Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 9

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 9
Hinn 23. febrúar 1928 var ég vakinn upp síðari hluta nætur heima á Arnarstöðum í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði, og beðinn að sækja ljósmóður, handa mág- konu minni, konu Vigfúsar bróð- ur míns, Ragnheiði Sigfúsdóttur sem einnig átti heima á Arnar- stöðum. Hið fyrsta sem mér varð hugs- að um var Eyjafjarðará, sem nú var í vexti eftir hlákur undanfar- andi daga. Hún var búin að ryðja sig og var því alauð, en nokkur jakaburður var enn í henni. Arn- arstaðir eru austan ár en ljós- móðirin átti heima vestan ár í Melgerði. Tvo hesta á járnum leiddi ég nú út úr húsi og lagði á þá báða. Annar hesturinn var grár að lit, skagfirskur röskleikahestur og ýmsu vanur. Hann var nefndur Kolskeggur og hafði hlotið það nafn áður en ég eignaðist hann. Þetta var ljómandi hestur og átti ég hann þar til hann var orðinn 32 vetra. Hinn hesturinn var skjótt- ur, léttur klárhestur, sem Vigfús bróðir minn átti. Reið ég svo úr hlaði og fór lið- ugt en ekki reið ég harkalega niður að ánni beina sjónhend- ingu. Þar var áin landahrein og sá ég vel straumfallið. Hún var nokkuð mórauð og þess vegna sáust hvítir ísjakamir nokkuð vel þótt dimmt væri af nóttu, og þeir komu einn og einn en ekki mjög þétt. Lagði ég svo út í og hafði lausa hestinn undan straumnum, því það gat verið nauðsynlegt að nema snögglega staðar og láta jaka berast niður ána framan við hestana, ef kostur var. Þurfti ég að stansa tvisvar af þessu tilefni og tafði það ekki för mína telj- andi og áður en varði var ég kominn upp á Gilsáreyrar, vestan árinnar og þurfti ekki að hvetja hestana, blauta úr ánni. Að heiman er ekki nema um klukkustundar reið út í Melgerði eða öldu, það sem Sigurlína ljós- móðirin bjó og þau Tómas Bene- diktsson byggðu, þegar þau fluttu frá Hólum í Eyjafirði. Vegurinn var sæmilega góður og ég fór lið- ugt skokk. Þegar kom að Melgerði, sem mér lætur betur að nefna svo guðaði ég á glugga að gömlum og góðum sið, líklega þó dálítið ákveðnara en undir venjulegum kringumstæðum, Kom Tómas, eiginmaður ljósmóðurinnar, strax út í gluggann og ég bar upp erindi mitt. Hann sagði: „Ja, Jón minn, nú stendur svo á, að Sigurlína mín er forfölluð. Hún veiktist í gær, en hún reyndi að ráðstafa því þannig, að láta ljósmóðurina í Hrafnagilshreppi, vita hvemig á stæði, svo hún yrði viðbúin því að fara að Amar- stöðum. Sú ljósmóðir hét Þórdís Benjamínsdóttir, ættuð frá Hrís- um og átti heima á Grund. Hestaskipti hafði ég í snatri og sté bak og nú var riðið þéttings hratt norður að Grund. Þangað kom ég og bankaði á glugga eins og áður. Bar það skjótt árangur því ljósmóðirin kom strax til dyra. En svo illa hafði viljað til kvöld- inu áður, að hún brenndi sig á hægri hendi og sagðist nú ekkert geta aðstoðað, en orðsendinguna hafði hún fengið um væntanlegan bamsburð. Stóð ég nú örlitla stund á með- an ég hugsaði ráð mitt, en henti mér síðan á bak og reið nú á stökki alla leið að Samkomugerði En þar átti Hallgrímur nokkur Jónsson heima og nýbúinn að kaupa fólksbíl, sem ég hugðist nú fá, ásamt bílstjóra til að aka með mig í læknisferð til Akureyrar eða Kristness. En bíllinn var þá ekki í lagi og þótti mér þá vandast málið fyrir alvöru. Vék ég mér nú afsíðis til að vera einn og ótruflaður, en á ör- lagastundum hefur mérgefist það vel, því þá er stundum eins og hvíslað sé hvað ég eigi að gera. Svo fór í þetta sinn, og ég varð viss hvað gera ætti og í því kallaði Hallgrímur og spurði hvað ég væri að hugsa, hvers vegna ég færi ekki í hvellinum út í Krist- nes. Þarf naumast að taka það fram, að ekki var sími á bæjunum til að auðvelda erindisrekstur. En ekki tafði ég lengi, enda ákveðinn að fara nú fram í Krónustaði og fá bíl, sem ég vissi að til var þar á bænum. Ég vissi að sá bíll var í lagi og bílstjóri var á bænum. Reið ég nú í einum hvelli alla leið fram í Krónustaði. Þegar ég hafði hestaskipti á leiðinni, renndi ég mér af öðrum hestinum yfir á hinn, án þess að tefjast. Þá held ég að segja megi að greitt hafi verið riðið og þurfti ég þó aldrei að