Dagur - 12.05.1976, Blaðsíða 4

Dagur - 12.05.1976, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ÍHALDIÐ ÓTTAST SAMVINNUVERSLUN í hartnær heila öld hefur samvinnu- hreyfingin á fslandi gegnt forystu- hlutverki í margháttuðum umbótum í verzlun landsmanna. Upphaflega hnekkti hún erlendri og innlendri einokunarverzlun, sem var landinu hin versta áþján. Hún hefur jafnan haft forystu um hagræðingu í verzl- unarháttum, sem leitt hefur til lægra vöruverðs, til liagsbóta fyrir félags- menn hreyfingarinnar og aðra við- skiptavini. Samvinnufélögin hafa lagt sig fram um að þjóna þeim byggðarlögum í landinu, sem eru of smá frá sjónarmiði einkagróða- manna og hefðu því enga verzlun ef samvinnustarfsins nyti ekki við. Allur tekjuafgangur samvinnuverzl- unarinnar hefur verið notaður til atvinnuuppbyggingar og þjónustu við þau byggðarlög, þar sem arður- inn varð til. Þrátt fyrir allt þetta heilladrjúga starf hefur samvinnuhreyfingin sí- fellt mátt búa við andstöðu og árásir íhaldsins, sem hefur óttast um gróða- möguleika sína. í höfuðvígi íhalds- ins á íslandi, Reykjavík, hefur kveð- ið svo ramt að þessari andstöðu og ótta íhaldsins, að kaupfélagið í Reykjavík hefur nánast aldrei getað fengið heppilegar verzlunarlóðir fyrir starfsemi sína frá borgaryfir- völdum. Nýjasta dæmið um sjúkleg- an ótta íhaldsins þar, við samvinnu- verzlunina er neitun borgarstjórnar- meirihlutans um leyfi til KRON til reksturs stórmarkaðs við Sundahöfn í Reykjavík. Skipulagsnefnd borgar- innar hafði mælt með því, að leyfið yrði veitt, en samt neitar borgar- stjórnarmeirihlutinn á grundvelli skipulagsástæðna. Þetta sama íliald liafði þó áður veitt einkagróðafyrir- tækinu Hagkaup leyfi til verzlunar- reksturs í iðnaðarhúsnæði í skipu- lögðu iðnaðarhverfi í Reykjayík. KRON mátti ekki verða til þess að lækka vöruverð og bæta verzlunar- kjör Reykvíkinga. Einkagróðinn hefði minnkað. Því fór sem fór um beiðni KRON. Eyfirðingar þekkja manna bezt heilladrjúgan árangur samvinnu- starfsins. KEA hefur áratugum sam- an haft forystuna í hverskyns um- bótum í verzlunarmálum héraðsins og hefur skapað hér vöruverð, sem er samkeppnisfært við Reykjavík, sem er þó aðal innflutningshöfn lands- manna og býr því við sérstaka að- stöðu í vöruverði. Allur tekjuafgang- ur KEA hefur gengið til marghátt- aðrar uppbyggingar og framfara- mála í héraðinu öllu. Þrátt fyrir Kýkomið Terylene-kápur. Dragtir með pilsum eða buxum. Tækifærisbuxur. Frúarbuxur úr terylen- jersey. Blússur við buxur. Pils og peysur og fl. Á næstunni er væntan- ÍBÚÐIR Fasteignaúrval um allan bæ. Leitið upplýsinga. Fasteignasalan hf. Amaro-Iiúsinu. Sími 2-18-78. Opið kl. 17—19 mánu- daga til föstudaga. legt: Kjólar á allan aldur. Töskur, hanskar og 11. MARKAÐURINN Til sölu skúrbygging við Helgamagrastræti. Þá er einnig til sölu frystiklefi, mótor, þurrkari o. fl. Steindór Gunnarsson, mSal3 m lögfræðingur, Ráðhústorgi 1, sími 2-22-60. Til sölu vel með farið sófasett, sófaborð og krakkarúm. Uppl. í síma 2-13-70 WYmisle&tmm eftir kl. 7 e. h. 13 ára stúlku langar til Til sölu lítið notuð steypuflekamót. Hörður Garðarsson, að komast í sveit í sumar Þarf ekkert kaup. Sírni 2-11:62. Rifkelsstöðum. Tilboð óskast í timbur- skúr til niðurrifs. Stærð 8x14 m. Uppl. í síma 1-13-23 eftir kl. 5 e. h. Sá sem tók hjólagrind af barnavágni á bílastæð- inu við Glerárgötu 18 er vinsamlegast beðinn að skila lienni þangað aftur og verður málið þá látið niður falla. Sjónvarpstæki, Cuba Milano, vel með farið til sölu. Sími 2-35-51. M m m mvmnam GÍTAR til sölu. Gibson, Standard De luxe. Sími 2-26-70. 