjóri Véladeildar ásamt deildarstjóra og starfs- mönnum Rafmagnsdeildar, og var gestunum gefið yfirlit yfir starfsemi deildarinnar, ásamt því sem þeim voru kynntar helztu nýjungar, sem hjá henni eru á döfinni, m. a. nýjar sauma vélar og stóraukið framboð á hvers konar rafmagns-heimilis- tækjum. Q Frá vinstri: Herdís, Hólmfríður og Elva. (Ljósm.: J. G. U.) DESEMBERMÓT í sundi var haldið á vegum Sundfélagsins Óðins laugardaginn 16. des. Keppendur voru 18, og flestir á vegum sundfélagsins. Keppt var í 18 sundgreinum og urðu úrslit í einstökum greinum þessi: 50 m bringustund sveina. 1. Björn Víkingsson 38.4 2. Einar Kristjánsson 44.5 100 m bringusund drengja. 1. Marinó Steinarsson 1:19.8 2. Björn Víkingsson 1:25.0 3. Örn V. Birgisson 1:26.0 200 m bringusund drengja. 1. Pétur M. Pétursson 2:52.3 2. Björn Víkingsson 3:16.3 50 m skriðsund sveina. 1. Kristján Þ. Sigfússon 31.4 2. Björn Víkingsson 32.9 3. Éinar Kristjánsson 34.1 100 m skriðstund drengja. 1. Gunnar Eiríksson 1:06.6 2. Marinó Steinarsson 1:08.2 3. Kristján Þorkelsson 1:09.5 200 m skriðsund drengja. 1. Örn V. Birgisson 2:43.0 2. Marinó Steinarsson 2:45.2 50 m baksund drengja. 1. Jóhann G. Möller 35.7 2. Kristján Þ. Sigfússon 38.9 3. Marinó Steinarsson 39.5 100 m baksund drengja. 1. Jóhann G. Möller 1:21.0 2. Kristján Þorkelsson 1:26.0 50 m flugsund drengja. 1. Pétur M. Pétursson 33.7 2. Marinó Steinarsson 34.1 3. Kristján Þ. Sigfússon 37.0 é 4 I I- & •í* * I I- I I- I I I I- i Hver er maðurinn Hvað er maður? Laufblað létt á hjarni, lítill kvistur, sprek á tímans arni, agnardropi, mitt í víðum mar, þokuhnoðri, þrúðgum stormi hrakinn, þotsnar neisti, lífsins mætti vakinn, brunninn þráður, kulnað kertisskar. Hvað er maður? Bjarmi af allífs eldi, endurspeglun stjörnuljóss á kveldi, glampi sólargeisla á tímans lind, sála, hýst af eining efna jarðar, andi frjáls, er binda viðjar jarðar, mynd af Guði, saurguð villu og synd. Hvað er maður? Brandur einn í báli, bland af tryggð og sannleik, lygi og táli, illu og góðu, er ávallt heyir stríð, þræll og frjáls, á þrek og vit til dáðar, þurfalingur mildi Guðs og náðar, geymdur ella glötun dóms á tíð. Sœmundur G. Jóhannesson. <3 4- t | t J I 1 I ? i ? t ? t t ? t ? <9 200 m fjórsund drengja. 1. Marinó Steinarsson 2:56.5 2. Kristján Þ. Sigfússon 2:59.2 50 m bringusund telpna. 1. Hólmfríður Traustad. 41.1 2. Herdís Herbertsdóttir 41.4 3. Elva Aðalsteinsdóttir 42.2 100 m bringusund telpna. 1. Herdís Herbertsdóttir 1:32.8 2. Hólmfríður Traustad. 1:33.1 200 m bringusund telpna. 1. Herdís Herbertsdóttir 2:32.5 2. Hólmfríður Traustad. 3.22.4 50 m skriðsund telpna. 1. Elva Aðalsteinsdóttir 34.6 2. Hólmfríður Traustad. 36.6 3. Herdís Herbertsdóttir 38.1 100 m skriðsund telpna. 1. EJva Aðalsteinsdóttir 1:18.5 2. Hólmfríður Traustad. 1:24.4 50 m baksund telpna. 1. Elva Aðalsteinsdóttir 47.5 2. Kara Melstad 53.1 50 m flugstund telpna. 1. Elva Aðalsteinsdóttir 43.4 2. Herdís Herbertsdóttir 44.0 100 m fjórsund telpna. 1. Elva Aðalsteinsdóttir 1:32.5 2. Herdís Herbertsdóttir 1:35.5 Keppt var um bikar sem fé- lagar í sundfélaginu höfðu gefið til þessarar keppni og einnig tvo smærri bikara, sem voru fyrir annað og þriðja sæti. Bik- arar þessir veittust fyrir bezta frammistöðu, miðað við afreka- skrá 1971 og hlaut Hólmfríður Traustadóttir 1. sætið fyrir árangur sinn í 50 m bringu- sundi, önnur varð Herdís Her- bertsdóttir og þriðja Elva Aðal- steinsdóttir, einnig fyrir 50 m bringusund. Elva Aðalsteins- dóttir varð hæst að stigatölu með 27 stig. Þjálfari hjá félaginu síðustu 8 mánuði hefur verið Þröstur Guðjónsson og hefur-sundfólkið æft af kappi og sýnt mikinn áhuga við æfingar. □ Togararnir allir á veiðum FRÁ skrifstofu Útgerðarfélags Akureyringa í gær: Kaldbakur landaði 46 tonnum 18. desember. Svalbakur landaði 112 tonnum 19. desember. Harðbakur er að landa ca. 100 tonnum. Sléttbakur landaði 50 tonnum 14. desember. Sólbakur landaði 14. desember 66 tonnum. Allir Akureyrartogararnir munu verða á veiðum yfir jólin, en einhverjir munu koma inn á milli jóla og nýárs. | li

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.