Dagur - 23.03.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 23.03.1977, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prcntverk Odds Björnssonar hf. Samningar eru framundan Einmuna hagstaeð veðrátta um mest- an hluta landsins hefur einkennt þann vetur, sem brátt kveður. Sam- göngur hafa verið geriðar á landi, vegir snjólausir að kalla í flestum landshlutum, snjómokstur lítill og umferð án slysa. Til sjávarins hafa verið óvenju góðar gæftir, kraftmikl- ar loðnugöngur hafa gefið metveiði, og þorskaflinn er einnig langtum meiri en á sama tíma í fyrra. Við- skiptakjörin hafa enn batnað og má segja, að allar sjávarafurðir séu nú í háu verði erlendis. Má með sanni segja, að ríkt hafi góðæri til lands og sjávar. En þrátt fyrir allt þetta og næga atvinnu um land allt, hefur barlómurinn sjaldan verið háværari. Kapphlaupið um aukin lífsgæði er enn háð og þar með um skiptingu þjóðarteknanna. Verðbólgan eykur mjög þetta kapphlaup og þar með ringulreið efnahagslífsins, jafnt hjá stofnunum sem einstaklingum. Framundan eru samningsgerðir um kaup og kjör mikils þorra laun- þega í landinu, og minna fregnir af undirbúningi þeirra samninga helst á stóra leiksýningu, sem verið sé að sviðsetja. Enginn venjulegur maður áttar sig á, hve margþættir og vanda- samir samningar launþega við at- vinnurekendur eru framundan, og að nauðsynliegt sé að brjóta allarj vinnureglur venjulegra manna, svo sem með vökum í margra sólar- hringa, þegar búið er að halda lands- fólkinu í stöðugri spennu og láta samningafurstana beggja vegna við borðið skýra stöðuna daglega í hæfi- lega langan tíma. Þegar á það er litið, að sjávarút- vegurinn nýtur sömu erlendra mark- aða og t. d. norðmenn og færeyingar, er eðlilegt að menn álykti sem svo, að þessi atvinnuvegur geti greitt jafn há laun og frændþjóðir okkar. En þar er reyndin önnur, og við iðju og iðnað hafa starfsmenn sömu sögu að segja. Miðað við nágrannalönd er ísland nú láglaunaland, en fólk bæt- ir sér upp hið lága tímakaup með óhóflega löngum vinnutíma, þar sem þess er kostur og hefur því mikla kaupgetu. Kröfur Alþýðusambands íslands um 100 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði, ættu engum að koma á óvart. Mikill afli og góð viðskipta- kjör eiga að gera verulega kaup- hækkun mögulega og munu atvinnu- rekendur hafa gert sér þær ánægju- legu staðreyndir ljósar, að meira er liægt að koma til móts við verkalýðs- hreyfinguna nú en oftast áður. □ Höfum nóg áfengis- vandamál í landinu Guðlaug Narfadóttir skrifar Ég hef verið að velta fyrir mér viðbrögðum fólks um hið svo- nefnda bjórmál á Alþingi, og vegna þess hve kunnug ég er áfengismálunum, eins og þau eru hér á landi, eftir að hafa setið í Áfengisvarnarráði í 18 ár og áfengisvamanefndum í Reykjavík og Hafnarfirði í 20 ár, þar af formaður í 10 ár og framkvæmdastjóri öll árin, lang ar mig til að segja ofurlítið frá reynslu minni. Ég ferðaðist mikið um landið milli kvenfélaganna og sam- banda þeirra og flutti erindi um þessi mál. Ég kom inn á heim- ili drykkjufólks við ýmsar að- stæður og sá alla