Dagur - 03.01.1979, Page 8

Dagur - 03.01.1979, Page 8
DAGUR HRAÐAMÆLISBARKAR í FLESTA BILA Verktakar hjá Hitaveitu Akureyrar: Skulda verkalýðs- félögunum háar upphæðir Vilja ekki ræða við þau! Verktakar hjá Hitaveitu Ak- ureyrar hafa reynst verkalýðs- félögunum illa svo ekki sé meira sagt, en nær allir hafa þeir dregið að greiða lögboðin gjöld til félaganna. Má segja að þetta ástand hafi ríkt síðan Hitaveitan tók til starfa á sín- um tíma. Hér er um að ræða greiðsiur í orlofssjóð, félags- mannasjóð og fl. Ekki er vitað með vissu um hve háar upp- hæðir er að ræða. Jón Helgason, formaður verkalýðsfélagsins Einingar, sagði í viðtali við Dag að aðeins einn verktaki, Norðurverk h.f. hefði staðið í skilum með greiðsl- ur, en aðrir verktakar væru langt á eftir. „Við höfum gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá þessa menn til viðræðna og s.l. sumar gekk það svo langt að hitaveitustjóra var greint frá ástandinu, en enn hefur ekki verið hægt að koma á fundi,“ sagði Jón. „Búið er að setja þetta í innheimtu, en við förum ekki í hart fyrr en búið er að reyna allar leiðir." Jón tók það fram, að það væri ekki aðeins við atvinnurekendur að sakast. Starfsmenn svíkjast einnig um að tilkynna verkalýðs- félögunum ef ekki eru dregnar af þeim umsamdar greiðslur, sem eiga að tryggja þeim umsaminn rétt. Jón Helgason. RARIK hafa tekið við Kröfluvirkjun Ríkistjórnin ákvað þann 30. um, svo og hugsanlegum halla af með 1. janúar 1979, þar til öðruvísi nóvember s.I. að Rafmagnsveit- um ríkisins verði falinn rekstur og umsjón með frekari fram- kvæmdum við Kröfluvirkjun fyrst um sinn, enda standi ríkið sem eignaraðili undir fjár- magnskostnaði af stofnkostnaði og áframhaldandi framkvæmd- rekstri virkjunarinnar eins og verið hefur. í framhaldi af þessari ákvörðum skipaði iðnaðarráðherra, Hjörleif- ur Guttormsson, nefnd til þess að ganga frá yfirtökunni. Að tillögu nefndarinnar hefur iðnaðarráðherra ákveðið að frá og Gengur betur en í fyrra Á s.l. ári voru alls til innheimtu hjá Akureyrarbæ útsvör og að- stöðugjöld að upphæð einn milljarður og sexhundruð þús- und og fasteignagjöld að upp- hæð rúmar sex hundruð mill- jónir. Af útsvörum og aðstöðu- gjöldum innheimtist 91,4% fyrir áramót og 97,2% af fasteigna- gjöldum. Meðaltalið er 93% sem er örlítið betri árangur en um áramótin 1977-1978. verði ákveðið, taki Rafmagnsveitur ríkisins við öllum eignum og rekstri Kröfluvirkjunar, svo og yfirstjórn frekari framkvæmda sem ákveðnar kunna að verða. Við þessa yfirtöku Rafmagns- veitna ríkisins á Kröfluvirkjun fell- ur umboð Kröflunefndar niður, svo og fyrirmæli iðnaðarráðuneyt- isins til Orkustofnunar um þátt hennar í framkvæmdum við bor- holur og gufuveitu. Nú er unnið að því að búa Kröfluvirkjun undir rekstur, m.a. með tengingu á nýrri borholu. Staðan verður þó endurmetin og ákvörðun um rekstur virkjunar- innar tekin með hliðsjón af fyrir- liggjandi afli, væntanlega fyrir lok næsta mánaðar. Banaslys að kvöldi jóladags í Hegranesi Sauðárkróki. 2. janúar. Dauðaslys varð hjá Keflavík í Hegranesi að kvöldi jóladags. Ungur piltur frá Siglufirði lét þar lífið. ökmaður bifreiðarinn- ar sem er frá Sauðárkróki slas- aðist einnig og liggur hann á sjúkrahúsi en er á batavegi. Á gamlárskvöld var minna um ærsl meðal unglinga en oft áður en meiri skemmdir. Meðal annars brutu þeir götuljós og rúður í tveim kaupfélagsbúðum. Ekki var það fjölmennur hópur ungmenna, sem að þessu stóð. Þrír stórir dánsleikir voru haldnir um jól og áramót og vel sóttir að venju. Allir togararnir lágu inni um jól- in en tveir þeirra fóru á veiðar á milli jóla og nýárs en komu aftur á gamlársdag og munu þeir allir á förum í dag á miðin. Veðurblíða hélst fram á gamlársdag. Nokkur snjór er í út- héraðinu og hefur færi þyngst á vegum þar en minna hefur snjóað frammi í héraðinu. G. Ó. ALLIR BÁTAR I HEIMAHÖFN UM JÓL Ólafsfirði 2. febrúar. Mannlíf hefur verið gott og áfallalaust hér í Ólafsfirði. Veðurblíða hef- ur verið mikil og ekki fór að snjóa þar til nú á gamlársdag. Dansleikir voru haldnir að venju og menn gerðu sér dagamun að hefðbundnum hætti. Allir bátar voru hér í höfn um jól og áramót og eru ennþá. Atvinna var sæmilega góð á síð- asta ári og afkoman þokkaleg. Afli togaranna, seinni hluta árs minnk- aði verulega og kom það auðvitað fram í minni atvinnu í landi. Stærstu framkvæmdir hjá bæj- arfélaginu á síðasta ári er eflaust bygging heilsugæslustöðvar og dvalarheimilis, sem er mikil bygg- ing og verður væntanlega tilbúin undir tréverk í sumar. Þá var unnið við höfnina fyrir um 80 milljónir króna í sumar. Fimm leigu-og söluíbúðir voru teknar í notkun í desember og ein- staklingar eiga mörg hús í byggingu á ýmsum byggingastigum. Þá var verulega unnið að gatna- gerð í sumar og mikið unnið við nýja vatnsveitu og hún tengd. Höf- um við því nægilega mikið vatn og gott neysluvatn. P.M.J.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.