hvetja hestana, því hvort tveggja var, að þeir voru röskir og vel fóðraðir, voru nú búnir að liðka sig sæmilega og voru hlaupaglaðir. Lengst af fór ég á stökki, það man ég og ég talaði við blessaða klárana mína á leið- inni og mér fannst þeir skilja mig, því þeir voru svo auðsveipir og eins og hugur manns að öllu leyti. Líklega hafa þeir verið orðnir nokkuð sveittir þegar kom heim í hlaðið á Krónustöðum. Renndi ég mér nú af baki, hljóp að glugganum og bankaði og það má vel vera, að ég hafi gert það harkalegar en ég ætlaði, því mér fannst nú, að nógu lengi hefði ég verið á ferðinni án ár- angurs. Magnús Hólm Árnason, bóndi kom út fáklæddur og var ég ekki lengi að bera upp erindið. Hann var þá heldur ekki lengi að skilja hvað til stóð. Þar var þá á samri stundu kominn Jakob Árnason, bróðir Magnúsar, þá bílstjóri, síðar ritstjóri og bóksali á Akureyri. Hann var búinn að setja bílinn í gang áður en ég vissi af og ég settist við hlið hans, en hafði áður beðið Magnús að færa hesta mína suður að Hleiðar- garði, svo skemmri tíma tæki að koma lækninum yfir ána og heim í Amarstaði í bakaleið. Vorum við Jakob svo á samri stundu komnir á fulla ferð og þótti mér nóg um hraðann. Vegurinn var naumast svo góður, að hægt væri að aka á ógnarmiklum hraða, en það gerði Jakob þó. Á einum stað missti hann húfuna sína og bað hann mig að taka hana upp, því hún gæti orðið fyrir sér. Við vor- um ekki lengi til Akureyrar og þar fór ég á fund Steingríms Matthí- assonar héraðslæknis, sem tók mér yel, en sökum anna gat hann þó ekki farið en hafði beðið Steingrim Eyfjörð að fara fyrir sig ef með þyrfti. Ókum við þá heim til hans og tók frúin á móti okkur og var ekki hrifin af erindi okkar, þótt hún hefði ekki mörg orð um. Steingrímur Eyfjörð var fljótur í heimanbúnaði, hress að vanda og var þá á ný ekið greitt. Ekki var piáss nema fyrir einn mann í stýrishúsi bílsins og lá ég á pall- inum, vel klæddur og því varð mér ekki kalt, en notalegt var það ekki að vera í loftköstum á gler- hörðum pallinum. En ekki var ég að kvarta, enda var nú annað og meira í húfi og seint hefði ég beðið bílstjórann þess að minnka ferðina mín vegna. Við fórum á ofsahraða og ekki trúi ég því, að aðrir hafi hraðar farið á svona bíl og á svona vegi en þá var gert. Á Krónustöðum kom ég aðeins við til að vitja um hestana, en þá hafði Magnús flutt í veginn fyrir okkur, þar sem haganlegast var, enda stóð aldrei á fyrirgreiðslunni hjá honum. En hann hafði gert meira, því hann hugsaði til þeirra, er læknis biðu heima á Arnar- stöðum og reið því yfir ána til að láta vita um ferðir mínar, svo skiljanlegt yrði að hjálp bærist síðar en ætlað var í fyrstu. Yfir ána fór ég með lækninn á sama stað austur yfir og ég hafði farið um nóttina og gekk það vel, enda var nú tekið að kólna veru- lega og áin að blána og hreinkast. Steingrímur Eyfjörð hljóp inn í bæ og leit inn til sængurkonunn- ar, einstaklega hress og þó nær- gætinn. Hann sagði, eftir skoðun, að þetta væri allt í besta lagi. Gaf hann henni sprautu og kom síðan fram fyrir. Þar var þá kominn Ólafur bóndi á Gilsá, sem gaman hafði af samræðum og rak menn stundum í bobba með skörpum athugasemdum sínum. En Stein- grímur læknir var snöggur og glettinn í svörum og lét ekkert eiga hjá sér. Sneri Ólafur þá tal- inu að skemmdri tönn, sem hann vildi láta gera eitthvað við eða fjarlægja. Þá sagði Steingrímur: „Ertu vitlaus, Ólafur, heldurðu að ég fari að dóta eitthvað við þig? Veistu ekki að ég er að taka á móti barni og snerti ekki á öðru?