eymdina, eins og hún getur orðið verst. Leit ég á þetta fólk sem sjúkl- inga, sem þyrfti að hjálpa, ekki síst andlega. Átti ég oft sam- ræður við þetta fólk, reyndi að finna með því lausn á vandan- um, því það er skoðun mín, að þetta fólk hafi átt við einhver vandamál að stríða, sem leiði til áfengisvandræðanna. Átti ég ágætt samstarf við lögregluna í Reykjavík um þessi mál, eink- um kvenlögregluna og lögreglu- stjórann og fleira ágætt fólk. Þegar ég segi frá þessu, er ég aðeins að geta reynslu minnar og tilefnið er bjórmálið. Flutn- ingsmaður þess telur, að það sé að einhverju leyti eitt af nauð- synjamálum, að menn geti feng- ið sér bjór og komið verði upp bjórstofum sem víðast. Og ungu skáldin, sem telja, að Reykja- vík sé orðin svo hundleiðinleg, að eitthvað verði að gera til að hressá hana upp. Þetta með lífsleiðann er at- hyglisvert út af fyrir sig. Hitt er alveg víst, að hann verður ekki bættur með bjór. — Ég kynnti mér þetta nokkuð í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku, — ennfremur í Englandi og Banda ríkjunum, en þar dvaldi ég sumarlangt 1964. Bjórdrykkja ungmenna í Sví- þjóð og ráðstöfun ríkisstjómar- innar þar um, þ. e. að hætta bjórframleiðslu, sýnir að ekki hefur það tekist vel. Danskir verkamenn og ýmsir fleiri hafa ekki þótt til fyrir- myndar, t. d. hafnarverkamenn. Þeir fengu sér bjór í góðri trú, drukku nokkra og urðu svo oft að hverfa frá störfum. Allir íslenskir sjómenn kann- ast við bjórkrárnar í Grimsby, Hull og Aberdeen, og hvemig sumum reiddi þar af. Ég leit inn á eina slíka í Leith og aðra í Edinborg þegar ég var þar á ferð 1969. Þar sátu konur með smáböm í fanginu og dmkku bjór, svo ég tali nú ekki um karlana. í Bandaríkjunum var það bjór og aftur bjór. Ég var stödd í New Djörsey þegar lögreglu- þjónn, sem hafði fengið sér einn bjór, sá þeldökkan 15 ára pilt sitja á bekk í almenningsgarði og skaut hann til bana. Hann taldi sig aðeins hafa drukkið bjór. Miklar óeirðir urðu út af þessu máli, eins og alkunnugt er. Mikið var um árekstra á göt- um Los angeles þegar ég var þar og man ég, að sonur minn sem þar býr vegna atvinnu- reksturs síns, hafði nokkuð marga menn í vinnu og þeir unnu vandasöm verk í raffræði. Hann setti það skilyrði, að menn smökkuðu ekki bjór eða annan vínanda í vinnunni. — Þessu banni hlýddu allir, enda vildu menn halda þessari vinnu. Mikið var um árekstra á göt- um borgarinnar. Einu sinni lentum við tengdadóttir mín í því, að bíll ók aftan á okkur. Sem betur fór var þetta ekki harður árekstur. Bílstjórinn var 17 ára og þrír unglingar með honum. Þeir báðu um, að þeir yrðu ekki kærðir, því þeir höfðu tekið bílinn í óleyfi og drukku bjór áður en þeir fóru að heiman, til að gera ferðina svolítið spennandi. Ég átaldi tengdadóttur mína fyrir það meinleysi að verða við bóninni. Og ekki bætti það úr óhug mínum, að lítil telpa, sem var að fara í skólann einn morguninn, fannst myrt í skurði skammt frá skólanum. Upp komst, að einn kennarinn hafði framið verknaðinn og var líkið stórskaddað, enda kennarinn undir áhrifum eiturlyfja. Margt fleira