13—14 ára stúlka óskast í sumar til að gæta tví- bura á öðru ári. Uppl. í síma 2-24-61. Til sölu girðingar- staurar úr eik. Skipasmíðastöðin Vör sími 2-17-82. Barnfóstra óskast Iiálfan eða allan daginn. Sími 2-18-19. T - • . Óska að ráða ungling til starfa í sveit í sumar. Uppl. gefnar í síma 2-15-16 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu Royal vagn- kerra, göngugrind og lítill plaststóll (barna- pía). Uppl. í síma 2-18-57. Vill ekki einhver taka Til sölu er nýlegur BARNAVAGN. Uppl. í síma 2-11-44. að sér að passa 4ra ára dreng frá kl. 4—7 á dag- inn. Uppl. í síma 2-13-27 frá kl. 1-3. Til sölu Swallow kerruvagn. Ennfremur tilsniðin tejipi fyrir Bronco. Uppl. í síma 2-15-12. Óska eftir ráðskonu- stöðu í sveit í sumar. Uppl. í síma 1-9,6-74 næstu daga. Lögfræði- og fasteignaskrifsfofan Ráðhústorgi 1, Akureyri. — Sími 2-22-60. Til sölu 3 hæðir og ris að Hafnarstræti 100. STEINDÓR GUNNARSSON LÖGFRÆÐINGUR Lögfræði og fast- eignaskrifstofan Ráðhústorgi 1, sími 2-22-60. TIL SÖLU: Einbýlishús við Kambsmýri. Einbýlis'hús við Þingvallastræti. 5 iherbergja íbúð við Höfðahlíð. 4ra herbiergja íbúð við Ránargötu. 4ra iherbergja íbúð við Þórunnarstræti. 4ra herbergja íbúð við Skarðshlíð. 4ra herbérgja íbúð við Vanabyggð. 3ja herbergja íbúð við Skarðsihlíð. 3ja herbergja íbúð við Skipagötu. 3ja herb. risíbúð við Ránargötu. 3 tveggja herb. íbúðir í Lundshverfi, lrugsanleg skipti. 4ra herb. íbúðir við Hafnarstræti. Raðhúsíbúðir í Gerðahverfi. Lögfræði- og fasteigna- skrifstofan Ráðhústorgi 1. Sími 2-22-60. Steindór Gunnarsson lögfræðingur. Skemmtanir Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik í Al- þýðuhúsinu laugardag- inn 15. maí. Húsið opnað kl. 21,00. Miðasala við inngang- inn. Stjórnin. wHúsnæðt 2—4herbergja íbúð óskast til leigu strax eða 1. júní, helst með ein- hverjum húsgögnum. Ofnasmiðja Norður- lands h.f. Sími 2-18-60. Tveggja eða þriggja herbergja íbúð óskast í 3Vz mánuð. Uppl. í síma 2-31-12. Ung barnlaus hjón óska eftir lítilli íbúð til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 2-12-32. Til sölu íbúðin Skarðs- hlíð 23 c. Getur verið laus nú þegar. Uppl. á staðnum í dag og næstu daga. Þriggja til fjögurra her- bergja íbúð óskast til leigu nú þegar. Sími 2-18-19 á kvöldin. TONY KNAPP Á AK. Miðvikudaginn 5. maí kom Tony_ Knapp þjálfari íslensku knattspyrnulandsliðanna til Akureyrar. Meiningin var að leita að efniviði í íslenska ungl- ingalandsliðið sem á erfið verk- efni fyrir höndum. Hér fór fram knattspyrnuleikur milli pilta 16 til 18 ára. Annað liðið var skip- aS unglingum frá Akureyri og Eyjafirði, en hitt liðið ungling- um frá öðrum stöðum á Norður landi. Leikið var í hríðarfjúki og var knattspyrnan heldur ris- lág." Þjálfarinn kom hins vegar auga-á tvo pilta, annan frá Siglu firðl.. og hinn frá Húsavík, sem hann taldi sig geta notað í ungl- ingalandsliðið og verður nú þeim piltum gefinn kostur á að æfa með landsliðinu og er þeir standa .sig vel geta þeir ef til vill komist í liðið. Frá vinstri: Lárus Gunnlaugsson, Guðný Ásólfsdóttir, Anton Angantýssm, Dagný Kjartansdóttir og Frá Bridgefélagi Ingólfur Jónsson. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Páls) i | Akureyrar Rótgróið leiklistaiTíf á Þegar sá er þetta ritar var ung- ur maður á Árskógsströnd, tald- ist það til verulegra viðburða þegar leiksýningar voru á Dal- vík, og þá lagði unga fólkið land undir fót í bókstaflegri merk- ingu, og einnig þeir, sem eldri voru, og sótti sýningarnar, sem - Dýrt að búa ... (Framhald af blaðsíðu 1) Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt á aðalfundinum: Aðalfundur Kaupfélags Lang- nesinga, haldinn 6. maí 1976, lýsir áhyggjum sínum vegna lækkandi rekstrarlána til land- búnaðarins. Skorar fundurinn á stjórnvöld og alþingismenn, að hlutast til um, að rekstrarlán verði sama prósentuupphæð, miðað við verðmæti, og var árið 1959. Þá leggur fundurinn áherslu á, að lánin verði fast hlutfall af grundvallarverði. Kaupfélagsstjóri er Olafur Friðriksson. í stjórninni eru: Sigurður Jónsson, Efralóni, Magnús Jóhannesson, Bakka- firði, Aðalbjörn Arngrímsson, Eggert Ólafsson og Óskar Guð- björnsson. Endurskoðandi er Bjarni Aðalgeirsson. O. II. síðan gáfu tilefni margvíslegra umræðna lengri á eftir. Leik- arar fengu sína dóma, ekki vantaði það, bæði lof og last og sumir voru hreinar stjörnur í okkar augum. Vera má, að dóm- ar okkar, hrifning og aðfinnsl- ur, hafi ekki staðið traustum fótum leikhúsþekkingar. En víst er, að leikarar gátu oft til manns talað og umræður um viðburði leikhússins voru á tungu, sem allir skildu. Dalvíkingar hafa lengi unnað leiklistinni og unnið henni heils hugar síðan með litlum hvíld- um. Sú saga verður ekki sögð hér, en geta má þess, að síðustu árin hafa viðfangsefni Leik- félags Dalvíkur verið: Þrír skálkar, Gullna hliðið, Hart í bak og nú Deliríum Bubonis. Sýningar á síðasta verkefn- inu, Deliríum Bubonis, standa nú yfir ó Dalvík og var frum- sýningin 30. apríl. Hafa sýning- ar verið sex og næstu sýningar verða á föstudag og laugardag. Leikstjóri er Jóhann Ögmunds- son. Á laugardaginn voru tvær sýningar og þá komu 280 manns í leikhúsið, sem þykir gott. Þessir leikarar fara með hlut- verkin: Anton Angantýsson, Ingólfur Jónsson,. Dagbjört Kristjánsdóttir, Guðný Ásólfs- dóttir, Lárus Gunnlaugsson, Rúnar Lund, Óskar Sigurpáls- son, Rafn Arnbjörnsson og Þor- björg Alfreðsdóttii'. Undirleik- ari er Kári Gestsson. I þessum hópi eru fjórir nýliðar. Leik- tjöld mólaði Brimar Jónsson. Sjónleikurinn er, sem kunn- ugt er, eftir Jónas og Jón Múla Áraasyni. Formaður Leikfélags Dalvíkur er Jóhann Antonsson. Blaðið hefur fregnað, að Gísli Halldórsson muni á næsta leik- óri.aðstoða dalvíkinga, og að þá muni kunnur leikari, úr þeirri byggð ættaður, Anna Kristín Amgrímsdóttir, leika þar sem gestur. Þarf engum getum að því að leiða, að ef svo verður, lyftir það leiklistarlífi verulega á Dalvík. En á