“ Varð við það að sitja og bóndi gat ekki notað ferð læknisins á eins hagstæðan hátt og hann hafði hugsað sér. Síðan tóku þeir upp létt hjal og sagði konan mín mér síðar, að margt skemmtilegt hefðu þeir sagt, svo sem þeir kepptust um hnyttni og gaman- semi. Læknir var öðru hvoru að líta til sængurkonunnar og loks iok- aði hann hurðinni og litlu síðar fæddist drengur og heilsaðist móður og barni hið besta. Drengur þessi var skírður Stein- grímur, flutti síðan með foreldr- um sínum til Akureyrar, en er nú búsettur í Bandaríkjunum og famast vel, eftir því sem ég best veit. En foreldrar hans Vigfús Þorsteinsson bílstjóri og Ragn- hildur Sigfúsdóttir hafa um langt skeið búið á Akureyri. Að lokum má bæta því við, að klukkan var rétt um fjögur um nóttina, þegar ég var'vakinn til að sækja ljósmóðurina en ferðalagið tók aðeins rúmar fjórar klukku- stundir, þangað til Steingrímur Eyfjörð var kominn heim í hlað á Amarstöðum og þaðan fór hann fyrir hádegi og var ég fylgdar- maður sem áður. Vera má, að ég hafi verið óvæginn við hestana. en gætti þess þó að stilla ferðina í upphafi og að hafa oft hesta- skipti, enda varð þeim ekki meint af. Að þessu ferðalagi loknu var ég hamingjusamur yfir því, hversu vel það greiddist, þrátt fyrir óvæntar tafir. Jón Vigfússon, Arnarstöðum: Ljosmóðirin sótt R A TÆKNIÖLD Hve kertalj' sin skína, og sykurinn er sætur og söngurinn er fagur, er börnin halda jól. Gefum gaum að þeirri einföldu en fallegu mynd sem hér er dreg- in. Ef til vill er skilningur barn- anna á eðli jólahátíðarinnar tæp- ast fyrir hendi, en þau skynja ná- lægð jólanna, og tilhlökkun þeirra og gleði er fölskvalaus og einlæg. í kvæðinu Jólaklukkur, eftir sama höfund standa hins vegar þessi orð: Jólaklukkur kalla, kalla enn, koma, biðja alla, alla menn boða jólafriðinn um flóð og láð: Friður sé með yður, og Drottins náð. Hér erum við komin að kjarna jólaboðskaparins. Það er boð- skapurinn um frið og kærleika manna á meðal, án tillits til þjóð- ernis. litarháttar eða trúarbragða. Það kann að virðast erfitt í ljósi (þróunar) mannkynssögunnar, að boða þá kenningu að friður og góðvild eigi að vera leiðarljós í samskiptum manna. Þó það þyki ekki samboðið virðingu einstak- linga að útkljá deilumál sín með vopnavaldi og ofbeldi hefur valdbeiting verið leið þjóða heimsins til að útkljá hagsmuna- deilur. Friður er tímabil milli tveggja styrjalda var eitt sinn sagt. Hvemig væri saga okkar, án ofbeldis og styrjalda þjóða í milli? Forfeður okkar komu til Evrópu fyrir u.þ.b. 30.000 árum og út- Ingimar Eydal. rýmdu hinum lágvaxna hellisbúa, Neanderdalsmanninum. Hver væri saga okkar ef kærleikurinn til Neanderdalsmannsins hefði orðið ofbeldinu yfirsterkari? Eða eigum við að líta á innrás Ger- mana í Miðjarðarhafslönd, sem leiddi af sér rómverska menn- ingu? Ættum við kannski að reyna að bæta fyrir brot hvíta kynstofnsins gagnvart frum- byggjum Ameríku með því að flytja hina hvítu íbúa aftur til Ev- rópu og fá vesturálfu indjánum i hendur? Við höfum það ein- kennilega siðferðismat á styrjöld- um að stríð fortíðarinnar komi sögunni einni við, en við for- dæmum hins vegar ókomnar styrjaldir og styrjaldir nútímans. Þær gætu hugsanlega komið nið- ur á okkur sjálfum eða niðjum okkar. Þennan tvískinnungshátt mættu menn gjaman hugleiða þegar þeir blaða I „jólabók" þar sem styrjaldir og hörmungar er notað sem afþreyingarefni á jól- unum, hátíðar friðarins. En hversu mótsagnakennt sem það virðist vera er það kannski fyrst nú á okkar tímum að við getum eygt þá von að sambúð og sam- skipti manna geti orðið með frið- samlegu móti. Þegar eyðingar- máttur nútímavopna er hafður í huga er óhætt að segja „oft er þörf, en nú er nauðsyn" Annað hvort útrýmum við styrjöldum eða þær okkur. Þýðir þetta ekki að við verðum að velja friðar- leiðina, hvert sem siðferðismat okkar er, og hvert sem viðhorf okkar er til siðgæðishugmynda kristinsdómsins? Og er það ekki einmitt þekking okkar og vald yfir náttúruauðlindum sem best getur hjálpað okkur að ná þessu marki. Útbreiðsla tækni og þekk- ingar sem léttir lífskjörin og bægir frá hungurvofunni getur orðið til þess að fyrirbyggja styrjaldir sem til er stofnað vegna efnahags- hagsmuna. Og hver veit nema þotan sem svífur um heiðloftin geti átt þátt í að stuðla svo að nánari samskiptum manna að þeir finni að þeir eru bræður hvar I heiminum sem þeir búa. Frið- arboðskapur jólanna á svo sann- arlega erindi til okkar nútima- manna. Beitum tækniþekkingu okkar og vísindum í þágu þeirra sem minna mega sín og sækjum fram undir merkjum mannkær- leikans, þá mun okkur vel farnast. Gleðileg jól. Áður flutt sem erindi á kirkju- kvöldi í Ljósavatnskirkju 11/12 "11. DAGUR.9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.