heyrði ég um og las þenn- an tíma vestra, og allt þetta sannfærði mig um, að hér væri þó skárra að vera. Nú hefur runnið hér upp glæpaöld og er áfengið sannar- lega einn mesti bölvaldurinn þar, eins og svo víða annars staðar. Á bindindisþingi á Fjóni 1972 ræddi ég við færeying og græn- lending, sem báðir sögðu mér að bjórinn væri þeirra bölvaldur og vildu mikið til vinna að losna við hann. Bandalag kvenna í Reykja- vík samþykkti fyrir nokkrum árum tillögu sem send var Al- þingi, þess efnis, að áfengi yrði aðeins afhent gegn nafnskírteini. Haft var eftir núverandi for- sætisráðherra, að þetta væru orð í tíma töluð, og vona ég, að hann sé sömu skoðunar nú. Jón Sólnes kann ekki við að láta ekki eitthvað að sér kveða og sennilega er þessi hugdetta hans með bjórinn þannig til komin, og ekki þaulhugsuð. En áfengur bjór á auðvitað að vera undir lögum um sölu áfengis, aðeins í útsölum og aldur kaup- endanna sá sami og um annað áfengi. Ég tel að við höfum nóg áfengisvandamál við að stríða þó ekki komi bjór. Ég tel ekki, að Sólnes langi til að sjá börn og unglinga drukkna meira en nú er. Ég skora á alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, að fella bjórfrumvarpið og hafa þannig vit fyrir þessum barna- skap flytjanda. G. N. Smyslov kom, sá og sigraði Á laugardaginn kom til Akur- eyrar góður gestur, var það Vassily Smyslov fyrrverandi heimsmeistari í skák. Tefldi hann fjöltefli við heimamenn á 36 borðum og lauk svo eftir 5 klst. viðureign að hann vann 28 skákir, gerði 8 jafntefli en tapaði engri skák. Hlaut hann því 32 vinninga gegn 4 og geri aðrir betur! Þeir sem gerðu jafntefli við Smyslov voru: Davíð Haraldsson, Guðmund- ur Heiðreksson, Haraldur Ólafs- son, Heimir Bessason, Hólm- grímur Heiðreksson, Jón Ingi- marsson, Jón Ámi Jónsson og Óli Jón Gunnarsson. Þátttakendur voru á aldrin- um 13—80 ára og eina skákin þar sem Smysloc lenti í veru- legri taphættu var í skák hans við yngsta keppandann, Níels Ragnarsson. Lengsta skákin var við Jón Árna Jónsson, 15 ára, og lauk henni með jafn- tefli. Nýlega fór Skákfélag Akur- eyrar suður til keppni í 1. deild í Skák. Okkar menn unnu Skákfélag Keflavíkur með 6:2, en töpuðu fyrir Taflfélagi Kópa- vogs með 3^:4^. Skákfélag Akureyrar varð í fjórða sæti í 1. deild með 27 vinninga af 56 mögulegum, en 8 lið eru í deild- inni. Fimmtán mínútna mót var haldið 9. mars. Keppendur voru 8. Efstir og jafnir urðu Jóhann Snorrason og Jón Björgvinsson með 5 vinninga hvor af 7 mögu- legum. Næstkomandi sunnudag 27. mars, verður hraðskák- keppni um Einisbikarinn. Teflt verður í Félagsborg og hefst mótið kl. 13.30. „í deiglunni" á Húsavík í deiglunni. Höfundur: Arthur Miller. Leikstjóri: Haukur J. Gunnars- son. Leikmynd: Sveinbjörn Magnús- son og Haukur J. Gunnarsson. Leikfélag Húsavíkur frumsýndi þriðjudagskvöldið 15. þ. m. sjón- leikinn „í deiglunni“ eftir Art- hur Miller. Frumsýningargestir fylltu húsið og þökkuðu leikur- um og leikstjóra í leikslok með áköfu lófataki fyrir góða og áhrifamikla sýningu. Ekkert skorti á að fram kæmi, svo sem Arthur Miller