Dalvík er gamall og góður grunnur, sem allt leik- listarlíf byggist á, en það er fólk, sem vill og getur leikið og fólk, sem sækir leikhús sitt og nýtur leiklistarinnar. □ Nýlega lauk Thule-tvímennings- keþpni Brilgefélags Akureyrar. Spilaðar voru þrjár umferðir og var' spilað í tveimur riðlum. Sana h.f. á Akureyri gaf bikara til þessarar keppni. Að þessu sinni sigruðu þær Dísa Pétursdóttir og Soffía Guð mundsdóttir, hlutu 280 stig, en meðalárangur var 240 stig. Röð efstu para var annars þessi: Stig 1. Dísa Pétursdóttir — Soffía Guðmundsdóttir 280 . 2,- Mikael Jónsson — Ingimundur Árnason 278 3. Gunnl. Guðm.son — Magnús Aðalbjörnsson 262 4. Sveinbjörn Sigurðss. — Stefán Ragnarsson 261 5. Ármann Helgason — .r, -Jóhann Helgason 258 6.-7. Grettir Frímannsson — .... Ævar Karlesson 256 6.-7. Hörður Steinbergsson — Friðfinnur Gíslason 256 8. Arnald Reykdal — Gylfi Pálsson 253 Norðurlandsmót £ bridge verð ur haldið á Akureyri dagana 5.—7. júní að Hótel KEA. Búist er við mikilli þátttöku, en skrán ingu sveita lýkur 15. maí,- Q JULlUS BOGASON minningarorð »Húsnæói Ungt fólk óskar eftir stórri íbúð eða einbýlis húsi til leigu næsta vetur. Sími 2-14-51. Lítið snoturt einbýlis- liús í Glerárhverfi til sölu, Uppl. í síma 2-21-32 eftir kl. 7 e. h. Ung reglusöm og ábyggi leg hjón óska að taka á leigu 3—4 herbergja íbúð. Skipti á nýrri 4ra herb. (115 ferm.) enda- íbiið á 4. liæð (efstu) í fjölbýlisliúsi í Hafnar- firði möguleg. Fyrirframgreiðsla og tryggingarvíxill ef óskað er. Uppl. í síma 2-20-59 eftir kl. 7 á kvöldin. Frændi minn kær, Júlíus Boga- son, er látinn. Það kom okkur ættingjum hans ekki á óvart því undanfarið hafði hann legið fár- sjúkur á spítala. Þó varð mér undarlega hverft við er móðir mín hringdi til mín og sagði mér að Júlíus bróðir hennar væri látinn. Öll erum við dauð- leg og einhvern tíman heim- sækir dauðinn okkur öll. En þrátt fyrir þessa staðreynd á ég ennþá bágt með að sætta mig við að mjög kær frændi minn, Júlíus Bogason, sé horfinn af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt, eins og hann var mér og syst- kinum mínum mikill styrkur og góður frændi alla þá tíð, sem við bjuggum á Akureyri £ ná- býli við hann. Þó má ekki skilja mig svo, að hann hafi nokkru sinni sleppt af okkur hendinni. Þótt við flyttumst til Reykja- víkur með foreldrum okkar fyrir allmörgum árum rofnaði aldrei sambandið við Júlíus frænda. Hann sá um það og fyrir það er ég honum mjög þakklát. Enda þótt ég vissi vel að það gæti brugðist til beggja vona með heilsu frænda míns, trúði ég því að eitthvei't kraftaverk gæti læknað hann. Ennþá trú- um við á kraftaverk og þau eiga sér stað, því ef trúin væri ekki fyrir hendi, hvar værum við þá stödd? Nú er Júlíus horfinn okkur og þrátt fyrir einlægar óskir og. bænir verðum við að beygja okkur fyrir staðreyndinni. Fyrir mér var Júlíus annað og meira en frændi. Hann var einhver sá elskulegasti og besti maður, sem ég hefi kynnst. Og væri það ekki of persónulegt og öðrum óviðkomandi gæti ég tínt til margt um gæsku hans og góð- vild, sem hér verður sleppt. Mér fannst ég verða að kveðja þennan frænda minn sérstak- lega og þess vegna réðist ég í að skrifa