ætlast til, að mik- ill er máttur hins illa á okkar jörð, enn fremur og eigi síður boðskapur leikritsins um mann- lega fegurð. Gamla konan, Re- bekka Nurse, og ungi bóndinn, Jón Proctor, fórna lífi sínu vegna sannleikans og til styrkt- ar þeim, sem lifa. Ef til vill rís glæsileiki og mannleg fegurð hæst hjá konu Jóns, Elísabetu Proctor. Hún ann mjög manni sínum og vill samt ekki, að hann bjargi lífi sínu með því að bregðast sannleikanum. Leikritið er byggt á sann- sögulegum atburðum, er gerð- ust í Salem í Massachusetts- fylki í Bandaríkjum Norður- Ameríku árið 1692. Þar bjuggu púrítanar, strangrúað fólk, sem flúið hafði frá Englandi vegna trúarofsókna tæpum fjórum áratugum áður en þeir atburðir gerðust, sem leikritið fjallar um. Yfirvöld og prestar héldu að fólkinu galdratrú og þeir sem ásakaðir voru um ástundun galdrakonstar voru hengdir. — Þeir, sem ásakaðir voru, áttu sér þó eina leið til að bjarga lífi sínu, þá leið að viðurkenna sök sína um samneyti við hann í neðra og ásaka aðra samborg- ara um galdrakonst. Ekki voru gerðar miklar kröfur um sann- anir, ákæran nægði. Því var til valið, ef manni þótti að náungi manns væri til óþæginda með einhverjum hætti að ákæra hann fyrir galdrakonst. — Sá ákærði varð að sanna sakleysi sitt og það gat hann ekki, því að sökin var ósýnileg. Stúlkan, Abigael Williams, girntist bónd- ann, Jón Proctor, hún greip tækifærið þegar það bauðst og ákærði konu hans. Ýmsinn kann að finnast, að efni leikritsins eigi ekki erindi til íslenskra lesenda árið 1977, en þegar Miller skrifaði það ár- ið 1952, mun hann hafa haft í huga atburði, sem þá voru að gerast í Bandaríkjunum. Þeir atburðir hafa löngum verið Safn að Sögu Akureyrar Ég vil hér með lýsa yfir ánægju minni með samþykkt bæjar- stjórnar Akureyrar á hátíða- fundinum um daginn, þar sem samþykkt var að leggja fram 2,5 millj. króna til sögu Akur- eyrar. Það eru mörg ár síðan áhugi minn vaknaði fyrir ritun Sögu Akureyrar og ég hef oft minnst á þetta við bæjarfull- trúa. Tilefni þessa greinarkorns er það, að mig langar til að koma á framfæri skoðunum mínum í sambandi við sögurit- unina. í fyrsta lagi þarf að skipa framkvæmdanefnd, t. d. 3ja manna, sem hefur yfirumsjón með því sem út verður gefið. Þá tel ég skynsamlegast að bókaútgáfurnar í bænum gefi bækurnar út vegna dreifingar- kerfis Bóksalafélagsins o. fl. Þá er mín hugmynd sú, að þetta verði bókaflokkur, sem beri nafnið Safn að Sögu Akureyrar, eða eitthvað því um líkt. Undir þetta geta fallið bækur eins og Saga Menntaskólans, Saga Kaupfélags Eyfirðinga, sem væntanlega verður skráð á næstu árum, Saga leiklistar- innar, Saga Verkalýðshreyf- ingarinnar, Saga iðnaðarins o. s. frv. Þá finnst mér mikið at- riði, að bækurnar verði allar í sama broti, prentaðar á sama pappír og til þessarar útgáfu verði vandað eins og mögulegt er. Að mínu áliti tekur þetta verk aldrei enda, því alltaf lengist sagan, en með breyttri prenttækni, sem nú er að ryðja sér til rúms hér í bæ, getum við skilað afkomendum okkar kenndir við bandaríska þing- manninn McCarthy, sem sá óvini Bandaríkjanna í hverju horni. Hann ofsótti fjölda manns, þeirra á meðal ýmsa þekkta menntamenn og rithöf- unda og mun Arthur Miller sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á þessum ofsóknum. Þessir at- burðir eiga sér hliðstæður á öll- um tímum og alls staðar í ver- öldinni. Á íslandi lenda menn í fangelsi vegna ákæru án saka og stórkostleg rógsherferð er gerð að mönnum í fjölmiðlum í þeim tilgangi einum að myrða mannorð þeirra. Abigael Willi- ams gengur laus meðal okkar íslendinga, þess vegna kemur hún okkur við. Heildarsvipur leiksins hjá Leikfélagi Húsavíkur er sterkur og áhrifamikill. Hin veigameiri hlutverk í leiknum eru þannig skipuð: Séra Samuel Parris: Ingi- mundur Jónsson. Abigael Willi- ams, ung frænka hans: Sigrún Sigurbjörnsdóttir. Jón Proctor, bóndi: Kristján E. Jónasson. Elísabet Proctor, kona hans: Kristjana Helgadóttir. María Warren: Guðrún K. Jóhanns- dóttir. Francis Nurse, aldraður bóndi: Bjarni Sigurjónsson. Re- bekka Nurse, kona hans: Herdis Birgisdóttir. Séra Jón Hale: Einar Njálsson. Danforth, vara- landstjóri: Sigurður Hallmars- son. Hinir reyndu leikarar leikfé- lagsins, Sigurður Hallmarsson, Einar Njálsson, Herdís Birgis- dóttir, Bjarni Sigurjónsson, BLUSSUR BOLIR BUXUR á ótrúlega lágu verði. AMARO HESTAMENN Ýmsar hestavörur nýkomnar. Póstsendum. BRYNJÓLFUR SVEINSSON HF. ekki aðeins bókunum, ’heldur prentplötunum og alltaf er hægt að endurprenta bækumar þegar upplag þrýtur. Ég er ekki reiðu- búinn að úttala mig um það nú á hvern veg stuðningur Akur- eyrarbæjar við þessa fútgáfu verður. Það mál þarf að hugsa mjög vandlega. Að lokum, góð- ir bæjarfulltrúar, nú verður að láta hendur standa fram úr ermum og koma málinu á fram- kvæmdastig. Ég trúi því ekki að óreyndu, að ekki fáist menn hér í bæ til að skrá þessar bæk- ur, og gæti ég vel hugsað mér að þeir menn fengju frí frá öðrum störfum á meðap þeir eru að vinna að rituni Sögu Akureyrar. Svavar Ottasen. FLAUELSKÁPUR áfermingarstúlkur no. 34—40 væntanlegar fyrir næstu helgi. Rennilása-töskur koma á morgun. MARKAÐURINN Kristjana Helgadóttir og Ingi- mundur Jónsson gera allir hlut- verkum sínum góð skil svo sem af þeim mátti vænta. Kristján E. Jónasson hefur oft áður ver- ið á fjöluunum, en í hlutverki Jóns Proctors vinnur hann mik- inn leiksigur. Ungu stúlkurnar, Guðrún K. Jóhannsdóttir og Sigrún Sigurbjömsdóttir sýna mjög góðan leik í erfiðum hlut- verkum sínum. þau, sem fara að horfa á sjón- leikinn „í deiglunni“ hjá Leik- félagi Húsavíkur, verða óhjá- kvæmilega fyrir miklum áhrif- um og fá efni til íhugunar. Þorm. J. Fisher- Price Amerísk leikföng í miklu úrvali Leikfangadeild irðingar, Akureyringar Sjónleikurinn JÚPITER HLÆR, eftir A. J. Cronin verður frumsýndur í Laugarborg laugardaginn 26. mars kl. 21. Leikstjóri Júlíus Oddsson. Aðgöngumiðar við innganginn. Næsta sýning sunnudagskvöld. LEIKFÉLAGIÐ IÐUNN. Andrésar Andar-leikar á Akureyri Um síðustu helgi var haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri svo- kallað Andrésar Andar skíða- mót fyrir börn frá 7 ára til 12 ára. Keppendur