þessi óbreyttu kveðju- orð um leið og hann heldur á leið um landamærin, sem eng- inn lifandi þekkir. Ég mun ekki í þessum kveðju orðum rekja æviferil Júlíusar frænda, en hann var kunnur á mörgum sviðum bæði hér syðra og á Akureyri, einkum munu allir skákunnendur kannast við nafn hans. Hugur minn dvelur nú hjá Hafnhildi, ekkju Júlíusar frænda, sem eins og maður hennar hefur reynst okkur sannur vinur. Heimili þeirra hefur alltaf staðið okkur opið og þar hefur alltaf verið gott að koma. Það er ýmislegt, sem mér bæri að þakka þeim hjónum, höfðingskap þeirra beggja við mig og börnin mín, þar sem Hrafnhildur hefur aldrei legið á liði sínu. Nú að leiðarlokum kveð ég ástkæran frænda minn, en votta konu hans, Hrafnhildi, og börn- um þeirra dýpstu samúð mína og vona að trúin hjálpi þe;m yfir erfiðasta hjallann. Gréta Jónsdóttir. Z7 ZT IEUHHÍIIH ÞÓR SIGRAÐÍ KA MEÐ 6:1 Föstulaginn 7. maí kl. 20 léku á Þórsvellinum á Akureyri Akur eyrarliðin Þór og KA í Alberts- mótinu. Að venju voru margir mættir á völlinn til að sjá viður eign þessara aðila, en KA hefur ekki til nokkurra ára tekist að vinna Þór í knattspyrnu. Ymis- legt benti til þess að nú mundi verða um harða keppni að ræða og jafnvel bjartsýnustu KA- menn voru vissir með KA-sigur að þessu sinni. Sennilega hafa þó leikmenn KA-liðsins ekki verið eins sigur vissir því þeir báru greinilega mikla virðingu fyrir andstæð- ingum sínum þegar á völlinn var komið, og sýndu þeim litla áreitni, heldur leyfðu þeim að gera næstum því hvað sem þeir vildu. Annað var uppi hjá Þórs- urunum þv£ þeir börðust eins og ljón og létu KA-menn aldrei í friði, er þeir voru með bolt- ann. Þórsarar kusu að leika undan nokkurri sunnan golu í fyrri hálfleik og léku strax nokkuð skynsamlega knattspyrnu mið- að við þær aðstæður sem þarna voru, þ. e. a. s. létu vindinn bera boltann upp að, marki KA og skapaðist þá oft mikil hætta þar. Fyrstu mínútur leiksins skipt ust liðin á að sækja, en KA- menn sýndu þá nokkuð góðar sóknarlotur á móti nokkuð erfiðum vindi. Sérstaklega skap aðist hætta er sóknin fór upp hægri kantinn, og þar ‘barðist’ Gunnar Blöhdal hetjulega. Fyrsta mark leiksins gei'ði Jón Lárusson fyrir Þór á 20. mín. og strax á næstu mínútu átti Jón einnig góðan skalla að markinu en Ævar varði. Sig- urður Lárusson skoraði síðan annað markið á 35. mín., og Baldvin Harðarson bætti hinu þriðja við á 42. mín. og var þá aukastigið £ höfn. Þórsarar sóttu meira í fyrri hálfleik og áttu nokkur hættuleg tækifæri sem ekki nýttust. KA sótti nokkuð en Þórsarar stöðvuðu oft hið stutta samspil KA-manna sem ekki bar mikinn árangur i þess- um leik. í seinni hálfleik léku KA- menn undan hinni margþráðu golu og strax á 3. mín. átti Sig- björn Gunnarsson gott skot í stöng og pressuðu KA-menn þá nokkra stund á mai'k Þórs, en án þess að mark væri skorað. Á 10. mín. skoraði Jón Lárus- son fjórða mark Þórs af nokkuð löngu færi og algjörlega óverj- andi fyrir markmann KA. Þetta var fallegasta mark leiksins og vai' skorað við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu Þórsarar sem leikinn sáu. Á 12. mín. fengu KA-menn aukaspyrnu skammt fyrir utan vítateig Þórsara. Varnarmenn