voru frá átta stöðum á landinu, samtals á fjórða hundrað. Mun þetta vera fjölmennast skíðamót sem á íslandi hefur verið haldið. Setning mótsins fór fram á Ráðhústorgði á föstu- dagskvöld, en keppendur gengu þá fylktu liði með Lúðrasveit Akureyrar í broddi fylkingar frá Dynheimum og að Ráðhústorgi og röðuðu sér þar upp. Hermann Sigtryggs- son mótsstjóri setti mótið með stuttri ræðu og Sigurður Óli Brynjólfsson flutti kveðjur frá Bæjarstjóm Akureyrar. At- höfninni lauk með því að skot- ið var upp flugeldum. Keppni hófst síðan í Hlíðarfjalli um kl. 11,30 á laugardagsmorgni og var keppt allan daginn og hún hélt síðan áfram á sunnu- dag og þá lauk mótinu um kl. 16,30 með verðlaunaafhend- ingu við Skíðahótelið. — Sex fyrstu menn í hverjum flokki fengu glæsileg verðlaun, og einnig fékk hver keppandi verðlaun jafnóðum og hann kom í mark. Verðlaunin voru gefin af fyrirtækjum á Akur- eyri og af Gutenberg bladehus í Danmörku og var fulltrúi þess staddur á mótinu. Guten- bergs bladehus er einmitt út- gefandi hinna vinsælu Andrés- ar Andar blaða. Veðrið var eins og best verður á kosið þessa daga og fór mótið að öllu leyti mjög vel fram. Úr- slit í mótinu urðu þessi: Stórsvig. 7 ára og yngri. sek. Jón Harðarson A 93.4 Kristín Hilmarsdóttir A 94.0 Jón I. Ámason A 97.9 Ásgeir Harðarson A. 101.4 8 ára drengir. sek. Aðalsteinn Árnason A 97.7 Hilmir Valsson A 79.9 Sveinn Rúnarsson R 83.1 Gunnar Reynisson A. 84.6 8 ára stúlkur. sek. Gréta Björnsdóttir A 85.6 Kristín Ólafsdóttir R. 87.5 Arna Ingvarsdóttir A 89.3 Erla Björnsdóttir A 93.0 9 ára drengir. sek. Ólafur Hilmarsson A 77.7 Guðm. Sigurjónsson A 81.7 Hreiðar Olgeirsson H. 82.5 Valur Gautason A 83.2 9 ára stúlkur. sek. Guðr. J. Magnúsdóttir A 79.4 Bryndís Viggósdóttir R 83.1 Sigr. Gunnlaugsdóttir í 92.9 Björg Eiríksdóttir A 97.5 10 ára drengir. sek. Atli Einarsson f 78.8 Árni G. Árnason H 79.1 Þorvaldur Örlygsson A 81.1 Rúnar Jónatansson í 82.3 10 ára stúlkur. sek. Tinna Traustadóttir R 83.3 Þórdís Jónsdóttir f 83.6 Signe Viðarsdóttir A 84.5 Dýrleif A. Guðm.dóttir R 85.4 11 ára drengir sek. Erling Ingvason A 135.95 Stefán Bjarnhéðinss. A 141.75 Friðgeir Halldórsson í. 142.34 Gunnl. Þráinsson A 143.10 11 ára stúlkur. sek. Ama Jóhannesdóttir D 149.58 Rósa Jóhannsdóttir R 157.82 Harpa Gunnarsdóttir A 160.65 Elva Vigfúsdóttir Ó 162.32 12 ára drengir. sek. Daníel Hilmarsson D 132.91 Pálmi Pétursson A 138.57 Bjami Bjarnason H 138.79 Birgir Sverrisson A 147.75 12 ára stúlkur. sek. Lene Hallgrímsdóttir A 141.12 Guðrún Bjömsdóttir R 150.74 Ásta Óskarsdóttir R 150.93 Ingibj. Harðardóttir A 152.82 Svig. 7 ára og yngri. sek. Jón Halldór Harðarson A 49.3 Jón Árnason A 54.0 Jón Harðarson A 55.8 Jón M. Ragnarsson A 56.4 8 ára drengir. sek. Sveinn Rúnarsson R 73.0 Aðalsteinn Ámason A 73.3 Gunnar Reynisson A 77.0 Arnar Árnason R 77.3 8 ára stúlkur. sek. Kristín Ólafsdóttir R 76.1 Gréta Björnsdóttir A 79.5 Freyg. Ólafsdóttir í 83.3 Arna ívarsdóttir A 84.5 9 ára drengir. sek. Ólafur Hilmarsson A 67.9 Guðm. Sigurjónsson A 69.8 Kristján Valdemarsson R 73.6 Valur Gautason A 75.1 9 ára stúlkur. sek. Guðrún J. Magnúsd. A 70.5 Bryndís Viggósdóttir R 71.5 Sigr. L. Gunnlaugsd. í 81.9 Björg Einarsdóttir A 93.0 Handboltafólk í keppni Meistaraflokkur kvenna í handknattleik hjá Þór lék þrjá leiki í fyrstu deild kvenna í Reykjavík um síðustu helgi. Á föstudagskvöld léku þær við Fram og töpuðu með 18 mörk- um gegn 13, á laugardag við KR og töpuðu þá einnig naum- lega, með 13 gegn 11, og á sunnudag sigruðu Þórsstúlk- urnar síðan Breiðablik ömgg- lega með 19 mökum gegn 9. Meistaraflokkur KA var einnig í Reykjavík um helg- ina og léku þeir tvo leiki í annari deild. Á laugardag léku þeir við Fylki og töpuðu væg- ast sagt mjög óvart, með 19 mörkum gegn 15. Var leikur þessi mjög lélegur af KA hálfu, og eftir tap í honum em næstum engir möguleikar á að liðið leiki í fyrstu deild á næsta keppnistímabili. Á sunnudag léku þeir síðan við Leikni og sigruðu með 21 marki gegn 19. Körfubolti Sl. laugardag fór fram í nýja íþróttahúsinu í Glerárhverfi fyrsti opinberi leikurinn sem þar er háður. Áttust þar við fyrstudeildarlið Þórs og Fram í körfubolti kvenna. Þórsstúlk- urnar sigruðu í leiknum. Á sunnudag léku Þórsarar síðan við ÍR og fór sá leikur fram í íþróttaskemmunni, og þar sigruðu ÍR stúlkur. 10 ára drengir. sek. Atli Einarsson í 62.1 Árni G. Ámason H 62.8 Rúnar Jónasson f 66.2 Þorvaldur Örlygsson A 66.3 10 ára stúlkur. sek. Þórdís Jónsdóttir í 65.9 Tinna Traustadóttir R 66.0 Dýrl. Guðmundsdóttir R 67.8 Signe Viðarsdóttir A 69.6 11 ára drengir. sek. Stefán Bjarnhéðinsson A 76.59 Erling Ingvason A 78.47 Jón V. Ólafsson A 78.28 Gunnar Svanbergsson A 79.19 11 ára stúlkur. sek. Rósa Jóhannsdóttir R 90.02 Sigurbj. Sigurgeirsd. Ó 91.67 Hólmdís Jóhannsdóttir H 93.84 Harpa Gunnarsdóttir A 96.01 Punktamót í alpagreinum Um síðustu helgi var haldið í Reykjavík punktamót í apla- greinum og var keppt í stór- svigi og svigi. Á laugardag var keppt í stórsvigi og í karla- flokki sigraði Haukur Jó- hannsson, Akureyri, annar var Hafþór Júlíusson, ísafirði og þriðji Valur Jónatansson, Reykjavík. í kvennaflokki sigraði Kristín Úlfsdóttir, Reykjavík, önnur Margrét Baldvinsdóttir, Akureyri, og þriðja Guðrún Leifsdóttir, Á sunnudag var keppt í svigi og í karlaflokki sigraði Árni Óðinsson, Akureyri, ann- ar Valur Jónatansson, Reykja- vík og þriðji Haukur Jóhanns- son, Akureyri. í kvennaflokki sigraði Ásdís Alfreðsdóttir, Reykjavík, önnur varð Mar- grét Baldvinsdóttir, Akureyri og þriðja María Viggósdóttir, Reykjavík. Um næstu helgi verður haldið á fsafirði ís- landsmeistaramót unglinga á skíðum. Keppendur verða fjöl- 12 ára drengir. sek. Bjarni Bjarnason H 69.27 Örnólfur Valdemarss. R 70.44 Sveinn Aðalgeirsson H 71.39 Hafsteinn Jakobsson Ó. 73.61 12 ára stúlkur. sek. Hrefna Magnúsdóttir A 82.55 Lena Hallgrímsdóttir A 82.92 Þórhildur Egilsdóttir R 85.92 Ingibjörg Harðardóttir A 86.33 í stigakeppni hlutu Akureyr ingar flest stig og einnig flesta meistara eða 12 alls. Reykja- vík hlaut 4 meistara, ísafjörð- ur 3, Dalvík 2 og Húsavík 1. 4•DAGUR DAGUR 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.