Þórs röðuðu sér upp í varnarvegg framan við markið, en Hörður Hilmarsson skaut snúningsbolta fram hjá varnarveggnum og í markhorn- ið fjær, algjörlega óverjandi fyrir Samúel markmann. Dómarinn, Guðmundur Búa- son, dæmdi markið af og sagði að um óbeina aukaspyrnu hefði verið að ræða. Síðan á 30. mín. skorar Oskar Gunnarsson fimmta mark Þórs, en 2 mín. síðar skorar Gunnar Blöndal fyrir KA þeirra fyrsta mark, og kom það úr þvögu eftir hornspyrnu. Ekki var síðan liðin nema 1 mín. þegar boltinn lá í marki KA og vai' þar að verki Jón Lárusson, og hafði hann nú skorað „þrennu“. Fleiri urðu mörkin ekki í þessum leik, sem lauk með verð skulduðum sigri Þórs, 6 gegn 1. Þór var betri aðilinn í þessum leik og er eins og liðsmenn KA séu fyrirfram ákveðnir í að tapa fyrir Þór, jafnvel þó þeir hafi á að skipa ekki síðra knattspyrnu liði. Hinar stuttu sendingar og spil KA kom ekki að notum í þessum leik þar sem Þórsarar voru ákveðnari og létu KA- menn aldrei í friði og komust gjarnan inn í sendingar þeirra. Aðeins Gunnar Blöndal barðist vel í leiknum, og hættulegustu sóknir KA-manna byggðust venjulega á honum. Bæði liðin voru óþekkjanleg frá fyrri leikj- um. Þórsarar léku nú nokkuð góða og ákveðna knattspyrnu, mun betri en þá sem þeir hafa leikið í voi', en hið sókndjarfa KA-lið var nú eins og væng- brotinn fugl. Að leik loknum voru Þórsur- um afhentur Albertsbikarinn, en þeir voru nú búnir að sigra í mótinu jafnvel þótt einn leik- ur væri eftir. Er þetta annað árið í röð sem Þór vinnur þennan bikar, en hann vinnst til eignar eftir þrjú ár í röð eða fimm ár alls. r 1 Urslit Albertsmótsins Reynir og Völsungur áttu að leika síðasta leikinn í Alþerts- mótinu á Húsavík um síðustu helgi. Þar er margir leikmenn Reynis eiga við meiðsli að stríða gáfu Reynismenn leikinn. Úrslit mótsins urðu því þessi: L U J T Mörk S Þór 3 2 10 10—3 7 KA 3201 9—6 6 Völsungur 3 111 1—6 3 Reynir 3 0 0 3 1—6 0 Markhæstu leikmenn: Jóhann Jakobsson, KA 4 Jón Lárusson, Þór 4 Sigurður Lárusson, Þór 2 Gunnar Blöndal, KA 2 TVEIR í PRESSULIÐIÐ FRÁ AK. Tveir knattspyrnumenn úr KA hafa verið valdir til að leika í liði sem íþróttafréttamenn völdu til að leika gegn íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Eru það (Hörður Hilmarsson, sem jafnframt er fyrirliði liðsins, og Jóhann Jakobsson. Er þess að vænta að þeir standi sig vel og verði knattspyrnu á Akureyri til sóma. Þess ber þó að gæta, að Hörður Hilmarsson hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin tvö ár, en nú í ár er hann ekki meðal þeirra er vald- ir hafa verið til að mæta á æfingar hjá landsliðinu. Hvort Herði er nú hegnt vegna þess að hann hefur yfirgefið Val, sitt gamla félag og gengið í 2. deild- arlið, skal látið ósagt, en senni- lega er hann ekki verri knatt- spyrnumaður nú en hann var í fyrravor þegar hann var valinn til landsliðsæfinga. Þess skal þó getið, að í landsliðinu eru leik- menn frá Vestmannaeyjum, sem einnig leika í 2. deild, en sennilega eiga þeir enn verra með að mæta á æfingar hjá landsliðinu vegna mjög stopulla flugsamgangna til Eyja heldur en Hörður héðan frá AkureyrL ó. á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.